Tíminn - 02.02.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.02.1988, Blaðsíða 11
Tíminn 11 10 Tíminn Þriðjudagur 2. febrúar 1988 Þriðjudagur 2. febrúar 1988 llllllllllllllllllillllll IÞROTTIR llllllllllllllllillllllllilllllljlllllllllllllllllllllB llllllllllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Óvænt tap ÍBK -Grindvíkingar í basli meö Blika-Njarðvíkingartryggöu sérsigur á KR-ingum í síðari hálfleik - Létt hjá Valsmönnum Haukar komu talsvert á óvart þegar þeir sigruðu Kcflvíkinga í leik liðanna í úrvalsdeildinni í körfukn- attleik á laugardaginn. Með sigrin- um færðust þeir upp í 4. sæti deildar- innar og hafa greinilega ekki sagt sitt síðasta orð í baráttunni um sæti í úrslitakcppninni í vor. Haukar-ÍBK 72-59 (36-25) Haukarnir höfðu forystuna frá upphafi til enda og áttu mjög góðan leik bæði í vörn og sókn. Þeir höfðu 11 stiga forskot í leikhléi og þrátt fyrir að Keflvíkingar næðu að minnka muninn um tíma bættu Haukarnir einfaldlega við og unnu með 13 stiga mun, 59-72. ívar Webster var besti maður Haukaliðsins í leiknum en Pálmar Sigurðsson og Henning Hennings- son léku einnig mjög vel. Keflvíking- ar voru aftur á móti almennt nokkuð frá sínu besta. Stigin, Haukar: ívar Ásgrímsson 18, Henn- ing Henningsson 17. Pálmar Sigurðsson 16, ívar Webster 12. Ingimar Jónsson 6, Tryggvi Jónsson 3. ÍBK: Hreinn Þorkelsson 16, Jón Kr. Gíslason 13, Sigurður Ingimundarson 9, ólafur Gottskálksson 7, Axel Nikulásson 6, Guðjón Sktilason 3, Gylfi Þorkelsson 2, Matti ó. Stefánsson 2, Magnús Guðfinnsson 1. Staðan í úrvalsdeild UMFN . ÍBK ... Valur . Haukar KR ... UMFG . 10 9 1 880-714 18 972 711-561 14 10 7 3 809-663 14 10 6 4 724-672 12 10 5 5 783-747 10 10 5 5 706-720 10 ÍR .... 9 3 6 594-689 6 Þór ... 10 1 9 752-945 2 UBK .. 10 1 0 534-782 2 UMFG-UBK 60-54 (24-29) Leikur Grindvíkinga og Breiða- bliksmanna var ekki í háum gæða- flokki. Mistök leikmanna beggja liða voru of mörg. Var helst barátta í varnarleiknum en sóknarleikurinn var bágborinn og hittni leikmanna slök. Blikarnir náðu strax forystu 7-0 en Grindavík jafnaði 9-9. Blikar leiddu 29-24 í leikhléi. Kristján Rafnsson var drjúgur fyrir Blika, skoraði 13 Góð vörn hjá fvari Webster, hann blakar hér knettinum burt frá körfunni eftir „sniðskot" Hreins Þorkelssonar. Tímamynd Pjeiur stig í fyrri hálfleik, þar af þrjár þriggja stiga körfur auk þess sem hann hirti fjölda frákasta. Blikarnir héldu forystunni fram í miðjan síðari hálfleik en Grindvíkingum tókst að komast yfir, 42-41. Þeir komust síðan í 51 stig gegn 45 og unnu leikinn 60-54. Grindavíkurliðið er mönnum um- hugsunarefni. Þeir vinna Njarðvík- inga einn daginn en eiga svo í miklum barningi með lið eins og Breiðablik. Gárungarnir segja að þetta sé til þess að laða áhorfendur að því það sé alltaf spenna þegar Grindavík leikur! Guðmundur