Tíminn - 20.11.1987, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.11.1987, Blaðsíða 11
Föstudagur 20. nóvember 1987 Tíminn 11 lllllllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR H lllll: ......... ::illlli!l!IF: ...................... .iJilllllllF'-' ,,lilllllll|!lll'1' .......... .Hlllllllll'!1" .ijillllllll:i: ,1.1:11111111!; .lllT ..........I................... :,I........... ................ Einsoa svart og hvítt Pólverjar komu fram hefndum á íslendingum á handknattleiksvellin- um í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. íslendingar sigruöu sem kunnugt er með miklum mun í leik liöanna í fyrrakvöld en í gærkvöidi fóru Pól- verjar með sigur af hólmi, 25 mörk gegn 22 eftir að staðan í leikhléi var jöfn 13-13. Munurinn á leik íslenska liðsins í þessum tveimur leikjum var mikill, nánast eins og svart og hvítt. í fyrrakvöld stórleikur en í kvöld leikur undir meðallagi og niðurstað- an því tap. íslenska liðið fór ágætlega af stað þó strax kæmi í ljós að þeir væru ekki í því feiknar stuði sem áhorf- endur í Laugardalshöll fengu að sjá í gærkvöldi. Jafnræði var með liðun- um í fyrri hálfleik, forskotið þó yfirleitt fslandsmegin. í upphafi síð- ari hálfleiks kom þessi klassíski slæmi kafli og Pólverjar gerðu fimm mörk gegn einu. fslendingar jöfnuðu 21-21 en þá kom annar slæmur kafli og úrslitin voru ráðin þegar tvær mínútur voru eftir. Það er ekki gott að segja hvað fór úrskeiðis hjá íslenska liðinu í þessum leik, það var ekki eitt heldur öllu fremur allt. „Mér fannst einbeitingin ekki vera eins góð og í gær,“ sagði Alfreð Gíslason var með fallbyssuna vel stillta í fyrri hálfleik og skoraði þá sjö mörk, hvert öðru glæsilegra. Hér er eitt þeirra ■ uppsiglingu og augnabliki síðar var knötturinn í markinu án þess að Pólverjar fengju rönd við reist. Tímamynd Pjetur. Tuttugu og eins-árs landslið íslands gegn ísraelsmönnum: Guðmundur Arnar sá um stigið fyrir ísland - Varði eins og berserkur og skoraði jöfnunarmarkið Það fer líkast til enginn í grafgöt- ur með hver var maður leiksins þegar 21-árs landslið íslands í handknattleik keppti við ísraels- menn í Laugardalshöll í gærkvöldi. Guðmundur Arnar Jónsson heitir sá og er markvörður liðsins. Hann varði geysilega vel allan leikinn og best í síðari hálfleik en klykkti svo út með því að skora jöfnunarmark íslenska liðsins þvert yfir völlinn á lokasekúndunni. Leikurinn var að öðru leyti óskaplega dapur á að horfa. Sóknin hvorki gekk né rak gegn sterkri ísraelskri vörn og vörn íslenska liðsins opnaðist oft illa. Það hefði sannarlega ekki þurft að spyrja að leikslokum ef Guðmundar Arnars hefði ekki notið við. Héðinn meiddur fslenska liðið lék án Héðins Gilssonar sem meiddist á hendi í leliknum gegn Portúgölum í fyrra- kvöld og er nú með hönd í fatla. Þann leik unnu íslendingar 27-20 og var það ekki síst að þakka stórgóðri markvörslu Guðmundar nokkurs Arnars. Héðinn var markahæstur í þeim leik með 5 mörk. Gegn tsraelum skoraði Skúli Gunnsteinsson 4 mörk, Sigurjón Sigurðsson 4(3), Gunnar Bein- teinsson 3, Pétur Pedersen 3, Bjarki Sigurðsson 1, Árni Friðleifs- son 1, Guðmundur A. Jónsson 1, Sigurður Sveinsson 1 og Þórður Sigurðsson 1. Guðmundur Arnar