Tíminn - 20.11.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.11.1987, Blaðsíða 9
Föstudagur 20. nóvember 1987 Tíminn 9 VETTVANGUR Vangaveltur um fjölmiðil inn Sjónvarp Reykjavík Fyrir margt löngu síðan flutti „Útvarp Reykjavík" frásögn sem hét Með kveðju frá Gregorí. Sagan sagði frá manni, sem tók uppá því að hengja upp í fánastengur manna ýmsa aðskotahluti, sem þar áttu síst heima og merkti verknaðinn þannig: Með kveðju frá Gregorí. Það var eins og við manninn mælt að nokkrir íslenskir borgarar sáu að morgni dags að búið var að hengja uppí fánastengur þeirra dauða hrafna, dauðar veiðibjöllur og fleiri „huggulegheit" og þessu fylgdi áritunin: Með kveðju frá Gregorí. Ég reikna með því að þetta hafi ekki gert fullþroska fólk. Þetta atvik hefur verið mér síðan bending þess hvílík áhrif útvarp og sjónvarp hafa á þjóðlíf íslendinga og þá sérstaklega ungu kynslóðina. Hér er annað dæmi miklu yngra: Fyrir nokkru síðan gerðist það í húsi við götu í Reykjavík að hús- faðirinn andaðist snögglega. Um þennan atburð ræddust við hjón í næsta húsi og sögðu að N.N. hefði dottið niður heima hjá sér og verið andaður samstundis. Þá gellur við sonur þeirra, fjögra ára og segir: Hver skaut hann?, en barnið hafði hlustað á samræður foreldra sinna. Dettur engum í hug nema mér að hér gæti áhrifa frá hryllingsmynd- um, sem sýndar eru í Sjónvarpinu? Af þessum dæmum finnst mér að megi sjá hvílík ábyrgð fylgir því að vera útvarpsstjóri eða eiga sæti í útvarpsráði og fleiri nefndum sem annast dagskrá útvarpsins. Síðustu misseri hefur mér oft ofboðið hve glæpamyndir eru ríkur þáttur í því Af þessum dæmum finnst mér að megi sjá hvílík ábyrgð fylgir því að vera útvarpsstjóri eða eiga sæti í út- varpsráði og fleiri nefndum sem annast dagskrá útvarpsins. myndefni, sem sjónvarpið býður þjóðinni. í mynd sem sjónvarpið sýndi þjóðinni fyrir nokkrum dög- um var sýndur auðnuleysingi, sem flæktist að erindislausu inn á sjúkrahús. Honum var tekið þar af velvild og kurteisi en myndin endar á því að piltur þessi er að reyna að kyrkja eina hjúkrunarkonuna í greipum sér. Að vísu tókst þessi glæpur ekki, sem betur fór en það munaði litlu. Nú eru að hefjast í sjónvarpinu tvær myndir, önnur heitir Kol- krabbinn en hin heitir Óður böð- ulsins. Svo mikið kapp er lagt á að koma þessum þokkalegu myndum til skila að það eru liðnar 35 mínútur af næsta degi þegar síðari myndin endar, en þær fylgjast að sama kvöldið. Derrik og hans stéttarbræður er vikulegur þáttur í sjónvarpinu. Þar verður alltaf að byrja á því að drepa mann áður en „morðdeildin“ fæst til að koma á vettvang og reyna að leysa gátuna. Ég tala nú ekki um hvað útvarpsráði virðist vera umhugað um að sýna fólki brennivínsdrykkju, nauðganir, slagsmál og fjársvik, það er nú bara ekkert mál eins og títt er að segja á þeim bæ. Að þessu athuguðu fer maður að skilja hversvegna einn íslenski pót- intátinn í sjónvarpinu er svo mikils metinn, þar á bæ, en mannvíg eru ríkulega iðkuð í kvikmyndum hans. Sem betur fer eru manndráp ekki lenska með þjóðinni enn þá. Japanir stunda mikið fiskeldi og margt rækta þeir sem dafnar í sjónum. Þeir kenna fiskunum, sem þeir senda í hafbeit, að hlsuta á tónlist og þeir athuga hvaða tónlist fiskunum fellur best við. Einmitt þá söngva leika þeir á ströndinni þegar þeir vilja laða fiskana heim aftur úr hafdjúpunum. Þetta gefst þeim (Japönum) vel nema þegar þeir leika „popptónlist“ fyrir þessa uppeldissyni sína, þá flýja fiskarnir til hafs. Þeir virðast hafa betur þroskaðan smekk, þeir litlu, fyrir poppgarginu, heldur