Tíminn - 24.11.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.11.1987, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 24. nóvember 1987 Tíminn 9 II—I FISKELDI .................. :.;lllllHlll;1 ........................................................................... ....................... llillllllllllllllH” ,;iillllllllll!!llll!!!«: .................................................................................................... .:;ii;lillllllllllllllll'"'- jiillllllllllllllll!!'!" ......................................................................................................I...........................................................................................................II íslenski laxastofninn og úthafsveiðar á laxi Stórfelld laxahafbeit gengin í garö Um úthafsveiðar á laxi og veiðar á laxi við Grænland hefur verið fjallað óvenjulítið í fjölmiðlum hér á landi seinustu misseri. Á sínum tíma voru þessi mál mikið á dagskrá, sem kunnugt er. Það er vissulega bæði tímabært og fróðlegt að huga að þessum málum núna. Ein milljón gönguseiða af laxi í hafbeit Athyglisvert er að athuga þróun- ina í veiðunum seinustu árin og skoða ástand og meta horfur í þess- um efnum, ekki síst þegar hafin er stórfelld hafbeit á laxi hér á landi. Tæplega 1 milljón gönguseiða af laxi var sleppt í sjó frá hafbeitarstöðvum hér á landi vorið 1987. Gæti það verið heldur meiri fjöldi en villt gönguseiði, sem ganga að meðaltali árlega til sjávar úr öllum laxveiðiám landsins. Ef við gefum okkur að endurheimtur af þessum sleppingum verði 10 af hundraði, munu koma til baka úr sjó um 95 þúsund fullorðnir laxar næstu tvö árin. Opinber stefna hér á landi hefur verið allt frá 1932, að nýting á laxastofninum færi fyrst og fremst fram í ám og vötnum landsins, enda öll laxveiði um aldir í fersku vatni. Á þessu sviði höfum við sérstöðu meðal laxveiðiþjóða, en laxveiði í sjó er leyfð hjá þeint öllum. Þegar sjávarveiðibann var lögbundið hér á landi 1932, voru tiltölulega fáar jarðir, sem höfðu þessi hlunnindi og þær fengu að halda þeim þar sem getið var um laxveiðihlunnindi í fasteignamati, ergilti 1932. Tilraunir með að veiða lax í sjó í ríkari mæli en tíðkast háfði fram að þessu var hins vegar verið að undirbúa og gera um þetta leyti. Þær hefðu líklega leitt til aukinnar sjávarveiði á laxi, ef ekki hefði verið settur hemill á frekari laxveiðar í sjó. Laxveiði í sjó hefur hins vegar verið stunduð ríkulega við strendur annarra laxveiðiþjóða við Atlants- haf um áratuga skéTð og hátt hlutfall af laxveiði þessara þjóða tekið í sjó, t.d. 80-90% af laxveiði í Noregi. Laxveiði hefst við Grænland Það er á hinn bóginn fyrst eftir að upp kemur stórfelld laxveiði í sjó við Vestur-Grænland og á tveimur svæð- um í Noregshafi, annað norður af Færeyjum, að áhyggjur manna vaxa og menn í heimalöndum laxins knýja á úrbætur. Veiðar þessar höfðu haf- ist á sjöunda áratugnum við Grænland, en á þeim áttunda í úthafinu norður af Færeyjum. Hafði laxveiðin vaxið mjög ört á tiltölulega stuttum tíma. Þannig fór veiðin við Vestur-Grænland úr 60 lestum 1960 í 2.700 lestir 1971. á Færeyjasvæði fengust um 5 lestir 1968 og nokkrir tugir lesta á ári næstu árin þar á eftir. Árið 1979 veiddust 194 lestir og næsta ár 718, en 1981 hvorki meira né minna en 1.125 lestir. íslenskur lax fer víða Ljóst er að íslenskur lax gengur á bæði