Bragason var bestur Grindvíkinga en Jón Páll Haralds- son og Steinþór Helgason áttu einnig ágætan leik. Hjá Blikum skóp liðs- heildin góða baráttu þó ekki dygði hún til sigurs. Kristján Rafnsson fór þar fremstur í flokki. Stigin, Grindavík: Gudmundur Bragason 19, Jón Páll Haraldsson 14, Steinþór Helga- son 12, Rúnar Amason 8, Hjálmar Hallgríms- son 5, Guðlaugur Jónsson 2. Breiðablik: Kristján Rafnsson 17, ólafur Adolfsson 14, Sigurður Bjamason 10, Hannes Hilmarsson 5, Guðbrandur Stefánsson 5, Lárus Jónsson 3. UMFN-KR 91-77 (39-40) Njarðvíkingar sigruðu KR-inga með 91 stigi gegn 77 í leik liðanna í úrvalsdeildinni í körfuknattleik sem fram fór í íþróttahúsi Njarðvíkur á sunnudagskvöldið. KR-ingar mættu mjög ákveðnir til leiks og tóku strax forystuna. Strax á 4. mín. var Vest- urbæjarliðið komið með 7 stiga for- skot og mest komust þeir í 11 stig. Njarðvíkingar sem voru fremurslak- ir í fyrri hálfleik tóku við sér þegar 5 mínútur voru til leikhlés og náðu að minnka muninn niður í 1 stig. KR-ingar leiddu því í hálfleik, 40-39. í síðari hálfleik stjórnuðu Njarðvík- ingar ferðinni og komust 10 stigum yfir strax í byrjun. Þessi munur hélst til leiksloka. KR-ingar komust í villuvandræði, þrír með 4 villur og tveir farnir út af með 5 villur undir lokin. Birgir Mikaelsson og Guðni Guðnason voru bestu leikmenn KR en Valur Ingimundarson og Helgi Rafnsson hjá UMFN. Stigin, UMFN: Valur Ingimundarson 36, Teitur örlygsson 16. Helgi Rafnsson 14, ísak Tómasson 10, Sturla örlygsson 6, Hreiðar Hreiðarsson 4, Ami Lárusson 2, Friðrik Rún- arsson 2, Friðrik Ragnarsson 1. KR: Birgir Mikaelsson 19, Guðni Guðnason 18, Jóhann- es Kristbjömsson 11, Ástþór Ingason 6, Matthias Einarsson 6, Jón Sigurðsson 2. Valur-Þór 98-56 (49-28) Sigur Valsmanna var aldrei í minnstu hættu nema ef vera skyldi á fyrstu mínútunum en er á leið var aðeins spurning um hversu stór hann yrði. Fjörutíu og tvö stig skildi liðin að lokum og hefði auðveldlega getað orðið mun meira. Stigin, Valur: Svali Björgvinsson 20. Tóm- as Holton 20, Leifur Gústafsson 17, Einar ólafsson 12, Bjöm Zoéga 9, Jóhann Bjama- son 6, Torfi Magnússon 4, Ragnar Jónsson 4, Bárður Eyþórsson 4, Alfreð Thulinius 2. Þór: Eiríkur Sigurðsson 20, Konráð Óskarsson 16, Jóhann Sigurðsson 10, Bjöm Sveinsson 6, Bjami össurarson 4. - HÁ/fó/þm Fast teklð á í leik Fram og KA á laugardaginn. Það er Erlingur Kristjánsson sem reynir að koma knettinum inn á Guðmund Guðmundsson á línunni en Birgir Sigurðsson, Hannes Leifsson og Atli Hilmarsson eru á annari skoðun. Tímamynd Pjetur. Molar ■ Þrír með blómaleiki Þrír handknattleiksmenn náðu merkum áfanga á handknattleiks- vellinum um helgina. Þetta voru þeir Þorbjöm Guðmundsson Valsmaður sem lék sinii 500. leik gegn Þór, Guðjón Árnason FH- ingur sem lék 200. leikinn á móti ÍR og Magnús Árnason FH sem á að baki 