en há- menntaðir stjórnendur fslenska sjónvarpsins. Þessa japönsku frétt ætti íslenska sjónvarpið að taka til alvarlegrar athugunar. Þegar íslendingar héldu hátíð- lega verslunarmannahelgi s.l. sum- ar voru víða valdir hinir fegurstu staðir til þessa samkomuhalds. Umferðin á þjóðvegum landsins varð meiri en jafnvel hefur þekkst hér áður. Árekstrar urðu mjög Auðvitað sagði frétta- miðillinn útvarp og sjónvarp frá þessum samkomum og taldi að þrátt fyrir nokkra ölvun hefðu mót þessi farið vel fram og lagði þar með, óbeint þó, bless- un sína yfir þetta mjög svo alvarlega ástand. margir en þó held ég að ekki hafi orðið banaslys af þeirra völdum, sem betur fór. Að mestu leyti var það æska landsins, sem sótti þessar samkom- ur. Sjónarvottur, einn af þessum hátíðargestum, sagði mér að furðu margir hefðu þar verið áberandi ölvaðir og ekki fáir verið svo ofurölvi að þeir gerðu „öll sín stykki" bæði til baks og kviðar hvar, sem þeir voru staddir á mótssvæðinu, auk þess sem ælur og hverskyns umbúðadrasl lá þar eins og hráviði um allt. Það heyrði ég vfðar að sukksamt hefði verið á þessum mótum áhinu fagrasumri. Algjör andstæða við það sem ég hefi verið að lýsa var hátíð Templ- ara í Galtalækjarskógi. Þar var menningarbragur á öllu mótshaldi, sem sýnir að það er hægt að skemmta sér úti í íslenskri náttúru svo sómi sé að. Auðvitað sagði fréttamiðillinn útvarp og sjónvarp frá þessum samkomum og taldi að þrátt fyrir nokkra ölvun hefðu mót þessi farið vel fram og lagði þar með, óbeint þó, blessun sína yfir þetta mjög svo alvarlega ástand. Fyrir nokkru síðan var haldin, af frægum tónlistarmanni að sagt var, mikil tónlistarhátíð í Reiðhöllinni í Víðidal í Reykjavík. Þar kom múgur og margmenni og ekki var siðgæðið þar meira en svo að þar var skorið og eyðilagt klæðið á sætum strætisvagnana, rúður í þeim brotnar og fleiri ómenning höfð í frammi og þannig var bílstjór- um þessara ágætu faratækja gert ómögulegt að aka fólkinu aftur til Reykjavíkur um nóttina. Það var mikið lán að ekki hlaust stórslys af. Eftir þessar upprifjanir mínar langar mig til að spyrja útvarpsráð og þó helst útvarpsstjórann sjálfan hvort þeir leiði aldrei hugann að því hvort ekki geti skeð að þessi merkilegi fjölmiðill þjóðarinnar eigi máske einhvern þátt í þessum hörmungum, sem virðast vera að gegnsýra þjóðfélagið? Með tilliti til sögunnar um „Kveðju frá Greg- orí“ er ég að hugsa hvort útvarps- ráð geti verið alveg öruggt um að eiga engan hluta í þessu ómenning- arflóði, sem virðist ganga yfir. Nú er það ósk mín að „Útvarps- stöð íslands Reykjavík" steinhætti að sýna landsmönnum myndir eða frásögur af manndrápum, áfengis- nautn, lauslæti, peningafölsunum og öðrum óhroða eins og hann er verstur með margmilljóna þjóðum úti í hinum stóra heimi. Mér er Ijúft að játa að margt er stórvel gert í þessum óska fjölmiðli íslendinga og þakka þá þætti af heilum hug þó ég telji ekki upp einstaka liði. Ég kveð ykkur svo með góðum óskum og trausti í þeirri von að þið hugsið til gamals spakmælis sem hljóðar svo: „Sá er vinur sem til vamms segir“. Þorsteinn Guðmundsson. LEIKLIST ii! Leikfélag Akureyrar sýnir Lokaæfingu eftir Svövu Jakobsdóttur LokaæHng eftir Svövu Jakobsdóttur. Leikstjóri: Pétur Einarsson. Leikmynd: Gylfi Gíslason. Lýsing: Ingvar Björnsson. Föstudaginn 23. október síðastlið- inn frumsýndi Leikfélag Akureyrar leikritið Lokaæfingu eftir Svövu Jak- obsdóttur. Þetta leikrit var fyrst sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1983 og síðar sama haust sem gestaleikur í Norðurlandahúsinu í