Tíminn - 13.01.1988, Qupperneq 14
14 Tíminn
Miðvikudagur 13. janúar 1988
AÐ UTAN
lllllllllllllllllllllllll!
11111
lllllllllllllllli™illill®1
lllllllllllllllll
Nokkrir karlar renndu sér
niður brekkuna á gíralausum
reiðhjólum. Þeir eru með
dökka barðastóra stráhatta og
eru í látlausum bláum vinnu-
skyrtum og svörtum buxum
sem þeir halda upp um sig með
axlaböndum. Þeir beygja fyrir
hornið á kornakrinum og
stansa við hálfreista kirkju,
þar sem u.þ.b. 40 menn, flestir
bændur, eru þegar önnum
kafnir við byggingarvinnuna,
og allt í kring standa hestar,
spenntir fyrir gljáandi svartar
kerrur. Þeir fnæsa og sveifla
töglunum. Það hvín í sögum
og hamarshöggin heyrast lang-
ar leiðir. Ótt og títt eru nýsög-
uð borðin handlönguð upp á
vinnupallana.
Hér eru að verki mennónítar
af gamla skólanum, meðlimir
íhaldssams safnaðar, sem eru
að reisa kirkju í bændahérað-
inu Lancaster í Pennsylvania í
Bandaríkjunum. Kvikmynda-
unnendur myndu þekkja þarna
sama umhverfi og lifnaðarhætti
og þeir kynntust í hinni frá-
bæru mynd Peters Weir Vitnið.
Hér er enginn verkstjóri sem
æpir fyrirskipanir og engin laun
eru greidd. Kirkjan er þó risin
á þriðja degi, einföld í sniðum,
ferköntuð og turnlaus, ekkert
sem ýtir undir hroka eða hvet-
ur til hégómagirndar. Hún er
því sem næst fullbúin.
„Svona höfum við nú
náð langt“
Fáum mílum sunnar gefur
að líta annað mannónítamann-
virki, en gerólíkt kirkjubygg-
ingunni. Það er líka í byggingu
og þar eru að verki stórir
byggingakranar og gröfur,
verkamennirnir eru meðlimir
verkalýðsfélags og hljóta laun
samkvæmt taxta þess. Verið er
að leggja síðustu hönd á eina
bygginguna í hverfinu Willow
Valley, þar sem eiga að búa
1250 manns. Willow Valley
fyrirtækið stendur á 300 hekt-
ara landi og er í einkaeign. Þar
er ætlunin að verði híbýli eldri
borgara, ráðstefnusalir og að-
staða fyrir fólk í leyfum sínum.
Þar eru tvö mótel, verslana-
miðstöð, fjölbýlishús, 3 mat-
sölustaðir, margar sundlaugar,
kjörbúð og golfvöllur. And-
dyrið í aðalmótelinu ber ekki
vott um auðmýkt, það minnir
öllu heldur á „Dynasty", með
bleika veggi, austurlensk
teppi, pálmatré í pottum og
glansandi kertastjaka.
John Thomas, sem nú er
orðinn 67 ára, og kona hans
Florence stofnuðu Willow
Valley 1965. Þá náði landar-
eignin yfir 8 hektara og íbúð-
irnar voru 30 í hótelinu þeirra.
Frú Thomas heldur tryggð við
gamla siði að því leyti til að
hún klæðist enn á hefðbundinn
mennónítahátt, heimagerðum
kjól og ber hvíta bænakollu á
höfði. En hr. Thomas hætti að
nota „einföldu fötin“ sín,
svarta kragalausa jakkann, eft-
ir að þau fóru að færa út
kvíarnar og höfðu byggt fyrsta
mótelið, um 1970. Nokkrum
árum síðar fór hann að nota
hálsbindi og nú er hann á
engan hátt frábrugðinn öðrum
þeim sem gengur vel í viðskipt-
um.
„Afi minn var mennóníta-
predikari sem fór til kirkju í
hestakerru," segir hann. „Fað-
ir minn var einn af fyrstu
mennónínutunum sem keyptu
sér bíl. Ég hef flogið með
Concorde og komið til baka
áður en ég lagði af stað.“ Hann
hallar sér aftur í svörtum leður-
skrifborðsstólnum og ánægjan
skín af honum þegar hann
segir: „Svona höfum við nú
náð langt!“
Hefðirnar frá liðna
tímanum og síauknar kröfur
nútímans togast á
Fæstum mennónítum hefur
þó tekist að taka eins ein-
dregna afstöðu og gömlu
mennónítunum, sem engu vilja
breyta, eða Thomas-hjónun-
um, sem vilja taka þátt í nú-
tímalífi Bandaríkjamanna.
