Tíminn - 03.12.1987, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.12.1987, Blaðsíða 16
Sunnudaginn 13. desember veröur efnt til Framsóknar- vistar aö Hótel Sögu, Súlnasal ki. 14.00. í tilefni 50 ára afmælis Framsóknarvistar verða vegleg verðlaun, þar á meðal ferðirtil Amsterdam, bókaverðla- un og jóla-matarkörfur. Nánar auglýst síðar. Framsóknarfélag Reykjavíkur. 50 ÁRA AFMÆLI FRAMSÓKNARVISTAR Jólabasar og hlutavelta Félags framsóknarkvenna í Reykjavík verður haldinn í Hótel Lind Rauðarárstíg 18, laugardaginn 5. des. kl. 2 e.h. Eins og á undanförnum árum verður þarna margt góðra muna á góðu verði t.d. kökur og jólavörur að ógleymdu okkar vinsæla laufabrauði. Á hlutaveltunni verða engin núll og góðir vinningar í boði. Framsóknar- konur taka á móti munum og kökum á föstudag eftir kl. 18 að Rauðaráretíg. Stjórnin Jólafundur Félags framsóknarkvenna verður í Norðurljósasalnum í Þórskaffi mánudaginn 7. des. kl. 20.30. Nánar auglýst síðar. Stjórnin Fimmtudagur 3. desember 1987 lllilllillllllllll DAGBÓK Jens Guðjónsson gullsmiður, en á jóla- sýningu Slúnkankis sýnir hann, auk gull- smíðisgripa, málverk, teikningar og vatnslitamyndir Jens Guðjónsson á jólasýningu Slúnkaríkis á Isafirði Hinn landsþekkti ísfirski gullsmiður, Jens Guðjónsson, sýnir verk sín á jólasýn- ingu Slúnkaríkis að þessu sinni. Jens er fæddur á ísafirði 1920, sonur hjónanna Guðjóns Jónssonar og Hansínu Magnúsdóttur, sem lengst af bjuggu á Heklu, sem svo var kölluð, og er við Aðalstræti. Jens var snemma hneigður til dráttlistar og stóð hugar hans til frekara náms á því sviði. Forlögin höguðu því svo að hann hóf nám í gullsmíði hjá Guðlaugi Magn- ússyni og lauk sveinsprófi þar 1948. Jens hefur haldið fjölda sýninga á gripum sínum hér heima og erlendis, og síðast sýndi hann fyrir fslands hönd á sýningu í Japan sem kallaðist „Scandi- navian Design". f Slúnkaríki kveður við annan tón hjá Jens, því fyrir utan gullsmíðahluti er þarna einnig sýnishorn af málverkum, teikningum og vatnslitamyndum. Margar vatnslitamyndanna hefur hann málað á ísafirði í heimsóknum sínum á bernsku- stöðvarnar. Sýning Jens Guðjónssonar hefst laugar- daginn 5. desember kl. 16:00. Opnunartími Slúnkaríkis verður rýmri í desember en ella og verður það tilkynnt síðar. ■1 Háskólafyrirlestrar í Odda - um þjóðfræði gyðinga o.fl. Dr. Galit Hasan-Rokem, kennari í þjóðfræði við Hebreska háskólann í Jer- úsalem í fsrael, flytur tvo opinbera fyrir- lestra í boði félagsvísindadeildarog heim- spekideildar Háskóla íslands dagana 4. og 5. desember (föstud. og laugard.). Fyrri fyrirlesturinn nefnist „Tákn og tal kvenna í þjóðsögum síðgyðingdóms“, og verður fluttur föstudaginn 4. des. kl. 16:15 í stofu 101 í Odda. Síðari fyrirlesturinn nefnist „Gyðingur- inn gangandi - frá gyðinglegu sjónar- miði“, og verður fluttur laugardaginn 5. desember kl. 14:15 í stofu 101 í Odda. Dr. Galit Hasan-Rokem hefur undan- farna mánuði ferðast um Norðurlönd og flutt fyrirlestra í boði Norrænu þjóðfræði- stofnunarinnar. Hún er fædd í Finnlandi en fluttist 10 ára gömul til ísraels og hefur verði búsett þar síðan. Hún er virtur fræðimaður á sínu sviði og hefur auk háskólakennslu samið greinar og fræðirit um þjóðfræði almennt og þjóðfræði gyð- inga. Fyrirlestrarnir verða fluttir á sænsku. Öllum er heimill aðgangur. Útivist, Simar 14606 og 23732 Aðventuferð í Þórsmörk 27.