Tíminn - 03.02.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.02.1988, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 3. febrúar 1988 Tíminn 9 VETTVANGUR !|l!llillll!lllíí|i!illlll!lllll Daníel Agústínusson: AÐ GEFA STEINA FYRIR BRAUD Hvar er reisn og virðing sveitarstjórnarmanna? Sá þriðji kom og bætti um betur Því hefur verið haldið fram að frumvarp ríkisstjórnarinnar um verkaskiptingu ríkis- og sveitarfé- laga væri sérstakt óskabarn sveit- arstjórnarmanna og þeir hafi aftur og aftur sett fram kröfur um aukin verkefni til sveitarfélaganna. Hér er margslungið mál gert of einfalt og rangtúlkað. Krafa sveitarstjórn- armanna - svo langt sem ég man - var um nýjan tekjustofn, sem rennt gæti traustari stoðum undir fjárhag sveitarfélaganna. Hér er marg- slungið mál gert of einfalt og rang- túlkað. Krafa sveitarstjórnar- manna - svo langt sem ég man - var um nýjan tekjustofn, sem rennt gæti traustari stoðum undir fjárhag sveitarfélaganna. Að baki þeirri kröfu var áhuginn fyrir lægri út- svörum og aukið svigrúm til meiri framkvæmda og þjónustu. Mörg- um þótti sveitarfélögin búa við mikið öryggisleysi í fjármálum meðan innheimta útsvara var nán- ast eini tekjustofn þeirra, sem oft gat verið all sveiflukenndur. Hvað vilja sveitarfélögin? Ég tel rangt að sveitarfélögin hafi haft uppi almennar óskir um yfirtöku verkefna frá rfkinu, jafn- vel þótt greiðsla fylgdi með. Og alls ekki án hennar. Hitt var þeim mikið áhugamál að ríki tæki að sér verkefni, sem að hluta hvíldu á þeim. Þannigfögnuðusveitarfélög- in í landinu frumkvæði Halldórs E. Sigurðssonar fjármálaráðherra 1972 um yfirtöku alls löggæslu- kostnaðar til ríkisins, en hann var áður að hálfu í verkahring sveitar- félaganna. Engin rödd heyrðist gegn breytingunni. Halldór E. gerði fleiri hliðstæðar ráðstafanir sveitarfélögunum til hagsbóta í fjármálaráðherratíð sinni og hlaut fyrir almennar þakkir og virðingu sveitarstjórnarmanna. Hverra hagsmunir? All löngu áður höfðu kennara- laun að hluta verið greidd af sveit- arfélögunum, en ríkið síðan yfir- tekið þau. Með þetta voru sveitar- stjórnarmenn mjög ánægðir og þó einkum kennararnir, sem eftir það fengu laun sín skilvíslega greidd. Þá hefur það lengi verið krafa sveitarstjórnarmanna að allir fram- haldsskólar væru færðir á ríkið, en ekki öfugt. Mörg fleiri dæmi gæti ég nefnt á þennan veg, sem sveit- arstjórnarmenn telja hagsmuni sína. Hvernig mætti h'ka annað vera? Um metnað er ekki vert að tala í þessu sambandi. Er þetta ekki sveitarfélögunum til hagsbóta: Að fá 40% byggingarstyrk til félagsheimila af verðtryggðum tekjustofni, þar sem er 50% af skemmtanaskattinum? Að fá 40% til byggingar íþrótta- mannvirkja? Að fá 85% til byggingar sjúkra- húsa og heilsugæslustöðva? Að fá 50% til byggingar grunn- skóla? Að fá byggingarstyrki til dag- heimila, byggðasafna og fleiri framkvæmda. Það hefur sýnt sig að skipting þessi var mikið öryggi fyrir sveitarfélögin, sem ekki ber að vanmeta, enda hefur reynslan af þessu samstarfi ríkis og sveitar- félaga verið góð. Hver segir að hagsmunir sveitarfélaganna séu nokkuð betri, þótt þessi verkefni væru öll í þeirra verkahring, jafn- vel þótt þau fengju til þess eitthvert fjármagn? Jöfnunarsjóður óþarfur milliliður Engin rök mæla með því að Alþingi veiti fé - eyrnamerkt ákveðnum framkvæmdum í land- inu - til jöfnunarsjóðs. Hann er þar algerlega óþarfur milliliður. Uppgjörsdeild sjóðsins á aðeins að greiða eftir fyrirmælum fjárveit- inganefndar og sérdeildin skal greiða eftir reglugerð frá félags- málaráðuneytinu. Það er allt frelsið og sjálfstæðið. Með slíkri lagasetn- ingu er verið að skopast að sveitar- félögunum. Með slíku