Tíminn - 24.11.1987, Blaðsíða 1
Elskaþeir „Pallamenn" við Símastúlkur
JónBaldvin f Hallgrímskirkju Hreyfils
ofmikið? 0 Baksíða fá aðlögunartíma 0 Blaðsída 2 tölvuvæðast 0 Blaðsíða 3 . .Í M / tewtóv-—- . / J.í %
Þorsteinn vill fá „týnda soninn“ heim:
Albert segir NEI
A flokksráðsfundi sjálfstæðis-
manna á Selfossi um sl. helgi varð
Þorsteini Pálssyni tíðrætt um þá
höfuðnauðsyn að sameina sjálf-
stæðismenn aftur undir eitt og
sama merkið. Hann sagði atburði
liðins árs hafa snert dýpstu tilfinn-
ingar sjálfstæðismanna, en það
mætti þó ekki koma í veg fyrir að
menn snéru saman bökum á ný.
Albert borgaraflokksleiðtogi seg-
ist ekki hlusta á sameiningarhjal
Þorsteins, milda lína Borgara-
flokks sé eitt en harðvítug nýfrjáls-
hyggja Sjálfstæðisflokksins
annað. Albert segir því NEI.
0 Blaðsíða 3
Albert Guðmundsson
Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra
Ævintýralegar hugmyndir Alex Copson forstjóra North Venture:
Fljótandi vinnuafl
í Reykjavíkurhöfn?
Alex Copson forstjóri North Venture í Bretlandi hefur opinberað Tímanum ævintýralegar
hugmyndir sínar í tengslum við raforkusölu frá okkur til þeirra, sem lesendum Tímans mun
kunnugt um. Copson sagði f réttaritara okkar frá hugmyndum sínum um aðflutt vinnuaf I sem
yrði hýst í fljótandi búðum í Reykjavíkurhöfn. Copson áætlar að um 2000 Asíumenn verði
ráðnir til starfans. Hann býður íslenskum yfirvöldum í þessu viðtali að senda sér opinbert
boð um formlegar viðræður um málið frá A til Z.
Samkvæmt upplýsingum Tímans mun Copson hafa afrekað hið ómögulega nú þegar á
ýmsum sviðum stórframkvæmda, fyrir bresku krúnuna og aðra.
• Blaðsíða 5