Tíminn - 24.11.1987, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 24. nóvember 1987
Tíminn 13
FRETTAYFIRLIT
ÚTLÖND
VATÍKANIÐ — Vatíkanið
neitaði fréttum um að Jó-
hannes Páll páfi væri að
skipuleqgja ferð sína til Kína
og sagði að enginn mögu-
leiki væri á slíkri ferð eins og
ástandið væri nú.
PARÍS — Ríkisstjórnin í
Kampútseu og leiðtogar
stjórnarandstöðunnar hafa
komist að samkomulagi um
að halda viðræður í Parísar-
borg þar sem reyna á að
finna leiðir til að binda enda
á skæruliðahernað síðustu
níu ára.
BRUSSEL — Ráðherrar
Evrópubandalagsins komu
saman til viðræðna sem
væntanlega munu leiða í
Ijós hvort hægt verði að
samþykkja róttækar aðgerð-
ir á þingi EB í næstu viku
sem rétt gætu við lélegan
fjárhag þess.
DACCA — Óeirðalögregla
leysti upp mótmælasam-
komu í Dacca, höfuðborg
Bangladesh í gær. Stjórnar-
andstaðan hafði kallað til
fundarins til að mótmæla
banni stjórnvalda við að blöð
birti fréttir eða myndir af
mótmælafundum í landinu.
Aðgerðir sem beint hefur
verið gegn Ershad forseta
hafa staðið yfir síðustu tvær
vikurnar.
SEOUL — Mótmælendur í
Suður-Kóreu hentu eld-
sprengjum að forsetafram-
bjóðanda stjórnarflokksins
Roh Tae-Woo. Þeir voru í
hópi meira en þúsund
námsmanna sem áttu í átök-
um við óeirðalögreglu eftir
að hafa staðið fyrir mótmæl-
um gegn Roh. Forsetafram-
bjóðandinn, sem forseti
landsins Chun Doo Hwan
vonast til að setjist í sæti sitt
eftir kosningarnar í næsta
mánuði, slapp ómeiddur.
DUBAI — íranskir byssu-
bátar réðust á tvö skip í
Hormúzsundi, mynni Pers-
aflóans. Eldur kviknaði í
öðru skipanna og þrír áhafn-
armeðlimir slösuðust.
JERÚSALEM - Banda-
rískur skjalasérfræðingur
sagði að gögnin sem notuð
eru í málinu gegn John
Demjanjuk, sem sakaður er
um að hafa verið stríðs-
glæpamaður nasista, gætu
verið fölsuð.
LUNDÚNIR — Þjófur var
skotinn til bana og annar
særður eftir skotbardaga
milli þeirra og lögreglum-
anna í Lundúnaborg í gær.
Lögreglumennirnir eltu þjóf-
ana eftir að þeir höfðu rænt
peningum úr öryggisvagni
og skömmu síðar kom til
skotbardagans.
Shultz og Shevardnadze á fundi í Genf:
Beðið eftir samningi
George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hinn sovéski
starfsbróðir hans Eduard Shevardnadze funduðu stíft í Genf í gær og
munu halda áfram í dag að reyna að ganga frá öllum lausum endum
í sáttmála stórveldanna um eyðingu allra meðaldrægra og skamm-
drægar kjarnaflauga.
Þessar eiga að fara: Bandarísk Pershing 11 flaug þeytist á loft.
Báðir ráðherrarnir sögðust vera
bjartsýnir á að geta gengið frá sam-
komulagi í dag þannig að leiðtogar
ríkjanna þeir Ronald Reagan og
Mikhail Gorbatsjov geti skrifað und-
ir það á fundi sínum í Washington
þann 7.-10. desember.
Helsta vandamálið snýst um eftir-
lit með því að samningurinn sé hald-
inn og þar er að mörgu að hyggja.
Einn bandarískur samningamaður í
Genf sagði reyndar við blaðamenn
að utanríkisráðherra sinn væri
kannski of bjartsýnn því hann gerði
sér ekki grein fyrir hvað „sumir þess-
ara hluta eru erfiðir".