Færeyjum. Hér er það sýnt í nýrri og breyttri gerð sem sýnd var fyrr í haust í Bátsleikhúsinu í Kaupmannahöfn. Þá hefur menningarmálaráðuneyti Sovétríkjanna keypt sýningarrétt á leikritinu í öllum Sovétríkjunum. Lokaæfing fjallar í stuttu máli um hjón sem hafa komið sér upp kjarn- orkubyrgi undir húsi sínu og ákveðið að dvelja þar í tilraunaskyni um tíma. í fyrstu leikur allt í lyndi en síðan taka að gerast ófyrirsjáanlegir atburðir og spennan eykst jafnt og þétt allt til loka. Texti Svövu Jakobsdóttur er magnþrunginn og öll bygging verks- ins einstaklega fagmannleg og hug- vitssamleg. Athygli áhorfandans er fangin frá því fyrsta og allt til loka. Með hlutverk hjónanna, Ara verkfræðings og Betu konu hans, fara þau Theódór Júlíusson og Sunna Borg. Er skemmst af því að segja að leikur þeirra beggja er í einu orði sagt frábær. Bæði hlutverk- in gera strangar kröfur til leikenda og þær kröfur uppfylla þau með glæsibrag í þróttmikilli og sannfær- andi túlkun. Erla Ruth Harðardóttir leikur ungu stúlkuna, nemanda Betu, fremur lítið hlutverk en vandasamt. Erla Ruth sýnir einkar geðþekkan leik og tókst frábærlega að fylla andrúmsloftið þeim hugblæ sem verkið krefst. Leikmynd Gylfa Gíslasonar er bráðgóð og fellur það vel að verkinu að maður getur varla ímyndað sér að hægt sé að hafa hana öðruvísi. Þessi sýning Leikfélags Akureyrar er því að mínu mati stórvel heppnuð í alla staði og reyndar einstakur listvið- burður. Góður texti, snjall leikur og smekkvísleg umgjörð skapa sterka heildarmynd sem hvergi er feyra í. Það er full ástæða til að hvetja alla þá sem tök hafa á að láta þessa sýningu ekki fara fram hjá sér. Lokaæfing Svövu Jakobsdóttur á svo sannarlega erindi út á meðal fólks á þessum síðustu og verstu tfmum. Ó.E. Frá vinstri: Lilja; Erla Ruth Harðardóttir. Ari; Theódór Júlíusson. Beta; Sunna Borg. LESENDUR SKRIFA lllllll Háif nad er verk þá haf ið er Þegar við í vor byrjuðum á að endurbyggja og stækka kirkju okkar og safnaðarheimili, þá gerðum við það í öruggri trú til Drottins að hann myndi vel fyrir öllu sjá. Við vissum að hann myndi leggja það í hjörtu margra vina að leggja þessu máli lið á einn eða annan hátt. Sannariega hefir Drottinn ekki brugðist þeim fyrirheitum, sem hann hefir gefið í orði sínu til þeirra sem treysta hon- um af heilum hug. Honum ber því. heiðurinn, dýrðin, og þakkargjörð- in. Við biðjum Guð að blessa ríku- lega þá einstaklinga og fyrirtæki, og launa þeim, sem með áheitum eða beinum gjöfum hafa sýnt í verki kærleika sinn og fórnarlund til þessa málefnis. Bæjarbúar og fleiri hafa fylgst af áhuga með þessari byggingu og dáðst að látleysi hennar, en þó reisn og fegurð. Biblían segir: „Ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir til ónýtis" Sálm 127:1. Hér hefir sann- arlega það tvennt farið saman. Smið- irnir hafa unnið frábærlega vel, og Drottinn hefir verið með í verki. Það er búið að útibyrgja, þó enn sé eftir að setja klæðningu á aðra viðbygginguna. Þá eru allar innrétt- ingar eftir og endurnýjun á öllum lögnum. Þar þarf því mikið efni, og mörg handtök. Það er því nóg að vinna, og verður því haldið áfram eftir því sem ástæður leyfa. Við minnum alla velunnara fjær og nær á að reikningsnúmer Salem- kirkj unnar á ísafirði er 5782 í Lands- bankanum. „Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottinn vorn Jesúm Krist“ 1. Kor. 15:57. Það, er vinna vill þín kirkja, virstu, Guð, af náð að styrkja, að það beri ávöxt þann, er þá móður gleðja kann“ (H.H). Sigfús B. Valdimarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.