Tíminn - 02.02.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Þriðjudagur 2. febrúar 1988
Tímiim
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aöstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriöi G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guömundsson
EggertSkúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og urnbrot:, Tæknideild
Timans. Prentun: Blaöaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 400 prdálk-
sentimetri.
Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 600.-
Samningamálin
Eins og ljóst mátti verða strax eftir að samningar
höfðu tekist milli Alþýðusambands Vestfjarða og
vinnuveitenda á Vestfjörðum, hlutu þessir samn-
ingar að hafa áhrif á að almennar viðræður hæfust
milli forystumanna Verkamannasambands íslands
og atvinnurekenda. Því var spáð hér í Tímanum
um leið og Vestfjarðasamningarnir lágu fyrir, að
þeir myndu losa stífluna úr almennum samninga-
umræðum, og það hefur gengið eftir.
Vestfjarðasamningarnir eru um tvennt athygl-
isverðir. í fyrsta lagi marka sjálf kaupgjaldsákvæði
samninganna nánast tímamót, að því leyti að þar
er gert upp við gamla bónuskerfið í fiskvinnslunni
og gerðar á því tímabærar lagfæringar. f»ví ber að
fagna að fiskvinnslufólk og atvinnurekendur hafa
sýnt frumkvæði og kjark til þess að endurmeta
vinnu- og kaupgjaldsfyrirkomulag í fiskvinnslunni.
Fiskiðjuverin eru einhverjir hinir mikilvægustu
vinnustaðir í íslensku þjóðfélagi. Fiskvinnslufólkið
innir af höndum einhver hin mikilvægustu störf
sem unnin verða hér á landi. Fað er þvf frumskylda
í atvinnumálum, að vel sé að fiskvinnslufólki búið
hvað varðar starfsumhverfi, vinnufyrirkomulag og
kaupgjald.
í öðru lagi er það um Vestfjarðasamningana að
segja, að þar er lögð áhersla á að samningarnir leiði
ekki til aukinnar verðbólgu. Það hefur komið mjög
skýrt í ljós af hálfu fyrirsvarsmanna Alþýðusam-
bands Vestfjarða, að þeir telja verðbólgu háska-
lega hagsmunum launþega ekki síður en rekstri
þeirra fyrirtækja sem þeir vinna við.
Að ýmsu leyti er það nýtt að heyra kappsfulla
samningamenn leiða hugann að efnahagslegum
afleiðingum samninga eða áhrifum þeirra á rekstr-
arstöðu fyrirtækja. Jafnvel hefur viljað við brenna
að forystumenn launþega hafa horft fram hjá þeirri
staðreynd að verðbólga er mesti ógnvaldur heimil-
isrekstrar og afkomumöguleika alls almennings
þegar til lengdar lætur.
Jákvætt fordæmi Vestfjarðasamninganna liggur
þannig í því tvennu, að fiskvinnslufólk hvar sem er
á landinu getur tekið þá sér til fyrirmyndar um
kaupgjaldsþáttinn og svo hitt að leitast er við að
ná fram raunverulegum kjarabótum fyrir verkafólk
án þess að auka verðbólgu eða óviðráðanlegar
kostnaðarhækkanir við rekstur útflutningsfyrir-
tækja.
Þess verður að vænta að þau sjónarmið, sem hér
hafa verið rakin og kenna má við Vestfjarðasamn-
ingana, fái að njóta sín í hinum almennu samning-
um sem nú er verið að ræða á víðtækari grundvelli.
Enginn gerir kröfu til þess að Vestfjarðasamning-
arnir verði endurprentaðir frá orði til orðs í
nýbyrjaðri samningalotu. En þessir samningar eru
um margt nýtileg viðmiðun, ekki síst í málefnum
fiskvinnslufólks, hvað sem öðrum starfshópum
kann að líða.
GARRI
iiliiiiiiiiiiiniii
llllliiniii
IIIIIH
■ llllllllilllllllllllllllilllllllllllllll
Bragð er að
Davíö Scheving Thorsteinsson
ræðir við Alþýðublaðið á laugar-
dag í löngu viötali. Það keniur
margt fróðlegt fram í þessu samtali
við einn helsta frammámann einka-
framtaks og frjálshyggju hér á
landi. Meðal annars ræðir hann
um gengismál og segir að það geti
ekki veriö raunhæft að halda gengi
föstu á sama tíma og aliur tilkostn-
aður vex, og af þeim sökum sc
gjaldeyririnn nú á útsölu. Orðrétt
segir Davíð:
„Við virðumst enn hafa láns-
traust í útlöndum, kannski ekki af
þvíað við erum svo góðir heldur af
því að hinir, sem eru að falast eftir
lánum eins og við, eru svo miklu
verri. En vegna gengisins eru út-
flutningsatvinnuvegirnir reknir í
dag með dúndrandi tapi. Og það
gengur ekki lengur. Þegar ég byrj-
aði að flytja Svala út til Englands í
júlí 19S6 fékk ég 63 krónur fyrir
sterlingspund. Ætli ég fái ekki 65
krónur í dag. Á sama tíma hefur
kaupið líklega hækkað um helm-
ing.“
Og aðspurður hvers vegna hann
streði saint í þessu áfram svarar
Davíð:
„Það er meira en að segja það
að hætta, af því að þú tekur ekki
svo auðveldlega upp þráðinn að
nýju. Þetta erþað sem fiskvinnslan
er að segja um markaðinn í Banda-
ríkjunum. Ef þú glatar markaði
labbar þú ekkert inn á hann aft-
ur...
