Tíminn - 13.01.1988, Page 10
10 Tíminn
lllllllllllllllllllllllllll BÓKMENNTIR llllllllilllillllllllilllll
Dæmisaga frá miðöldum
Bjarni Guðnason: Sólstafir, skáldsaga, Svart
á hvítu, Rv. 1987.
Það er töluvert algengt úti í hinum
stóra heimi að bókmenntakennarar
við háskóla fáist einnig við að skrifa
skáldskap. Hér á landi hefur ekki
verið mikið uni að þetta tvennt fari
saman, utan hvað Sigurður Nordal
var að sjálfsögðu eitt helsta skáld
samtíma síns, a.m.k. á yngri árum.
En á allra síðustu tímum er dálítið
farið að bera á því hér einnig að
kennarar í bókmenntum við Háskól-
ann séu farnir að yrkja og skrifa
sögur. Og nú hefur einn bókmennta-
kennarinn enn bæst í þann hóp sem
áður var byrjaður. Það er Bjarni
Guðnason prófessor.
Kennslugrein hans við Háskólann
er fornar bókmenntir íslenskar, og
þessi frumraun hans á sviði skáld-
sagnagerðar ber það skýrlega með
sér að höfundurinn er fróður vel um
hvaðeina sem viðkemur fornum
tíma. Raunar er þó hér frekar um að
ræða miðaldir eins og þær voru úti í
Evrópu heldur en fornan tíma ís-
lenskan. íslenskt efni kemur hér
ekki fyrir, utan hvað lauslega er
minnst á tvo íslenska biskupa og
dýrlinga, þá Jón helga og Guðmund
góða.
En að formi til er þetta saga ungs
pilts, Péturs, sem í sögubyrjun er
iærisveinn í klaustri, er síðan settur
til náms í skógerð og kaupskap, en
hleypur frá því. Það sem eftir er
bókar eyðir hann tíma sínum svo í
endalausa leit að ungri stúlku sem
hann ann hugástum. í sögulokin
heldur hann svo upp í fjallaskarð, en
handan þess á að vera landið Blómst-
urvellir. Þar er hann sannfærður um
að hann finni stúlkuna sína aftur.
Þessi saga ber raunar með sér
ýmis einkenni miðaldaverka, svo
sem það að söguhetjan Pétur hittir
fyrir margt fólk á ferð sinni, og
áberandi er hve stór hluti þess segir
honum sögur, sínar og annarra.
Einn þeirra er munkurinn bróðir
Benedikt sem hann er með í sögu-
byrjun. Líka má segja hið sama um
Róbert rannsóknardómara, sem seg-
ir honum undan og ofan af sinni
eigin sögu nálægt bókarlokum, þótt
Pétur sé raunar búinn að fá megin-
hluta hennar frá munkinum löngu
áður.
Og auk þess er mikill fjöldi pers-
óna af ýmislegu og misjöfnu sauða-
húsi saman kominn innan spjalda
þessarar bókar. Þar er kaupmaður,
ostasali, hörpuleikari, predikari,
ræningjar, flakkari, greifi og gleði-
kona, svo að hið helsta sé nefnt.
Þar fyrir utan fer ekki á miili mála
að bæði persónur og söguþráð verð-
ur hér að skilja meira eða minna
táknrænum skilningi. Til dæmis er
Róbert án efa fulltrúi rangsnúins
kirkjulegs valds í sögunni, og greif-
inn er á sama hátt fulltrúi veraldlega
valdsins í þjóðfélaginu og misbeit-
ingar þess. Út úratferli þeirra beggja
á hér líka vafalaust að lesa ádeilu á
framferði slíkra aðila, ekki bara hér
í sögunni heldur almennt og hvar
sem fara vill í heiminum.
Líka má segja að örli á trúarlegum
og kirkjulegum boðskap undirlokin,
þar sem Pétur hittir mann sem
grefur eftir gulli og sem hefnist fyrir
taumlausa ágirnd sína með því að
Miðvikudagur 13. janúar 1988
Bjarni Guðnason prófessor.
jörðin lykst yfir höfði hans í miklu
vatnsveðri. f framhaldi af því hittir
hann svo lamaða stúlku, sem hann
miskunnar sig yfir og hjálpar áleiðis.
