Tíminn - 02.02.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.02.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 2. febrúar 1988 HVER ER MAÐURINN og hver er saga hans og ferill? Aðalritari sovéska Kommúnistaflokksins Mikhafl Gorbat- sjov hefur verið valinn maður ársins 1987 af bandaríska vikuritinu Time og er það ekki að ófyrirsynju. Síðan hann tók við þessu æðsta embætti Sovétríkjanna hefur hann látið mikið til sín taka bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi og nú mænir alheimur á hann vonaraugum þar sem mörgum finnst hann hafa bryddað á nýjum hugmyndum um útrýmingu kjarnavopna, sem margir binda vonir við að nái fram að ganga og geri heiminn friðvænlegri. Og ekki vekja tilraunir hans til að færa ástandið heima fyrir í betra horf síður mikla athygli. Perestroika og glasnost eru orðin alþjóðleg orð. En aðrir eru þeir sem segja að Gorbatsjov sé ekki allur þar sem hann er séður og honum sé ekki treystandi, Rússum sé ekki treystandi og verði aldrei treystandi. Um þessa nýju stefnu, sem kennd er við Gorbatsjov, hefur mikið verið rætt og ritað, en hver er maðurinn Mikhafl Gorbatsjov, hvernig hefur lífi hans verið háttað til þessa og hvernig lífi lifir hann og hans glæsilega eiginkona Raisa? Það leikur mörgum Vesturlandabúanum forvitni á að vita og Time hefur reynt að grafast fyrir um persónuna Mikhaíl Gorbat- sjov. “Ég man það ekki“ En hann hefur verið fáorður um eigin hagi þrátt fyrir vanburða til- raunir sovésku pressunnar á glas- nosttímum til að spyrja hann spjörunum úr. Og vinir og vanda- menn fylgja fordæmi hans, þeir eru ekkert að tala af sér heldur. Nýlega nefndi háttsettur embættismaður, staddur í hópi útlendinga, að hann hefði þekkt Gorbatsjov á háskóla- árunum og var þá spurður hvernig hann hefði verið í þá daga. Gamli kunninginn hikaði, brosti og sagði: „Ég man það ekki!“ Opinber ævisaga Gorbatsjovs er lítið annað en listi yfir þau embætti sem hann hefur gegnt í Kommún- istaflokknum. Þar eru nánast engar upplýsingar um einföldustu hluti eins og hvort hann á einhver systkini og virðist það alveg á huidu. Sumir Sovétmenn halda því fram að hann eigi bróður sem vinnur við landbún- að en ekki hefur einu sinni tekist að komast að því hvað sá myndi heita eða vera gamall. Og ekki hefur tekist að staðfesta sögusagnir um systur. Hvaða minningar á Gor- batsjov úr bernsku? Saga Mikhaíls Gorbatsjov hefst í Privolnoye, 3000 manna bændaþorpi sunnarlega í Rússneska lýðveldinu, í 124 mílna fjarlægð frá borginni Stavropol. Þar fæddist hann 2. mars 1931 í lágreistu húsi úr múrsteinum sem enn stendur. Á þessum tíma beindi Stalín allri sinni grimmd að því að troða sovéskum bændum á samyrkjubú og sveifst einskis til að koma vilja sínum fram. Skelfing og blóðbað einkenndi daglegt líf. Þar við bættist hungur, því að kornið sem ræktað var á samyrkjubúunum tóku yfirvöld til sinna þarfa. Milljón- ir manna týndu iífi. Sennilega slapp fjöiskylda Gor- batsjovs frekar vel frá þessum hörm- ungum, hún tilheyrði sveit sigurveg- arans. Sama ár og Mikhaíl fæddist tók Andrei afi hans þátt í að koma á fót einu samyrkjubúinu og faðir Mikhaíls, Sergei, stýrði þreskivél hjá ríkisrekinni vinnuvélastöð. Það fer samt ekki hjá því að Mikhatl geymi í minningunni það sem var að gerast umhverfis hann og síðar hefur hann gagnrýnt þá grimmd sem sýnd var meðalbændum, þó að opinber- lega hafi hann varið samyrkjubú- skapinn. Ekki hafði öldurnar fyrr lægt eftir þessi ósköp en aðrar hörmungar dundu yfir. Nasistar gerðu innrás í landið. Mikhaíl var 11 ára gamall þegar þýskir skriðdrekar streymdu inn í Stavropol og var það upphafið að orrustunni um Stalíngrad (sem Snemma árs 1954 voru gefin saman í hjónaband í Moskvu Raisa Maxi- mova Titorenko og Mikhafl Serg- eyevich