Tíminn - 24.11.1987, Qupperneq 15

Tíminn - 24.11.1987, Qupperneq 15
Þriðjudagur 24. nóvember 1987 'ríminn 15 MINNING lílllllllllll Sigurður Eyvindsson í Austurhlíð Hann var fæddur 14. janúar 1900. Faðir hans var Eyvindur Björnsson frá Vatnshorni í Skorradaí. Móðir Eyvindar var Solveig Björnsdóttir prests á Þingvöllum, en hann var sonur séra Páls Þorlákssonar bróður séra Jóns á Bægisá. Móðir Sigurðar var Þórdís Sigurðardóttir frá Mið- sandi í Melasveit. Frá 13 ára aldri dvaldist Sigurður hjá Bimi föðurbróður í Grafarholti, þar til hann varfulltíða maður. Hann lærði húsasmíði og vann um skeið við húsabyggingar í Reykjavík. Árið 1929 gekk Sigurður að eiga Lilju Þorláksdóttur frá Kotá við Akureyri. Hún var fædd 28. ágúst 1904. Sumarið áður byggði Sigurður rjómabúið í Stóru-Mástungum. Þá voru þau í tilhugalífi Sigurður og Lilja og dvöldu þá bæði í Gnúpverja- hreppi, en hún var þá kaupakona á Hamarsheiði. Ef til vill hafa þau þá verið í einskonar tilhugalífi með sveitinni, þar sem þau áttu eftir að vinna sitt ævistarf. Árið 1932 hófu þau Sigurður og Lilja búskap í Austurhlíð. Það kost- aði mikið átak að hefja búskap á eyðijörð á kreppuárunum, sem jafnvel urðu gamalgrónum bændum þung í skauti. Til marks um það, man ég vel að haldinn var bænda- fundur í Ásaskóla og rætt um sparnað, hvað helst væri hægt að spara. Ég held að þeir sem muna þessa fíma vel, þurfi að hugsa sig lengi um til að muna eftir einhverju, sem fólk veitti sér á þeim árum, sem auðvelt hefði verið að vera án. Við þessar aðstæður hófu þessi ungu hjón búskap í Austurhlíð. Ekk- ert hús var á jörðinni nema lambhús, sem að sjálfsögðu var ekki neitt vegleg bygging. Þetta var eins og að reisa nýbýli. Allt varð að byggja frá grunni. Nú varð að ganga f að koma upp bráðabirgða byggingum. Um vorið veiktist Sigurður af brjósthimnubólgu, sem hann átti í allt þetta sumar. Hann hafði áður fengið aðkenningu af berklum, en þó ekki farið á hæli en mun þó alltaf hafa búið að því. Nú varð Steinn í Fossnesi bjarg- vættur ásamt frændum og vinum við að koma upp nauðsynlegustu bygg- ingum. Árið 1932 byggði Sigurður sam- komusalinn við Ásaskóla. Alla tíð meðan hann dvaldi í Austurhlíð sá hann um allt viðhald og endurbætur á skólanum. Hann var alltaf í hugum okkar sveitunga hans, þúsundþjala smiður- inn, sem alltaf var tilbúinn að leysa hvers manns vandræði. Hann stund- aði alltaf smíðar eftir því sem tími vannst til. Honum var yfirleitt allt í augum uppi, sem kallað er, hvort sem var gagnvart smíðum eða verk- legum framkvæmdum. Eitt sinn sagði hann við mig í sambandi við verk, sem honum sýndist ekki sem best hannað, með sinni góðlátlegu kímni: „Það er varla hægt að fá sig til að brosa að því.