varði 16 skot í leiknum. Nokkrar helstu tölur: 1-0, 3-2, 3-4, 5-5, 6-6, 7-7, 8-8, 8-9 - 8-10, 10-10, 10-12, 11-13, 13-13, 13-18, 17-18, 17-19, 19-19. -HÁ Úrvalsdeildin í körfuknattleik, ÍBK-ÍR 104-52: Algerir yfirburðir Frá Margréli Sanders á Suðurnesjum: Keflvikingar sigruðu ÍR 104-52 í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í Keflavík í gærkvöldi. Eins og tölurn- ar gefa til kynna var um algera yfirburði að ræða. Keflvíkingar spil- uðu mjög góða vörn, sér ■ lagi í fyrri hálfleik og það ásamt vel útfærðum hraðaupplaupum skóp þennan sigur. Strax á fyrstu mínútunum var hægt að sjá hvert stefndi og eftir 6 mín. leik var staðan orðin 20-3 fyrir Keflvíkinga og juku þeir forskotið jafnt og þétt. Staðan í hálfleik var 55-23. ÍR-ingar byrjuðu síðari hálfleik betur en þann fyrri, veittu örlitla mótspyrnu í vörninni en munurinn var orðinn of mikil og endaði leikur- inn eins og áður sagði 104-52. Hjá Keflavík var liðsheildin sterk og oft brá fyrir skemmtilegu spili. Einnig voru þeir geysisterkir undir körfunni. Bakverðirnir Karl Guð- laugsson og Jón Örn Guðmundsson stóðu uppúr hjá ÍR-ingum. Ágætir dómarar voru Jón Otti Jónsson og Kristinn Albertsson. Áhorfendur voru 250. Nokkrar helstu tölur úr leiknum: 20-3, 26-9, 47-16, 53-18, 55-23 - 67-27, 71-35, 82-43, 97-47, 105-52. Stigin, ÍBK: Hreinn Þorkelsson 23, Guðjón Skúlason 20, Magnús Guðfinnsson 15, Axel Nikulásson 12, Falur Harðarson 9, Sigurður Ingimundarson 8, Jón Kr. Gislason 7, Matti ó. Stefánsson 6, ólafur Gottskálksson 4. ÍR: Karl Guðlaugsson 17, Jón öm Guðmundsson 16, Vignir M. Hilmarsson 6, Bjöm Steffensen 4, Jóhannes Sveinsson 4, Bjöm Bollason 3. Guðjón Guðmundsson liðsstjóri eft- ir leikinn. „Varnarleikurinn fannst mér líka slakur. Ég er þó í sjálfu sér ekki svo óánægður með þennan leik, við áttum toppleik í gær og eigum inni einn leik á móti þeim á Akureyri um helgina. Ég vona að það gangi betur þar,“ sagði Guðjón. Á lokamínútum leiksins hjálpað- ist allt að í sókninni, ekkert gekk upp og aldeilis annað uppi á teningn- um en í fyrrakvöld. Alfreð Gíslason og Kristján Ara- son voru bestu menn íslenska liðsins í þessum leik. Alfreð skoraði hvert markið öðru fallegra, þar af 7 í fyrri hálfleik, og Kristján mataði með- herjana á sannkölluðum gullsend- ingum í fyrri hálfleik auk þess sem hann skoraði fjögur mörk sjálfur. Þorgils Óttar Mathiesen lék einnig vel. Vörnin átti í mesta basli með Landsleikur í handknattleik: Ísland-Pólland 22-25(13-13) Laugardalshóll Loikurinn i tölura: 1-0, 2-1. 3-2, 3-4, 7-5, 9-7, 10-9, 11-11, 13-12, 13-13 - 13-14, 14-14, 16-18, 17-20, 21-21, 21-24, 22-24, 22-25. Mörk íslands: Alfreð Gíslason 8(1), Kristján Arason 4, Þorgils Óttar Mathies- en 4, Karl Þráinsson 2. Jakob Sicpirðsson 2, Páll Ólafsson 2. Markvarsla: Einar Þorvarðarson varði 9 skot og Guðmundur Hrafnkelsson 4. íslendingar voru utan vallar í 6 rain. Mörk Póllands: Bogdan Wenta 9, Leslaw Dziuba 5. Krzysztof Staszewski 4, Marek Kordowiecki 2. Zbigniew Plechoc 2. Dar- ius Bugaj 1, Grzegorz Subocl 1, Ryszard Maslon 1. Markvarsla: Wieslaw Goliat varði 7(1) skot og Krzysztof Latos 2. Pólverjar voru utan vallar í 4 min. Dómarar: Öjvind Bolstad og Terje Ant- honsen frá