Tíminn - 17.12.1987, Page 19

Tíminn - 17.12.1987, Page 19
Tíminn 19 Fimmtudagur 17. desember 1987 SPEGiLL Bandaríska sjónvarpsstjarnan Joan Rivers hefur hingað til ekki þótt sér- staklega viðkvæm þegar hið talaða orð á í hlut. Hún hefur verið ófeimin við að nota opinberlega stór og miður þægileg orð um fjarstatt frægt fólk, sem engum vörnum hefur komið við. En nú er komið í ljós að Joan er ákaflega annt um eigið mannorð. Því til sönnunar hefur hún nú farið fram á fimmtíu milljón dollara skaðabætur frá hendi greinarhöfundar og út- gefanda tímaritsins „Gentlemen's Qu- arterly*- vegna greinar þar sem sagt er að hún hafi kvartað undan því að maður hennar, sem síðan er fallinn frá, væri að gera hana vitlausa. 1 greininni, sem birt var undir höf- undarheitinu Bert Hacker, er haft eftir Joan Rivers skömmu áður en maður hennar, Edgar Rosenberg dó í ágúst sl. eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af lyfjum, að hann væri orðinn óður og væri á góðri leið með að gera Joan vitlausa. í kæru Joan segir að sagan í blaðinu sé hreinn uppspuni frá rótum. í kærunni er nafngreindur sem höfundur greinarinnar Ben Stein, sem hefur harðneitað að hafa komið þar nokkurs staðar nærri. Hins vegar hefur dálkahöfundurinn Mitchell Fink í Los Angeles haldið því fram að Stein sé höfundur greinarinnar. Stein er margt til lista lagt á ritvellinum, hann hefur skrifað skáldsögur, dálka í dagblöðum og lagt hönd á plóginn við ræður forsetanna Richards M. Nixon og Ger- alds R. Ford. Ritstjóri blaðsins segist fara að fyrir- mælum lögfræðinga sinna þegar hann neitar að ræða ákæruna opinberlega. Og nú er bara eftir að sjá hvort æra Joan Rivers er álitin tugmilljóna doll- ara virði. Jessica litla var hin hressasta þegar hún yfirgaf sjúkrahúsið eftir mánað- ardvöl. Joan Rivers hefur hingað til kært sig kollótta þó að frægu fólki hafi oft sviðið undan ummælum hennar í sjónvarpi. En nú þykir henni höggvið of nærri æru hennar sjálfrar og hefur því höfðað meiðyrðamál. Joan Rivers fer fram á 50 milliónir dollara í skaðabætur „BRUNNBARNIГ Jessica búið að ná sér Fyrr í haust stóð öll bandaríska þjóðin á öndinni í 58 klst. meðan hún fylgdist mcð því þegar björgunarmenn lögðu sig fram um að ná Jessicu McClure lífs og óskaddaðri úr sjálfheldu í djúpum brunni. Jessica, sem á þessum tíma var 18 ntánaða gömul, hafði fallið ofan í brunninn þegar hún var í fóstri hjá frænku sinni ásamt öðrum börnum. Mánuði síðar gekk Jessica út úr sjúkrahúsi í Midland í Texas og leiddi mömmu sína. Hún ber nú engin merki eftir þessa erfiðu reynslu en læknarnir höfðu óttast að þeir yrðu að taka af henni hægri fótinn í byrjun. Brunnurinn sem Jessica féll í niður á 7 metra dýpi, er ekki notaður lengur. Björgunaraðgerðir voru erfiðar og hættulegar og björgunarmenn urðu að grafa niður göng til hliðar við þau sem hún féll ofan í til að komast að henni. Peir smurðu hana með vaselíni áður en hún var tengd krana, sem að lokum dró barnið upp á yfirborð jarðar í skærum ljósum sjónvarpsmyndavélanna. Þegar Jessica kom upp úr djúpinu grétu björgunarmennirnir og væntanlega líka