Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.02.2009, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 19.02.2009, Qupperneq 20
20 19. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 125 Velta: 264 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 296 -2,27% 892 -3,66% MESTA HÆKKUN ATLANTIC PET. +4,65% ÖSSUR +1,5% MAREL FOOD SY. +0,71% MESTA LÆKKUN ALFESCA -9,72% STRAUMUR -8,98% FØROYA BAKI -3,70% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,25 -9,72% ... Atlantic Airways 158,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 450,00 +4,65% ... Bakkavör 1,97 +0,00% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 0,95 +0,00% ... Føroya Banki 104,00 -3,70% ... Icelandair Group 13,40 +0,00% ... Marel Food Systems 49,85 +0,71% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 2,23 -8,98% ... Össur 94,90 +1,50% 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 ´93 ´94 ´95 ´96 ´97 ´98 ´99 ´00 ´01 ´02 ´03 ´04 ´05 ´06 ´07 ´08 ´09 Úrvalsvísitalan OMXI 15 Íslendingar eru hamingjusamast- ir í heimi þrátt fyrir gengishrun. Þetta segir bandaríski rithöfund- urinn Eric Weiner í netmiðlinum Huffington Post í gær. Weiner fjallaði um þjóðargleði landans í bók um landafræði hamingjunn- ar, í fyrra. Weiner vitnar til brandara, sem gengið hefur um alþjóðleg- an fjármálageira eftir hrun krón- unnar en þar er lagt út af enska orðinu capital, sem bæði þýða má sem höfuðborg og höfuðstóll. Hann er svona: Hver er höf- uðstóll Íslands? Svar: 3,75 dalir (jafnvirði 428 króna). Sama grín hefur gengið nokkuð víða frá í fyrrahaust. Síðast vitn- aði Thomas L. Friedman til hans á ársfundi Alþjóðaefnahagsráðs- ins í Davos í Sviss í janúarlok. Þá var svarið 25 dalir (2.854 krón- ur). Þetta jafngildir 85 prósenta hruni Íslands á alþjóðavettvangi á þremur vikum. - jab Brandaravísitalan lækkar Føroya Banki hagnaðist um 101,1 milljón danskra króna á síðasta fjórðungi 2008, eða um tæpa 2,3 milljarða króna, miðað við gengi dönsku krónunnar um ára- mót. Hagnaður ársins alls nemur tæpum 170,8 milljónum danskra króna, eða sem svarar 3,9 milljörð- um íslenskra króna. Aukning milli ára nemur 18,6 prósentum. Janus Petersen, forstjóri Føroya Banka, kveðst að vonum ánægð- ur með árangurinn í afar erfiðu rekstrarumhverfi fjármálafyrir- tækja í heiminum. „Føroya Banki er í góðu standi og þar af leiðandi ekki einn af þeim bönkum sem þarf ríkisaðstoð,“ segir hann og kveður afkomuna í takt við það sem boðað hafi verið við lok þriðja fjórðungs í fyrra. Hlutabréfaverð Føroya Banka féll um þriðjung í fyrra, en Pet- ersen bendir á að það sé minnsta fall allra bankanna sem skráðir eru í Nasdaq OMX kauphöllina í Kaupmannahöfn. Félagið er einn- ig skráð í Kauphöllina hér. - óká Hagnast í erfiðu árferði „Þróunin sýnir að við höfum átt undir högg að sækja og eigum það enn,“ segir Þórður Friðjónsson, for- stjóri Nasdaq OMX Iceland. Gamla hlutabréfavísitalan (OMXI15) endaði í 296 stigum í gær og hefur aldrei verið lægri í dagslok. Vísitalan var fyrst reiknuð í árs- byrjun 1998 og endurspeglaði þá fjölda skráðra fyrirtækja á aðal- lista Kauphallarinnar. Upphafs- gildi hennar var eitt þúsund stig. Gildi hennar voru í kjölfarið reikn- uð aftur í tímann eftir sögulegum gögnum, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Hlutabréfavísitalan gekk í gegn- um umtalsverðar breytingar frá upphafi og náði hæsta gildi rétt eftir miðjan júlí 2007 þegar hún náði methæðum í 9.016 stigum. Eftir það tók heldur að halla undan fæti í samræmi við hremmingar á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Það versta gekk yfir á síðasta ári en þá hurfu tíu félög af hlutabréfa- markaði, þar af sex sem tilheyrðu fimmtán veltumestu félögunum á markaði. Viðskiptabankarnir þrír, sem voru þjóðnýttir í október, vógu þar þyngst. Þegar árið var á enda stóð vísitalan í 352 stigum. Hætt verður að reikna vísitöluna saman í júní. Ný vísitala (OMXI6) var reiknuð um áramótin og inniheldur hún sex veltumestu hlutafélögin. Upphafs- gildi var eitt þúsund stig líkt og hjá þeirri gömlu. Hún féll um 3,66 pró- sent í gær og endaði í 892 stigum. „Ég vona að þetta sé að snúast til hins betra,“ segir Þórður og bætir við að hlutabréfamarkaðurinn sé oft nokkrum skrefum á undan efna- hagslífinu. jonab@markadurinn.is Gamla Úrvalsvísi- talan aldrei lægri Efnahagshrunið hér hefur komið harkalega niður á gömlu Úrvalsvísitölunni sem náði lægsta gildi í gær. Auglýsingasími – Mest lesið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.