Gorbatsjov. nú heitir Volgograd). í 6 mánuði voru hersveitir Hitlers í héraðinu áður en Rauði herinn hrakti þær á brott. Gorbatsjov gerði sér þó ekki fyllilega grein fyrir þeim hörmung- um sem styrjöldin hafði leitt yfir land hans fyrr en hann hélt til Moskvu til háskólanáms 1950. Hann hefur sagt að á þeirri 800 mílna - Fyrri hluti - lestarferð hafi andstyggð eyðilegg- ingarinnar blasað hvarvetna við, stórborgirnar Stalíngrad, Rostov, Kharkov og Voronezh í rústum og það rann upp fyrir honum að „allt var í rústum, hundruð og þúsund borga, bæja og þorpa. Líka verk- smiðjur og myllur“. Vandist snemma vinnu og var sæmdur verkamanna • orðu 18ára Ekki fór þó stríðið algerlega framhjá hinu friðsæla þorpi Privol- noye. Um það ber m.a. vitni eilífur logi þar, reyndar eins og í þúsundum annarra þorpa og smábæja í Rúss- landi, og minnismerki um fallna þar sem skráð eru nöfn þeirra þorpsbúa sem létu lífið. Nafnið Gorbatsjov má lesa þar á sjö stöðum en ekki er vitað nákvæmlega um skyldleika þeirra við Mikhaíl. Faðir hans var kallaður í herinn og barðist í víglín- unni í 4 ár. Móðir Mikhaíls, Maria Panteleyevna Gorbatsjov sem enn býr í Privolnoye og Mikhaíl heim- sækir á hverju ári, minntist þess nýlega í sjónvarpsviðtali að henni barst bréf frá Sergei manni sínum frá vígstöðvunum þar sem hann hvatti hana til að selja allt sem hún gæti komist af án til að kaupa skó handa syni þeirra. „Misha verður að kom- ast í skólann," stóð þar en þá hafði Mikhaíl ekki komist í skólann mán- uðum saman vegna skóleysis. Sergei Gorbatsjov lést árið 1976. Mikhaíl Gorbatsjov vandist snemma vinnu. Hann var sjálfur farinn að stýra þreskivél 14 ára meðfram skólagöngu og stóð sig svo vel að 1949 var hann sæmdur hinni rauðu orðu verkamanna, en það er fágætt að hún falli í skaut svo ungs fólks. Öll sú viðurkenning sem hann hafði hlotið, rauða orðan fyrr- nefnda, lýtalaus pólitískur ferill og æíterni (bæði faðir og afi í Kommún- istaflokknum) og silfurverðlaunin sem hann hlaut þegar hann út- skrifaðist úr gagnfræðaskóla, næst- hæstur, Einu sinni stýrði Gorbatsjov þreskivéi á samyrkjubúi. Hér er hann og kona hans stödd á sam- yrkjubúi í grennd Moskvu 1987 og virða fyrir sér ástand uppskerunn- ar. leiddi til þess að hann hlaut inngöngu í Moskvu-háskóla haustið 1950. Aðdáandi Stalíns í há- skóla Hann mun hafa átt í nokkrum erfiðleikum með að gera upp hug sinn um hvaða námsgrein hann ætl- aði að stunda, enda gáfur hans fjölþættar. Niðurstaðan varð þó sú að hann lagði stund á lögfræði og þótti það óvenjuleg ákvörðun þar sem lögfræðingar nutu lítillar virð- ingar á Stalínstímanum. í laganáminu kynntist Gorbatsjov m.a. sögu stjórnmálahugmynda- fræði og verkum ýmissa andans manna s.s. Aquinas, Hobbes, Locke og Machiavelli auk þess sem hann stundaði auðvitað nám í fræðum Marx og Leníns og kynnti sér allt um ævi og feril Stalíns sem kennt var, eins og allir aðrir nemendur í Sovét- ríkjunum. Hann lagði jafnvel stund á latínunám. „Mikhaíl Gorbatsjov var aðdá- andi Stalíns eins og allir aðrir á þessum tíma,“ segirZdenek Mlynar, Tékki sem síðar komst í æðstu stjórn ættlands síns en var í laganámi við Moskvuháskóla á þessum tíma. En Gorbatsjov lét líka í ljós raunsæi á þessum tíma þrátt fyrir Stalínsað- dáunina. Eitt sinn horfðu þeir Mlyn- ar saman á kvikmynd þar sem gaf að líta hamingjusama bændur við borð svignandi undan kræsingum. Þá tautaði Gorbatsjov: „Þetta er alls ekki svona,“ og minntist hungursins á æskuslóðum sínum. Mlynar bætir því við frásögnina að Gorbatsjov hafi skýrt út fyrir sér hversu léttvæg lögin um samyrkjubúin væru í dag- legu lífi. Hins vegar væri nauðsyn- legt að beita hrottalegu valdi til að halda uppi vinnuaga á búunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.