Tíminn - 24.11.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.11.1987, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 24. nóvember 1987 Tíminn 7 Samtök selabænda Vilja hamla gegn eyðingu selalátra Útselur á skeri. Formaður samtaka selabænda varaði sérstaklega við offjölgun útselsins vegna takmarkaörar nýtingar. Jón Benediktsson, formaður Samtaka selabænda, sagði að það væri von selabænda að endur- heimta mætti að hluta til þau fornu hlunnindi sem af selveiðum gáfust. Sagðist hann vona að fólk færi að sjá að aðgerðir grænfriðunga og annarra öfgafullra náttúru- verndarmanna, hafa ekki gert ann- að en að raska fornu jafnvægi selastofna. Nú blasi við offjölgun selanna vegna vannýtingar. Það væri búið að sýna sig að það voru mistök að eyðileggja skinna- markaði. Vonaðist hann til að samþykktir Efnahagsbandalags Evrópu færu að renna út og aftur verði hægt að selja skinn til útflutn- ings, eins og forðum. A aðalfundi sínum 15. nóv. s.l. samþykktu selabændur að senda frá sér tilkynningu og um leið áskorun til hlutaðeigandi manna og aðila. Vöruðu selabændur við þeirri þróun sem leitt hefði til þess að hringormanefnd fór að veita verð- laun fyrir hvern skotinn sel. Vör- uðu þeir einnig við að selveiðifrum- varp það sem Alþingi hefur haft til umfjöllunar, sé líklegt til að stuðla að eyðingu þeirra landnytja sem selveiðar hafa löngum verið. Þá vilja selabændur vekja athygli á því að selalátur eru friðuð með konungstilskipun frá 1879, þannig að landeigendur eiga hlunninda- vernd allt að 4-5 km frá landi. Fyrir utan það að eyðileggja selalátrin með óhóflegri og grófri skotveiði, væri verið að fæla landsel frá látrum sínum. Þar sem áður var hægt að veiða með réttu lagi um 150 seli, hefur tekist að spilla því niður í 20-30 seli. Landselurinn fer einfaldlega í burtu með vitlausum veiðiaðferðum og þar með hafa hlunnindi þeirrar jarðar verið eyði- lögð til langframa. Vöruðu selveiðibændur við því í aðalfundarsamþykkt sinni að öfgar í náttúruverndarmálum og barátta gegn allri nýtingu náttúrugæða geti leitt til margskonar vandamála og kallað á óbilgjarna afstöðu þeirra sem aðgerðirnar bitna á. „Þannig hefur gerræði þeirra, sem eyði- lögðu selskinnamarkaði, leitt til þess að sjávarútvegsmenn hér á landi hafa snúist gegn selnum og staðið fyrir aðgerðum sem ógna tilveru selsins." Helstu hlunnindi selabænda nú felast í því að selkjötið er nokkuð eftirsótt í refa- og minkafóður. Nú fá selabændur um 22 kr. fyrir kt'lóið af selnum í heilu lagi, með skinni og innyflum. Fáir munu þeir þó vera sem beinlínis gera út á selveiði til sölu í loðdýrafóður, því þetta verð er ekki nógu hátt til þess eins. Ekki er um reglulegan erlcnd- an markað að ræða fyrir selskinn. Fó munu hafa verið flutt út til Grænlands um 500 skinn á þessu ári. Fyrir skinnið fást nú um 1.500 kr. Varaði formaðurinn sérstaklega við því að offjölgun útselsins vegna takmarkaðrar nýtingar geti orðið meira vandamál hér við land en menn óri fyrir. Bcnti hann á uppá- kontuna við Noreg í fyrra, þegar stórar útselavöður lögðu á flakk í leit að æti og eyðilögðu m.a. stór- lega netalagnir fiskveiðimanna. Slíka stöðu vilja selveiðibændur hér heima reyna að forðast með eðlilegri og jafnri nýtingu hlunn- indanna. KB Hluti ráðstefnugesta Tímamyndir G.E. Ræktun lýðs