Þeir hafa flestir á tilfinningunni
að annars vegar togi í þá hefð-
irnar frá liðna tímanum og hins
vegar síauknar kröfur nútím-
ans. Það eru ekki nema 20 ár
síðan fábreyttur klæðnaður og
ósveigjanleg hegðunarlögmál
mörkuðu og einangruðu
25.000 íbúa Lancaster-héraðs
frá umhverfinu, en þar er aðal-
menningarmiðstöð mennónít-
anna í Bandaríkjunum, enda
er þar einhver fyrsti aðseturs-
staður mennóníta í Bandaríkj-
unum.
En lifnaðarhættir þeirra og
einangrun, sem í þrjár aldir
hafa haldið þeim utan hins
„syndum spillta“ heims, eru
sem óðast að hverfa og undir
það ýtir fjárhagsleg velmegun
sem nú gengur yfir þetta litla
samfélag. Mikil fólksfjölgun,
hraður vöxtur í viðskiptum og
íbúafjölgun, svo og ferða-
Leon Hurst gegnir ólaunuð-
um prestsstörfum sem hann
var kosinn til. Hann rekur
líka byggingafyrirtæki og
hefur efnast svo vel að hann
býr í snotru einbýlishúsi, á
sjónvarp og ferðast í leyfum
sínum. En honum er órótt
og hefur áhyggjur af því að
efnaleg velmegun kunni að
ganga af andlegu lífi menn-
óníta dauðu.
eftir að hafa freisast, og að
helga sig friði. Þegar fyrstu
forkólfarnir höfðu verið teknir
af lífi í Sviss, Frakklandi, Hol-
landi og suður-þýsku ríkjun-
um, fluttu mennónítarnir, sem
draga nafn sitt af endurskírnar-
Ieiðtoganum Menno Simons,
siði sína og trú með sér til
Bandaríkjanna seint á 17. öld.
Þar stofnuðu þeir það sem nú
kallast “mennónitakirkjuna"
eða „gömlu mennonítana“. Nú
skiptast mennónítar í nokkur
trúfélög þar sem blæmunur er
á áherslum en söfnuðirnir skar-
ast nokkuð landfræðilega. í
Bandaríkjunum og Kanada
eru nú 190.000 mennónítar.
Jafnframt því sem nútíminn
Verður velgengni
mennónítum
að falli?
- gamli og nýi tíminn togast á
mannaþjónusta sem gefur af
sér 400 milljón dollara á ári,
hafa leitt til þess að á milli 2000
og 8000 hektarar af ræktuðu
landi í Lancaster hverfa undir
aðra notkun en landbúnað á
ári hverju. Og meðal margra
mannóníta er vinna við land-
búnað farin að víkja fyrirstörf-
um iögfræðinga, lækna og fast-
eignasala.
„Syndsamleg menning"
nær yfirhóndinni
Gamalt mat á verðmætum
og hvað það er sem gefur lífinu
gildi lýtur ekki í lægra haldi án
baráttu en samfélagið þarf
sjálft að sýna aðhald til að
halda því gamla við. Mennó-
nítar eiga nú á hættu að þá
gleypi með húð og hári menn-
ing sem þeir hafa alltaf litið á
sem syndsamlega. Hvort
mögulegt er að sinna embættis-
störfum og vera auðmjúkur
um leið, samkvæmt skilningi
mennóníta, með öðrum orðum
hvort hægt er að lifa við sömu
skilyrði og fólk flest og samt
ekki lifa eins og aðrir, þetta
eru vandamálin sem mennónít-
ar fást við þessa dagana.
„í gamla daga vissurn við að
hvaða leyti við vorum öðru
vísi,“ segir Emerson Lesher,
sálfræðingur og mennóníti í
Lancaster. „En nú er okkur
það alls ekki ljóst og mér finnst
við vera að reyna að taka
ákvörðun um hvort við getum
haldið áfram að lifa sama lífi
og við höfum gert til þessa.“
Ofsóttir í Evrópu
fyrir 400 árum - fluttust
þá til Bandaríkjanna
Þetta „líf“ hófst fyrir meira
en 400 árum, á tímum siðbótar-
innar í Evrópu. Mennónítar
eru afkomendur svissneskra og
suður-þýskra endurskírnar-
sinna, en þeirra aðaltrúaratriði
er fullorðinsskírn eða skírn
hélt smám saman innreið sína
meðal nágrannanna í Lancast-
er-héraði og breytti lifnaðar-
háttum þeirra, gerðu meðlimir
„gömlu mennónítanna" biblíu-
setninguna að vera „ljós heims-
ins“ að leiðarljósi sínu. Þeir
gerðu það ljóst með því að
taka upp allt annað útlit en
aðrir og með því að tileinka sér
einfalda lifnaðarhætti sem fel-
ast í því að lifa af landinu. Þar
með afneituðu þeir “verald-
legri" ánægju og afurðum.