skipulagi er verið að gera jöfnunarsjóð að einhverskon- ar blóraböggli milli ríkissjóðs, sveitarfélaga og annarra aðila, sem nú njóta styrks úr ríkissjóði. Hon- um er ætlað að gegna svipuðu hlutverki og sláturleyfishöfum nú, milli ríkissjóðs og bænda, og allir kannast við úr fréttum frá síðustu áramótum. Jöfnunarsjóður hefur svo sannarlega háleitari markmið- um að sinna. Hættulegt dreifbýlinu Alvarlegasti þáttur þessa máls er sá að sveitarfélögin hafa enga tryggingu fyrir fjárveitingum AI- þingis í jöfnunarsjóð samkv. þörf- um eða fyrri hefðum. Fjárveitingar eru gerðar frá ári til árs og Alþingi getur hvenær sem er klippt á þær og sagt sveitarfélögunum að draga seglin saman, því nú þurfi ríkið á peningunum að halda til að bjarga ýmsum vandamálum, sem varði þjóðarhag. Allir þekkja slíkar for- múlur frá liðnum árum. Alveg sérstaklega er þetta hættu- legt fyrir landsbyggðina. Duglegir þingmenn hafa oft á tíðum komið þar fram ýmsum áhugamálum fólksins. Stjórnirýmissasjóða, eins og íþróttasjóðs, félagsheimilasjóðs og margra annarra hafa ævinlega haft tilfinningu fyrir þörfum hinna dreifðu byggða. Enginn veit hvað jöfnunarsjóður sér langt út fyrir Reykjavíkursvæðið. Eitt er víst að þar hefur höfðatölureglan átt góðu gengi að fagna. Ekki treystir hún byggðina í landinu. Frumvarp þetta er lævísleg til- raun andstæðinga íslenskra byggða til að forða Alþingi frá því að taka fyrir og afgreiða mörg framfaramál fólkinu til heilla. Vísa þeim sem flestum í jöfnunarsjóð og skrúfa síðan fyrir fjárveitingar til hans, þar sem þarfir ríkisins verði að ganga fyrir og lækka þurfi skatta á þjóðinni. Þrauthugsuð og mjög snjöll aðferð. Ýmsir kratar hafa aftur og aftur lýst því yfir að höfuðtilgangur frumvarpsins sé að létta greiðslum af ríkissjóði. Þarf frekari vitna við? Vatnsveita án vatnsréttinda Það er álíka fráleitt fyrir sveitar- félögin að taka við verkefnum frá ríkinu gegn einhverjum fjárveit- ingum í jöfnunarsjóð frá ári til árs, eins og fjölmennt sveitarfélag byggði dýra vatnsveitu, án þess að hafa full umráð yfir vatnsréttindun- um og annar aðili gæti hvenær sem er skrúfað fyrir vatnið og veitt því aðra leið. Fjárveitingavaldið getur hvenær sem er - með einu pennastriki - stöðvað allar fram- kvæmdir sveitarfélaganna, svo lengi sem þau hafa ekki óháðan, verðtryggðan tekjustofn. Sveitarfélögin í landinu eru með elstu stofnunum í þjóðfélaginu og hafa með höndum fjölbreytta málaflokka. Þeir geta skipt sköp- um fyrir mannlífið í landinu. Það er ekki samboðið virðingu þeirra að standa með betlistaf við dyr fjárveitingavaldsins á hverjum haustnóttum. Þeim ber að hafa sjálfstæðan tekjustofn, óháðan ríkisvaldinu, sem lagar sig eftir verðlaginu í landinu á hverjum tíma. Tekjustofn þessi komi við hliðina á útsvörunum. Þetta er þungamiðja málsins og sá eini kostur sem er samboðinn virðingu sveitarfélaganna. Meðan ríkis- stjórnin vill ekki afhenda slíkan tekjustofn skyldi enginn sveitar- stjórnarmaður taka mark á tillögu- flutningi um verkaskiptingu. Hann er hinn sami og gefa steina fyrir brauð. Lögin um söluskattinn Með lögum um söluskatt nr. 10/1960 fékk jöfnunarsjóðurinn hlutdeild í innheimtum söluskatti. Þetta var afgerandi stuðningur við fjárhag sveitarfélaganna, til lækk- unar á útsvörum, örvaði fram- kvæmdir og skapaði verulegt ör- yggi í greiðslum á þeim tíma, sem innheimtan gekk hægast. Hér var kominn fyrsti vísir að sjálfstæðum verðtryggðum tekjustofni, sem gat verið undanfari að flutningi verk- efna til sveitarfélaganna. Með þetta voru sveitarstjórnarmenn al- mennt mjög ánægðir. Við afgreiðslu fjárlaganna fyrir 1984 er brotið blað í þessum málum. Ríkissjóður tekur upp