Noregi, dæmdu mjög vel. langskot Pólverjanna og markvarsl- an var ekki eins góð og í fyrrakvöld. Að öðru leyti var vörnin lengstum ágæt, einkum Geir Sveinsson, Þor- gils Óttar og Alfreð. Pólverjarnir sýndu í gærkvöldi að þeir láta ekki ganga yfir sig, a.m.k. ekki tvö kvöld í röð og sá heimsfrægi Bogdan Wenta var gjörsamlega óst- öðvandi í fyrri hálfleik, skoraði þá 8 mörk. íslenska landsliðið heldur í dag norður yfir heiðar þar sem KEA fjögurra Iiða mótið hefst í kvöld. Á Akureyri Ieika í kvöld ísland-ísrael kl. 20.00 og Pólland-Portúgal kl. 21.30. -HÁ I stuttu máli ÞorgiU Óttar Mathieson skoraði fjögur mörk, eitt skot hans var varið og hann náði boltanum tvívegis úr höndum and- stæðinganna. Jakob SigurdsBon skoraði tvö mörk, átti eitt skot framhjá og náði boltanum einu sinni. Karl Þráinsson skoraði tvö mörk, átti eitt skot framhjá, eitt í stöng og eitt var varið. Sigurður Gunnarsson átti tvær sending- ar sem gáfu mark og tapaði boltanum einu sinni. Alfroð Gislason skoraði átta mörk, þar af eitt úr víti. Hann átti eitt skot í stöng, eitt skot var varið og eitt víti einnig varið. Þá átti hann eina sendingu sem gaí mark. Páll Ólaísson skoraði tvö mörk, átti eitt skot í stöng og eitt var varið. Hann tapaði boltanum einu sinni, steig einu sinni á línu og fókk dæmdan á sig ruðning einu sinni. PáU átti eina sendingu sem gaf mark. Guðmundur Gudmundsson átti línu- sendingu sem gaf mark en eina skot hans var varið. Kristján Arason skoraði fjögur mörk, þrjú skot voru varin og eitt fór í stöng. Kristján átti 6 sendingar sem gáfu mark, missti boltann einu sinni og náði honum einu sinni. Sigurður Sveinsson fékk einu sinni dæmdan á sig ruðning. Fræðsluráð Ólympíunefndar íslands: , Fyrirlestur um Ólympíuhugsjónir Fræðsluráð Ólympíunefndar ís- lands efnir í samráði við nefndina til fyrsta fræðslufundar ráðsins laugar- daginn 21. nóvember nk. kl. 17.00 í stofu 101 í Odda, húsnæði hugvís- indadeildar Háskóla íslands Það verður Jim Parry lektor við íþróttadeild Háskólans í Leeds á Énglandi sem flytur aðalfyrirlestur- inn á fundinum. Parry er þekktur íþróttafræðimaður á Bretlandseyj- um og mjög eftirsóttur fyrirlesari víða um heim. Hann mun fjalla um Ólympíuleika í nútíð og framtíð og hugsjónir þær sem Ólympíuleikarnir byggjast á í ljósi raunveruleika sam- tímans. Parry var um tíma leikmað- ur með knattspyrnuliðinu Derby Co- unty. Valdimar Örnólfsson, formaður fræðsluráðs Ólympíunefndar, Gísli Halldórsson, forseti Ólympíunefnd- ar og Sigmundur Guðbjarnason háskólarektor munu flytja stutt ávörp á fundi þessum. Að auki flytja Ingólfur Hannesson og Þorsteinn Einarsson stutt erindi. Ingólfur ætlar að fjalla um starfsemi og aðstöðu Alþjóða Ólympíu- akademíunnar í Grikklandi og Þor- steinn nefnir sitt erindi þátt íþrótta í fornum hátíðum. Öllum er heimill aðgangur og aðgangseyrir er enginn. Sérstaklega er boðið þeim er tekið hafa þátt í Ólympíuleikum, hafa þjálfað íþróttafólk til keppni á leikunum og starfað að þátttöku íslands að öðru leyti. Jim Parry fyrirlesari við íþróttadeild háskólans í Leeds ætlar að flytja athyglisverðan fyrirlestur um íþróttir og Ólympíuleika hér á landi um helgina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.