Fréttablaðið - 19.02.2009, Page 35

Fréttablaðið - 19.02.2009, Page 35
FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009 7fjármál heimilanna ● fréttablaðið ● „Þetta er alíslenskur, ókeypis af- sláttarklúbbur sem er eingöngu til á netinu og allt á helmingsaf slætti eins og sjálft heitið gefur til kynna,“ segir Gunnar Andri Þór- isson, sem stendur á bak við vef- síðuna 2fyrir1.is. Að sögn Gunnnars má finna allt milli himins og jarðar á síðunni. „Sem d æ m i m á nefna blóm- vendi, fótsnyrt- ingu, tungumála- námskeið og leik- hússýningar svo fátt eitt sé nefnt og allt er með afslætti. Tilboðin eru svo síbreytileg og ný fyrirtæki og flokkar bætast reglulega við, síðast veitingastaðir og kaffihús. Við eigum núna í sam- starfi við þrjátíu fyrirtæki og þjón- ustuaðila og reiknum með að þeim fjölgi verulega á næstunni.“ Hugmyndina að vefsíðunni fékk Gunnar síðasta sumar en lét opna fyrir skráningar í árslok 2008 og segir landsmenn hafa tekið fram- takinu fagnandi. „Það sést ein- faldlega af skráðum klúbbmeðlim- um sem voru 10.318 talsins síðast þegar ég athugaði og fjölgar dag frá degi. Enda er þetta til mik- illa hagsbóta fyrir heimilin í landinu, ekki síst í ljósi ástandsins í þjóðfé- laginu.“ Athygli vekur að konur eru í miklum meirihluta not- enda á 2fyrir1.is, eða alls 75 pró- sent. Gunnar segist ekki hafa skýringu á reiðum höndum en telur ástæð- una líklega þá að konur fremur en karlar stýri innkaupum heimil- anna. „Svo hefur sjálfsagt líka að segja að konur ræða þessa hluti sín á milli.“ Gunnar tekur fram að ekki kosti að skrá sig á 2fyrir1.is. Eingöngu sé krafist lágmarksupplýsinga, notendanafns og lykilorðs af hálfu notanda sem fær þá fullan aðgang að síðunni. - rve Til mikilla hagsbóta fyrir heimili landsins Gunnar telur að vefsíður á borð við 2fyrir1.is létti undir með heimilunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þessa dagana þykir ófáum eftir- sóknarvert að geta lagt sjálfstætt mat á hluti er snúa að fjármálum og því ekki úr vegi að bregða sér á fjár- málanámskeið í því augnamiði. Námskeið í fjárhagsbókhaldi stendur til boða í Tækniskólanum en það er skipulagt sem fjarnám með tveimur staðbundnum lotum. Námskeiðið stendur frá 16. febrú- ar til 28. mars og enn hægt að skrá sig. Upplýsingar eru á tskoli.is. „Námskeiðið gengur út á að kenna nemendum að lesa einfaldar hagtölur og skilja hvað er á bak við þær svo þeir öðlist betra fjármála- læsi,“ segir Bragi Rúnar Axelsson, sérfræðingur hjá Tækniskólanum. „Að námskeiði loknu eiga nemend- ur að kunna grundvallarhugmynd- ir fjárhagsbókhalds og skilja hvað kemur fram á ársreikningi,“ bætir hann við. Námskeiðið byggist að töluverðu leyti á myndbandsfyrir- lestrum sem nálgast má á netinu. „Síðan eru unnin verkefni sem fólk skilar á netinu í gegnum sér- stakt námsumhverfi og námskeið- ið endar á prófi í sjöttu vikunni,“ útskýrir Bragi en einkunnum og umsögnum er einnig skilað í sama námsumhverfi. „Námskeiðið er einna helst ætlað þeim sem eru í fyrirtækja- hugleiðingum og eru að fara yfir ársreikninga fyrirtækja og vilja skilja hvað í þeim felst,“ segir hann og bætir við að þátttaka í einstök- um námskeiðum hafi færst í auk- ana. „Oft vill fólk bara koma á eitt námskeið og læra það sem það þarf en hefur ekki endilega hug á að klára einhverja gráðu. Þá hent- ar svona námskeið.“ - hs Aukið fjármálalæsi Bragi Rúnar Axelsson kennir á nám- skeiði um fjárhagsbókhald hjá Tækni- skólanum í febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA s. 562 8500 www.mulalundur.is Sérprentaðar möppur, Borðmottur með dagatali Velur þú ekki örugglega íslenskt Í næstu bókaverslun. HAFÐU ÞAÐ Í HUGA bréfabindi í 8 litum Veljum íslenskt og gerum góða hluti í leiðinni GLEÐISTUNDIR Í IÐUSÖLUM Fyrsta flokks aðstaða, ljúffengar veitingar, frábær þjónusta og glæsilegt útsýni. Með kveðju Hafsteinn og Níels Iðusalir | Lækjargata 2 a - Iðuhúsinu | s: 517 5020 - idusalir@idusalir.is www.idusalir. is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.