Tíminn - 02.02.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.02.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 2. febrúar 1988 AÐ UTAN Enn um megrunarkúra: Getur feitt fólk ekki flúið örlög sín? f nýlegu tölublaði af enska viku- blaðinu Woman er grein um hið eilífa viðfangsefni megrunarkúra, en þar kemur fram nýstárleg kenn- ing sem kannski gæti orðið til huggunar þeim sem sífellt leggja á sig ómælt erfiði og afneitun til að viðhalda einhverri æskilegri þyngd, en reka sig sí og æ á að þyngdin vill leita í saina farið og áður ef aðeins er slakað á. Það eru John Galloway læknir og Penny Chorlton sem hafa tekið greinina saman og við birtum hér útdrátt úr henni. Allir f kúr eftir jólaátið! - en til hvers? Á ölluin tímum, og þó sennilega aldrei í eins miklum mæli og nú rétt eftir rnesfu áthátíð ársins, eru mill- jónir máíína og kvenna víða um heim í ejnhvers konar megrunar- kúr í þeirri von, stundum örvænt- ingarfullri, að þcim takist að losna við nokkur kíló. Kenningin segir, og þá tökum við ekki mið af öllum þeim tegundum megrunarkúra sem á boðstólum eru, að besta aðferðin til að léttast sé að borða minna - og þar með neyta færri hitaeininga, og hreyfa sig meira - til að brenna hraðar þeim hitaeiningum sem lík- aminn hefur neytt. Því miður er það svo hvað marga varðar að þetta er ekki svona einfalt. Aðeins fáum þeirra sem berjast við aukakílóin tekst að ná æskilegri þyngd til frambúðar. Þeim kann að vísu að takast að komast í æskilega þyngd um stund- arsakir en þeir eru ekki fyrr farnir að taka upp eðlilega matarhætti en þeir eru orðnir jafnþungir og fyrr. Eru megrunarkúrar fitandi? Eina kenninguna sem á að skýra þetta fyrirbæri er að finna í bókinni „Dieting Makes You Fat“ (Megr- unarkúráf ‘eru fitandi) þar sem höfundarnir halda því fram að þetta byggist allt á efnaskiptum og hversu hratt líkaminn brenni um- framorkúnni. Nú loksins eru læknisfræðirann- sóknir áð Mða í ljós einhver svör við þessp*. faú hafa sumir vísinda- menn íTxíVrrí grein myndað sér þá skoðun! ;fd lieilinn kunni að hafa innbyggharf stilli, sem ákveður hversu mikiðeinstaklingurinn skuli vega offifr&iýegna borði maðurinn nákvænftffEaJiað sem til þarf til að halda þ^jm^yngd. Pað fptflfjcja þessari hugmynd við hiKfsínli á miðstöðvarkerfi húsa. HHaOTgið sem stillt er á helst nokkumTOffinn það sama hvaða breytingírmFsem hitinn utandyra kann að táíka. Það hefur lengi verið vitað aðftlíkáminn stjórnar eigin hita á saa» hátt. Þegar fólk „fær hita“ heftirþaðgerst að „hitastillir" hans hefaitA'erið stilltur aðeins of hátt. srsfff -VissJkí Er líkaminn með „fftustilli“ rétt eins og „hitastilli“? Segjumrsem svo að auk hitastill- isins sé líkaminn búinn „fitustilli" sem stjórnafþyngdinni. Ef þetta er tilfellið væriástæða þess að einhver er feitur sú að fítustillirínn er stilltur nokkuð hátt. Gæti þetta verið rétt,2, Sumir vísindamenn telja að margt bendi til þess. Þetta gæti skýrt hvers vegna feitt fólk á í vandræðum með að léttast. Eitt er ólíkt með því að „fá hita“ og vera of þungur. Þegar fólk fær hita er það álitið vera veikt og því er gefið aspirín til að lækka hitann. Engum dytti í hug að lækka hitann með því að breyta um hegðun. Öðru máli gegnir ef fólk er of feitt. Þá er því sagt að það verði að borða minna, og ef það fari ekki eftir því sé það bara vegna þess að það vilji ekki grennast eða skorti viljaþrek. Auðvitað þarf ekki nýjustu læknavísindi til að segja okkur að fólk er of þungt vegna þess að það hefur borðað of mikið. Og ef það heldur áfram að fitna eða er áfram jafnfeitt þegar það vildi gjarna grennast eða læknirinn hefur sagt því að léttast, þá borðar það enn of mikið. Það er sama hversu „vísindalegur“ megrunarkúrinn er eða hversu dýr, hann hefur engin áhrif nema því aðeins