Tíminn - 02.02.1988, Blaðsíða 20
^ffirdráttur
á tékkareikninga
launatölks
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF
Sykurlausar
Tímiiin
f
A annað hundrað manns leituðu á jöklinum:
UNGUR KLIFURMAÐUR
VARD UNDIR SKRIÐU
Sextán ára Reykvíkingur lét lífíð í Ulagili austan Morsárdals á
Vatnajökli á sjötta tímanum á sunnudag þegar hann lenti undir
þungri og mikilli snjóskriðu sem bar hann um 200 metra niður
gilið. Fjórir félagar hans áttu fótum fjör að launa, en misstu allan
fjallabúnaö sinn í skriðuna. Þeir voru á leið til byggða eftir
fjallgöngur og höfðu áð í Illagili þar sem þeir biðu félaga síns,
sem hafði dregist aftur úr. Þá féll skriðan ofan úr Skarðstindum
og varð þeim aftasta ekki auðið að forða sér.
Strekkingsvindur var og kóf þeg-
ar skriðan féll og illt veður til leit-
ar. Tveir féiaganna urðu eftir í gil-
inu útbúnaðarlausir, en hinir hröð-
uðu sér til byggða til að gera^
viðvart. Talið er að þeir hafi verið
um þrjár klukkustundir á leiðinni
og komu fyrst að bænum Bölta,
skammt frá Skaftafelli, þar sem
kallað var á aðstoð.
Allir voru fjallgöngumennirnir.
félagar í fslenska alpaklúbbnum,
en leið sú sem þeir völdu segja
björgunarmenn aðeins vera á valdi
þjálfaðra manna. Skriðu sé ætíð að
vænta á þessum stað, sér í lagi eftir
hlýindi svo sem um þessa helgi.
Félagarnir eru á aldrinum 16 til 21
árs. Þeir heita Haraldur Ólafsson,
Guðmundur Eyjólfsson, Ingimund-
ur Stefánsson og Stcfán Smárason
og búsettir í Reykjavík og Garða-
bæ. Ekki er unnt að birta nafn hins
látna.
Tíu manna björgunarsveit með
lækni frá Höfn í Hornafirði var •
þegar gerð út til aðstoðar þeim
tveimur sem eftir urðu á slysstað.
Þá reyndist auðvelt að finna og
hafði ekki sakað, þrátt fyrir kyrr-
setu í roki og kulda klukkustund-
um saman. Ekki þótti ráðlegt að •
freista niðurgöngu og höfðust því
mennirnir tólf við í tjaldi, sem
leitarmenn höfðu meðferðis,
skammt frá slysstað þá um nóttina.
Skeiðará reynist einn erfiðasti
farartálminn á leið upp Morsárdal
og tóku leitarflokkar, sem lögðu á
jökulinn í dögun í gær, jarðýtu í
sína þjónustu til að greiða leiðina
yfir sandana og ána. Um 150 björg-
unarmenn fóru yfir ána; skátar,
björgunarsveitir í héraðinu, Flug-
björgunarsveitin, Landhelgisgæsl-
an, herliðið o.fl. Aðrir biðu átekta
eða stjórnuðu bækistöðinni í þjón-
ustumiðstöðinni í Skaftafelli. Þegar
komið var yfir Skeiðará var bílfært
langleiðina upp að Morsárjökli, en
þaðan fluttu þyrlur Landhelgisgæsl-
unnar og herliðsins í Keflavík
leitarmenn og sex sérþjálfaða
hunda þann spöl sem eftir var að
slysstað. Tuttugu bílar fóru upp
Morsárdalinn, en vélsleðunum varð
ekki við komið. Veðri hafði slotað
en mikið harðfenni var og „brodda-
færi“, svo sem hjálparsveitarmaður
orðaði það.
Þeim félögum sem höfðust við á
jöklinum um nóttina var komið til
byggða við fyrsta hentugleika.
Leit var hafin í skriðujaðrinum
og skömmu eftir hádegi fundu
menn með langar stangir, sem þeir
þræddu ofan í snjóinn, búnað fé-
laganna og stuttu síðar líkið á hálfs
þriðja metra dýpi. Skriðan var
grynnri en menn þorðu að vona,
um fjórir metrar dýpst, og 300
metrar þar sem hún var breiðust.
Leit varð auðveldari fyrir vikið.
Landhelgisgæslan flutti líkið til
Reykjavíkur síðdegis í gær.
þj
Kortsnoj vann taugastríðið og jafnaði fyrstu lotu einvígisins:
Úrslit fást í
aukaeinvígi
Hinn þrautreyndi skákmaður
Victor Kortsnoj hafði sigur gegn
Jóhanni Hjartarsyni í sjöttu einvíg-
isskák þeirra í St. John í Kanada í
gær. Lauk einvíginu þar með án
þess að hrein úrslit fengjust. Hvor
keppandi hlaut þrjá vinninga.
Skákskýrendur segja Jóhann hafa
leikið byrjunina ónákvæmt og
Korstnoj gengið á lagið.
Einvíginu verður fram haldið á
morgun, þegar þeir félagar tefla
fyrri skákina af tveimur í fram-
haldseinvígi. Sömu reglur gilda um
framhaldsskákirnar tvær og þær
sex sem nú þegar eru að baki. Fáist
ekki úrslit úr framhaldseinvíginu
tekur við bráðabani. Styttist þá
tími sá er keppendur hafa til um-
ráða. f fyrstu skákinni verður um
að ræða klukkustund á fyrstu 40
leikina, og hálftíma eftir það fari
hún í bið. í annarri skákinni 30
mfnútur á 40 leiki og 15 mínútur
fari hún í bið. Dugi þetta ekki til
verður tíminn enn styttur og í 15
mínútur að þessu sinni og aðrar 15
fari skákin í bið.
Skiptar skoðanir eru um mögu-
leika Jóhanns, nú þegar Kortsnoj
virðist vera að finna sig. Hitt eru
þó allir sammála um að takist
Jóhanni að halda út, fram í bráða-
bana, eigi hann meiri möguleika
því hann er afburðafær hraðskák-
maður. - ES