á því að ræna jöfnunarsjóð stórum fjárfúlgum með einföldu ákvæði í lánsfjárlögum og því hefur verið haldið áfram síðan. Ránsfengur þessi nam 1984 og 1985 kr. 100 millj. hvort ár, 1986 kr. 160 millj. og 1987 kr. 350 millj. Tölur þessar eru bundnar við áætlunartölur fjár- laga, en í reynd hafa tekjurnar orðið hærri og stundum verulega hærri, en áætlunartölur fjárlag- anna, þar sem söluskatturinn verð- ur yfirleitt hærri en áætlun segir til um. Þannig hirti ríkið af jöfnunar- sjóði 1987 kr. 500 millj. í stað kr. 350 millj. sem áætlað var, þegar allt var gert upp. Á þessum 4 árum, 1984-1987, hefur ríkið rænt jöfnun- arsjóð um rúmlega 1000 millj. f ár er áætlunin kr. 200 millj. en gæti hægjega orðið helmingi hærri upphæð. Jafnframt þvf að lögfestar tekjur jöfnunarsjóðs eru skertar um kr. 200-400 millj. 1988 er sveitarfé- lögunum ætlað að taka að sér fjármögnun á íþróttasjóði, félags- heimilasjóði, byggingu og rekstur dagheimila, rekstur tónlistarskóla, byggingu og rekstur byggðasafna, aðstoð við vatnsveitur, án frekari fjárveitingar. Skylt er þó að geta þess að hækkun söluskatts 1988 er áætluð 45%, svo hann skilar jöfnuriarsjóði æði miklu meira fé en áður. Hækk- unin er þó ekki mikið umfram það sem sveitarfélögin fengu fyrir 1984 miðað við þær verðbreytingar, sem síðan hafa orðið. Verkefnin sem talin eru upp hér að framan fá því ekki umtalsverðar fjárveitingar. Stjórnendur tónlistarskólanna sáu þetta strax og mótmæltu sem einn maður verkefnaflutningi þessum, sér til mikils sóma. Hefur það verið tekið til greina. Frumv. til laga um eyðingu refa og félags- legrar þjónustu Á fundi sínum fyrir jól bætti meirihluti félagsmálanefndar n.d. einu atriði við frumv: Eyðingu minka og refa. Fór vel á þessari viðbót nefndarinnar. Eftir breyt- inguna finnst mér fara vel á því að frumv. heiti: Frumv. til laga um eyðingu refa og félagslegrar þjón- ustu í byggðum landsins. Það túlk- ar betur en allt annað efni frum- varpsins, og tilgang. Sveitarfélögin hlunnfarin Á árunum 1981-1983 námu framlög ríkissjóðs til jöfnunar- sjóðsins 3-3,2% af ríkistekjum en frá því að skerðingin hófst 1984 og vegna tollalagabreytinga og minnkandi tekna af aðflutnings- gjöldum hefur framlag til jöfnunar- sjóðs af tollatekjum staðið í stað í krónutölu frá árinu 1985. Þar er því um mikla skerðingu að ræða, eins og í söluskattinum, Framlagið í jöfnunarsjóð hefur því farið lækkandi frá 1984 sem hlutfall af ríkistekjum og stefnir í ár að vera undir 2%. Hér er því um mikla hagsmuni sveitarfélaganna að tefla, sem fulltrúar þeirra hljóta að veita athygli. Sveitarstjórnar- menn geta borið höfuðið hátt og hafa enga ástæðu til að sætta sig við neina mola af borðum ríkisvaldsins né loforð fram í tímann. Krafa þeirra er að ránsfengnum sé skilað og þeim afhentur sjálfstæður tekju- stofn, sem aldrei verði af þeim tekinn, nema samþykki þeirra kemi til. Þar næst er hægt að ræða verkefnaflutninginn. Það er ómerkilegur áróður, sem sumir þingmenn hafa látið sér um munn fara, að verkefnaflutningurinn sé aðal málið. Hvers vegna var jöfnunar- sjóðurinn skertur? Þegar hér er komið munu margir spyrja: Hvers vegna var tekinn upp skerðing á söluskattslögunum frá 1960, sem lækkað hafa tekjur jöfnunarsjóðs um kr. 1000 millj. árin 1984-’87 gegn mótmælum sveitarstjómarmanna? Þótt fyrrv. ríkisstjórn hafi gert marga ágæta hluti, bar hún í sér dauðamein frjálshyggjunnar, sem birtist í sölu ríkisfyrirtækja og lækkun á mörkuðum tekjustofna ríkisins. Það er kjami frjálshyggjunnar að lækka tekjur ríkissjóðs og reka hann með bullandi halla í mesta góðæri í sögu þjóðarinnar. Segja svo við almenning: Þetta getið þið borgað. Við höfum enga