Shultz sagði á sunnudag að samn-
ingamenn stórveldanna hefðu kom-
ist að samkomulagi í öllum aðal-
atriðum hvernig framfylgja mætti
eftirliti með eyðingu kjarnaflaug-
anna. Þessar flaugar hafa skotsvið á
bilinu milli 500 kílómetrar og 5.000
kílómetrar.
Shultz sagði að báðir aðilar hefðu
samþykkt að þeir fengju að koma inn
í mikilvægar stöðvar hvor annars til
að tryggja að flaugunum yrði eytt á
næstu þremur árum og myndu halda
áfram heimsóknum sínum næstu tíu
árin til að fylgjast með að ekki væri
farið að framleiða slíkar flaugar í
trássi við samkomulagið.
„Við höfum góða eftirlitsáætlun
meira og minna í höndunum. En slík
áætlun er full af smáatriðum í sam-
bandi við framkvæmd og þau eru sí-
fellt að koma upp á yfirborðið",
sagði bandaríski utanríkisráðherr-
ann.
Fjármálamenn bíða átekta:
Minni halli nær
ekki að lyfta
dalnum úr lægð
Samningur sá um minnkun fjárlagahallans í Bandaríkjunum sem
gerður var í Washington á föstudagkvöldið og Tíminn skýrði frá á
laugardaginn virtist ekki ætla að hafa afgerandi áhrif á gengi dalsins
og verð á hlutabréfum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í gær.
„Við höfum ákveðið í samráði við
George Shultz utanríkisráðherra
Bandaríkjanna að ljúka vinnu okk-
ar, sameiginlegum tilraunum til að
ganga frá sáttmála um meðaldrægar
og skammdrægari tlaugar ', sagði
sovéski utanríkisráðherrann.
Þrátt fyrir þessi bjartsýnisorð eru
vandamálin til staðar t.d. hvernig
megi jafna saman bandarískum og
sovéskum kjarnorkuflaugaverum og
hversu víðtækt eftirlitið þar á að
vcra. Stjórnvöld í Bandaríkjunum
vilja t.d. fylgjast meðfrantleiðslu SS-
25 flauga sem ekki eru taldar með í
sáttmálanum. Ástæðan er sú að
fyrsta stig framleiðslu þeirra er hið
sama og SS-20 flauganna sem á að
eyða. Þá hafa Sovétmenn krafist að
fá að fylgjast með framleiðslu í
Itelsta kjarnorkuflaugaveri Banda-
ríkjamanna í San Diego í Kaliforn-
íu. Þar verður hætt að framleiða
meðaldrægar flaugar en engu að síð-
ur haldið áfrant að framleiða stýrif-
laugar sem skotið er frá sjó. Slíkar
flaugar eru ekki taldar með í sam-
komulaginu en eru nánast eins og
þær stýriflaugar sem Bandaríkja-
menn ætla að flytja frá meginlandi
Evrópu og eyðileggja.
Shultz hefur sagt það opinberlcga
að hann sé orðinn leiður á samkomu-
laginu um eyðingu meðaldrægra og
skammdrægari flauga og vilji Ijúka
því sem fyrst. Utanríkisráðherrann
bandaríski hefur nteiri áhuga á að
fara að ræða af alvöru um möguleika
á samkomulagi unt helmingsminnk-
un langdrægra kjarnorkuflauga.
Báðir aðilar hafa lýst því yfir að þcir
hafa hug á því að undirrita slíkt sam-
komulag á hugsanlcgum leiðtoga-
fundi í Moskvu á næsta ári.
En fyrst er að sjá hvernig þeim
Shultz og Shcvardnadzc semur í
Genf, hvort þeim tekst að Ijúka al-
veg við samkontulagið um cyðingu
allra meðaldrægra og skammdrægari
kjarnaflauga eða hvort óinögulegt
reynist að færa ljónin af santninga-
veginum. hb/Reuter
ÚTLÖND
UMSJÓN:
Bandaríkjadalur lækkaði í verði
gagnvart öðrum helstu gjaldmiðlum
heims á flestum mörkuðum í gær eft-
ir að hafa hækkað dálítið síðdegis á
föstudaginn vegna hins yfirvofandi
samkomulags. Að vísu var lítið að
gerast, flestir biðu eftir að opnað
væri í New York til að sjá hvernig
hlutabréfum og gjaldmiðlum vegn-
aði í Wall Street. Þegar svo opnað
var lækkuðu bæði dalurinn og
hlutabréf frá því á föstudaginn og
virtist sem fésýslumenn væru ekki
yfir sig ánægðir með samkomulagið í
Washington.