Það eru framleiðslufyrirtæki að
loka þessa daga. Þú sérð ekki
mikið af heildsölum loka. Svona
gengur ekki til lengdar. “
Nú er vitaskuld töluverður mun-
ur á því hvort menn eru að fram-
leiða vörur til útflutnings úr fiskin-
um, sem öll afkoma þjóðarinnar
stendur og fellur með, eða hvort
menn eru að dunda við það eitt að
búa til ropvatn ofan í unglingana
hér heima, sem tönnum þeirra og
holdafari kæmi kannski betur að
þeir væru lausir við. Og skal þó
ekki gert lítiö úr því að takist
Davíð Scheving að selja Svalann
sinn í einhverju magni til Bretlands
þá er þar væntanlega um að ræða
gjaldeyrisskapandi útflutning sem
vitaskuld er þjóðarbúinu til hags-
bóta.
Of háir samningar
En athygli vekur að Davíð kem-
ur víðar við i viðtaiinu og m.a.
kcnnir hann opinliera geiranum
um það að hafa sprengt laun hér
upp fyrir það sem útflutningsat-
vinnuvcgirnir þola. Hann segir:
„Heiftarlegustu átiikin á vinnu-
markaðnum eru ekki í samningum
við verkalýðshreyfínguna, heldur í
samningum rtkisins og sveitarfé-
laga við launþcga. Það eru þeir
samningar sem eru farnir að
sprengja grundvöll framleiðslu-
starfseminnar. Þeir eru svo háir.
Stærstu vinnustaðir víða úti á landi
eru ekki frystiliúsið eða kaupfélag-
ið heldur heilsugæslustöðin. Það
geta orðið einkennilegar uppá-
komur við samningagerð, þegar
verkalýðsleiðtogi fer í pólitík og er
kosinn í bæjarstjórn. Þá sest hann
hinum megin við borðið til þess að
semja við starfslið bæjarfélagsins.
Sumir sjá sér þá leik á borði og
gera mjög óraunhæfa samninga
við bæjarstarfsfólk. Þeir ætla sér
hvort eð er ekki að borga, þvíþeir
ætla sér bara að leggja á hærri
skatt. Þeir þurfa aldrei að standa
fyrir því hvort fyrirtæki gengur eða
ekki. Þeir bara semja og kannski
ganga þeir samningar í gegnum allt
í þjóðfélaginu. Þá hækka þessir
sömu menn skattana og taka pen-
ingana af fólki aftur.“
Háir vextir
Og auk þess víkur Davíð þarna
að vöxtunum. Hann ræðir þar um
vaxtagreiðslur í sínu eigin fyrirtæki
og segir:
„Raunvextir hér eru hræðilega
háir. Þetta ergott fyrir þá sem eiga
fjármagn og mér skilst að það séu
þó nokkrir sem liggja með miklar
peningafúlgur á bönkum og verð-
bréfum og þurfa ekkert að gera
annað en að hirða þessa háu vexti.
En fyrir framleiðslufyrirtæki eins
og þetta, sem liggur með einn
milljarð í cignum, hvílir sú skylda
(svo) að ávaxta þá upphæð fyrir
eigendur. Þú átt að greiða a.m.k.
100 milljónir í vexti til eigenda og
til lánastofnana. “
Hér víkur Davíð Scheving ein-
mitt að því sama og forsvarsmenn
í sjávarútvegi og fiskiönaöi hafa
verið að kvarta hvað eindregnast
undan á undanförnum vikum og
mánuðum. Að vísu verður að taka
orð hans um opinbera geirann með
nokkrum fyrirvara, því að ekki
kannast Garri við annað en að
einkafyrirtæki hafl reynst býsna
drjúg við það veltu launahækkun-
um af sér út í verðlagið. En Davíð
er hér í rauninni sem útflytjandi að
setja fram sömu umkvartanir og
fiskfrystihúsin. Gengið hefur verið
fast en kostnaðurinn hækkað, þar
á meðal vextirnir sem hafa hækkað
í kjölfar þess frjálsræðis sem ríkt
hefur undanfarið ■ vaxtamálunum.
Af því stafar vandinn. Garri
llllllllllllllllllllll!
