Tíminn - 03.02.1988, Qupperneq 2

Tíminn - 03.02.1988, Qupperneq 2
2 Tíminn Miðvikudagur 3. febrúar 1988 Frumvarp til barnalaga: Akvæði um sameiginlegt forræði foreldra í lög í neðri deild Alþingis í gær mælti Jón Sigurðsson dómsmálaráðherra fyrir frumvarpi um breytingar á barnalögunum frá 1981. Meginbreyting frumvarpsins felast í því að fráskildum foreldrum verði heimilt að semja um sameiginlega forsjá barna sinna. Þá er einnig lagt til að foreldrar óskilgetinna barna, sem ekki eru í samvistum, geti á sama hátt samið um forsjá barna sinna. Þessar breytingartillögur byggja á fvrirmynd úr öðrum norrænum lögum. Dómsmálaráðherra sagði að frumvarp þettá fæli í sér viður- kenningu á breyttum veruleika, en hingað til hefði verið beinlínis óheimilt að semja um sameiginlega forsjá barna og móðurin haft al- ræðisvald um forsjá þess eða ráð- stöfun. M.a. gæti sameiginleg forsjá orðið til að tryggja betri tengsl barns og foreldra, þó skildir væru að skiptum. Sameiginleg forsjá höfðaði til ábyrgðarkenndar foreldra og athygli þeirra um vel- ferð barnsins í nútíð ogframtíð. Þá gæti slík forsjá komið í veg fyrir togstreitu um barn vegna um- gengnisréttar. Sameiginleg forsjá væri þó alls ekki gallalaus. Til dæmis gæti staða barnsins orðið erfið vegna ósam- stöðu uppalenda um uppeldið. Þá gæti ágreiningur foreldra verið við- varandi vandamál barninu til skaða. Kristín Einarsdóttir (Kvl.Rvk.) sagði frumvarpið ekki tryggja nægilega hag barnsins heldur virtist athyglin beinast að því að leysa vandamál foreldra. Hagur barnsins ætti að vera í forgrunni, en reyndin væri að þetta þjóðfélag hvetti fólk til barneigna en væri svo fjandsam- legt börnum í raun. Sagði þing- maðurinn að breytingarnar í þjóð- félaginu réttlættu ekki þetta frumvarp, því bæri móðurinni að hafa alfarið umráðaréttinn áfram. Guðrún Helgadóttir (Abl.Rvk.) mótmælti orðum Kristínar og sagði þetta frumvarp vera stærsta skrefið hér á landi í átt til jafnréttis kvenna og karla, því móðirin ætti ekki á nokkurn hátt að bera meiri ábyrgð á barni en faðirinn. Þetta frumvarp mundi einnig auka rétt barnanna sjálfra, þó nauðsynlegt væri að koma einnig á sérstökum umboðs- manni barna hér á landi. Dómsmálaráðherra tók undir orð Guðrúnar Helgadóttur um nauðsyn þess að tryggja enn betur hag barna, en taldi sérstakan um- boðsmann ekki réttu leiðina heldur bæri að leggja áherslu á að efla barnaverndarráðin. Ragnhildur Helgadóttir (S.Rvk.) sagði að nauðsynlegt væri að gera reglur um heimilisfesti skýrari ef um sameiginlegt forræði yrði að ræða. Þá benti þingmaður- inn á ákveðin vandamál, sem gætu komið upp þar sem fjórir aðilar gætu haft með forsjána að gera. En slík gæti staðan orðið þegar lög- skildir aðilar gengju í búskap á nýjan leik, því stjúpforeldri er samkvæmt lögum fullgildur for- sjáraðili. Dómsmálaráðherra sagð- ist álíta að riftunarheimild hvors kynforeldris ætti að vera nægileg til að leysa slík vandamál. Fleiri þingmenn tóku til máls og tóku jákvæða afstöðu til málsins. T.d. mótmælti Alexander Stefáns- son (F.Vl.) harðlega aðdróttunum Kristínar Halldórsdóttur (Kvl.Rn.) um að karlkyns þing- menn sýndu málinu lítinn áhuga. Að lokinni umræðu var frum- varpinu vísað til annarrar umræðu og félagsmálanefndar. ÞÆÓ Gífurleg aukning virðist fyrirsjáanleg í framleiðslu gönguseiða. Framleiðsluverðmæti fiskeldisafurða ríflega tvöfaldaðist milli ára: Kreista gull úr laxfiskum Heildarverðmæti fískeldisafurða á árinu 1987 nam um 549 milljónum króna og er það ríflega tvöföldun frá árinu 1986. Verðmæti laxeldisafurða var um 497 milljónir króna og um 52 milljónir í silungseldi. Framleiðsla laxagönguseiða skilaði stærstum hluta verðmætanna eða um 320 milljónum króna, sem er um sextíu prósent framleiðsluverðamætanna. Þegar skoðaðar