Tíminn - 24.11.1987, Blaðsíða 19
Tíminn 19
Þriðjudagur 24. nóvember 1987
r
Þau Khatyn og
llyas Dzhafarov
hafa lifaö af 5
stríö. Hún er
nú 115 ára en
hann 120
IlYAS og Khatyn Dzhafarov
héldu upp á brúðkaup sitt með
þriggja daga hátíð að vori til 1885.
Þau eru líklega einu hjónin í heim-
inum sem hafa lifað það að vera
yfir 100 ár í hjónabandi.
Khatyn var sérlega falleg stúlka
og Ilyas sá hana fyrst þegar hún var
14 ára og gætti kinda föður síns.
Khatyn sat við læk og baðaði fætur
sína. Ilyas fékk föður sinn til að
koma bónorðinu á framfæri. Ungu
hjónin bjuggu fyrst hjá foreldrum
Ilyas, en þegar þriðji sonurinn
fæddist hjálpuðu ættingjarnir við
að koma upp húsi yfir fjölskylduna.
Þau hjónin hafa allt sitt líf lifað
með sívaxandi fjölskyldu sinni í
Ræður sér loksins
Hjón í yfir
samankomnir til að gleðjast með
gömlu hjónunum. Þau fengu kynst-
ur af gjöfum, en einna mesta
athygli vakti stórt sjónvarpstæki.
Það var ekki algeng sjón þarna um
slóðir.
í sambandi við afmælið ræddi
blaðamaður við þau hjónin og
spurði m.a. um hvernig sambúðin
hefði verið í gegnum árin. Frúin
svaraði fáu til en eiginmaðurinn
sagði:“Ég reifst aldrei við hana, -
þó ég vissi að ég hefði á réttu að
standa. Það borgar sig ekki. Eng-
inn meiningarmunur er þess virði
að vekja og viðhalda reiði. Nú, og
svo skiptir rnisklíðin engu máli
eftir svolítinn tíma“.
En Khatyn sagði: „Fyrstu 50
árin voru erfið. Líf kvenna er orðið
svo miklu léttara nú en hér áður.
Konurnar í dag eiga góða daga. En
ástin hefur enst okkur langan aldur
og árin okkar hafa verið góð“.
Það var ást við fyrstu sýn þegar Ilyas sá Khatyn sína 14 ára. Sjálfur var
hann þá 19, - en á þessari mynd eru þau 115 og 120 ára!
EfTIR skilnaðinn við Benny
Anderson var eins og Anni-Frid
Lyngstad missti fótanna og það tók
hana nokkurn tíma að jafna sig.
Nú er hún hins vegar sest að í Sviss
vegna skattanna. Hún er vellauðug
og á líka búgarð á Mallorca.
Líf mitt hefur tekið nýja stefnu,
“segir Anni-Frid. Nú reyni ég bara
að njóta þess, lifi frá degi til dags
og geri nákvæmlega það sem mig
langar til. Áður h'afði ég aldrei
tækifæri til þess.
Anni-Frid var gift Ragnari Fre-
deriksson og átti tvö börn árið
1967, þegar hún sigraði í fyrstu
söngkeppni, sem hún tók þátt í.
Tveimur árum síðar bjó hún í
Stokkhólmi og fljótlega eftir það
varð ABBA til. Fyrir 1980 voru
fjórmenningarnir orðnir auðkýf-
ingar, en það kostaði sitt. Bæði
hjónaböndin fóru út um þúfur.
Hálft annað ár leið, áður en
Anni-Frid gat talað um hlutina.
Hún settist að í London og síðan í
Sviss. Á þessum árum hefur hún
eignast góða vini, en engan fastan.
Heimili hennar er í bænum
Schwyz, þar sem hún á glæsilega
íbúð. Á sumrin býr hún hins vegar
á Mallorca, við sjávarþorpið Pu-
erto Andraix, en þar býr einnig
Soraya, fyrrum keisaraynja í íran.
Anni-Frid er ekki hætt að
syngja, þó lítið heyrist af henni hér
heima. Hún syngur gjarnan á plöt-
um hjá öðrum, nú seinast einhverj-
um Mauro Socco. En hún þarf
tæpast að vinna mikið, á nóga
peninga og um þessar mundir ein-
beitir hún sér helst að því að læra
þýsku og frönsku og nýtur þess
einnig að hafa nægan tím'a til að
lesa.
Uyas fer snemma á fætur og heggur
við í eldinn enn
fjallaþorpinu í Kákasusfjöllum, og
ekki haft áhuga á að ferðast eða
flytja annað.
Höfðinginn ætlaði að
stela konunni
Þau Khatyn og Ilyas höfðu verið
gift í nokkur ár og eignast fjögur
börn, þegar ríkur höfðingi kom
með sinn einkaherflokk og vildi
stela konunni. Hún var fræg fyrir
fegurð í héraðinu og víðar. Þorps-
búar stóðu allir með Ilyas og hjálp-
uðu honum við að verjast mönnum
höfðingjans. Þeim tókst að vernda
Khatyn, en þrír menn úr þorpinu
féllu.
Árið 1904 átti Rússland í stríði
við Japan og þá var elsti sonurinn
tekinn í herinn. Hann var sendur
til Mansjúríu og fjölskyldan óttað-
ist að hann hefði fallið, þar sem
ekkert fréttist frá honum. Það var
ekki fyrr en tveimur árum seinna
að einmana hermaður sást á leið til
þorpsins. Þar var þá sonur þeirra
kominn aftur og varð mikill fagn-
aðarfundur.
í stríðinu 1914-18 flýði Ilyas með
syni sína upp í fjöllin þegar her-
kvaðningarmenn kontu í þorpið og
þeir losnuðu við að fara á vígvöll-
inn. En í seinni heimsstyrjöldinni
féll yngsti sonurinn.
...reifst aldrei við konuna, sagði
Ilyas ...árin okkar hafa verið góð,
sagði Khatyn
Nú eiga þau Khatyn og Ilyas yfir
200 afkomendur, allt myndarfólk.
Á 100 ára brúðkaupsafmælinu 1985
voru yfir 150 af niðjum þeirra
Langa-langa-langa... langafínn
með yngsta afkomandann af uni
200 talsins
w
A
HúN Melanie Vincz situr ekki auðum höndum og bíður þess að
einhver umboðsmaðurinn „uppgötvi" sig. Hún er ekki nema rúmlega
tvítug, en hefur þegar farið á fullum krafti eftir framabrautinni, - og
ætlar sér miklu hærra.
Hún komst fyrst í fyrirsætustörf, en heppnin var með henni í
Hollywood og hún fékk smáhlutverk í hverjum sjónvarpsþættinum á
fætur öðrum. T.d. „The Love Boat“ og „The Fall Guy“,sem eru
vinsælir þar vestra. Þar með var hún komin í sviðsljósið.
Hún segist ekkí hafa komist þetta ein og hjálparlaust, ef hún hefði
ekki sjálf verið ákveðin og dugleg. T.d. hafi hún stundað líkamsrækt
af fullum krafti. - Svo er heppilegt fyrir þær sem vilja láta taka eftir
sér að stunda ströndina, segir Melanie. Það hefur hún gert í
frístundum, og meira að segja lært að kafa. Annað áhugamál þessarar
vel vöxnu leikkonu er að aka kappakstursbílum.