forsetahjónin, sem höfðu setið sem límd við sjónvarpstækið sitt meðan á björguninni stóð, rétt eins og aðrir landar þeirra. A S (. I I R ItkO B S S O N ff.lf.Vlff EMftfMft KI.VIIKN.ua WMNillNSmUt S K II G G S i Á HAFNARFJARÐARJARLINN Einars saga Þorgilssonar Ásgeir Jakobsson Bókin er ævisaga Einars Þor- gilssonar wn leið og hún er 100 ára útgerðarsaga hans og fyrirtækis hans. Einar hóf út- gerð sína 1886 og var því út- gerðin aldargömul á síðasta ári og er elzta starfandi út- gerðarfyrirtæki landsins. Þá er og verzlun Einars Þorgilssonar einnig elzta starfandi verzlun landsins, stofnuð 1901. Einar Þorgilsson var einn af „feðrum Hafnaríjarðar," bæði sem atvinnurekandi og bæjar- fulltrúi og alþingismaður. Þá er þessi bók jafnframt almenn sjávarútvegssaga í 100 ár og um það saltfisklíf, sem þjóðin lifði á sama tíma. FANGINN OG DÓMARINN Þáttur af Sigurði skurði og Skúla sýslumanni Ásgeir Jakobsson Svonefnd Skurðsmál hófust með því, að 22. des. 1891 fannst lík manns á skafli á Klofningsdal í Önundarfirði. Mönnum þótti ekki einleikið um dauða mannsins og féll grunur á Sigurð Jóhannsson, sem kallaður var skurdur, en hann hafði verið á ferð með þeim látna daginn áður á Klofningsheiði. Skúla sýslu- manni fórst rannsókn málsins með þeim hætti, að af hlauzt 5 ára rimma, svo nefnd Skúla- mál, og Sigurður skurður, sak- laus, hefur verið talinn morð- ingi í nær 100 ár. Skurðsmál hafa aldrei verið rannsökuð sérstaklega eftir frumgögnum og aðstæðum á vettvangi fyrr en hér. BÆR í BYRJUN ALDAR HAFNARFJÖRÐUR Magnús Jónsson Bær í byrjun aldar — Hafnar- fjördur, sem Magnús Jónsson minjavörður tók saman, er yfirlit yfir íbúa og hús í Hafn- arfirði árið 1902. Getið er hvar húsin voru staðsett í bænum, hvort þau standa enn o.s.frv. Síðan er getið íbúanna. Og þar er gífurlega mikill fróðleikur samankominn. Ljósmyndir eru af fjölda fólks í bókinni. Allur aðaltexti bókarinnar er handskrifaður af Magnúsi; en aftast í bókinni er nafnaskrá yfir þá sem í bókinni eru nefndir, alls 1355 nöfn. MEÐ MÖRGU FÓLKl Audunn Bragi Sveinsson Auðunn Bragi Sveinsson, fyrr- verandi kennari og skólastjóri, hefur ritað margt sem birst hefur í blöðum og tímaritum í gegnum árin í ljóðum og lausu máli, og einnig hefur hann ritstýrt nokkrum bók- um. Bók sú sem hér birtist fjallar fyrst og fremst um fólk við ólík skilyrði og í mismun- andi umhverfi, — frá afdal til Austurstrætis, ef svo má að orði komast. Mcð mörgu fólki er heitið, sem höfundur hefur valið þessu greinasafni sínu. Mun það vera réttnefni. ÖSPIN OG ÝLUSTRÁIÐ Haraldur Magnússon Haraldur Magnússon fæddist á Árskógsströnd við Eyjaíjörð 1931. Hann ólst upp í Eyja- firði og Skagafirði fram að tvítugsaldri. Nú býr hann í Hafnarfirði. Þetta smásagna- safn er fyrsta bók Haraldar, en þessar sögur og fleiri til hefur hann skrifað í frístundum sín- um undanfarin ár. Sögurnar eru að ýmsu.leyti óvenjulegar og flestar fela þær í sér boð- skap. Þetta eru myndrænar og hugmyndaauðugar sögur, sem höfða til allra aldurshópa. SKVGGSJÁ - BÓKABÚÐ OISVERS STEINS SE

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.