„Líkast því að við byggjum
á eyju frelsaðs fólks - og
heiðingjar allt um kring“
Fyrsti maðurinn af Kraybill-
ætt í Lancaster héraði keypti
búgarðinn sinn 1772. Enn býr
Kraybill á búgarði í héraðinu,
Simon, sem er orðinn 66 ára,
en börnin hans 7 hafa öll farið
að heiman og lært til annarra
starfa.
Þegar börnin voru að vaxa
úr grasi höfðu þau lítil sam-
skipti við aðra en mennóníta.
Þau gengu í gagnfræðaskóia
mennóníta og kirkjan þeirra
var bæði samkomustaður
mannlegra samskipta og til
dýrðar Guði. Á laugardags-
kvöldum fóru eldri krakkarnir
með kærustunum sínum á ung-
lingaskemmtanir í kirkjunni
þar sem þeir hlýddu á ræður
um allt frá spillingunni á keil-
ustöðunum til freistinganna og
hættunnar sem fylgja því að
„kela“.
„Ég vissi eiginlega aldrei á
þessum tíma hvað það væri að
„kela“, segir Eugene Kraybill,
sem nú er orðinn 38 ára ára og
var til skamms tíma blaðamað-
ur við blað í Lancaster en
hefur nú flust til Ástralíu.
„Einhvern veginn ímyndaði ég
mér að hundur væri viðriðinn
það.“
Hömlur á lífi mennóníta
náðu til svo veraldlegra
skemmtana sem sjónvarps,
kvikmynda, drykkju og dans.
„Allir í kringum okkur voru að
gera allt þetta sem var illt og
syndsamlegt, nema við,“ segir
Ron Kraybill. Hann er 34 ára
sonur Símonar, hefur lokið
doktorsprófi í guðfræði við
Harvard og starfar að því að
sætta hin ólíku sjónarmið sem
nú eru uppi meðal mennóníta.
„Það var því líkast að við
byggjum á eyju frelsaðs fólks
og heiðingjar þar allt um
kring."
Auðsöfnun fráleit hugmynd
Það voru ekki margir sem
veltu fyrir sér hver ástæðan
væri til að þeir væru öðru vísi
eða efuðust um að „eyjan"
stæði til eilífðar. „Mér fannst
ég búa við mikið öryggi í
hefðunum mínum,“ segirElvin
Kraybill, 39 ára lögfræðingur í
Lancaster. „Það komu fá vafa-
mál upp,“ segir Ron bróðir
hans. „Við vissum upp á hár
hvað mátti gera og hvað ekki. “
Heimurinn innan þeirra
marka einkenndist af nægju-
semi og hlýðni við valdið. Það
var sjaldgæft að reynt væri að
sniðganga reglur samfélagsins
og kirkjunnar. Auðsöfnun var
fráleit hugmynd. Hver og einn
leit á sig sem vörslumann gjafa
Guðs og til einkanota tók hann
aðeins það sem hann þarfnað-
ist. Ef einhverjum farnaðist
sérstaklega vel, efnalega, var
litið á það af tortryggni í besta
falli. Sálfræðingurinn Lesher
segir: „Ef manni gengur vel er
hann annað hvort siðlaus eða
óheiðarlegur. Þetta sjónarmið
hefur verið nokkurs konar leið-
arstef í mennónítamenning-
unni.“
En að vera hluti af slíkri
menningarheild hefur í för
með sér að vera „öðru vísi“,
jafnvel skrítinn, og fjöldi
þeirra mennóníta sem ólust
upp á árunum 1950-1970
skömmuðust sín fvrir umhverfi
sitt. Tækifærið til að leggja
niður sýnileg tákn umhverfis-
ins gafst þegar ungu piltarnir
gegndu þjónustu á sjúkrahús-
um í stað herþjónustu á árum
síðari heimsstyrjaldar, Kór-
eustríðsins og stríðsins í Víet-
nam. Síðar unnu svo sumir
þeirra við mennónítatrúboð í
Afríku og Mið-Ameríku. Og
þegar þeir sneru aftur heim í
heim allsnægtanna, þar sem
lífið snerist um framþróun og
sölumennsku frekar en litla
fjölskyldubúgarðinn, sáu
margir tækifærið til að klæðast
venjulegum jakkafötum í stað
„einföldu" fatanna, og pönt-
uðu tíma hjá sálfræðingi frem-
ur en að leita sér huggunar í
biblíunni. En tilfinningin um
að vera öðru vísi, að tilheyra
menningu með annað verð-
mætamat en viðurkennt er í
þjóðfélaginu, hún segir ekki
skilið við þá.