Tíminn - 24.11.1987, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.11.1987, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 24. nóvember 1987 Bókavertíðin að hefjast Jólabækurnar streyma á markaðinn i Shrine, a visitor's companion er ensk þýðing á Þingvullabók dr. Björns Þorsteinssonar sagnfræð- ings, gerð af prófessor Peter Foote í London. Önnur bók á ettsku er A Guidc to the Flowering Plants and Ferns of Iceland. sem er ensk útgáfa Plöntuhandbókareftir Hörð Kristinsson sem kom út í fyrra. Fuglahandbókin eftir Þorstein Einarsson er með ljósmyndum af öllum íslenskum varpfuglum. Efni og orka eftir Robin Kerrod og Neil Ardley í þýðingu Ólafs Halldórs- sonar og Egils Þ. Einarssonar er um meginþætti eðlis- og efnafræði. Honio Faber er skáldsaga eftir Max Frisch í þýðingu Ástráðs Ey- steinssonar og Eysteins Þorvalds- sonar. Þá kemur Ævisaga Jónasar Kristjánssonar læknis. skráð af Benedikt Gíslasyni frá Hofteigi, og gefin út af Náttúrulækningafé- lugi íslands, en Örn og Örlygur annast dreifingu. Þá kemur endur- útgefin bókin Edgar Cayce, undra- læknirinn og sjáandinn. eftir Jess Stern í þýðingu Lofts Guðmunds- sonar, og loks er að nefna bókina Spaugsami spörfuglinn, minningar Þrastar Sigtryggssonar skipherra sem Sigurdór Sigurdórsson blaða- maður hefur skráð. Þá koma út fimm barnabækur, m.a. um Dagfinn dýralækni og bangsann Paddington. og tvær hljómplötur. Á annarri syngur Elín Ósk Óskarsdóttir og á hinni Ragn- heiður Guðmundsdóttir. Mál og menning Hjá Máli og menningu koma að þessu sinni út skáldsögur eftir tvo höfunda sem vakið hafa athygli síðustu árin. Það eru Iiringsól eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur og Gangandi íkorni eftir Gyrði Þrjú bindi af ritsafni Sigurðar Nordals koma einnig, og cru þar m.a. Ijóð hans, sögur og leikrit. fyrirlestrarnir Einlyndi og marg- lyndi, svo og greinar um líf og dauða, listir og fræði, heilbrigði og útivist, og fleira. Fimmta bindi af Ecikritum Shak- espeares í þýðingu Hclga Hálfdan- arsonar kcmur einnig núna fyrir jólin. Aðrar bækur cru Saga þern- unnar eftir Margaret Atwood í þýðingu Áslaugar Ragnars, Nátt- fari eftir Sigurð Hrciðar sem fjallar unt sautján sakamál, Á bökkum Laxár, frásagnir eftir Jóhönnu Steingrímsdóttur, Heimili og húsa- gerð 1967-1987 eftir Pétur Ár- mannsson, Samskipti forcldra og barna cftir Thomas Gordon í þýð- ingu Inga Karls Jóhannssonar, Olla og Pési eftir Iðunni Steinsdótturog Silfurstóllinn eftir C.S.Lewis í þýð- ingu Kristínar R. Thorlaeius. Þá hefur Bókaklúbbur AB að vanda gefið út eina bók í mánuði á árinu. Þar á meöal eru þrjú bindi af Sögu mannkyns, fimm þýddar skáldsögur, Stafsetningarorðabók Halldórs Halldórssonar og korta- bókin Atlas AB scm er að koma út. Örn og Örlygur Hjá Erni og Örlygi koma út rúmlega tuttugu bækur fyrir full- orðna, og að auki nokkrar barna- bækur og hljómplötur. Þar á meðal er Islenskt þjóölíf í þúsund ár eftir Daniel Bruun í þýðingu Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum, með á áttunda hundrað teikningum og ljósmyndum eftir höfundinn. Líka kemur annað bindi af Rcykjavík, sögustað viðSundcftir