Fréttablaðið - 19.02.2009, Side 20

Fréttablaðið - 19.02.2009, Side 20
20 19. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 125 Velta: 264 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 296 -2,27% 892 -3,66% MESTA HÆKKUN ATLANTIC PET. +4,65% ÖSSUR +1,5% MAREL FOOD SY. +0,71% MESTA LÆKKUN ALFESCA -9,72% STRAUMUR -8,98% FØROYA BAKI -3,70% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,25 -9,72% ... Atlantic Airways 158,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 450,00 +4,65% ... Bakkavör 1,97 +0,00% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 0,95 +0,00% ... Føroya Banki 104,00 -3,70% ... Icelandair Group 13,40 +0,00% ... Marel Food Systems 49,85 +0,71% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 2,23 -8,98% ... Össur 94,90 +1,50% 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 ´93 ´94 ´95 ´96 ´97 ´98 ´99 ´00 ´01 ´02 ´03 ´04 ´05 ´06 ´07 ´08 ´09 Úrvalsvísitalan OMXI 15 Íslendingar eru hamingjusamast- ir í heimi þrátt fyrir gengishrun. Þetta segir bandaríski rithöfund- urinn Eric Weiner í netmiðlinum Huffington Post í gær. Weiner fjallaði um þjóðargleði landans í bók um landafræði hamingjunn- ar, í fyrra. Weiner vitnar til brandara, sem gengið hefur um alþjóðleg- an fjármálageira eftir hrun krón- unnar en þar er lagt út af enska orðinu capital, sem bæði þýða má sem höfuðborg og höfuðstóll. Hann er svona: Hver er höf- uðstóll Íslands? Svar: 3,75 dalir (jafnvirði 428 króna). Sama grín hefur gengið nokkuð víða frá í fyrrahaust. Síðast vitn- aði Thomas L. Friedman til hans á ársfundi Alþjóðaefnahagsráðs- ins í Davos í Sviss í janúarlok. Þá var svarið 25 dalir (2.854 krón- ur). Þetta jafngildir 85 prósenta hruni Íslands á alþjóðavettvangi á þremur vikum. - jab Brandaravísitalan lækkar Føroya Banki hagnaðist um 101,1 milljón danskra króna á síðasta fjórðungi 2008, eða um tæpa 2,3 milljarða króna, miðað við gengi dönsku krónunnar um ára- mót. Hagnaður ársins alls nemur tæpum 170,8 milljónum danskra króna, eða sem svarar 3,9 milljörð- um íslenskra króna. Aukning milli ára nemur 18,6 prósentum. Janus Petersen, forstjóri Føroya Banka, kveðst að vonum ánægð- ur með árangurinn í afar erfiðu rekstrarumhverfi fjármálafyrir- tækja í heiminum. „Føroya Banki er í góðu standi og þar af leiðandi ekki einn af þeim bönkum sem þarf ríkisaðstoð,“ segir hann og kveður afkomuna í takt við það sem boðað hafi verið við lok þriðja fjórðungs í fyrra. Hlutabréfaverð Føroya Banka féll um þriðjung í fyrra, en Pet- ersen bendir á að það sé minnsta fall allra bankanna sem skráðir eru í Nasdaq OMX kauphöllina í Kaupmannahöfn. Félagið er einn- ig skráð í Kauphöllina hér. - óká Hagnast í erfiðu árferði „Þróunin sýnir að við höfum átt undir högg að sækja og eigum það enn,“ segir Þórður Friðjónsson, for- stjóri Nasdaq OMX Iceland. Gamla hlutabréfavísitalan (OMXI15) endaði í 296 stigum í gær og hefur aldrei verið lægri í dagslok. Vísitalan var fyrst reiknuð í árs- byrjun 1998 og endurspeglaði þá fjölda skráðra fyrirtækja á aðal- lista Kauphallarinnar. Upphafs- gildi hennar var eitt þúsund stig. Gildi hennar voru í kjölfarið reikn- uð aftur í tímann eftir sögulegum gögnum, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Hlutabréfavísitalan gekk í gegn- um umtalsverðar breytingar frá upphafi og náði hæsta gildi rétt eftir miðjan júlí 2007 þegar hún náði methæðum í 9.016 stigum. Eftir það tók heldur að halla undan fæti í samræmi við hremmingar á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Það versta gekk yfir á síðasta ári en þá hurfu tíu félög af hlutabréfa- markaði, þar af sex sem tilheyrðu fimmtán veltumestu félögunum á markaði. Viðskiptabankarnir þrír, sem voru þjóðnýttir í október, vógu þar þyngst. Þegar árið var á enda stóð vísitalan í 352 stigum. Hætt verður að reikna vísitöluna saman í júní. Ný vísitala (OMXI6) var reiknuð um áramótin og inniheldur hún sex veltumestu hlutafélögin. Upphafs- gildi var eitt þúsund stig líkt og hjá þeirri gömlu. Hún féll um 3,66 pró- sent í gær og endaði í 892 stigum. „Ég vona að þetta sé að snúast til hins betra,“ segir Þórður og bætir við að hlutabréfamarkaðurinn sé oft nokkrum skrefum á undan efna- hagslífinu. jonab@markadurinn.is Gamla Úrvalsvísi- talan aldrei lægri Efnahagshrunið hér hefur komið harkalega niður á gömlu Úrvalsvísitölunni sem náði lægsta gildi í gær. Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.