-29. nóv. Gist verður í Útivistarskálunum Bás- um. Þar verður sannkölluð aðventu- stemmning. Gönguferðir. Aðventukvöld- vaka. Takmarkað pláss. Pantið miða. Útivist: Áramótaferð í Þórsmörk 30.des-2. jan. Fjögurra daga ferð verður farin til að fagna nýju ári í Þórsmörk. Gönguferðir. Áramótabrenna. Kvöldvökur. Upplýs- ingar og farmiðar á skrifstofunni Grófinni 1, símar: 14606 og 23732. Útivist notar allt gistirými í Básum vegna þessara ferða. Minningarsjóður Einars á Einarsstöðum Vinir Einars á Einarsstöðum, sem lést fyrir nokkru, stofnuðu um hann minning- arsjóð. Þeir benda á þann sjóð til áheita fyrir þá sem vilja heiðra minningu hans og styrkja eftirlifandi konu hans. _ Sjóðurinn er varðveittur við Utibú Landsbanka íslands á Húsavík og er nr.5460. Aðventukvöld Kórs Rangæingafélagsins Kór Rangæingafélagsins í Reykjavík heldur Aðventukvöld í kvöld, fimmtu- daginn 3. desember f húsi Rafveitunnar við Elliðaár. Kór Tónlistarskólans á Hvolsvelli kemur í heimsókn. Allir vel- komnir. Reykjanes Skrifstofa kjördæmissambands framsóknarmanna í Reykjaneskjör- dæmi er opin aö Hamraborg 5, Kópavogi kl. 17-19 alla virka daga og kl. 17-21 á þriðjudögum. Sími 43222. Stjórnin. Austfirðingar Drætti í happdrætti K.S.F.A. er frestað til 7. desember. Nánari upplýsingar í síma 11584. Vesturland Skrifstofa kjördæmissambandsins Brákarbraut 1, Borgarnesi verður opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 13.00-17.00. Sími 71633 og sími utan skrifstofutíma 51275. Stjórnin Freyja Félag framsóknarkvenna i Kópavogi býður Hörpukonum í Hafnarfirði í jólakaffi fimmtudaginn 3. desember kl. 20.30 að Hamraborg 5. Aðrar framsóknarkonur í Reykjaneskjördæmi eru einnig velkomnar. Boöið komu ykkar í síma 41590 eða 40229. Verið velkomnar Stjórnin Jóladagatal SUF 1987 Þeir félagar sem fengið hafa jóladagatal SUF 1987 eru hvattir til að gera skil hið fyrsta. Úrdráttur er þegar hafinn, eftirtalin númer hafa komið upp: 1. des. nr. 2638 2. des. nr. 913 3. des. nr. 1781 Allar frekari upplýsingar eru veittar í síma 24480. Stjórn SUF Gallerí Borg: Sýning Louisu Matthíasdóttur Fimmtud. 26. nóvember opnaði Louisa Matthíasdóttir sýningu í Gallerí Borg við Austurvöll. Louisa er fædd í Reykjavík árið 1917. Hún stundaði nám í Danmörku og hjá Marcel Gromaire í París. Árið 1941 fluttist Louisa til New York þar sem hún nam hjá Hans Hofman. Louisa hefur haldið nær tuttugu einka- sýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga víða um heim, þar á meðal tveimur hérlendis: Haustsýningu FÍM 1974 og sýningunni „Tíu gestir Listahátíðar ’84“. Þessi sýning er fyrsta einkasýning Louisu hér á landi. Um leið og sýning Louisu verður opnuð kemur út hjá Máli og menningu bókin „Louisa Matthíasdóttir, smærri málverk", sem gefin var út í Bandarikjun- um á síðasta ári. Sigurður A. Magnússon þýddi bókina og skrifar formála. Á sýningunni eru ný olíumálverk, flest af smærri gerðinni og nokkur stærri. Sýningin er opin virka daga kl. 10:00- 18:00 og kl. 14:00-18:00 um