Tíminn - 03.02.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn
lllllllllllllllllllllllllllí AÐ UTAN lllllllllllllllll
Sú var tíðin að Sheila Holland
var svo illa stödd að hún varð að
kaupa notuð föt á börnin sín fimm.
Það var ekki margt sem hún hafði
efni á að veita sér auk brýnna
nauðsynja en stöku sinnum á laug-
ardögum fór hún fótgangandi í búð
í nágrenninu sem seldi notaðar
bækur og hljómplötur og verslaði
fyrir smáupphæð.
En þá datt manni hennar Ric-
hard snjallræði í hug. Hann stakk
upp á því við konu sína að hún
sicrifaði einfaldlega sjálf bók.
Sheila lét ekki segja sér það tvisvar
og um kvöldið þegar börnin 5,
Michael, Sarah, Jane og tvíburarn-
ir David og Charlotte voru sofnuð
settist hún við eldhúsborðið með
ritvélina og hófst handa. Hún var
ekki fyrr búin að koma sér fyrir en
hún var komin í einhvern drauma-
heim, fjarri uppþvotti og öðrum
hversdagsverkum.
Óbrigðul uppskrift
í bókinni hennar var aðalhetjan
undurfögur, viljasterk stúlka sem
klæddist glæsilegum glænýjum föt-
um og virtist aldrei þurfa að þvo
upp. Auðvitað varð hún ástfangin
af hávöxnum, fríðum manni sem
sópaði að og eftir að nokkrum
sinnum var útlit fyrir að ástarævin-
týrið væri fyrir bí vegna misskiln-
ings og nokkurra átaka milli þess-
ara viljasterku persóna féll loks allt
í Ijúfa löð og þau féllu í ástríðufull
faðmlög.
Núna, eftir að hafa leitt 75 sögur
til ánægjulegra lykta, er þessi enska
48 ára gamla kona orðin margmill-
jónungur. Bækurnar hennar róm-
antísku, sem hún vélritaði við eld-
húsborðið, eru vinsælt lesefni mill-
jóna húsmæðra um allan heim.
En ánægjuleg saga Sheilu
Holland, sem á bókarkápum kallar
sig Charlotte Lamb er ekki enn
komin að lokum þó að enginn efist
um að endirinn verði góður. Elsta
dóttir hennar, Sarah (25 ára) hefur
fetað í fótspor móður sinnar og er
þegar á góðri leið með að afla
fyrstu milljónarinnar sinnar, í sterl-
ingspundum, enda hefur hún af
eljusemi þegar komið út 10 bókum.
Það mætti halda að það væri
einfaldasti hlutur í heimi að verða
ríkur á skáldsagnagerð sem þessari
en þær mæðgur segjast mega hafa
sig allar við. Það kemur þó fyrir að
þær eru ekki nema fjóra daga að
semja sögu upp á 60.000 orð.
Mills and Boon heitir útgáfufyr-
irtækið sem hvað mest kveður að í
þessari bókmenntagrein. Á hverju
ári hafnar það allt að því 5.000
handritum sem mörg hver koma
frá húsmæðrum sem gera sér vonir
um að þær geti þannig orðið loðnar
um lófana, rétt eins og Sheila. En
þær hafa ekki allar erindi sem
erfiði enda segir Sheila, að sumir
virðist halda að hún skrifi bækurn-
ar sínar á strætisvagnastoppistöð-
inni! En það sé einmitt leyndar-
dómurinn við að skrifa góðar róm-
antískar skáldsögur, að láta líta
svo út að það sé ekkert fyrir því
haft.
Nú býr Sheila Holland ásamt'
fjölskyldu sinni í tuttugu og tveggja
herbergja húsi á eynni Mön. Þegar
hún kemur til London býr hún
yfirleitt á Ritz-hótelinu en sem
stendur er hún í fýlu við stjórnend-
ur þar. „Síðast þegar ég kom
þangað létu þeir mig bíða til kl. 4
síðdegis eftir því að komast í
svítuna mína sem ég borga 600
sterlingspund (tæpar 40.000 ísl.
kr.) fyrir á dag,“ segir hún stór-
móðguð. Hún verður því að láta
sér nægja Savoy-hótelið þar til
henni rennur reiðin.
Sheila nýtur þess vel að hafa úr
nógu að spila. En Sarah er ekki
Miðvikudagur 3. febrúar 1988
SÉtÉ!
Sheila Holland skrifar undir nafn inu Charlotte Lamb og á að baki 75 bækur. Sarah er ekki nema 25 ára en getur samt státað af 10
bókum. Allar seljast bækur þeirra mæðgna grimmt og hafa gert þær báðar að milljónamæringum.
Mæðgumar sem eru
orðnar milljónamær-
ingar af bókum sínum
enn viss um hvernig hún eigi að
bera sig. Hún er glæsileg stúlka og
minnir satt að segja á kvenhetjurn-
ar sínar. Hún hefur gaman af að
klæðast dýrum fínum fatnaði en
skartgripirnir eru ekki það sem
þeir sýnast vera. Hún segist að vísu
hafa keypt sér ekta eðalsteina fyrir
100.000 pund og líka loðfeldi, 2 úr
refaskinni, einn úr úlfaskinni og
enn einn úr safírmink. En hún
segist sjaldan bera þetta dýrmæti.
hún mæti svo miklum óvilja ann-
arra þá. Hvort um er að kenna
öfund eða ást fólks á dýrum segist
hún ekki vita, en augljóst sé að það
sé erfiðara lífið í raunveruleikan-
um en í draumaheiminum.
„Skemmti mér alveg eins
vel í gamla daga“
Sheila er hins vegar enn með
báða fæturna á jörðinni. Henni
finnst að vísu sjálfsagt að panta
kampavín til að koma dóttur sinni
í gott skap, en sjálf segist hún lifa
ósköp fábreyttu lífi. Það eina sem
hún veiti sér eftir að hún varð rík
sé að láta eitthvað eftir börnunum
sínum, ferðast og búa á dýrum
hótelum, annað ekki. „Égskemmti
mér alveg eins vel í gamla daga og
síðustu 10 árin eftir að ég varð
svona rík. Ég er ákaflega hagsýn
og sá aldrei neitt athugavert við að
kaupa notuð föt ef þau voru
vönduð. En líklega hefur Sarah
tekið nærri sér að ganga í notuðum
fötum,“ segir mamma hennar og
blöskrar alveg hvað dóttir hennar
eyðir miklum peningum í föt. En
Sarah bregst til varnar. Hún segir
að það hafi ekki verið nóg með það
að krakkarnir í skólanum hafi
strítt henni fyrir að vera í „fátækra-
fötum“ heldur hafi þessi hagsýna
mamma hennar líka klippt á henni