100 leiki. ■ Drengjalandsliðið á körfuboltamót Körfuknattleikssambandi fs- lands hefur borist boð um að senda íslenska drengjalandsliðið í körfuknattleik (f.’71-72) ásterkt mót sem haldið verður í Frakk- landi í maí. ■ Þrjátíukall fyrir að koma of seint Þjálfarar beita ýmsum ráðum við að fá leikmenn sína til að mæta stundvíslega á æfingar. Algengt er að þeir sem koma of seint þurfi að gera einhverja þrekæfingu í refsingarskyni en Stanislas Modrowoki þjálfari handknattleiksliðs Vals notar aðra aðferð, það kostar 30 krónur á mínútu að mæta of seint... Fyrsta íslandsmeisaramót í fimmtarþraut innanhúss: Bryndís og Gísli urðu sigurvegarar Bryndís Hólm ÍR og Gísli Sigurðsson sem nú keppir á ný fyrir sitt gamla félag, UMSS, urðu sigurvegarar á fyrsta Meistaramóti fs- lands í fimmtarþraut innanhúss. Mótið var haldið á Laugarvatni og í Baldurshaga um helgina. Bryndís tók forystuna í kvennakeppn- inni strax í fyrstu grein og hélt henni til loka en Gísli var orðinn efstur eftir fyrri daginn. Hann náði athyglisverðum árangri í stangar- stökki, fór yfir 4,60 m sem er hans besti árangur innanhúss. Árangur efstu manna varð þessi: Kvennaflokkur (hést.-kúluv.-50 m grind-50 m hlp.-langst.) 1. Bryndís Hólm fR 3.594 stig (1,64-10,41-7,8-6.7-5,74) 2. Ingibjörg lvarsd. HSK 3.267 stig (1,65-9,53-7,7-6,8-5,20) 3. Berglind Bjarnad. UMSS 3.129 stig (1,58-9,64-8,4-6,9-5,26) 4. Birgitta Guðjónsd. HSK 3.021 Btig (1,46-10,31-8,1-7,1-5,18) Karlaflokkur (hást.-kúluv.-stangajst.-50 m grind-50 m hlp.) ,1. Gísli Sigurðsson UMSS 3.672 stig (1,87-12,77-4,60-6,9-6,2) 2. Auðunn Guðjónsson HSK 3.140 stig (1,81-11,68-4,00-7,3-6,5) 3. Helgi Sigurðsson UMSS 2,684 stig (1,75-9,46-2,70-8,0-5,9) Skagf irðingar mœttu fjölmennir tU leiks en Gisli Sigurösson er einmitt þjálfari UMSS. - HA Ben Johnson með met Ben Johnson heldur áfram að slá metin í spretthlaupunum. Um helgina keppti hann á frjálsíþróttamóti ■ Toronto í Kanada og bætti þar eigin tíma í 50 jarda hlaupi um litla 5/100 sek. Besti heimstíminn á vegalengdinni er þarmeð 5,15 sek. en ekki er staðfest heimsmet á vcgalengdum sem mældar eru i jördum. Ben Johnson á sem kunnugt er heimsmctið í 100 m hlaupi og hann á einnig metið í 60 m hlaupi innanhúss. - HÁ/Reuter. íslandsmótið í handknattleik -1. deild karla Spilað eftir eyranu FH-ingar unnu auðveldan sigur á ÍR - Slakur síðari hálfleikur Víkinga - Slagsmál á Akureyri - Dapurt hjá Fram og KA Elieftu umferð 1. deildar karla á íslandsmótinu í handknattleik lauk á sunnudagskvöldið með leik FH og ÍR í Hafnarfirði. Ekki urðu stórtíð- indi þar fremur en í öðrum leikjum helgarinnar; úrslitin urðu á allan hátt eins og búist var við fyrirfram. Leikur FH og ÍR var þó sá sem skcmmtilegastur var á að horfa í 11. umferðinni og brá jafnvel fyrir sirk- ustöktum í sókninni hjá FH. FH-ÍR 34-23 (16-11) Það var