Tíminn - 02.02.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.02.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 2. febrúar 1988 Dæmt í kókaínmálinu um helgina: II. umferö MORFÍS: Fjórir skólar áfram í keppni Þyngsti dómur sem unað hefur verið Pyngsti refsidómur í fíkniefna- máli, sem hefur verið unað, var kveðinn upp á laugardag og birtur á sunnudag í máli ákæruvaldsins gegn Brasilíumanninum, sem hef- ur játað að hafa flutt til landsins nákvæmlega 444 grömm af 95% hreinu kókaíni. Hann hlaut fjög- urra ára fangelsisdóm og var gert að greiða allan sakarkostnað. Gæsluvarðhaldi mannsins hefði lokið á miðnætti á sunnudag og því reið á að dómur væri fallinn áður en að því kæmi. Rúmlega þriggja mánaða gæsluvarðhaldsvist hans kemur til frádráttar dómnum. Ásgeir Friðjónsson, dómari í ávana- og fíkniefnadómstólnum, sagði að ákærði og ákæruvald hefðu unað dómnum og að væntan- lega yrði honum ekki áfrýjað. Lengstu fangelsisdómar á þessu sviði sem hafa verið kveðnir upp hér á landi voru vegna smygls á verulegu magni af LSD og hljóð- uðu á 5 ár. Brasilíumaðurinn var ákærður fyrir að hafa flutt til landsins fyrr- greint magn af kókaíni, sem lög- reglan fann í fórum hans 17. októ- ber í Hveragerði. Hann var ekki ákærður fyrir að hafa átt efnið og ætlað að selja það hér á landi eða haft slíkt í huga, enda ekki viður- kennt það. Efnið ætlaði hann að flytja til Bandaríkjanna fyrirannan aðila, en ekki koma því í verð á íslandi,að því er frásögn hans sjálfs hljóðar. En eftir stóð að hann hafði flutt mikið magn hættulegra og sterkra efna inn á íslenskt forráðasvæði að það varðaði löngum fangelsisdómi og greiðslum sakarkostnaðar. Hann mun sitja af sér dóminn í íslensku fangelsi. þj Önnur umferð ræðukeppni fram- haldsskólanna, MORFÍS, fór fram í síðustu viku. Kepptu lið, sem eftir voru í keppninni, um réttinn til að taka þátt í undanúrslitum í næsta mánuði, en sigurvegarar þar munu eigast við um MORFÍS-bikarinn í úrslitum í Háskólabíói. Átta skólar kepptu að þessu sinni. Fjölbrautaskólinn á Suðurnesjum vann Verslunarskóla íslands naum- lega. MORFÍS-meistararnir frá í fyrra, lið Fjölbrautaskólans í Garða- bæ, hafði sigur á liði Menntaskólans á ísafirði. Menntaskólinn í Reykja- vík vann Flensborgarskólann og Menntaskólinn við Sund sigraði Menntaskólann við Hamrahlíð. Þj Kjötsalan um 68 kg. á mann í fyrra: Kjúklingarnir missa flugið Héðinn Steingrímsson teflir við vegfaranda í Kringlunni. Hannes Hlífar Stefánsson fylgist með á næsta borði. (Tímamynd Gunnar) Fjársöfnun Tímans og Skáksambandsins: Höfðinglegir styrkir til eflingar skákinni Fjallalambið vann sig verulega upp vinsældalista kjötmarkaðarins á síðasta ári með um 36,7 kg. sölu á hvert mannsbarn í landinu, sem var um 54% af heildar kjötsölunni. Sal- an jókst um 12% frá árinu 1986. Lang mest hlutfallsleg söluaukning var þá á nautakjöti, eða um 30%, upp í um 14 kg. á mann. Sala á alifuglakjöti hrapaðai hins vegar verulega, eða um 15% (vegna salm- onellunnar) og var um 6,4 kg. á mann. Sala svínakjöts jókst um 4% í rúm 8 kg. á mann, en hrossakjötið nær stóð í stað, um 2,8 kg. á mann. Samkvæmt tölum frá Upplýsinga- þjónustu landbúnaðarins seldust innanlands samtals um 16.800 tonn af kjöti á árinu 1987 - sem svarar til 68 kg. á hvern íbúa. Þar af voru um 9.060 tonn af kindakjöti, sem var um 1.080 tonna aukning milli ára, en alls jókst kjötsalan um tæplega 1.730 tonn. Miðað við 68 kg. á mann ætti „vísitölufjölskyldan" okkar að kaupa mánaðarlega kjöt og unnar kjötvörur sem svarar til tæplega 21 kílós (af óunnu kjöti) á mánuði. Nú í janúar er kjötvöruliðurinn í vísi- tölugrundvellinum um 7.007 krónur, þannig að „fjölskyldan" verður