Tíminn - 03.02.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.02.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 3. febrúar 1988 Á Brunamálastofnun: Samþykkir hönnun starfsfélaga síns Sérmenntaður starfsmaður Brunamálastofnunar hefur nú um nokkurt skeið unnið teikningar að brunavarnarkerfum húsa gegn sérstakri þóknun og hefur sam- starfsmaður hans samþykkt teikn- ingarnar. Er hér um nokkuð mörg kerfi að ræða í flestum stærri húsum og hótelum, sem byggð hafa verið í seinni tíð. Brunamála- stjóri segist hafa verið látinn vita af a.m.k. einu tilfelli og telur hann ekki æskilegt að samstarfsmenn stundi með þessum hætti sjálfstæða vinnu til hliðar við starf sitt á stofnuninni. Brunamálastjóri hef- ur þó ekki talið ástæðu til.að setja ofan í við menn sína, þar sem ekki er hægt að segja að hér sé um ólöglegt athæfi að ræða. Þá bendir hann á að fáir. eða engir verk- fræðingar í landinu séu jafn fróðir í þessu fagi og viðkomandi starfs- maður. Þessi starfsmaður er verkfræð- ingur með sérmenntun í viðvörun- arkerfum og brunavörnum og er hann einn af örfáum slíkum á landinu. Ekki er því óeðlilegt að byggingarmenn hafi leitað til hans með verk af þessu tagi, enda eru þeir þá alveg öruggir með að teikningarnar verða samþykktar. Þá hafa málin þróast á þann hátt á skrifstofu brunamálastjóra, að arkitektar og verkfræðingar hafa í auknum mæli komið með ófrá- gengna hönnun þessara kerfa og óskað leiðsagnar frá grunni. Má sem starfsmenn ekki hanna sjálfir gegn aukagreiðslu, séu unnar að meira eða minna leyti af þeim sjálfum í formi ítarlegrar leiðsagn- ar. Brunamálastjóri sagði þá starfs- menn oft hafa rætt þessa þróun og þá í ljósi aukins vinnuálags á stofnuninni. Það væri hins vegar greinilegt að hönnuðir leituðu mik- ið eftir þeirri sérmenntun, sem starfsmenn sínir byggju yfir og treystu þeim mjög vel til að gefa sér holl ráð. KB Bandaríski flotamála- ráðherrann í heimsókn James H. Webb yngri flotamála- ráðherra Bandaríkjanna mun dvelja hér á landi í dag og á morgun. En hann tók nýlega við embætti flota- málaráðherra eftir að John Lehman sagði af sér. Á meðan dvöl hans stendur mun flotamálaráðherrann eiga viðræður við Þorstein Pálsson forsætisráð- herra og Steingrím Hermannsson utanríkisráðherra. Heimsókninni lýkur síðan með sameiginlegum blaðamannafundi hans og utanríkisráðherra n.k. mið- vikudag. Hlíf í Hafnarfirði: Ætla þingmenn í hungurstríð? Á fundi Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði 28. janúar s.l. var samþykkt ályktun þar sem harð- lega var mótmælt hverskonar skattaálagningu á matvöru. Bent er á að nú sé svo komið að dagvinnu- laun verkamanns dugi ekki lengur fyrir matvöruútgjöldum, lágmarks- laun séu 27.577 kr. á mánuði en útgjöld vísitölufjölskyldunnar til matarkaupa í janúar s.l. 28.200 kr. í lok ályktunar Hlífar er skorað á alþingismenn að kynna sér betur launakjör verkafólks og fella niður matarskattinn, „nema þeir ætli sér vísvitandi í hungurstríð við lágtekju- fólkið í landinu". Einnig er lýst „fyllsta stuðningi við Neytendasam- tökin og baráttu þeirra gegn okri og óeðlilegum viðskiptaháttum", eins og segir orðrétt í ályktun frá Verka- mannafélaginu Hlíf í Hafnarfirði. óþh Elín Líndal á Alþingi Elín Líndal varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norður- landskjördæmi vestra tók í gær fyrsta skipti sæti á Alþingi, en hún kemur inn sem varamaður Stefáns Guðmundssonar. Þá kom Níels Árni Lund ritstjóri inn á þing í fjarveru Steingríms Hermannsson- ar utanríkisráðherra. Aðrir varaþingmenn, sem tóku sæti á Alþingi eftir fundarhlé voru Sigríður Lillý Baldursdóttir (Kvl.Rvk.) og Þórður Skúlason (Ab.N.v.) LEIÐRÉTTING Sú villa var í leiðara blaðsins s.l. laugardag að sagt var, að tillaga Framsóknarflokksins í umferðar- málum miðaðist við að framlengdur Bústaðavegur myndi tengjast nýjum vegi sunnan tannlæknahússins. Hið rétta er að tillagan miðast við að Bústaðavegur tengist bæði Mikla- torgi og vegi norðan við tannlækna- húsið, þ.e. núverandi Vatnsmýrar- vegi. Leiðréttist þetta hér með. Húsnæði saumastofunnar Hennes sem SS var boðið til kaups. Jón H. Bergs forstjóri SS segir að ekki standi til að kaupa húsið. . . Akranes: SS skoðaði húsnæði saumastofu Hennes Samkvæmt heimildum Tímans er Sláturfélag Suðurlands að ígrunda aukin umsvif í verslunarmálum á Akranesi. Jón H. Bergs forstjóri Sláturfélags Suðurlands segir þó að ekkert slíkt standi til þó Sláturfélag- ið hafi skoðað húsnæði saumasto- funnar Hennes sem boðið verður upp í byrjun næsta mánaðar. Samkvæmt heimildum Tímans hafði Sláturfélag Suðurlands hug á að kaupa Skagaver sem er stærsta verslunin á Akranesi og gengu for- svarsmenn Sláturfélagsins á fund eigenda Skagavers af því tilefni. Ekki varð úr neinum samningavið- ræðum um kaupin þar sem eigendur Skagavers höfðu ekki hug á að selja verslun sína. Þá skoðuðu forsvars- menn Sláturfélagsins húsnæði saumastofunnar Hennes sem varð gjaldþrota fyrir nokkru, en það húsnæði hentar mjög vel undir stór- markað, auk þess sem það liggur vel við akstursleiðum til og frá Akra- nesi. Sláturfélag Suðurlands á Akra- nesi hefur einnig gert teikningar að hugsanlegri stækkun á verslun sinni þar. Forstjóri Sláturfélagsins staðfesti að húsnæði saumastofunnar hafi ver- ið boðið SS til kaups og að forsvars- menn Sláturfélagsins hafi skoðað aðstæður þar. Ekkert hafi þó orðið úr nánari viðræðum um kaup, enda sagði Jón að Sláturfélag Suðurlands hygðist ekki auka umsvif sín á Akra- nesi umfram það sem nú er. -HM Minna vatn renni til sjávar Vatn er sykurlaust, vatn er drykk- ur náttúrunnar, vatn er alls staðar og þar að auki ókeypis. Einmitt þess vegna þykir í fyrstu það skjóta skökku við að heilbrigðis- ráðuneytið reyni að „selja“ ókeypis vöru með auglýsingaherferðinni fyr- ir aukinni vatnsneyslu íslendinga. En ágóðann er að finna í öðru en beinhörðum gjaldmiðli. Tann- skemmdum fækkar, því að með aukinni vatnsneyslu minnkar drykkja ropvatns ósjálfrátt og þá um leið óhófleg sykurneysla íslendinga. í vatni eru aukin heldur engin rot- varnarefni, litarefni eða önnur efni sem teljast óheppileg. Það er því heilbrigðiskerfinu og landanum í hag að minna vatn renni til sjávar og rneira af því haft til drykkjar. Skátar hafa beitt sér í herferð ráðuneytisins og kynntu íslenskt ina Hér skála þeir {i>söluvörunni“: gvendarbrunnavatn í sérhönnuðum H20 (tært og gott) auglýsingabás í Kringlunni um helg- (Tíminn: Gunnar)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.