Tíminn - 03.02.1988, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.02.1988, Blaðsíða 1
Fráskildum foreldrum heimilt að semja um sameiginlega forsjá QBIaðsíða 2 NÚ BORGAR HÓTEL SAGABÍLINNÞEGAR „KÚNNINN" MÆTIR %Baksíða MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988 - 26. TBL. 72. ÁRG. Nýir útreikningar Þjóðhagsstofnunar á uppsöfnuðum söluskatti fiskvinnslunnar: Er milljarður á lausu handa fiskvinnslunni? Nú er viðbúið að þeim fjölgi sem tína maðkinn sjálfir í veiðiferðina. Tlmamynd Gunnar Til að létta undir með fiskvinnslunni lagði sjávarút- vegsráðherra fram frumvarp í gær sem felur í sér endurgreiðslu á uppsöfnuðum söluskatti 1987 í sjávar- útvegi, samtals að upphæð 136,5 milljónir. Samkvæmt áætlun sem Þjóðhagsstofnun hefur gert má búast við að uppsafnaður söluskattur af aðföngum og hráefni hjá fiskvinnslunni í landinu muni nema tæpum milljarði á þessu ári. Fari svo að stjórnvöld ákveði að endurgreiða söluskattinn að fullu mun afkoma fiskvinnslunnar í heild batna um 2,9%. Krafa' um fulla endurgreiðslu á þessum uppsafnaða sölu-i skatti hefur komið fram bæði hjá fulltrúum fiskvinnsl- unnar og ýmsum verkalýðsforingjum sem eru í forsvari fyrir fiskvinnslufólk. Hvort stjórnvöld telja sér fært að verða við þessum kröfum er þó enn óvíst, enda hyggst ríkisstjórnin freista þess að bíða með að tilkynna efnahagsráðstafanir sínar þar til línur skýrast í samn- ingum aðila vinnumarkaðarins. % Blaðsíða 3 „Hann andar með húðinnl“ Laxinn skal gleypa sinn „matarskatt“ Engu skal eirt í nýju söluskattslögunum. Meðal þess sem áður hefur verið undanþegið söluskatti eru ánamaðkarnir í veiðitúr- inn. Ný lög um söluskatt kveða hinsvegar svo á að beita sem ætluð er til annars en atvinnuveiða skuli vera söluskattsskyld. Það er því fyrirsjáanlegt að áður dýrir maðkar munu hækka enn frekar í sumar og sögðu maðkasalar sem við ræddum við að nú væri of langt gengið þegar farið væri að setja matarskatt á það sem laxinn lætur ofan í sig. % Blaðsíða 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.