peninga. Einkum gengur þetta út yfir alla félagslega þjónustu og menningar- mál. Svikist var um að afla ríkis- sjóði nægilegra tekna og það notað sem ástæða fyrir skerðingu á jöfn- unarsjóði. Þannig skyldu sveitar- félögin finna fyrir samdrættinum. Saga þessi ætti að vera öllum kunn. Fjármálum ríkisins stýrðu á þessum árum fóstbræðurnir Albert Guðmundsson og Þorsteinn Pálsson. Albert markaði stefnuna ■ 1984-1985. Þorsteinn fetaði dyggi- lega í fótspor læriföður síns 1986- 1987 og gerði raunar snöggtum betur, eins og tölurnar hér að framan bera vott um. En það er eins og stendur í vísunni góðu uip ausuna: „Sá þriðji kom og bætti um betur og boraði á hana gat.“ Jón Baldvin núverandi fjármála- ráðherra hefur þó gengið lengst þeirra allra. Hann skerðir tekjur jöfnunarsjóðs um kr. 477 millj. skv. fjárlagafrumv. fyrir árið 1988, sem hæglega gætu reynst a.m.k. 700 millj. hækki söluskatturinn verulega, eins og allt bendir til. Verði einhver gengislækkun getur skerðing þessi auðveldlega farið upp í kr. 1000 millj. Áuk þess ætlar hann sér með frumv. þessu að lögfesta fjölda verkefna hjá sveitarfélögunum í þeim tilgangi að lækka útgjöld ríkissjóðs. Það er auðskilið mál að sveitarfélögin una illa slíkum ráð- stöfunum. Að standa á réttinum Andstaðan gegn frumv. um verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga þarf að byggjast á faglegri samstöðu. Öll pólitísk smámuna- semi þarf að víkja fyrir hagsmun- um sveitarfélaganna og virðingu þeirra. Láti sveitarstjórnarmenn enn einu sinni troða á lögfestum réttindum sínum er óvandaður eftirleikurinn fyrir ýmsa valda- menn þjóðfélagsins. Sá sem ekki stendur á rétti sínum glatar virðing- unni. Hótanir Sigurgeirs Eftir að Guðni Ágústsson alþm. snérist af miklum myndarbrag gegn frumv. á Alþingi 11. jan. s.I. var málinu frestað. Jafnframt var því vísað til Sambands ísl. sveitarfé- laga. Stjórn þess tók frumv. fyrir á fundi sínum 22. jan. s.l. Tvær tillögur komu fram. Með og móti frumv. Ekkert samkomulag náðist. Þar næst var málinu vísað til full- trúaráðsfundar síðar um daginn. Þar var lengi og hart deilt um frumvarpið. Var það gagnrýnt af flestum. Áður en um ræðu lauk gaf formaður sambandsins - Sigurgeir á Seltjarnarnesi - út tilskipun til fundarmanna og hótaði að segja af sér formennsku yrði tillaga hans felld. Svo hræddur var hann orðinn. Hafði tillaga hans þá tekið verulegum breytingum á fundin- um, sem gengu út á það að níða frumv. niður. Þrátt fyrir hótanir þessar, sem eru einsdæmi og í raun hrein skoðanakúgun, fékk tillaga hans - með áorðnum breytingum - aðeins 15 atkv. 5 greiddum atkv. á móti, 8 sátu hjá og 6 voru fjarver- andi. Alþingi getur ekki afgreitt frumv. Athygli vekur að það er minni- hluti fulltrúaráðsins sem mælir með frumvarpinu og samþykkir tillögu, sem jafnframt er hörð gagnrýni á frumv. Það er talið að raunveruleg- ir stuðningsmenn frumv. hafi verið 5-8. Aumari gat afgreiðslan tæpast verið. Málstaður, sem barinn er í gegn með hótunum, ber dauðann í sér. Eftir slfkan fund forustumanna sveitarfélaganna í landinu dettur áreiðanlega fáum í hug að Alþingi telji verjandi að afgreiða frumv. Hinsvegar hefur Samband ísl. sveitarfélaga brugðist hér for- ustuhlutverki sínu. Það gagnrýnir harðlega frumv. en mælir síðan með samþykkt þess. Pólitísk þjónkun er valin fram yfir faglega umfjöllun. Slíkt ber að harma. Nú er röðin komin að sveitar- stjórnarmönnum um land allt að rísa einhuga gegn frumvarpinu, sem er smán og niðurlæging fyrir sveitarfélögin og senda Alþingi mótmæli sín. Það er sígild regla að taka aldrei á móti steinum fyrir brauð. Daníel Ágústínusson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.