aldrei spurning um úrslit í þessum leik, aðeins hversu stór sigur FH yrði. Forystan jókst jafnt og þétt allan leikinn en ÍR-ingar eiga hrós skilið fyrir að berjast í 60 mínútur á móti sér miklu sterkara liði. Áhorfendur sem fylltu íþrótta- húsið í Hafnarfirði settu mikinn svip á ieikinn með lúðrablæstri og sírenu- væli en það sem hæst bar í þessum ieik var sóknarleikur FH. Hann var oft á tíðum leikinn „eftir eyranu" og brá fyrir „sirkusatriðum“ inn á milli. Leikurinn var því hin besta skemmt- un en reyndar ekki merkilegur sem alvarlegur 1. deildarleikur og varn- arleikurinn vart fyrir hendi. Þorgils Óttar Mathiesen var óumdeilanlega maður þessa leiks en Óskar Ármannsson, Guðjón Árna- son, Gunnar Beinteinsson og Héð- inn Gilsson, áttu allir ágætan leik. Hjá ÍR var Bjarni Bessason bestur. Mörkin, FH: Þorgils Óttar Mathiesen 9, Óskar Ármannsson 7(1), Guðjón Árnason 6, Héðinn Gilsson 6, Gunnar Beinteinsson 4, Einar Hjaltason 1, Pétur Petersen 1. Berg- sveinn Bergsveinsson varði 9 skot og Magnús Árnason 7(1). tR: Bjarni Bessason 7, Frosti Guðlaugsson 6, Matthías Matthíasson 3, Orri Bolla- son 3, Ólafur Gylfason 3(2), Róbert Rafnsson 1. Hrafn Margeirsson varði 8 skot. Ágætir dómarar leiksins voru Árni Sverrisson og Egill Már Markússon. Víkingur-KR 24-23 (16- 11) Víkingar virtust hafa leikinn í hendi sér í fyrri hálfleik sem var ágætlega leikinn en sá síðari var alger andstæða, tómt rugl og klúður og KR-ingar minnkuðu muninn í eitt mark skömmu fyrir leikslok. Kristján Sigmundsson var yfir- burðamaður f Víkingsliðinu í þess- um leik og Sigurður Gunnarsson lék einnig vel. Hjá KR var Gísli Felix Staðan í 1. deild FH....................... 11 9 2 0 314-240 20 Valur ................... 11 92 0 238-175 20 Víkingur................. 11 7 0 4 278-251 14 Breiðablik ............. 11 70 4 236-238 14 Stjarnan................. 11 5 1 5 251-267 11 KR ...................... 11 4 1 6 234-247 9 ÍR....................... 11 3 2 6 236-268 8 KA ...................... 11 2 3 6 221-238 7 Fram..................... 11 3 1 7 250-270 7 Þór...................... 11 0 0 11 212-276 0 Bjarnason bestur en liðið barðist allt vel. Mörkin, Víkingur: Sigurður Gunnarsson 9(2), Bjarki Sigurðsson 4, Hilmar Sigurgísla- son 4, Guðmundur Guðmundsson 3, Siggeir Magnússon 2, Einar Jóhannesson 1, Karl Þráinsson 1. Kristján Sigmundsson varði 14(2) skot og stöðvaði mörg hraðaupphlaup KR-inga frammi á vellinum. KR: Stefán Krist- jánsson 10(4), Guðmundur Albertsson 4, Sigurður Sveinsson 4, Konráð Olavsson 3, Ólafur Lárusson 2. Gísli Felix Bjarnason varði 15 skot. Fram-KA 26-24 (13-13) Eftir ágætan fyrri hálfleik stein- lágu Norðanmenn í þeim síðari og Framarar komust í 24-17. KA-menn voru ótrúlega slakir á þeim kafla. T.d. sendu þeir knöttinn útaf tvisvar í röð án nokkurrar sýnilegrar ástæðu, það kom