Pál Líndal. Ásta grasalæknir cr um líf Ástu, lækningar og dulræna reynslu, skráð af Atla Magnússyni blaða- manni. Líka kenrur nú út 18. bindi Nú er koniinn sá árstími sem oft er kenndur við bókavertíðina. Forlögin eru sem óðast að senda frá sér jólabækurnar, og að því líður að áhugamenn fari aö lesa ritdóma, kynna sér auglýsingar og bókafréttir, og reyna þannig að átta sig á því hvað verði helst hitastætt á markaönum fyrir hvern og einn. Að því er helst er að sjá verður úrvalið núna síst minna en oftast áður, og ekki er að efa að flestir munu finna þar eitthvað við sitt hæfi. Hér fara á eftir upplýsingar frá nokkrum forlógum, sem okkur hafa horist um það helsta sem er á döfinni hjá þeim. af Þrautgóöir á raunasfund. björg- unar- og sjóslysasögu Islands eftir SteinarJ. Lúðvíksson. Gullnaflug- an eftir Þorleif Friðriksson sagn- fræðing er saga átaka í Alþýöu- flokknum og erlendrar íhlutunar um íslensk stjórnmál í krafti fjármagns. Geymt en ekki gleymt er annað bindi æviminninga Emils Björnssonar, en hið fyrsta kom út í fyrra. Þá kemur út þriðja bindi af ntinningum Huldu Á. Stefánsdótt- ur undir heitinu Húsfreyja á höfuð- bóli. Eftir Arna Johnsen kcmur út bókin Fleiri kvistir á lífstrónu og hefur að geyma samtalsþætti. Árni Björnsson sendir frá sér bókina Ilræranlegar hátíöir og fjallar unt þá helgidaga kirkjuársins sem tengjast páskahaldi. Itréf fráskáld- uin til Guðmundar Finnbogasonar. í útgáfu dr. Finnboga Guðmunds- sonar, hefur að gcyma bréf frá 22 íslcnskum skáldum til Guðmundar á árunum 1897-1943. Eftir dr. Gísla Gunnarsson kemur bókin Upp er boðið ísaland og fjallar um cinokunartímann. Bókavarðatal cftir Guðrúnu Karlsdóttur er upp- sláttarrit um þá sem unnið hafa viö bókavörslu hér á landi. Systkinarööin eftir dr. Kevin Leman í þýðingu Guðmundar Þor- steinssonar fjallar um áhrifin af stöðu fólks innan fjölskyldusinnar. Thingvellir, Iccland's Nationaí Almenna bókafélagið Hjá Almenna bókafélaginu koma meðtil tinnars út tvær skáld- sögur núna fyrir jólin. Önnur er eftir Matthías Johannessen og Kristján Karlsson: Ný Ijóöabók. nefnist Sól á lieimsenda. en hin er eftirÓmar Þ. Halldórsson oghcitir Blindflug. Þá kemur ljóðabók eftir Kristján Karlsson, og nefnist hún Kvæði 87. Þórbergur Þórðarson: Dagbækur og bréf. Sverrir Kristjánsson: Ritsafn, fjórða liindi. Elíasson. Eftir Einar Kárason er von á smásagnasafni, ogsömuleiðis á þýðingum Sigurðar Pálssonar á ljóðum eftir Jacques Prevert. Þáer þegar komið út ljóðasafnið Haug- rof eftir Gyrði Elíasson. Önnur íslensk verk verða m.a. Endurminningar Haraldar Ólafs- sonar togarasjómanns scm Jón Guðnason sagnfræðingur hefur skráð. Náttúra íslands I: Fuglar eftir Guðmund Ólafsson er með ljósmyndum og teikningum af öll- um fuglum íslands. Þá kemur bók með safni úr dagbókum, bréfurn og öðrum ritum Þórbergs Þórðar- sonar, eins konar framhald af Ljóra sálar minnar sent kom út í fyrra. Einnig kemur út fjórða bindi af Ritsafni Sverris Kristjánssonar, annað bindi af Heimsmynd á hver- fanda hveli eftir Þorstein Vil- hjálmsson, listasögubók eftir Björn Th. Björnsson og listaverka- bók um Louisu