“ Eitt af því sem var til erfiðleika í Austurhlíð var erfitt vegasamband. Enginn akfær vegur var þangað nema yfir Kálfá óbrúaða. Þó að Kálfá líti oftast meinleysilega út, getur gamanið oft farið af þegar hún umhverfist að vetrinum. Þurfti Sig- urður áreiðanlega oft að beita kappi og sinni miklu útsjónarsemi í viður- eign við hana. Þegar komið er á nýbýli með nýjum byggingum og mikilli ræktun gera menn sér tæplega grein fyrir því óhemju átaki sem slíkt hefur kostað þó að fólk hafi gengið heilt til skógar. Ekki má heldur gleyma garðinum hennar Lilju. Tegundir blóma og trjáa og runna skiptu hundruðum. Þar voru mörg handtök unnin. Lilja dó árið 1969 á góðum starfsaldri. Það fannst manni sviplegt og óvænt. Börn þeirra Austurhlíðarhjóna voru Kristín fædd 1929 og Eyvindur fæddur 1932. Sigurður var mikill bókamaðurog átti gott bókasafn. Einu sinni þegar hann var staddur á mfnu heimili tók hann fram úr bókaskápnum ritsafn Theodóru Thoroddsen. „Það er gam- an að komast í svona sælgæti" varð honum að orði þegar hann hafði lesið um stund. Hann bar áreiðan- lega gott skyn á hvað voru góðar bókmenntir. Gaman var að ræða við hann um rök tilverunnar, „Um það þótti hon- um gott að ræða“ eins og tekið var til orða á Sturlungaöldinni. Síðustu árin dvaldi Sigurður hjá Kristínu dóttur sinni og Ásbirni manni hennar í Víðigerði í Biskups- tungum. Þar var hann sem vænta mátti betri en enginn. Þar vann hann að byggingu gróðurhúss og gerði endurbætur á íbúðarhúsinu. Það má segja að hann hafi átt þar fagurt ævikvöld hjá dóttur, tengdasyni og dótturbörnum. Hann dó 3. ágúst síðastliðinn eftir stutta sjúkdóms- legu og var svo lánssamur að halda fullum sálarkröftum til hinstu stundar. Steinar Pálsson Kjördæmisþing framskóknarmanna á Norðurlandi vestra verður haldið á Blönduósi laugardaginn 28. nóv. og sunnudaginn 29. nóv. og hefst kl. 13.00 á laugardaginn. Dagskrá: 1. Þingsetning og kosning starfsmanna, kl. 13.00 2. Frá stjórn og nefndum, kl. 13.15 3. Stjórnmálaumræður, framsaga Steingrímur Hermannsson, kl. 13.45 4. Kosning starfsnefnda og nefndarstörf, kl. 16.30. Kvöldverður og kvöldskemmtun, kl. 19.30 Sunnudagur kl. 11.00 1. Nefndarstörf 2. Hádegisverður, kl. 12.30 3. Afgreiðsla nefndarálita kl. 14.00 4. Kosningar, kl. 16.00 5. Þingslit, kl. 17.00 Ávörp flytja Unnur Stefánsdóttir og Steingrímur Hermannsson Byrjendanámskeið - Takið eftir! Við bjóðum nú aftur uppá hin vinsælu 5 kvölda námskeið í sjálfsstyrkingu, fundarsköpum og ræðumennsku auk framkomu í sjónvarpi. Þrír reyndir leiðbeinendur sjá um leiðsögnina. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 25. nóv. kl. 8-11 að Nóatúni 21, Reykjavík og stendur svo yfir dagana 30. nóv., 2. des., 7. des og lýkur 9. des. kl. 8-11 á sama stað. Upplýsingar og skráning í síma 24480 f.h. Verði stillt í hóf. LFK og SUF. Viðtalstími borgarfulltrúa Sigrún Magnúsdóttir er með viðtalstíma á þriðju- dögum kl. 16.00-18.00 Viðtalstímarnir eru á skrifstofu Framsóknar- flokksins að Nóatúni 21, síminn er 24480. Friðrik Sigurjónsson fyrrv. hreppstjóri, Ytri-Hlíð, Vopnafirði Fæddur 6. júlí 1897 Dáinn 13. nóvember 1987 Laugardaginn 21. nóveinber var til grafar borinn í Hofskirkjugarði Friðrik Sigurjónsson frá Ytri-Hlíð. Fylgdu Vopnfirðingar þar einum af sínum bestu sonum