a.m.k. enginn Framari nálægt. KA-menn náðu þó að rífa sig upp aftur og minnka muninn í 24-26 þegar tvær mínútur voru eftir en nær komust þeir ekki þrátt fyrir að fá til þess kjörið tækifæri. Leikurinn var leiðinlegur á að horfa, allt of mikið af mistökum á báða bóga. Það gæti nú vafíst fyrír mönnum hvað hér er að gerast. Hrafn Margeirsson markvörður ÍR-inga gerði tilraun til að ná til knattaríns úti á kanti á undan Guðjóni Árnasyni en hafði ekki árangur sem erfiði. Guðjón skaut en beint í kvið vamarmanns og Hrafn fékk kælingu á bekknum í 2 mínútur. Tímamynd Pjetur. Mörkin, Fram: Birgir Sigurðsson 7, Atli Hilmarsson 6, Július Gunarsson 5, Egill Jóhannesson 3(2), Hannes Leifsson 2, Her- mann Bjömsson 1, Sigurður Rúnarsson 1, Ragnar Hilmarsson 1. KA: Pétur Bjarnason 7, Erlingur Kristjánsson 6(3), Eggert Tryggva- son 3, Guðmundur Guðmundsson 3, Axel Bjömsson 2, Friðón Jónsson 2, Hafþór Heim- isson 1. Þór-Valur 14-23 (8-11) Slagsmál voru helsta einkenni á leik Þórs og Valsmanna á Akureyri. Sigurður Pálsson Þórsari fékk rautt spjald um miðjan fyrri hálfleik fyrir að slá Jón Kristjánsson eftir að Jón hafði brotið á honum og eftir það fór að halla á ógæfuhliðina hjá Þór. Sigurður er sem kunnugt er ein þeirra styrkasta stoð og má liðið sín lítils án hans. Munurinn var reyndar aðeins tvö mörk skömmu eftir leikhlé en eftir það dró sundur með liðunum. Jón Kristjánsson sagði eftir leik- inn að það væri alltaf erfitt að spila á móti Þórsurunum, sóknir þeirra væru langar og þeir töpuðu boltan- um sjaldan og hraðaupphlaup því ekki auðfengin gegn þeim. Jakob Sigurðsson hornamaður var besti maður Vals í þessum leik, naut sín vel þar sem rúmt var á línunni en Þórsarar tóku þá Júlíus Jónasson og Jón Kristjánsson úr umferð. Mörkin, I’or: ÓlafurHilmarsson4, Sigurður Pálsson 3, Kristinn Hreinsson 2, Sigurpáll Ámi Aðalsteinsson 2, Arni Stefánsson 1, Ingólfur Samúelsson 1, Kristján Kristjánsson 1. Axel Stefánsson varði 8 skot. Valur: Jakob Sigurðsson 6, Valdimar Grímsson 3, Þórður Sigurðsson 3, Júlíus Jónasson 3, Jón Krist- jánsson 2, Þorbjöm Guðmundsson 2, Einar Naaby 2, Geir Sveinsson 1, Theodór Guð- finnsson 1. Einar Þorvarðarson varði 17 skot. - HÁ/jb Rétti tíminn til reiknivélakaupa Mikið úrval. verð. Suðuriandsbraut 12. S:685277 - 685275 Úrslitaleikurinn í ameríska fótboltanum: Ollmetslegin Doug Williams leikstjórnandi Washington Kcdskins var hetja úrslitaleiksins í ameríska fótboltanum sem ieikinn var á sunnudags- kvöldið. Redskins sigruðu Denver Broncos 42-10 í stórkostlegum úrslitaleik þar sem bókstafiega öll met voru slegin. Það voru Broncos sem höfðu öll völd í fyrsta fjórðungi og skoruðu snertimark strax á 2. mínútu eftir 56 m kast frá John Elway. Stórkostlegt mark og gert fyrr en nokkurn- tíma áður í úrslitaleik. Broncos höfðu 10-0 forystu eftir fyrsta ijórðung, Doug