í þeirri gjörð hans felst boðskapur
sem við könnumst víst vel við úr
barnalærdómnum.
Annars má segja að það sé hörpu-
leikarinn sem mest áhrif hafi á Pétur
í sögunni. Sá hefur hrökklast burt
frá greifanum þegar grimmd hans
gekk fram af honum. Eftir það talar
hann spámannlega við fólk og í
gátum. Það er að tilvísan hans sem
Pétur fer svo í lokin upp í skarðið í
leit að stúlkunni sinni og Blómstur-
völlum.
Háskólagengnir bókmennta-
fræðingar hafa það fram yfir aðra
rithöfunda að þeir kunna skil á
frásagnartækni og eiga að vera vel
lesnir í skáldskap frá ýmsum tímum.
Aftur á móti eru þeir líka agaðri við
vísindalega hugsun og eiga því
kannski ekki alltaf eins létt með og
hinir að leyfa skáldlegu ímyndunar-
afli sínu að leika lausum hala. Ef
setja á út á hér þá er helst að nefna
veikleika af þessari síðast nefndu ætt
sem telja má að sé á þessari sögu.
Það hefði ekki skaðað að aga frá-
sögnina svolítið minna á köflum og
leyfa hugmyndafluginu að leika
meira frjálsu. Einnig býður söguefn-
ið eiginlega heim skírskotunum til
samtíma okkar og ádeilu á hann,
sem gjarnan hefði mátt fella inn í
verkið. Þetta tvennt hefði trúlega
leitt hér af sér öllu markvissari
skáldskap.
En viðfangsefni þessarar sögu er
vissulega nýstárlegt, og hún er
skemmtilega frábrugðin flestu öðru
sem hér hefur verið að koma fram á
skáldsagnamarkaðinn á síðustu
árum. Þar að auki er hún lipurlega
skrifuð, hæfilega spennandi og raun-
ar hin besta lesning. - esig
Erfið bók aflestrar
Álfrún Gunnlaugsdóttlr: Hringsól, skáld-
saga, Mál og menning, Rv. 1987.
Eitt helsta cinkcnni þessarar nýj-
ustu skáldsögu Álfrúnar Gunnlaugs-
dóttur er hvað hún er ákaflega erfið
aflestrar. Þctta stafar af því að hún
notar þá frásagnaraðferð að brjóta
söguþráðinn niður í smáskammta og
gefa lesandanum hann inn srnátt og
smátt. Með öðrum orðum segir hún
sögu sína ckki í réttri tímaröð heldur
þvert á móti. í kynningu forlags á
bókarkápu er sögunni líkt við
„mósaíkmynd sem fullkomnast ekki
fyrr en síðasta brotinu er komiö
fyrir", og er það að mínum dómi
mjög réttmæt lýsing á verkinu.
En á hinn bóginn dylst það cngum,
sem les þessa sögu af athygli, að í
henni er ákaflcga fagmannlega að
verki staðið. Höfundur hefur tví-
mælalaust mjög góð tök á þessu
sundurlausa formi sínu, og í lokin
tekst henni býsna vel að tengja alla
þræðina saman í rökrétta sögulausn.
Og án þess að ég vilji fara aö
eyðileggja ánægjuna af því að njóta
spennunnar fyrir þeim sem eiga eftir
aö lesa bókina skal ég þó geta þess
að sögulausnin kcmur nokkuð á
óvart og er kannski önnur en lesandi
hefur átt von á. I því er óneitanlega
á ferðinni vitnisburður um listræna
getu og færni höfundar seni hefur
tök á formi sínu og veit hvað hann
er að gera.
Efni sögunnar er raunar fyrst og
fremst persónulýsing einnar konu.
Hún heitir Elínborg, en gengur ým-
ist undir nöfnunum Ella eða Bogga.
