Tíminn - 02.02.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.02.1988, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 2. febrúar 1988 ' Tíminn 5 Reykjavík og nagrenni: Slegist um hverja lóð fyrir sumarið Lóðaskortur er nú í höfuðborginni ef marka má viðbrögð væntanlegra byggjenda í Grafarvoginum í janúar. Þá ruku út 120 lóðir undir einbýlishús og 30 lóðir undir parhús á tveimur dögum. Færri komust að en vildu og sóttu margir um í von um að einhver hinna heppnu heltist úr lestinni. Að sögn Ágústs Jónssonar, skrifstofustjóra borgarverkfræðings, var mikið að gera í afgreiðsluherbergi borgarverkfræðings og eftir annan daginn voru eftir fjórar lóðir af 140. Mikil þensla er því enn í byggingu íbúðarhúsa í Reykjavík og hvergi nærri nóg af lóðum. í viðtali sem Tíminn átti fyrir skömmu við Skúla H. Norðdahl, skipulagsstjóra Kópavogs, kom fram að ónógt lóðaframboð í Reykjavík er farið að set ja mikinn svip á lóðaúthlutanir í Kópavogi og Hafnarfirði. Mikil þensla er enn í (búðabygg- skemmtilegan gorm upp í átt að ingum á höfuðborgarsvæðinu og ekkert lát virðist ætla að verða á lóðaeftirspurn. Lóðirnar, sem borg- arverkfræðingur auglýsti í janúar, voru um 150 og allar í C-hluta Grafarvogs III. Grafarvogur III er svæði norðan við Keldur og sunnan við kirkjugarðana í Gufunesi. Svæði A, B, og D í Grafarvogi III verða tekin til úthlutunar á þessu ári þótt enn sé ekki nánar ákveðið í hvaða röð það verður. Sagði Ágúst að einhver hlutinn yrði tekinn til úthlut- unar strax í vor en svæðin eru enn í skipulagsvinnu. Samanlagt er um að ræða um 200 íbúðir í fjölbýlishúsum, 127 raðhús eða keðjuhús og 13 einbýlishús. Tölur þessar eru þó háðar breytingum í skipulagsvinnu. Svæði C sem úthlutað var í janúar er á holtinu norður af Keldum og myndar eins konar háhæð Grafar- vogs. Þar verða nær eingöngu einbýl- ishús og myndar skipulagið hábungunni. í Kópavogi eru lóðir jafnharðan rifnar út daginn sem lóðaúthlutun hefst. Lóðaúthlutun hefur aðallega verið á svæðinu sem kallað er Suður- hlíðar Kópavogs. Þar á bæ hafa menn gert sér grein fyrir því að taka verður til úthlutunar svæði í Suður- hlíðunum fyrr en ráð var fyrir gert. Næstu svæði eftir það verða í dalnum milli Suðurhlíða og Nónhæðar. Næstu svæði til úthlutunar undir íbúðabyggð þar á eftir verða austan Reykjanesbrautar nálægt túnum Fíf- uhvamms. í Hafnarfirði hefur miki! ásókn verið í lóðir þegar þær hafa verið auglýstar til úthlutunar. Þetta hafa byggingarmeistarar m.a. staðfest í samtali við Tímann að undanförnu. Mjög mikil þensla virðist því enn vera í íbúðabyggingum á höfuðborg- arsvæðinu öllu og nánast sama hvar lóðin er staðsett, bara ef hægt sé að fá skika til að byggja á. Hjá flestum Handan þessa holts er rannsóknarstöðin rifið út og sóttu fleiri um en fengu í von viðmælendum kom fram að búist er við álíka mikilli þenslu á komandi sumri og var í fyrra. Þá er og Ijóst að nái Reykjavíkurborg ekki að anna lóðaeftirspurn fyrir sumarið, verður meira byggt ( nágrannabæjum en áætlað hefur verið til þessa. KB að Keldnaholti, en efst í vinstra