Vinsældir og áhrif aleysi
Ef eitthvað er að marka skoð-
anakönnun DV um flokkafylgi
virðist svo sem að pólitíkin sé á
undanhaldi í stjórnmálalegri af-
stöðu háttvirtra kjósenda. í niður-
stöðum könnunar sem birt var í
gær kemur í ljós að Kvennalistinn
er í stórsókn en sigurvegarinn í
könnuninni eru þeir óákveðnu, en
sléttur þriðjungur þeirra sem
spurðir voru höfðu ekki hugmynd
um hvað þeir myndu kjósa núna ef
kosningar væru í boði.
12.3% sögðust mundu kjósa
Kvennalistaog7.8% svöruðuekki.
Miðað við könnun sem gerð var í
nóvember s.l. jókst hlutfall þeirra
óákveðnu langmest og er Kvenna-
listinn í öðru sæti hvað varðar
hlutfallsaukningu. Þeir sem ekki
svara eru heldur á niðurleið. Séu
lagðar saman hlutfallstölur
óákveðinna, femínista og þögulla
kemur út að afstöðuleysið til
stjórnmála er 53.4%, sem ætti að
vera stjórnmálamönnum áhyggju-
efni ef þeir rugla saman skoðana-
könnunum og kosningum eins og
mörgum er tamt.
Vilji kjósenda
Kvennalistinn er því marki
brenndur að höfuðtilgangur hans
er að taka þátt í kosningum en ekki
stjórnmálum. Vill ekki einu sinni
láta kalla sig stjórnmálaflokk og
enn síður starfa að innri málefnum
eins og flokkur með tiltekin mark-
mið sem vill láta að sér kveða við
stefnumörkun þjóðmála.
Algjört stefnuleysi gefst vel í
atkvæðaveiðum og þingmanna-
söfnun og fer þeim kjósendum
fjölgandi sem virðast álíta að best
sé að hafa sem flesta þingmenn án
markmiðs og áhrifa.
Enginn efast um heilindi þing-
manna Kvennalistans þegar þeir
lýsa svo fjálglega yfir að þeir vilja
að allir hafi það gott og að ekki
verði nú farið að skjóta atómbomb-
um út og suður, að konur geti lifað
af laununum sínum og að börn
njóti sæmilegs atlætis.
Það vill bara svo til að allir
þingmenn, líka þeir sem eru í
alvöru stjórnmálaflokkum, geta
vafalaust tekið undir allar þessar
frómu óskir með góðri samvisku.
Þeim hefur bara ekki tekist að
einskorða málflutning sinn ein-
vörðungu við góðu og mjúku málin
og slegið sig til riddara með síbylju
um að þeir séu hinir einu og sönnu
handhafar mannkærleika og rétt-
lætis.
Mannúð og velvilji
Allur málflutningur Kvennalist-
ans er mannúðlegur og oft sköru-
lega fram settur. En einu ákvarð-
animar sem konurnar taka er að
taka ekki ákvörðun. Berlegast kom
þetta fram í síðustu stjórnarmynd-
unarviðræðum. Þá gekk hver
stjórnmálaleiðtoginn á fætur öðr-
um með grasið í skónum á eftir
femínistunum og bauð upp á
stjórnarsamstarf, enda hafði listi
þeirra unnið góðan kosningasigur.
En öllum bónorðum var hafnað. í
stjórn þarf nefnilega að taka
ákvarðanir, líka þær sem varða
tekjuöflun og þar með skattlagn-
ingu og viðlíka leiðindi. Það er
ekki stíll Kvennalistans að afla,
aðeins vita í hvað á að eyða. Það
var því rökrétt að hafna allri
ábyrgð og þeim skyldum sem
stjórnmálamenn taka á sig, oft við
lítinn fögnuð kjósenda.
Kvennalistinn er því á fullu (
vinsældakeppninni og vegnar þar
vel án þess að taka þátt í stjórnmál-
um.
Þetta sýnir að vænlegast til að ná
hylli kjósenda er að vera ekkert að
burðast við að komast til áhrifa á
hinu pólitíska sviði. Leiðin til að
ná lýðhylli og auka hana er að vera
stikkfrí í pólitík og gera sig elsku-
lega í framan og lýsa því yfir að
maður vildi að öllum liði vel.
Ef heldur sem horfir hlýtur að
koma að því að stjórnmálaflokkar
átti sig á að æ fleiri kjósendur eru
því fráhverfir að þeir sinni póli-
tísku starfi og sækist eftir valdi. Þá
munu þeir valhoppa inn á hina
breiðu braut mjúku málanna og
dansa þar í fögnuði og fullvissu um
eigin mannúð og réttsýni og láta
alla stjórnsemi lönd og leið.
Stórsókn óákveðinna og
Kvennalistans sýnir að stjórnmálin
eiga nú í vök að verjast og að
vænlegasta leiðin til að ná vinsæld-
um og kjörfylgi er að stjórnmála-
menn láti aldrei reyna á að þeir
hafi uppburði til að ná fram stefnu-
mörkum sínum.
Viljayfirlýsingar eru allt sem
þarf. Það er að segja ef aldrei þarf
að standa við þær. OÓ