Williams stjómandi Rcdskins var farinn meiddur af leikvelli og allt stefndi í stórsigur Broncos. Raunin varð aldeilis önnur, Redskins unnu annan ijórdung 35-0! Það er auðvitað líka met sem og það að íjögur markanna komu eftir að Williams sem iét sig hafa það að spila ineiddur kastaði boitanum. Það gckk bók- staflega allt upp hjá Redskins í þessum ijórðungi en fátt hjá Broncos og Elway komst hvorki lönd né strönd gegn feykisierkri vöm Washingtonbúa. „Þetta er besti fjórð- ungur sem ég hef nokkumtíma séð hjá Redskins” sagði Joe Gibbs þjálfari þeirra eftir lcikinn. Redskins bættu við einu snertimarki í seinni háifieik og unnu sem fyrr sagði 42-10 í bráðskemmtilegum leik. - HÁ/Reuter Bandaríski körfuknattleikurinn Lakers langefstir - San Antonio Spurs í 8. sæti Vesturdeildarinnar pegar tímabilið er hálfnað Los Angeles Lakers standa bcst allra liða að vígi þegar keppni í NBA-deildinni í körfuknattleik er hálfnuð. Þeir hafa aðeins tapað 8 leikjum það sem af er en unnið 33. San Antonio Spurs sitja sem fastast í 8. sæti Vesturdeildarinnar en átta efstu liðin fara í úrslitakeppnina í maí. Úrslit leikja um helgina (heimalið á undan): Philadelphia-Indiana 94-89 Detroit-Boston 125-108 Dallas-Seattle 117-109 Chicago-New Jersey 120-93 LA Clippers-Milwaukee 88-97 LA Lakers-Atlanta 117-107 Portland-Phoenix 128-119 Golden State-Utah 102-100 Cleveland-Washington 128-126 (framl.) New Jersey-Detroit 116-104 Chicago-New York 97-95 (framl.) Dallas-Houston 92-108 San Antonio-Seattle 112-102 (framl.) Denver-LA Clippers 124-106 Phoenix-Sacramento 120-126 Utah-Atlanta 109-115 Boston-Philadelphia 100-85 Staðan Austurströndin Atlantshaísdeild: U T % Boston Celtics 31 12 72,1 Philadelphia 76ers 19 22 46,3 Washington Bullets 17 23 42,5 New York Knicks 14 28 33,3 New Jersey Nets 9 32 22,0 Middeild: Atlanta Hawks 30 13 69,8 Detroit Pistons 24 14 63,2 Chicago Bulls 26 16 61,9 Milwaukee Bucks 21 19 52,5 Cleveland Cavaliers 21 21 50,0 Indiana Pacers 20 21 48,8 Vesturatröndin Miðvesturdeild: Dallas Mavericks 28 12 70,0 DenverNuggets 24 17 58,5 Houston Rockets 23 17 57,5 Utah Jazz 18 23 43,9 San Antonio Spurs 17 22 43,6 Sacramento Kings 16 28 36,4 Kyrrahafsdeild: Los Angeles Lakers 33 8 80,5 Portland Trail Blazers 25 15 62,5 Seattle Supersonics 25 18 58,1 Phoenix Suns 13 27 32,5 Los Angeles Clippers 10 31 24,4 Golden State Warriors 9 30 23,1 •HÁ/Reuter Vinningstölurnar 30. janúar 1988 Heildarvinningsupphæð: 5.474.470,- 1. vinningur var kr. 2.743.592,- og skiptist hann á milli 2ja vinningshafa, kr. 1.371.796,- á mann. 2. vinningur var kr. 821.160,- og skiptist hann á 360 vinningshafa, kr. 2.281,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.909.718,- og skiptist á 9.694 vinningshafa, sem fá 197 krónur hver. Upplýsingasími: 685111

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.