horni sér í Úlfarsfellið. Holtið var hreinlega um að einhver félli frá byggingaráformum sínum. rímamynd pjetur Óánægja með álagsgreiðslur fyrir þýðingar á sjónvarpsefni: Strikað yfir þungavigt? Frá og með gærdeginum, l.febrúar, tók ný gjaldskrá gildi fyrir þýðingar á erlendu dagskrárefni á Sjónvarpinu. Nokurrar óánægju gætir í hópi þýðenda þar með þessar breytingar, en megnust óánægja er með lækkun gjaldskrárinnar vegna svokallaðra þungavigtarþátta, t.d. fræðslumynda og sjónvarpsleikrita, sem tíðum eru á erfíðu máli til þýðinga. Þær upplýsingar fengust hjá Sjónvarpinu að með þessari gjaldskrárbreytingu næðist nokkur sparnaður í rekstri. Veturliði Guðnason, einn þýð- enda á Sjónvarpinu, segir að það skjóti skökku við, að þegar menn ræði um að bæta málfar í fjölmiðl- um, séu skornar niður álagsgreiðslur til þýðenda fyrir þær myndir sem krefðust mikillar yfirlegu og ná- kvæmni í þýðingu. „Mér sýnist að markaðshyggja rekstrarhagfræð- ing4, sem fenginn var að Sjónvarpinu til að finna sparnaðarleiðir í rekstri þess, sé að draga úr gæðum þýðinga Uppsagnir hjá Landhelgisgæslunni: Samskiptaörðugleikar við yfirstjórnendur Allir flugmenn og flugstjórar hjá Landhelgisgæslunni, n(u að tölu, hafa sagt upp störfum, „vegna sam- skiptaörðugleika við yfirstjórn Landhelgisgæslunnar" að sögn flugmanna. Þessir samskiptaörðug- leikar leiddu nýlega til uppsagna tveggja flugmanna, og á föstudag sögðu hinir sjö einnig upp störfum. Uppsagnirnar taka gildi hjá tví- • menningunum um mánaðamótin mars-apríl, en hjá sjömenningunum mánaðamótin apríl-maí. Dóms- málaráðuneytið hefur hins vegar heimild til að fresta gildistöku upp- sagnanna, finnist ekki lausn á vand- anum. Jón Sigurðsson, dómsmálaráð- herra, hefur sagt að um „innanhúss- vandamál Landhelgisgæslunnar" væri að ræða og því væri allt of snemmt að segja til um hvort að gildistöku uppsagnanna yrði frestað. -SÓL á Sjónvarpinu. Og þetta er gert með fullum vilja og samþykki útvarps- ráðs. En það kemur bara í ljós að þessi vanhugsaða gjaldskrárbreyting Íeiðir til hverfandi sparnaðar. Eg vil taka fram að við þýðendur erum mjög samþykkir sparnaðinum sem hlýst af breyttu fyrirkomulagi við útsendingu. Um það hefur ekki verið deilt“. Veturliði sagði að samningsstaða þýðenda væri engin og því væri nánast einhliða hægt að ákvarða gjaldskrá án þess að þýðendur hefðu nokkuð um hana að segja. „Á þessu munum við reyna að fá leiðrétt- ingu.“ Aðspurður sagði Veturliði að þýðendur gætu harla lítið mótmælt þessari breytingu vegna hverfandi samningsstöðu. „En við getum neit- að að taka þungavigtarefni til þýð- inga, vegna þess að við teljum ekki forsvaranlegt að gera þetta fyrir minna álag en áður var greitt." Ingimar Ingimarsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Sjónvarps sagði að með þessum breytingum hefði gjaldskráin verið einfölduð veru- lega, en eftir sem áður greiddi Sjón- varpið mun hærra álag fyrir erfiðar þýðingar en tíðkaðist annars staðar í sambærilegum rekstri. Aðspurður sagði Ingimar ekki óttast að gjald- skrárbreytingin myndi draga úr