Einn höndlari í París sagði að í
heildina væru menn óánægðir með
fjárlagaviðræðurnar í Washington
og sérstaklega væru smáatriðin óljós
í samkomulaginu sem þingið og Re-
aganstjórnin náði. Samþykkt var að
minnka fjárlagahallann um 76 ntillj-
arði dala á næstu tveimur fjárlagaár-
um.
Hagfræðingar sögðu í gær að þrátt
fyrir samkomulagið stefndi í að fjár-
lagahallinn yrði um 150 milljarðar
dala á þessu ári. Fésýslumenn hafa
einmitt litið á minnkun fjárlagahall-
ans sem prófstein á getu bandarí-
skra stjórnvalda til að taka á því sem
að þeim snýr í vandamálum hins al-
þjóðlega efnahagslífs.
Bandaríkjadalur lækkaði um eitt
til eitt og hálft vestur-þýskt pfennig
og eitt japanskt yen á mörkuðum í
Lundúnum í gærdag. Dalurinn var
seldur á 1,6650 mörk og 134,60 yen.
Gull hækkaði hinsvegar nokkuð eða
um 2,55 dali hver únsa og var seld á
468,25 dali. Vestur-þýski Seðla-
bankinn keypti dali fyrir 38,3 mill-
jónir á hádegi til að gera gjaldmiðil-
inn stöðugari gagnvart markinu.
Sumir fjárfestendur sögðu að
minnkun fjárlagahallans hefði ekki
verið nóg, aðrir óttuðust að erfitt
gæti oröið að koma samkomulaginu í
höfn t.d. hvar skattahækkanir ættu
að gilda en að því var aðeins óljóst
kveðið í sáttmálanum milli þingsins
og stjórnarinnar. Enn aðrir sögðust
bíða eftir því hvað þjóðir á borð við
Vestur-Þýskaland og Japan myndu
gera t.d. hvort vextir yrðu lækkaðir í
þessum löndum til að örva efnahags-
lífið heima fyrir.
hb/Reuter
Samkomulagið í Washington virtist í
gær ekki ætla að koma í veg fyrir
lækkandi gengi dalsins.
Hreinlífið í tísku
Ungar konar í Vestur-Þýska-
landi eru ekki á því að hoppa upp í
rúmið með hvaða karlmanni sem er
og telja sér orðið til tekna að vera
hreinar meyjar þar til þær hafa
fundið hinn rétta. Þetta kom fram í
könnun sem kynlífsstofnun Ham-
borgar gerði nýlega.
Niðurstöður könnunarinnar
munu birtast í vikuritinu Quick á
næstu dögum en blaðamenn fengu
að glugga í þær í gær. Þar kom í Ijós
að ein af hverjum þremur vestur-
þýskum konum á aldrinum 18-25
ára hafði aldrei haft samfarir.
Alls töldu 64% af aðspurðum
konum það mikilvægt að vera
hreinar meyjar og 96% kvennanna
lögðu áherslu á tryggð.
Quick segir í grein sinni að svo
virðist sem sjúkdómurinn eyðni
hafi áhrif á þessa afstöðu kvenn-
anna og auk þess séu þær orðnar
langþreyttar á að vera álitnar
kyntákn, auðveld bráð karlanna.
Konurnar leituðu eftir varanlegu
sambandi sem byggðist á ást og um-
hyggju.
Quick sagði að mikil breyting
væri á þessari afstöðu borið saman
við sjöunda áratuginn þegar það
var álitið framsækið að sænga
með karlmanni eins fljótt og færi
gafst á.
Vikuritið hafði eftir einum sér-
fræðingi í kynlífinu að það væri aft-
ur orðið í tísku að bíða eftir hinni
einu sönnu ást og stúlkur litu á það
sem dyggð að vera hreinar meyjar.
hb/Reuter