Matthíasdóttur. Sigurður Nordal: Þrjú bindi af heildarútgáfu. Þýddar skáldsögur eru einntg nokkrar, þar á meðal Hús andanna eftir Isabel Allende í þýðingu Thors Vilhjálmssonar, Fávitinn, síðara bindi cftir Fjodor Dostójev- skí þýtt af Ingibjörgu Haraldsdótt- ur og Furstinn eftir Machiavelli í þýðingu Ásgrínts Albertssonar. Þá koma Saga af sæháki eftir Gabríel García Marquez í þýðingu Guð- bergs Bcrgssonar, Myndin af Dori- an Gray eftir Oscar Wilde, þýðing Sigurðar Einarssonar, og Kass- andra eftir Christa Wolf sem Jór- unn Sigurðardóttir þýðir. Þrjár stórbækur eru auk þess væntanleg- ar, ein með norrænum ævintýrum. önnur með skáldverkum íslenskra kvenna 1880-1960 og sú þriðja nteð úrvali af sögum Astrid Lindgren. Einar níu barna- ogunglingabækur koma auk þess út hjá Máli og menningu. þar á meðal tvær ís- lenskar, Stjörnustælar eftir Andrés Indriðason og Sonur Sigurðar eftir Guðlaugu Richter. Einnig kemur út Saga af Suðurnesjuin. Ijóð eftir Jóhannes úr Kötlum með myndutn eftir Ragnheiði Gestsdóttur. Svart á hvítu Bókaforlagið Svart á hvítu gefur út allmargar bækur í ár. Þar á meðal eru þrjár íslenskarskáldsög- ur, Kaldaljós eftir Vigdísi Gríms- dóttur, Tungumál fuglanna eftir höfund sem skrifar undir dulnefn- inu Tómas Davíðsson, og Sólstafir eftir Bjarna Guðnason prófessor. Þá kemur út ljóðabókin Útganga um augað læst eftir Isak Harðar- son, og leikritið Brúðarmyndin eftir Guðmund Steinsson. Auk þess er að nefna bókina Að breyta fjalli, bernskuminningar Stefáns Jónssonar fyrrverandi alþingis- ntanns. Leggur og skel eftir Jónas Hall- grímsson kemur einnig á bók, svo og unglingasaga eftir Rúnar Ár- mann Arthúrsson. Þá koma þýð- ingar Árna Ibsens á sögum, leikrit- um og Ijóðum eftir Samuel Beckett, og þýðing Þórarins Guðnasonar læknis á skáldsögunni BabelshúseftirP.C. Jersild. Einnig er væntanleg útgáfa á Sturlunga sögu með nútímastafsetningu. Auk þess korna samtalsbókin Samræður um heimspeki eftir Brynjólf Bjarnason, Halldór Guðjónsson og Pál Skúlason, viðtalsbók við Winnie Mandela. bókin Sambúð inanns og sjávar eftir Gísla Pálsson, Alþýðubandalagiö, átakasaga eftir Óskar Guðmunds- son, og Forritun með Logo, kennslubók eftir dr. Jón Torfa Jónasson. Tákn Bókaútgáfan Tákn sendir frá sér fimm bækurnúna fyrir jólin. Gagn- njósnarinn er þýðing á ævisögu breska leyniþjónustumannsins Pet- ers Wright, sem á frummálinu heitir Spycatcher. 68-hugarflug úr viðjum vanans eftir Gest Guð- mundsson og Kristínu Ólafsdóttur er samtíðarsaga þeirrar æskukyn- slóðar hér á landi sem kennd er við bítlatónlist og Karnabæjartísku. Þá er bókin Ætternisstapi og átján vermenn, safn 19 þátta eftir Þor- stein frá Hamri. Bókin Ég vil lifa geymir sjö samtalsþætti Guðmund- ar Árna Stefánssonar og Önundar Björnssonar við fólk sem staðið hefur augliti til auglitis við dauð- I ann, og er þetta þriðja útgáfa bókarinnar. Loks er að nefna Lán j í óláni, sjálfsævisögu Sir Alec Gu- ; inness, sem kom út fyrir síðustu jól ! en er nú sett á markaðinn að nýju. -esig Bjarni Guðnason: Skáldsaga. Emil Björnsson: Annað bindi af æviminningum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.