Henni er ungri komið í fóstur hjá
efnuðum en barnlausum kaup-
mannshjónuni í Reykjavík. Er svo
að sjá að það sé fangaráð föður
hennar sem misst hefur konu sína
frá tveimur ungum börnum. Faðir
hennar gerir þctta vafalaust í þeirri
trú að hann sé að tryggja framtíð
dóttur sinnar. En hins vegar kemur
í Ijós að á nýja hcimilinu fer stúlkan
á mis við nánast alla þá hlýju og
ástúð, sem unglingum á mótunar-
skeiði er nauðsynlegt að fá, og af því
sýnist það svo stafa að líf hennar
verður vægast sagt heldur reikult og
stefnulaust upp frá því.
Eftir að hún hcfur lent í nokkrum
ástarævintýrum, flutt að heiman,
eignast barn og misst það aftur
verður fangaráð hennar að giftast
bróður fósturföður síns. Sá er mann-
leysa, og hjónabandið verður allt
annað en hamingjusamt. Á þeim
tímapunkti, þegar sagan er sögð, er
Elínborg orðin öldruð og heilsuveil.
Er það þá dægrastytting hennar í
ellinni að rifja upp ævi sína, sem hún
gerir í þessum sundurlausu brotum.
Er þar komin skýringin á hinni
óskipulegu framsetningu sögu-
þráðarins í verkinu.
Að því er varðar umhverfis- og
persónulýsingar er þess að geta að
það er einkanlega mynd sögunnar af
húsinu, sem stúlkan elst þarna upp
í, sem er dregin skýrum dráttum og
greinileg allt til loka verksins. Aftur
á móti eru aðrar myndir úr borgarlíf-
inu í Reykjavík daufari, seni vafa-
laust er með ráöi gert til þess að
skerpa þýðingu hússins í verkinu. Á
þessa ríkmannlegu umgjörð utan
um daglegt líf kaupmannsfjölskyld-
unnar verður því að líta sem tákn
fyrir þann ytri veruleika sem mótar
uppvöxt stúlkunnar, og sem jafn-
framt markar alla lífsstefnu hennar
síðan. Þá gerist hluti sögunnar úti í
Þýskalandi, og er þar sömu sögu að
segja; umhverfinu er tiltölulega lítið
lýst, sem aftur virðist þjóna sama
tilgangi.
Þá er líka margt gott um aðrar
persónulýsingar að segja í sögunni
heldur en lýsingu aðalsöguhetjunn-
ar. Til dæmis er myndin af fóstur-
móður stúlkunnar, Sigurrós, dregin
skýrum dráttum, og samaerað segja
um mann hennar og mág, Jakob
kaupmann og mannleysuna Daníel.
En nú er það út af fyrir sig síður
en svo nýtt í skáldsagnagerð að
brugðið sé út frá þeirri venju að
segja sögu stranglega í þeirri tíma-
röð sem atburðirnir gerast. En þess
háttar er liins vegar alltaf dálítið
vandmeðfarið og þar þarf að beita
vissri aðgæslu ef vel á að vera.
Ég er ekki frá því að í þessu verki
hefði farið betur á því að reyna að
greina einstaka hluta frásagnarinnar
betur í sundur en gert er og auðvelda
lesendum þannig aðganginn að sög-
unni. Eins og hún liggur fyrir er
vikið fyrirvaralaust frá einu sögu-
atriði til annars. Hér hefðu hins
vegar ýmsar aðrar leiðir komið til
greina, þó ekki væri nema að setja
auð línubil eða þankastrik inn á milli
atriðanna, svo sem til að skilja þau í
sundur. Slíkt hefði gert söguna ólíkt
aðgengilegri til lestrar, án þess að
séð verði að persónulýsing Elínborg-
ar eða söguþráðurinn í heild hefðu
þurft að tapa nokkru sem skiptir
máli fyrir vikið. - esig
líf og dauða
Uppá
Andrés Indriðason:
Upp á trú og æru
Mál og menning
Stundum berast fréttir um mann-
dráp í nágrenni okkar eða banatil-
ræði og voðaverk af því tagi. Slíkt
eru staðreyndir í þjóðfélagi samtíð-
arinnar. En þó að slík ósköp séu
almennar fréttir vitum við næsta
lítið um þá harmsögu sem gerst
hefur og það sálarstríð og hugraunir
sem að baki búa, hverju sinni.