fyrrgreind veiðisvæði í hafinu, það hafa merktir laxar leitt í ljós, þó ekki sé vitað í hversu ríkum mæli það gerist. Allir áhugamenn um veiðar í íslenskum laxveiðiám og margir fleiri svo sem stjórnvöld hafa verið sammála um, að vinna þyrfti að því að laxveiðar í sjó og þá sérstaklega úthafsveiðar legðust af hið fyrsta. Ýmsir hafa fullyrt að' veiðiúthald í sjó tæki verulegan fjölda íslenskra laxa og ætti lægðin sem kom í laxveiðar hér á landi um og eftir 1980, rætur að rekja til þessara veiða. Aðrir hafa talið að óhagstætt veðurfar væri meginor- sakavaldur að veiðilægðinni. Töluverður árangur náðst Unnið var víða erlendis að því að draga úr laxveiðum á fyrrgreindum svæðum og tóku ýmsar stofnanir beggja vegna Atlantshafsins þátt í þessum aðgerðum, bæði áhugahóp- ar, samtök og stjórnvöld. Með þrýst- ingi, af viðskiptalegum toga, tókst Bandaríkjamönnum að knýja það fast á, að laxveiði við Vestur-Græn- land var minnkuð um helming frá því sem hún hafði verið eða niður í rúmlega 1.000 lestir og enn frekar 1984 niður í 870 lestir, þá fyrir tilverknað alþjóðlegu laxaverndar- stofnunarinnar, sem stofnsett var hér á landi 1982 og Guðmundur Eiríksson, þjóðréttarfræðingur utanríkisráðuneytisins er formaður fyrir. Sú stofnun gegnir ákaflega þýðingarmiklu hlutverki á þessu sviði. Á sínum tíma gerði EBE samning við Færeyinga, um að þeir veiddu hámark tæplega 700 lestir á ári á veiðisvæði sínu. Þá samþykkti lands- stjórn Færeyja í fyrra að loka svæð- um þar sem vart verður við undir- málsfisk (60 sm. og minni). Enn- fremur má geta þess að Norðmenn bönnuðu laxveiði á hafsvæði sínu utan 12 mílna. Eftir sem áður eru reknetaveiðar á laxi stundaðar í nokkuð stórum stíl úti fyrir strönd- inni. Nú hafa stjórnvöld í Noregi hins vegar ákveðið að banna rek- netaveiðina um áramótin 1988/89 og færa þannig veiðina aftur í hendur eigenda laxveiðilagna á strönd Nor- egs og til eigenda laxveiðiáa og vatna. Mestu hættunni bægt frá Af fyrrgreindu yfirliti má sjá að mikið hefur áunnist í þeirri við- leitni að draga úr línuveiðum á laxi í úthafinu norður af Færeyjum og lagneta- og reknetaveiðum við Vest- ur-Grænland. Ljóst er, að cf ekki hefði verið gripið inn í þróun lax- veiða á fyrrgreindum svæðum, hcfði árleg veiði getað orðið tæplega 5 þúsund lestir, eða um 40% af heild- arverði á atlantshafslaxi í Evrópu og Ameríku, eins og hún var mest á árum áður. Og aflinn hefði aukist, svo fremi að náðst hefði til laxins. 1 stað þessa er árleg sjávarveiði á fyrrgreindum hafsvæðum núna 1.500 lestir og enn má vænta frekari árang- urs til lækkunar aflamagnsins. Þann- ig hefur mestu hættunni verið bægt frá og afli minnkað stórlega í úthafs- veiðum og við V-Grænland. Toppverðmæli í stangaveiddum laxi Einhver sagði hér fyrr á árum, að það myndi aldrei borga sig að gera út á íslenska laxastofninn. Hann væri ekki það burðugur, að úthald með skip og búnaði gæti borgað sig. Það gæti vissulega hafa verið rétt. Víst er, að verðmæti stofnsins er í reynd allt annað en hgsanlegt afla- magn úr sjó þar sem ætla má að fimmfalt meira verðmæti fáist, það minnsta, út úr stangaveiddum laxi, sem er 70% af veiðinni hér á landi, hitt fæst í netin. Þá er til hins að horfa að hafbeitar- lax á eftir að stóraukast á næstu árum og íslenskur lax á hafsvæðinu við landið að margfaldast frá því sem nú er. Það ríður því á, að ekki verið slakað á neinu með bann á laxveiði