og lands Um helgina gekkst Ungmenna- félag íslands fyrir ráðstefnu undir heitinu „Ræktun lýðs og lands. Hlut- verk ungmennafélaganna í nútíð og framtíð." Aðsókn á ráðstefnuna fór fram úr björtustu vonum, og voru þéttskipaðir bekkirnir í Norræna húsinu þar sem hún var haldin. Fjölmörg erindi voru flutt á ráðstefn- unni, en sérstakur gestur frá Dan- mörku var Bjarne Ibsen sem ræddi um fjármögnun ungmennahreyfing- arinnar í landi sínu. Pá ávörpuðu menntamálaráðherra Birgir ísleifur Gunarsson, og heilbrigismálaráð- herra Guðmundur Bjarnason ráð- stefnugesti. Guðmundur gerði Ung- menna- og íþróttahreyfingunni til- boð um að ganga tii samstarfs við heilbrigðisyfirvöld um forvarnar- starf í heilbrigðismálum. Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- ráðherra flytur ávarp sitt. Vestfirskir þreifa fyrir sér: BREYTING ÁBÓNUS? Eins og komið hefur fram í fjöl- miðlum er í gangi kynning á Vest- fjörðum á nýju bónuskerfi í fisk- vinnslu. í stórum dráttum er þetta nýja kerfi fólgið í því að í stað þess að mæla hvern og einn í vinnu er allur hópurinn mældur og honum borgað eftir því. Útreikningar verða samkvæmt þessu gerðir einfaldari fyrir fólk. Horfið verður frá tíma- ákvæði og tekið upp krónutölu- ákvæði. Einn helsti kosturslíks kerf- is er sá að öll skráning minnkar, m.ö.o. bónuskerfið ætti að einfald- ast frá því sem nú er. Að sögn Óðins Baldurssonar hjá Alþýðusambandi Vestfjarða er gamla bónuskerfið búið að syngja sitt síðasta og því ekki tilviljun að reyndar séu nýjar leiðir. Óðinn segir starfsfólk hafa farið fram á endur- skoðun núgildandi kerfis m.a vegna þvingandi starfsanda sem það or- saki. Kynningu á þessu kerfi lauk í gær, en þá hafði það verið útskýrt á öllum frystihúsum á Vestfjarðakjálkanum nema á Hólmavík. í kynningu á kerfinu hefur fyrst og fremst verið sýnt fram á þær breytingar í frysti- húsunum sem það hefur í för með sér. Ekki hefur verið unnt að segja starfsfólki hvort hugsanlegar kerfis- breytingar fita eða grenna launa- umslög þess. Ákvörðun um slíkt er alfarið hluti kjarasamninga. En hvernig eru viðbrögð starf- sfólks við þessum hugmyndum? Óð- inn Baldursson segir að fólk taki þessari breytingu með varúð og gefi jafnframt til kynna að það muni ekki semja um kerfi sem gefur því lakari laun en núgildandi kerfi. Óðinn segir að ekki verði farið út í þessar kerfisbreytingar í einstökum frystihúsum nema að fullur einhugur ríki meðal starfsfólks um þær. Hann segist ekki búast við að þetta nýja bónuskerfi verði reynt í öllum frysti- húsum á Vestfjörðum því vafasamt sé að það gangi upp í sumum húsanna. Óðinn segir það ennfremur ljóst að gefa þurfi kerfinu drjúgan reynslutíma og því sé ekki að vænta niðurstöðu í bráð um hvort þetta kerfi kemur til með að leysa gamla bónuskerfið af hólmi. óþh Fjármálaráöuneytiö: Þórhallur ráðinn í frétt frá fjármálaráðuneytinu segir að Þórhallur Arason við- skiptafræðingur hafi verið ráðinn skrifstofustjóri greiðslu- og eigna- deildar fjármálaráðuneytisins. Sig- urður Þórðarson, sem gegndi stöðu skrifstofustjóra, tekur við stöðm vararíkisendurskoðanda. ^ Þórhallur Arason hefur síðustu ár starfað hjá Vegagerð ríkisins, frá 1976 hefur hann gegnt starfi for- stöðumanns fjárhagsdeildar Vega- gerðarinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.