helgar. Henni lýkur 8. desember. Jólasýning í Gallerí Gangskór Nú stendur yfir jólasýning í Gallerí Gangskör. Á sýningunni eru grafíkmynd- ir, vatnslitamyndir, keramik og margt fleira eftir 8 myndlistarmenn. Sýningin er opin virka daga kl. 12:00- 18:00 en um helgar kl. 14:00-18:00 og stendur hún út desember. Félag aldraðra Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, kl. 14:00 (2 e.h.). Frjáls spilamennska. Bridge - lomber. Kl. 19:30 verður félagsvist og kl. 21:00 er dans. Sýningu Ástu í Gerðubergi að Ijúka Sunnud. 6. desember lýkur sýningu Ástu Erlingsdóttur grasalæknis á um 40 vatnslitamyndum. Flesta liti sem Ásta notar hefur hún sjálf blandað úr íslensk- um jurtum. Þetta er fyrsta myndlistarsýn- ing Ástu. Sýning þessi er haldin í tilefni þess að út er komin bók um ævi Ástu og störf, skráð af Atla Magnússyni, en Orn og Örlygur gefa bókina út. Sýningin er opin kl. 13:00-22:00 frá mánudegi til fimmtudags og kl. 13:00- 18:00 frá föstudegi til sunnudags. Mynd- irnar á sýningunni eru til sölu og aðgangur er ókeypis. Basar Kvenfélags Óháða safnaðarins Kvenfélag Óháða safnaðarins heldur basar í Kirkjubæ, laugardaginn 5. des- ember kl. 14:00. Þær sem vildu gefa kökur og aðra basarmuni komi þeim í Kirkjubæ á föstu- dag kl. 16:00-19:00 og laugardag kl. 10:00-12;00. Húnvetningafélagið í Reykjavik Félagsvist laugardaginn 5. desember kl. 14:00 í félagsheimilinu Skeifunni 17. Síðasti spilafundur fyrir jól. Parakeppni. Verðlaun og veitingar. Allir velkomnir. Jólabasar Kattavinafélagsins Kattavinafélagið heldur sinn árlega jólabasar að Hallveigarstöðum sunnudag- inn 6. desember n.k. Félagið minnir meðlimi sína og aðra dýravini á að taka nú höndum saman og gera basarinn sem veglegastan. Tekið á móti kökum og öðrum gjöfum (ekki gömlum fötum) að Hallveigarstöð- um sama dag á milli kl. 12:30-13:30. Sýning Eggerts Magnússonar Eggert Magnússon listmálari heldur sína fimmtu einkasýningu um þessar mundir í Vestur-forsalnum á Kjarvals- stöðum. Eggert hefur einnig tekið þátt í samsýningum hér heima og í Svíþjóð. Hann sýnir nú 41 olíumálverk að Kjar- valsstöðum. Sýningin var opnuð 28. nóvember og stendur til 13. desember. Listasafn Einars Jónssonar Listasafnið er lokað í desember og janúar. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11:00-17:00. Hinn árlegi fullveldisfagnaður SU- OMI-félagsins verður haldinn í Norræna húsinu, sunnudaginn 6. desember og hefst kl. 20:30. Á dagskrá verða finnsk skemmtiatriði, t.d. syngur finnskur vísnasöngvari, Mikko Perkoila, einsöng við gítar- og kantele-undirleik. Að lokinni dagskrá verður borinn fram kvöldverður í veitingasal Norræna hússins. Happdrætti verður einnig. Þess verður sérstaklega minnst á full- veldisfagnaðinum, að 70 ár eru nú liðin frá því að Finnland hlaut fullveldi. Líffræðifélag íslands Bleikjan í Þingvallavatni í dag, fimmtudaginn 3. desember, mun Skúli Skúlason greina frá rannsóknum sínum á bleikjunni í Þingvallavatni. Fyrir- lesturinn sem nefnist BLEIKJAN f ÞINGVALLAVATNI: ÚTLITSEIN- KENNI OG LIFNAÐARHÆTTIR SEIÐA verður í Odda, Hugvisindahúsi Háskóla fslands, stofu 101 og hefsts kl. 20:30.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.