í sjó. Blikur á lofti? Gjalda ber varhug við fyrirætlun- um um tilraunaveiði á laxi í sjó til að kanna útbrciðslu og hegðan íslenska laxins, eins og það cr rökstutt með. Víst er að slíkt úthald er stórvara- samt og myndi líklega leiða til veiði- skapar á laxi í atvinnuskyni. Inn í þcssa ntynd má einnig setja kröfu ýmissa unt að laxveiðimálin og þá sérstaklega fiskeldismál verði lögð í hendur þeirra sem fara með sjávar- útvegsmál. Hætt er við, nieð fullri virðingu fyrir þeim málaflokki, að hagsmunagæsla í þágu fisksins, sem alla tíð hefur verið landbúnaðarfisk- ur, ef svo má taka til orða, fari lönd og leið vegna skammsýnna sjónar- ntiða í tengslum við nýtingu skipa og búnaðar. Það sterk gæti krafan verið frá fjársterkum og öflugum þrýsti- hópi. eh Kristján frá Snorrastöðum: Bjórinn enn Enn er flutt bjórfrumvarp, og má segja að mikil sé elja flutn- ingsmanna. Ég get skilið karl- mennina, þeir eru heyranlega vín- dýrkendur í eðli sínu, hvað sem þeir reyna að telja sjálfum sér og öðrum trú um. En skáldkonuna Guðrúnu Helgadóttur skil ég ekki. Einn besta barnabókahöfund, er mér sagt. Ég hef ekki lesið hennar bækur, því miður. Svo undrandi er ég, að ég leiði hana hjá mér í eftirfarandi orðum. Ég þakka Halldóri á Kirkjubóli erindið, sem mikið snérist um þetta frumvarp. Það mun reynast erfitt í þessu sem fleiru að andmæla hon- um með fullum rökum. Það hefði þá þótt heldur fávitaleg upp- ástunga að vilja bjarga öllu við með því að „þynna enn mjaðar- skömmina“ og flytja inn bjór. Nóg væri óhollustan í hinum óþverranum. Það á svo sem ekki að bjóða þetta hnoss á hverri sölukrá. í gegnum Áfengisverslun ríkisins skal það fara. En getur ekki skeð að einhverjir Geir og Jón finni til samúðar með þeim, sem þurfa að seilast langt til að ná í hnossið og flytji frumvarp um að gera þeim það auðveldara. Annar hvor flutningsmanna þessa frumvarps sagði, að ráðherr- ar og fleiri umsvifamenn þjóðfé- lagsins sem ferðuðust oft til útlanda gætu keypt rétt ótakmarkaðan bjór, en þeir sem heima sitja fengju ekki dropa. Þetta fannst honum hróplegt ranglæti heyrðist mér. Þar er því til að svara, að ég vænti svo góðs af fyrirmönnum þjóðarinnar að þeir neyti lítið eða ekkert þessa réttar síns, og - að hinu leytinu finnst mér ákaflega lítið ranglæti gert kyrrsetumönnum þó bjórinn sé ekki borinn heim til þeirra. En finnst nú flutningsmönnum ekki svolítið hjákátleg rök fyrir bjórinnflutningi, að ætla að auka tekjur ríkissjóðs með því - en draga úr áfengisneyslu ? Ég man ofboð vel eftir áróðrin- um fyrir innflutningi sterku vín- anna um 1930. Honum er bara snúið við núna. Þá var þetta gutl, - en svo voru Spánarvínin yfirleitt nefnd í þá daga - ekki talið mikils virði. „Maðurerorðinn blindfullur áður en maður verður kenndur", sagði fyndinn náungi, og meinti að sjálfsögðu uppþembdur. Nær væri, sögðu þeir sem í alvöru töluðu, að fá sér eitt eða tvö staup af almin- legu víni og verða sætkenndur, en þemba sig út á þessu gutli og gera sig magaveikan. Það hefði þá þótt heldur fávita- leg uppástunga að vilja bjarga öllu- við með því að „þynna enn mjaðar- skömmina" og flytja inn bjór. Nóg væri óhollustan í hinum óþverran- um. Ég vil að lokum skora á alþingis- menn að fella þetta ólánsfrumvarp, og helst svo rækilega að það skjóti aldrei upp sínum óþurftarkolli. Kristján frá Snorrastöðum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.