eru framleiðslu- tölur úr einstökum greinum fisk- eldisins kemur í ljós mikil aukning á öllum sviðum nema í hafbeit. Um 90 prósenta aukning varð í framleiðslu á smáseiðum, frá árinu 1986. Fram- leiðsluaukning í gönguseiðaeldi varð 140 prósent milli ára. Framleiðsla í matfiskeldi, þegar allar eldisaðferðir eru taldar með - einnig hafbeit - jókst um 180 prósent. Alls fram- leiddu 29 stöðvar 530 tonn. Samtals framleiddu strand- og landeldis- stöðvar 223 tonn á árinu og er það 13 sinnum meira en á fyrra ári. Þá stóðu fimm stöðvar að framleiðslu á 17,1 tonni. Þáttur íslandslax hf. var yfirgnæfandi stærstur af framleiðslu úr strand- og landeldisstöðvum. Þeir framleiddu um 200 tonn eða nærri 90 prósent. í kvía- og fareldi voru framleidd um 266 tonn en var 1986 ríflega hundrað tonn. Ríflega fjörutíu tonn af laxi skil- uðu sér í hafbeitarstöðvar og reynd- ist það vera um 45 prósent minna árið 1986, sem var óhemju gott. Þessar upplýsingar er að finna í nýútkominni skýrslu Veiðimála- stofnunar um framleiðslu í íslensku fiskeldi árið 1987. Vert er að gefa gaum að fram- leiðsluáformum næstu ára í fiskeld- inu. Ríflega4,5 milljónirgönguseiða voru framleiddar í fyrra og segir í skýrslu Veiðimálastofnunar að áætla megi að framleiddar verði 12 mill- jónir gönguseiða í ár. Þá segir að á þessum vetri hafi verið teknar rúmar 40 milljónir hrogna til startfóðrunar og „má gera ráð fyrir að það gefi af sér rúmar 15 milljónir seiða á árinu 1989. Eins og áður hefur komið fram er framleiðslugeta íslenskra seiða- eldisstöðva um 20 milljónir. Ekki ætti því að vera fjarri lagi að áætla að framleiðslan geti numið 15-20 milljónum gönguseiða á næsta ári,“ segir í skýrslu Veiðimálastofnunar. Hlýtur þetta að teljast mjög björt spá fyrir framtíð fiskeldis á Islandi, ef þær ytri aðstæður haldast, sem hafa verið viðvarandi síðustu ár, þ.e. að seiðasala m.a. til Noregs sé möguleg. Eins og áður segir var það framleiðsla laxagönguseiða sem skil- aði tæplega 60 prósentum af fram- leiðsluverðmætum ársins í fyrra og voru þá aðeins framleidda 4,5 mill- jónir seiða. Ársstörf í fiskeldi jukust um 33 prósent. Voru ársverkin 182,5 árið 1986 en 242,5 árið 1987. - ES I KVOLD MIÐVIKUDAGINN 3. FEBRUAR Ráðstefna um má fjölskyldunnar Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavík gengst fyrir ráðstefnu um málefni fjölskyldunnar miðvikudaginn 3. febrúar að Nóatúni 21. Hefst ráðstefnan klukkan 20.30. Framsögumenn verða: Stella Guðmundsdóttir skólastjóri i Kópavogi. Mun hún fjalla um hvernig skólinn getur tekið þátt í uppeldi barna utan skólatíma. Sigfús Ægir Árnason framkvæmdastjóri Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur. Hann mun fjalla um hlutverk íþrótta og frjálsra félagasamtaka í sameiginlegum tómstundum fjölskyldunnar. Þóra Þorleifsdóttir í Framkvæmdanefnd aldraðra mun fjalla um málefni aldraðra. Fundarstjóri verður Hallur Magnússon formaður Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík. Ráðstefnan er öllum opin og munu fyrirles- arar svara spurningum fundarmanna. Stjórn FUF í Reykjavík Læknir á Akureyri bíður ákæru: Fjársvik og skjalaf ölsun á samviskunni Ríkissaksóknari mun innan tíðar gefa út ákæru á hendur lækni, sem er starfandi á Akureyri, fyrir að falsa sjúklingabókhald. Læknirinn fékk greiddar fjárhæðir hjá Sjúkrasam- lagi Akureyrar fyrir læknisverk, sem hann innti ekki af hendi. Sérstök endurskoðunarnefnd á vegum Ríkis- endurskoðunar kærði lækninn fyrir fölsun á samskiptaseðlum læknis og sjúklinga. Hann falsaði nöfn sjúkl- inganna á reikninga, sem hann síðan sendi sjúkrasamlaginu. Rannsóknarlögreglan á Akureyri hafði málið til rannsóknar og er því að fullu lokið. Óljóst er hvenær málshöfðun fer fram. þj

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.