Andrés Indriðason segir hér sögu
af sálarstríði sem tengist slíkum
hörmungum. Sagan gerist 20. nóv-
ember 1987. Þar segir frá 18 ára
stúlku frá upplausnarheimili. Hún
hefur verið í „rugli“. Hún hefur
verið í meðferð og býr nú með
vinkonu sinni sem svipað er ástatt
um. En svo kemur fyrrverandi lags-
maður og félagi hennar laus úr
fangelsi og þá er tekið upp fyrra
háttalag. Þó veit hún að sú leið
liggur til glötunar og hún á allt sitt
undir því að geta „hrist af sér svona
kvikindi sem leggjast upp á mann.
Hanga utan í manni og þykjast eiga
mann.“ En hver er sú vernd sem
íslenskt mannfélag er umkomið að
veita þegar svo stendur á?
Sagan er þó ekki öll sögð frá
sjónarmiði þessarar stúlku. Jafnaldri
hennar, fyrirmyndar piltur, vcrður
að óvörum vitni að innbroti félaga
hennar og hjá honunt leitar hún
trausts og halds og fær hann til að
þegja um sig og sinn hlut. Því gefur
hann lögreglunni ekki rétta skýrslu
og flækist gegn vilja sínum í mál og
vafasama atburðarás sem vitni og
þátttakandi. Og þar sem stúlkan
talar við hann af einlægni verður
honum annt um hana eins og lesend-
unum.
Andrés Indriðason er mikilvirkur
höfundur sem einkum hefur sagt frá
krökkum og unglingum kringum
fermingaraldur. Hann er kunnur að
því að skilja fólk á þeim aldri og lýsa
kenjum þess og duttlungum vel. Síst
skulum við gera lítið úr því þó að
sumt kunni að vera hversdagslegir
smámunir í augum aldraðra. En
Andrés hefur líka sýnt að hann veit
að hrifning unglinga er ekki alltaf
byggð á þeirri raunsæju dómgreind
sem skyldi. Þar má nefna til dæmis
skopsöguna Maður dagsins og raun-
ar líka söguna Með stjörnur í aug-
um. Raunar gætir þess víða í sögum
hans að verðmæti og gildi eru tekin
til endurskoðunar og skírskotað til
dómgreindar. En hér er sagt frá
einum sólariiring svo að mörgum
Andrés Indriðason.
lesanda mun verða fast í minni. Hér
cru átök sem varða líf og dauða. Og
þetta er sönn mynd úr þjóðlífinu,
dregin af snilld og kunnáttu.
Eiturlyfjaneysla þykir flestuni
ægileg staðreynd. Bindindishreyf-
ingin er veik og vanburða enda
ýmsir svo furðulega ráðvilltir að
þeim er ekki Ijóst að áfengi er
vímuefni. Margt má segja um hin
dýpri rök, sem til þessarar neyslu
liggja, svo sem brostna lífstrú og í
tengslum við það tómlæti, áhuga-
leysi og leiðindi. Samfara þessu er
svo upplausn heimila og fjölskyldu-
lífs og þar af leiðandi einstæðings-
skapur og vansæld margra. Allt er
þetta örlagaríkt og fróðlegt um það
að fjalla. Slíkt verður ekki rakið að
rótum í stuttri sögu. Viðfangsefni
Andrésar er hér að gera okkur
þátttakendur í sálarstríði eins þess
ungmennis sem í sárum nauðum er
statt vegna þessarar tísku aldarfars-
ins. Og væntanlega mun það ýta við
ýmsum að leita í alvöru svara við
ýmsum spurningum í sambandi við
það þjóðarböl sem hér er til um-
ræðu. Því ættu menn að lesa þessa
sögu. Hún er ekki að gildi til ein-
skorðuð við ákveðinn aldurshóp.
Þessi saga hlýtur að verða vakn-
ingarrit. H.Kr.