að fólk borði minna en það gerði áður. Margt grenningarfæðið hefur einungis áhrif vegna þess að það er ekki mikil næring í því, það væri jafn- áhrifamikið að borða einfaldlega minna. Margt feitt fólk virðist ekki geta borðað minna Það sem vandanum veldur er að margt feitt fólk virðist ekki geta borðað minna. Því kann að líða illa þegar það er svona feitt en því líður jafnilla þegar það reynir að grenna sig. í verstu tilfellum, þegar heilsa fólks er alvarlega í hættu vegna þess að það er alltof þungt, binda læknar stundum „band“ utan um belginn á því til að það finni til sársauka ef það heldur áfram að fitna. Örþrifaráðið er svo að sauma saman á því kjálkana til að gera því ókleift að neyta fastrar fæðu. Það Ieikur enginn vafi á því að þessar aðferðir eru árangursríkar - meðan þeim er beitt. En strax og þessar varnir eru fjarlægðar fara margir að borða um of aftur og þyngjast samkvæmt því. T.d. voru 200 manns, sem þjáðust af offitu, lagðir inn á sjúkrahús fyrir 10 árum og neyddir til að léttast allharka- lega til að bæta heilsuna. En tveim til þrem árum seinna hafði helm- ingur þessa fólks unnið aftur upp allan þungann sem það hafði misst. Aðeins 7 þeirra hafði tekist að halda sig við neðri mörkin. Skýringar á ófórum margs megrunarkúrsins Eitt er það vandamál sem of feitt fólk þarf að stríða við. Það dugir því ekki til til að léttast að borða einfaldlega minna. U.þ.b. þrír fjórðu hlutar þeirrar fæðu sem við borðum nýtist sem orka og meiri- hlutinn af afganginum fer í að hreyfa sig og halda á sér hita. Því sem þá er afgangs safnar líkaminn saman sem glýkógen (svipað sterkju) eða í formi fitu. Nægar birgðir af glýkógen til að sjá fyrir orku í 1-2 daga er geymd í lifur og vöðvum. Glýkógen geymist með miklu vatni. Þetta er skýringin á því sem oft dregur kjark úr fólki þegar það byrjar á megrunarkúr. 1 upphafi léttist það heilmikið. Það er vegna þess að það klárar fyrst glýkógenið og losar sig við vatnið. Eftir nokkra daga breytir hins vegar líkaminn hluta af fitu- birgðunum í glýkógen og þar sem það inniheldur vatn, kemur fyrir að líkamsþunginn aukist þá. En ef megrunarkúrnum er haldið áfram fer að ganga á fitubirgðirnar og þá léttist fólk raunverulega. Fitufrumur ráða hvar fitan sest á líkamann Fitan er geymd í sérstökum frumum. Það fer eftir því hvar þessar frumur eru niðurkomnar í líkama hvers og eins hvar einstakl- ingnum hættir til að fitna, hvort það er um mittið, bakhlutann eða á fótleggjunum. Það kemur í sama stað niður hvers konar fæði fólk borðar, þegar það er búið að nota þann hluta sem líkaminn þarf og síðan fylla glýkógengeymslurnar verður afgangurinn að fitu. Ef fólk borðar ekki nógan mat, breytist glýkógenið fyrst í orku og síðan fitan. Samt sem áður léttist margt of feitt fólk ekki mikið, jafnvel þó að það borði miklu minna en áður. Það lítur út fyrir að líkaminn vilji bara frekar nota minni orku en að breyta fitubirgðunum í orku. Það virðist sem líkaminn leitist við að halda þyngdinni eins óbreyttri og hægt er. Staðreyndin er sú að það virðist vera almenna reglan að þó að þyngd manna sé mjög mismunandi frá einum einstaklingi til annars, helst þyngd flestra því sem næst óbreytt eða tekur mjög hægum breytingum. Margt grannt fólk heldur óbreyttu holdafari án þess að vinna að því vísvitandi, það virðist bara borða rétt magn. Og það þó að þörfin breytist eftir veðri og því hversu mikið fólk hreyfir sig, en sem kunnugt er nýtist fæðuorkan við að halda á sér hita og hreyfa sig. Þessi staðreynd er athyglisverð. Eðlilegt, hraust fólk hefur verið sett á megrunarkúra til langs tíma og hefur lést um mörg kíló. En það er ekki fyrr hætt kúrunum en þyngdin er komin í gamla horfið. Aðrir sjálfboðaliðar í tilraunum, sem hafa fengið tvisvar til þrisvar sinnum