Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.02.2009, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 19.02.2009, Qupperneq 35
FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009 7fjármál heimilanna ● fréttablaðið ● „Þetta er alíslenskur, ókeypis af- sláttarklúbbur sem er eingöngu til á netinu og allt á helmingsaf slætti eins og sjálft heitið gefur til kynna,“ segir Gunnar Andri Þór- isson, sem stendur á bak við vef- síðuna 2fyrir1.is. Að sögn Gunnnars má finna allt milli himins og jarðar á síðunni. „Sem d æ m i m á nefna blóm- vendi, fótsnyrt- ingu, tungumála- námskeið og leik- hússýningar svo fátt eitt sé nefnt og allt er með afslætti. Tilboðin eru svo síbreytileg og ný fyrirtæki og flokkar bætast reglulega við, síðast veitingastaðir og kaffihús. Við eigum núna í sam- starfi við þrjátíu fyrirtæki og þjón- ustuaðila og reiknum með að þeim fjölgi verulega á næstunni.“ Hugmyndina að vefsíðunni fékk Gunnar síðasta sumar en lét opna fyrir skráningar í árslok 2008 og segir landsmenn hafa tekið fram- takinu fagnandi. „Það sést ein- faldlega af skráðum klúbbmeðlim- um sem voru 10.318 talsins síðast þegar ég athugaði og fjölgar dag frá degi. Enda er þetta til mik- illa hagsbóta fyrir heimilin í landinu, ekki síst í ljósi ástandsins í þjóðfé- laginu.“ Athygli vekur að konur eru í miklum meirihluta not- enda á 2fyrir1.is, eða alls 75 pró- sent. Gunnar segist ekki hafa skýringu á reiðum höndum en telur ástæð- una líklega þá að konur fremur en karlar stýri innkaupum heimil- anna. „Svo hefur sjálfsagt líka að segja að konur ræða þessa hluti sín á milli.“ Gunnar tekur fram að ekki kosti að skrá sig á 2fyrir1.is. Eingöngu sé krafist lágmarksupplýsinga, notendanafns og lykilorðs af hálfu notanda sem fær þá fullan aðgang að síðunni. - rve Til mikilla hagsbóta fyrir heimili landsins Gunnar telur að vefsíður á borð við 2fyrir1.is létti undir með heimilunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þessa dagana þykir ófáum eftir- sóknarvert að geta lagt sjálfstætt mat á hluti er snúa að fjármálum og því ekki úr vegi að bregða sér á fjár- málanámskeið í því augnamiði. Námskeið í fjárhagsbókhaldi stendur til boða í Tækniskólanum en það er skipulagt sem fjarnám með tveimur staðbundnum lotum. Námskeiðið stendur frá 16. febrú- ar til 28. mars og enn hægt að skrá sig. Upplýsingar eru á tskoli.is. „Námskeiðið gengur út á að kenna nemendum að lesa einfaldar hagtölur og skilja hvað er á bak við þær svo þeir öðlist betra fjármála- læsi,“ segir Bragi Rúnar Axelsson, sérfræðingur hjá Tækniskólanum. „Að námskeiði loknu eiga nemend- ur að kunna grundvallarhugmynd- ir fjárhagsbókhalds og skilja hvað kemur fram á ársreikningi,“ bætir hann við. Námskeiðið byggist að töluverðu leyti á myndbandsfyrir- lestrum sem nálgast má á netinu. „Síðan eru unnin verkefni sem fólk skilar á netinu í gegnum sér- stakt námsumhverfi og námskeið- ið endar á prófi í sjöttu vikunni,“ útskýrir Bragi en einkunnum og umsögnum er einnig skilað í sama námsumhverfi. „Námskeiðið er einna helst ætlað þeim sem eru í fyrirtækja- hugleiðingum og eru að fara yfir ársreikninga fyrirtækja og vilja skilja hvað í þeim felst,“ segir hann og bætir við að þátttaka í einstök- um námskeiðum hafi færst í auk- ana. „Oft vill fólk bara koma á eitt námskeið og læra það sem það þarf en hefur ekki endilega hug á að klára einhverja gráðu. Þá hent- ar svona námskeið.“ - hs Aukið fjármálalæsi Bragi Rúnar Axelsson kennir á nám- skeiði um fjárhagsbókhald hjá Tækni- skólanum í febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA s. 562 8500 www.mulalundur.is Sérprentaðar möppur, Borðmottur með dagatali Velur þú ekki örugglega íslenskt Í næstu bókaverslun. HAFÐU ÞAÐ Í HUGA bréfabindi í 8 litum Veljum íslenskt og gerum góða hluti í leiðinni GLEÐISTUNDIR Í IÐUSÖLUM Fyrsta flokks aðstaða, ljúffengar veitingar, frábær þjónusta og glæsilegt útsýni. Með kveðju Hafsteinn og Níels Iðusalir | Lækjargata 2 a - Iðuhúsinu | s: 517 5020 - idusalir@idusalir.is www.idusalir. is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.