gæð- um þýðinga, eins og þýðendur óttast. „Ég vil sjá það gerast, en ég á ekki von á því. Þá væri verr farið en heima setið," sagði Ingimar Ingi- marsson. óþh NYR VESTUR- LANDSVEGUR Eiður Guðnason (A.Vl.) mælti ( sameinuðu Alþingi í gær fyrir þingsályktunartillögu, sem hann flytur ásamt öðrum þingmönnum Vesturlandskjördæmis, þess efnis að gerðar verði nauðsynlegar rann- sóknir til að kanna hversu hag- kvæmt sé að gera göng undir Hvalfjörð utan við Laufásgrunn og Hnausasker eða brú í fjarðarmynn- inu. Jafnframt er lagt til að könnuð verði breyting legu Vesturlands- vegar þannig að farið sé vestan Akrafjalls um Grunnafjörð á Fiski- lækjarmela. Framsögumaður sagði að slíkar framkvæmdir gætu orðið bylting á mjög fjölfarinni leið, leiðin frá Akranesi til Reykjavíkur gæti styst um allt að 61 km; leiðin til Borgar- ness frá Reykjavík gæti styst um 45 km og loks mætti stytta leiðina frá Akranesi til Borgarness um 7 km ef farið væri yfir Grunnafjörð. Þá minnti framsögumaður á að þessi framkvæmd varðaði ekki að- eins íbúa Vesturlands, heldur landsbyggðina alla. Vegabætur á Hvalfirði hefðu gengið hægt þrátt fyrir nær stöðuga umræðu í árarað- ir. Vitnaði hann til skýrslu Hval- fjarðamefndarinnar frá 1972 sem hafnaði brúargerð. Nú væru flestar forsendur álits hennar brostnar. Tækni í slíkum framkvæmdum hefði fleygt fram og framkvæmda- kostnaður jafnframt lækkað. Þá hefði umferð um Hvalfjörð, sem væri einn fjölfarnasti þjóðvegur landsins, aukist mjög, m.a. vegna fjölgunar bfla. Á fundi á Akranesi fyrir um tveimur vikum hefði verið varpað fram lauslegri kostnaðar- áætlun við jarðgöng upp á 1,5 milljarða króna. En þar var jafn- framt bent á að rannsóknir gætu tekið 3 til 4 ár og því væri nauðsyn- legt að hefja slíkar rannsóknir nú þegar til að finna skynsamasta kostinn. Með sjálfum verktfman- um gæti verið um 10 ára vinnu að ræða. Margir þingmenn tóku til máls og voru allir jákvæðir í afstöðu sinni til tillögunnar. Eyjólfur Konráð Jónsson benti á að hugsan- legt væri að nota lög um happdrætt- islán ríkissjóðs, sem sett voru vegna framkvæmda við Norður- og Austurveg forðum og enn eru í gildi, til að fjármagna þessar fram- kvæmdir. Matthías Á. Mathiesen sam- gönguráðherra sagði þetta athygl- isvert mál og nauðsynlegt að fá niðurstöðu eftir áraraða umræður. Nauðsynlegt væri að auka fjár- magn til vegagerðar ef takast ætti á við þessi verkefni og brýndi flutningsmenn til að standa að þeirri aukningu. Kjartan Jóhannsson sagði að þetta væri landsbyggðarmál ekki kjördæmismál Vesturlands og vildi hann fá fram fordæmingarlausa niðurstöðu í málinu. Benti hann þar á ferjurekstur yfir fjörðinn sem hugsanlega leið. Alexander Stefánsson sagði að auðvitað væri þetta ekkert einka- mál Vesturlands, en minnti jafn- framt á að nágrannar okkar, s.s. Norðmenn og Færeyingar, væru að falla frá ferjurekstri sem lausn í samgöngumálum vegna kostnaðar. Tækniþróun í jarðgangagerð og brúargerð væri ör. Ferjurekstur á Hvalfirði væri vart arðbær nema þá til skamms tíma. ÞÆÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.