Tíminn - 24.11.1987, Síða 5

Tíminn - 24.11.1987, Síða 5
Þriojuaagur 24. nóvember 1987 .Tíminn 5 Hugmyndir um byggingu gríðariegra vatnsaflsvirkjana á íslandi: Fljótandi vinnukvíar með 2000 Asíumðnnum Fri DavM Keys fréttarilara Tímaiu f London: Forstjóri North Venture fyrirtækisins heftu- iýst yfir áhuga sínum á að byggja gríðarlega stórar vatnsaflsvirkjanir á Isiandi og flytja inn allt að 2000 erlenda verkamenn til að vinna verkið. Fyrirtækið steftiir að þvf að halda fundi með orkumálayfirvöldum á íslandi í janúar. í ítarlegu viðtali sem Timinn átti við forstjóra þess á Bretlandi, Alex Copson, kom fram að alþjóðlega fyrirtækið North Venture en farið verður að vinna að raftnagnsútflutningi. Alex Copson uppiýstí Tímann einnig um ýmsa einstaka þættí í áætlun sinni. f fyrsta lagi sagði hann að á milli 1500 og 2000 erlendir verkamenn gætu verið fluttir inn til íslands til byggingarvinnunnar. íöðru lagi, að öll myndun verka- lýðsfélaga yrði bönnuð á meðal þeirra sem fluttir verða inn til að vinna verkið. Þeir sem reyni að hefja einhvers konar verkalýðsbar- áttu, verði teknir úr verkinu og aðrir settir inn í staðinn. í þriðja lagi, að allir verka- mennimir myndu hafa gistiaðstöðu á fljótandi búðum í höfn á borð við Reykjavfkurhöfn. I fjórða lagi, að verkamennimir yrðu að taka út refsingu ef þeir faem í land til að gera nokkuð axmað en að vinna. í fimmta lagi að verkamennimir yrðu hugsanlega fengnir frá Japan eða Kóreu, þó svo að ekki yrði útilokað að evrópskir verkamenn fengju að taka þátt í áætluninni. ,Hafði hann sérstaklega f huga ftalska starfsmenn, enda er einn af samstarfsaðilunum ftalskur. AlexCopsonog reglumar Alex Copson er 35 ára og kemur hann úr breskri hermannafjöl- skyldu. Lagði hann áherslu á að öll áætlunin yrði undir „mjög agaðri yfirstjórn“. Hinum innfluttu verka- mönnum yrði bannað að koma inn á veitingahús landsmanna eða á skemmtistaði, eða að taka nokkum þátt í óopinbemm samkomum af 'nokkm tagi á landi. Reglumar yrðu mjög strangar, eins og hann sagði, en kaupið mjög hátt. Hann sagði að eftirlitið yrði af því tagi að engin blöndun ætti sér stað, samfélagsleg eða persónu- leg. Hin harða yfirstjóm hefði það að helsta markmiði að stöðva hina 2000 aðfluttu verkamenn f því að fara út með fslenskum stúlkum eða finnast drukknir f íslenskum bæjum. Yfirmenn North Venture gera sér fullljóst að 2000 erlendir menn á aldrinum 20-30 ára, gætu haft talsverð siðferðileg áhrif á samfélag sem þetta. „Við myndum vera þama til að vinna verk, en ekki til menningar- legrar blöndunar,“ sagði Copson. Framkvæma og tala svo Hugmyndin að því að flytja út rafmagn frá íslandi hefur verið skoðuð af nokkrum samtökum á liðnum ámm. Núna hefur North Venture möguleika á að gera hug- myndina að veraleika. „Mjög margir taia um hlutina án þess að framkvæma þá, en við framkvæm- um hlutina og tölum síðan um þá á eftir,“ sagði Copson í viðtali sínu við Tfmann. „Þess vegna þarfnast ísland mín. Hugmyndin að íslensk- breska raforkukaplinum þarf á ein- hverjum að halda sem gripið getur upp boltann og hlaupið með hann. Hafi íslensk yfirvöld áhuga á að taka þessi mál alvarlega, vona ég að þeir sendi mér opinbert boð um að koma og ræða málin ofan í kjölinn.“ Copson segist hafa rætt þetta þegar við fulltrúa f iðnaðarráðu- neytinu, sem hafi verið á ferð um London, og einnig hafi hann rætt Jxetta við sendiherra Islands í London. Núþegarmeð viðskiptavini North Venture segist þegar vera í sambandi við tvo viðskiptavini á Bretlandi. Annar þessara aðila er norður-skoska rafveitan. „Við ætlum að gera þetta og það eina sem við þurfum, er tækifæri hjá fslenskum yfirvöldum," sagði Cópson. Sagði hann að nýjustu viðræður sfnar við fulltrúa Pirelli á Ítalíu, sem er framleiðandi kapalsins, hefðu sannað að möguleikinn yrði raunhæfur og vel mjög hagkvæmur kostur. Copson segist hafa í hyggju að flytja utan til Bretlands allt að 10 gígawattsstundir raforku. Að minnsta kosti fjögur gígawött eiga að koma frá virkjunum sem sér- staklega verða byggðar til þessa verkefnis. Áætluninni f heild er ætlað að sjá Bretlandi fyrir um- ! ræddu rafmagni í 80 ár hið minnsta. Petta gæti kostað um 2.000 milljón sterlingspund. Þessu til samanburðar kostar kjarnorkuver, sem framleiðir um 1,2 gígawött og endist aðeins í um 25 ár, um 3.000 