hinsta spölinn. Lauk þar langri og farsælli samfylgd, sem óvíða á sinn Iíka. Friðrik hefur lokið sinni þátttöku í hversdags- amstrinu, en minningin um manninn mun geymast enn um sinn. Friðrik Sigurjónsson fæddist í Ytri-HIíð í Vopnafirði 6. júlí 1897, leit fyrst dagsins ljós á þeirri árstíð er búsæld sveitar hans er hvað auð- sæjust. Enda varð búsæld og hagsæld byggðarlagsins honum ætíð efst í huga. Friðrik hóf búskap í Ytri-Hlíð 1924 og stóð þar fyriur rausnarbúi í rúma hálfa öld, ásamt konu sinni Oddnýju Methúsalemsdóttur frá Burstarfelli, en Oddný lést fyrir nokkrum árum. Friðrik valdist snemma til ýmissa trúnaðarstarfa fyrir sveitunga sína og hreppstjóri varð hann 1933. Þegar ég fluttist hingað í sveit fyrir 17 árum síðan, þótti mér hreppstjóri okkar orðinn fullaldraður til að teljast virkt yfir- vald, en við nánari kynni skipti ég snarlega um skoðun, þeir sem yngri voru áttu ekki allir hans fersku hugsun. Embættisfærsla Friðriks var alla tíð til fyrirmyndar allt til þess er hann lét af störfum 1983. Áhugi hans fyrir velferð hreppsbúa hélt honum síungum í hugsun allt til hins síðasta. Friðrik Sigurjónsson lifði miklar breytingar í þjóðlífinu, en honum tókst að aðlaga sig jákvæðum þáttum nútímans. Ómetinn er ennþá þáttur Friðriks í því þrekvirki að viðhalda hér blómlegu mannlífi þrátt fyrir fólksflóttann mikla sem herjaði á landsbyggðina á árunum frá 1940 til 1960. Vopnfirðingum er það mikils virði í dag að þá bjuggu hér og störfuðu nokkrir kjarkmiklir bjart- sýnismenn, sem aldrei misstu trúna á byggðarlagið, Friðrik var óneitan- lega þar í fremstu röð. Alltaf hafði ég ánægju af samfund- um við Friðrik og Oddnýju, þar var ekki lognmollan eða nöldrið í sam- ræðum, lífsfjörið gneistaði svo gott er að minnast nú, að þeim báðum gengnum. Og fyrir stuttu gladdi það mig að frétta af samræðum þeirra Friðriks og tengdamóður minnar er þau ræddu af fjöri og bjartsýni um breytta búskaparhætti nútímans, full traust á unga fólkinu sem tekur við arfi þeirra. Nú, er ég kveð Friðrik í Hlíð, á ég þá eina ósk að bjartsýni hans og áhugi lifi áfram meðal okkar hér í sveit. Ágústa Þorkelsdóttir, Refsstað. t Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur hluttekningu og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Friðriks Sigurjónssonar Ytri-Hlíð Valgerður Friðriksdóttir Sigurjón Friðriksson Elín Friðriksdóttir Þorir Guðmundsson Dóra Lára Friðriksdóttir barnabörn t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir Helgi Vigfússon fyrrverandi kaupfélagsstjóri, Breiðmörk 8, Hveragerði lést laugardaginn 21. nóvember. Jónína Aldís Þórðardóttir börn og tengdabörn t Sonur minn og bróðir okkar Jón Sigurðs Jónsson, lést að heimili sínu Lundarbrekku 2, Kópavogi, laugardaginn 21. nóvember. Ingigerður Þorsteinsdóttir og systur hins látna. Sveinn Sveinsson Guðrún Emilsdóttir Snorri Sigurðsson Arnfríður Snorradóttir Ásgrímur Þorsteinsson og barnabarnabörn

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.