meiri mat en þeir eru vanir, þyngdust um mörg kíló, en þeirra þyngd var líka komin í gamla farið jafnóðum og þeir tóku aftur upp eðlilegt mataræði. Ef ekki væru harðstjórarnir heilsan og tískan... Niðurstaðan er sú að ef fólk er tiltölulega grannt og borðar rétt mátulega til að halda þeirri þyngd, virðist það vera eðlilegir lifnaðar- hættir. Vandamálið kemur upp vegna þess að þessi staðreynd gildir jafnt um feitt fólk og grannt. Auðsjáanlega skipti þetta engu máli ef ekki kæmi tvennt til. í fyrsta lagi: Hjá of þungu fólki getur heilsan verið í veði. Og í öðru lagi leggur tískan ofuráherslu á að fólk skuli vera grannt. í sjónvarpi, kvikmyndum, tímarit- um og auglýsingum er stöðugt hamrað á ímynd grönnu konunnar og ekki fer á milli mála að svona eiga konur að líta út. Vítahringurinn: samviskubit og skömm- ustutilfinning vegna offitu veldur meira áti Margir femínistar, þ.á m. Susie Orbach, sem hefur skrifað bókina „Fat is a Feminist Issue“, halda því fram að þessi stöðugi þrýstingur komi þeirri hugmynd inn hjá kon- um að þær eigi að skammast sín og hafa samviskubit af því að vera of holdugar en þessi tilfinning eigi einmitt sjálf sök á því að þær verði of feitar. Hins vegar fyndu konur fljótlega sína réttu þyngd ef þær skildu sálfræðilegar ástæður þess að þær borða of mikið. Það sem hún er að segja þarna er að allir hafa sína eðlilegu þyngd, þeir eiga að sætta sig við hana og hætta að hafa áhyggjur, hvort sem sú þyngd er mikil eða lítil. I augum margra kvenna virðist þetta ekki vera mjög skynsamleg ráðlegging. Það verður líka að horfast í augu við það að eðlileg þyngd sumra kvenna kann að vera mjög mikil og það hlýtur að vera mjög erfitt líkamlega og er áreið- anlega heilsuspillandi að vera alltof þungur. Lausnin fólgin í lyfi? Áður fyrr var því trúað að líkam- inn stjórnaði sjálfur þyngd sinni þannig að hann leitaðist við að vera nokkuð léttur og þegar hann yrði of þungur væri það vegna þess að þessi stýring hefði bilað. Hug- myndin um fitustillinn kollvarpar þessari kenningu. Það kann vel að vera að margt of þungt fólk sé í stöðugri baráttu gegn fitustillinum stnum sem leitast við að halda þunga þess miklum. Ef þetta er tilfellið er mögulegt að eina lang- tímalausnin fyrir margt of þungt fólk gæti falist í lyfi sem stillti fitustillinn á lægra stig. En slíkt Iyf yrði að taka ævilangt, það myndi ekki setja fitustillinn í eitt skipti fyrir öll. Og slíkt lyf er ekki til enn sem komið er. Að lokum er fólki bent á að hafa hugfast að margt feitt fólk borðar ekkert meira en margir þeir sem grennri eru. Það sem vantar er meiri skilningur og samúð í garð þeirra holdugu, en ekki að vera sífellt að ala á samviskubiti og sektarkennd þeirra. Alltaðþví 30.000 megmnarkúrskenningar! Dr. Maria Simondson, prófessor við John Hopkins háskólann í Maryland í Bandaríkjunum hefur gert könnun á fjölda þeirra megr- unarkúra sem hafa verið settir saman í tímans rás. Þeir reyndust vera 29.068! En þegar hún virti þá betur fyrir sér komst hún að þeirri niðurstöðu að öllum þessum þús- undum kúra mátti skipta niður í 6 flokka, þ.e.: Megrunaraðstoð, t.d. pillugjöf Föstu Kolvetnaríka/trefjaauðuga kúra Kolvetnafátæka/próteinauðuga kúra Prótein í fljótandi fornii Töfraformúlur og - tæki Dr. Maria Simondson er yfir- maður þeirrar deildar háskólans sem fæst við „heilsu, þyngd og streitu". Hún hefur athugað alla þá kúra sem á boðstólum eru í Banda- ríkjunum og Bretlandi og komst að þeirri niðurstöðu að innan við 6% kúranna geri nokkurt gagn. Og það sem verra er, 13% kúranna reyndust geta verið beinlínis hættu- legir. Aukakílóin eru mörgum erfið. Nú er komin fram ný kenning um orsakir offitu sem kannski gerir fórnarlömbin sáttari við örlög sín.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.