milljón sterlings- pund. North Venture vill sjá þá tfma að raforka frá kjarnorkuver- um verði minna áríðandi þáttur í orkuöflun Bretlands. Fyrri stórvirkí North Venture Fyrirtækið North Venture hefur áður staðið að stórum verkum, en hefur ekki unnið að sambærilegu verki við raforkuöflun. Þeir sáu til dæmis um að setja upp og stýra 1000 manna vinnubúðum á Falk- landseyjum fyrir fáeinum árum. Fyrirtækið hefur haft það að verk- efni m.a. að smíða sérhönnuð skip fyrir Konunglega breska sjóherinn og ameríska sjóherinn. Á meðal verkefna er losun kjarnorkuúrgangs á úthöfum og jframleiðsla og hleðsla á helíum fyrir kafara. Þeir hafa einnig unnið i að uppsetningu á dvalarbúðum fyr- lir bresku stjórnina á ýmsum svæðum. Fyrirtæki þetta hefur sérhæft sig j í að kaupa inn sérfræðinga í ýmsum greinum frá öðram löndum og vinna þannig í alþjóðlegu samstarfi að stórum verkefnum. Könnun á handleggsbrotum: Eldri konur brothættar Eldri kona í launavinnu sem dettur á götu eða gangstétt vegna vanrækslu opinberra aðila er dæmigerður sjúldingur sem kemur á slysadeild Borgarspítal- ans með brotinn framhandlegg. Mestar líkur eru á að eldri konan hafi dottíð I Kvosinni í Bakara- brekkunni eða á Laugaveginum í snjó og hálku. Þetta má lesa úr niðurstöðum könnunar sem Gunnar Þór Jónsson og Grétar O. Róbertsson læknar á slysadeild Borgarspftalans gerðu á framhandleggsbrotum á áranum 1985 og 1986. Ástæða þess að eldri konum er hættara við framhandleggsbrotum en öðram er að þeim er hættara við beinþynningu og þar af leiðandi beinbrotum. Skýringin á þvf að kon- um f launavinnu er hættara við brotum en öðram konum virðist vera sú að konur í launavinnu era meira á ferðinni í slæmri færð en aðrar. Af 191 framhandleggsbroti þar sem orsök slyss var skráð, þá var 121 tilfelli vegna falls á jafnsléttu, 27 vegna falls úr hæð, 24 vegna falls í tröppum, 7 vegna höggs og 12 af öðrum örsökum. ís eða snjór var orsakavaldur f 84 tilfellum, klaufska f 34 tilfellum, hálka vegna bleytu í 20 tilfellum, holur öllu slysum f 9 tilfellum, en í 44 tilfellum var slysa- valdur annar. Athygli vekur að af 191 sem gáfu upp orsök framhandleggsbrots era 106 í launavinnu, 48 elli- eða örorku- þegar, 19 ráku eigin atvinnurekstur, 6 vora nemar og 2 heimavinnandi. í flestum tilfellum var birta góð eða í 123 tilfella, skuggsýnt var í 28 tilfell- um og myrkur f 35 tilfellum. Gunnar Þ. Jónsson gerði ásamt Grétari O. Róbertssyui könnun á framhandleggsbrotum árin 1985-1986. Hér er sá fyrmefndi við hluta af gögnum þeirra. Aidur Alþingismaður í kvótasvindli?: Skúli gerist óþolinmóður Skúli Alexandersson, alþingis- maður og framkvæmdastjóri Jökuls hf. á Hellissandi, sem sjávarútvegs- ráðuneytið hefur sakað um verkun á ólöglegum sjávarafla að magni 120 lestir af óslægðum þorski, er nú orð- inn óþolinmóður á að bíða eftir svari frá ráðuneytinu. Hefur hann ritað bréf til ráðuneytisins þar sem hann ftrekar áskoran um lúkningu málsins. „Þar sem nú era að verða 3 mán- uðir frá því að hinu háa ráðuneyti ] barst kærabréf mitt vegna úr- skurðarins, en í kæranni kemur fram að ég tel úrskurðinn bæði gallaðan að formi til og rangan efnislega, þá ; leyfi ég mér að skora á hið háa ráðu- ' neyti að flýta afgreiðslu málsins, þar sem ég tel mannorðsskerðingu í því fólgna, sem framkvæmdastjóri Jök- uls hf., að liggja undir áburði um lag- abrot varðandi ólöglegan sjávarafla, auk þess sem ég tel það sérstaklega meiðandi fyrir mig sem alþingis- , mann og andstæðing núverandi I kvótafyrirkomulags“ Hann ítrekar enn sakleysi sitt og segir að lokum: „Ljóst er að óhæfilegur dráttur hefur orðið á afgreiðslu málsins og læðist óneitanlega að sá grunur að þannig sé viljandi staðið að verki." -SÓL Saknaði Lýst er eftir 20 ára gömlum i manni Guðmundi Finni Björnssyni frá Hvannabrekku, nú til heimilis . að Tjamargötu 10 hér í borg. Guðmundur er um 182 cm hár, grannur, ljóshærður og notar gler-, J augu. Hannvarklæddurf ljósgráan herrafatajakka og ljósgráar buxur, skyrtu og með hálstau og í svörtum 1 skóm. | Guðmundur sást síðast um ' miðnætti aðfaranótt s.l. sunnudags | við samkomuhúsið Hollywood við Ármúla. Þeir sem geta gefið upp- lýsingar um ferðir Guðmundar eft- ir þann tfma vinsamlega geri lög- reglunni viðvart.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.