að fá kjötið sitt fyrir um 340 kr. kílóið að meðaltali til að þetta dæmi - annars- vegar kjötsalan í landinu og hins vegar útgjöldin í vísitölugrundvellin- um - gangi upp. Framangreind 16.800 tonna kjöt- sala 1987 segir þó ekki alla söguna um kjötát landans. í þær tölur vantar allt það kjöt sem bændur tóku heim - um 375 tonn á síðasta hausti og nær tífalt meira en 1986 - og allt kjöt af þeim gripum sem þeir slátruðu heima — sem áætlað var 450 tonn haustið 1986 en alls óvíst um magn s.l. haust. Enn er ótalið kjöt af villtum fuglum (rjúpum, gæs og sjófuglum), hreindýrum, hval og sel, sem enginn veit um heildar- neyslu á. Að þessu viðbættu gæti kjötneyslan jafnvcl farið upp í 72-75 kg. á mann. Til samanburðar má geta þess að kjötneysla í Noregi og Svíþjóð er umm 53-54 kg. á mann, um 59 kg. í Finnlandi en 84 kíló í Danmörku. Við íslendingar erum því nær þriðj- ungi meiri kjötætur en Skandinavar, en höfum þó ekki roð við Dönum. - HEI Osta- og smjörsalan og Samband íslenskra samvinnufélaga hafa nú bæst í hóp þeirra fyrirtækja sem tekið hafa þátt í söfnun Tímans til styrktar Skáksambandi íslands vegna einvígis Jóhanns Hjartarsonar og sagt var frá í laugardagsblaði Tímans. Til Tímans bárust í gær höfðinglegir styrkir frá þessum fyrir- tækjum og auk þess sem einstakling- ar hafa látið fé af hendi rakna í þessu átaki til styrktar skákinni. Skáksambandið var einnig með fjársöfnun yfir helgina. Tóku hinir ungu skákmenn okkar þeir Hannes Hlífar Stefánsson, Þröstur Árnason og Héðinn Steingrímsson sig til á laugardag og tefldu við vegfarendur í Kringlunni. Með því vildu þeir vekja athygli á söfnuninni og tóku stjórnarmenn Skáksambandsins við framlögum vegfarenda í Kringlunni á meðan drengirnir tefldu. Viðbrögð fólks í kjölfar fréttar Tímans í síðustu viku urn að Jóhann Hjartarson gæti teflt fjárhag Skák- sambands Islands í tvísýnu með snilli sinni hafa verið sterk og allir sammála um að erfiður fjárhagur skuli ekki hindra framgang íslenskra skáksnillinga á alþjóðavettvangi. Mátti sjá forsíðufrétt Tímans um þetta mál hanga á töflu Skáksam- bandsins í Kringlunni á meðan teflt var við vegfarendur. Þeir aðilar sem áhuga hafa á að veita skáklistinni lið með fjárfram- lögum geta haft samband við Tím- ann í síma 686300 milli klukkan 10 og 17 þessa viku og mun Tíminn koma fénu á framfæri við Skáksam- bandið. Einnig er hægt að leggja fé beint inn á reikning Skáksambands- ins nr. 12763 hjá Landsbanka íslands. -HM Stjórn F.Í.B. um að bensínlækkunin verði að bensínhækkun: Dulbúin skattlagning yfirgengileg ósvífni Stjórn Félags íslenskra bifreiða- eigenda hefur sent frá sér tilkynn- ingu vegna fréttar í einum fjölmiðl- anna, þar sem sagði að „hugmyndir hafi komið fram hjá stjórnvöldum að hækka bensíngjald í þeim til- gangi að standa undir útgjöldum við endurgreiðslu á uppsöfnuðum söluskatti." Segir í tilkynningu F.Í.B. að hér vilji ríkið taka til sín verðlækkun- ina sem koma átti til framkvæmda í lok þessa mánaðar, og ætli að nota fé þetta til að greiða skuld sína við tiltekna atvinnugrein. „Það er furðulegt sjónarmið stjórnvalda, að erlendar verðlækk- anir, sem koma neytendum til góða, megi ekki skila sér í þeirri miklu álagaöldu, sem nú ríðuryfir. Félag íslenskra bifreiðaeigenda tel- ur þessa hugmynd um dulbúna skattlagningu yfirgengilega ósvífni og ekki samrýmast gildandi lögum og mótmælir henni því harðlega," segir í tilkynningu félagsins. Þá mótmælir það einnig eindreg- ið, að gerðar verði lagabreytingar til þess að leyfa valdníðslu gegn skattborgurum og þjóðfélagi í heild með þeim hætti, sem felst í ofangreindri hugmynd. -SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.