Tíminn - 03.02.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.02.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn . Miðvikudagur 3. febrúar 1988 Timinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Oddurólafsson Birgir Guömundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:. Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverö kr. 400 prdálk- sentimetri. Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 600.- Skoðanakannanir Skoðanakannanir gerast nú æ algengari hér á landi og almennt viðurkennt að þær geti gefið vísbendingar um almenningsálit varðandi þau málefni sem könnunin snýst um. Enn einu sinni hafa verið birtar niðurstöður skoðanakannana varðandi fylgi stjórnmálaflokk- anna. Par kemur fyrst í ljós að orðstír sprengi- flokka og sérframboða sem skutu upp kollinum í alþingiskosningum fyrir nokkrum mánuðum er miklu minni en kosningaúrslitin gáfu til kynna. Borgaraflokkurinn heldur að vísu einhverju af fylgi sínu og er engan veginn afskrifaður sem pólitískur hrellir fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Sérstaka athygli hlýtur að vekja hversu gengi Alþýðubandalagsins er lítið og aumingjalegt. Al- þýðubandalagið er í mikilli kreppu, þrátt fyrir sjálfsánægjuna og kokhreystina sem hin nýja flokksstjórn sýnir af sér að ekki sé minnst á uppgerðarhofmóðinn í Þjóðviljaskrifunum. Þótt ekki hafi að vísu komið til opinbers klofnings í Alþýðubandalaginu eftir landsfundinn í nóvem- ber, þá er flokkurinn ósamstæður um stefnuna og allur í brotum. Hvort sem samband er á milli eymdarstöðu Al- þýðubandalagsins og mikils vaxtar Kvennalistans - sem sumir halda -, þá hlýtur öllum að verða það umhugsunarefni hvað það er sem veldur þessari sókn kvennahreyfingarinnar. í rauninni getur eng- inn stjórnmálaflokkur - sem það nafn er gefandi - látið hjá líða að meta fyrir sitt leyti þennan uppgang Kvennalistans. Hin öfluga staða kvenna- hreyfingarinnar er staðreynd sem sérstakt fyrirbæri í íslenskri pólitík um þessar mundir. Sá flokkur sem kemur þó í rauninni best út úr þessum skoðanakönnunum er Framsóknarflokkur- inn. Því er ekki að leyna að Framsóknarflokkurinn átti við misjafnt kosningalán að stríða á vissu tímabili. Þetta er að breytast. Skoðanakannanirnar sýna að Framsóknarflokkurinn er að ná sinni gömlu stöðu með því að hafa á bak við sig fjórðung kjósendafylgis. Þá hefur það komið í ljós að helstu forystumenn Framsóknarflokksins, Steingrímur Hermannsson formaður flokksins og Halldór Ás- grímsson varaformaður hans, njóta mikils per- sónulegs trausts og meira en aðrir stjórnmálamenn. Hins vegar hlýtur það að vekja athygli að álit almennings á ríkisstjórninni í heild er minna en ástæða var til að ætla. Gera verður þó ráð fyrir að sú staða eigi eftir að breytast. Ýmsar aðgerðir ríkisstjórnarinnar að undanförnu hafa mælst mis- jafnlega fyrir og er vafalaust að það kemur fram í niðurstöðum skoðanakannana. Þótt fráleitt sé að láta stjórnmálaumræðurnar snúast um skoðanakannanir meira en tilefni gefast, þá eiga þær þegar sinn sess á þjóðmálavettvangi og verður hvorki hjá þeim komist né fram hjá þeim horft. Hins vegar ber að tryggja að skoðanakann- anir séu framkvæmdar fagmannlega og án hlut- drægni. Sem betur fer fer tortryggni gagnvart skoðanakönnunum minnkandi. Galdurinn er sá að lesa rétt úr niðurstöðum þeirra. GARRI Hver vill gengisfellingu? Árni Bencdiktsson fram- kvæmdastjóri Félags Sambands- fiskfrainleiðenda skrífaði athygl- isverða grein hér í blaðið í gær. Þar rekur hann tvennt, annars vegar erfiða rekstrarstöðu frystihúsanna nú um þessar mundir og hins vegar þann gráa leik sem ýmsir frammá- menn í einkageiranum hafa verið að spila til að reyna að koma þvi inn hjá aimenningi að það séu Sambandsfrystihúsin ein sem séu að tala um að nú þurfi að fella gengið. Sannleikurinn er vitaskuld sá að frystihúsin eru komin i klemmu vegna lágrar stöðu Bandaríkjadals og þeirrar fastgengisstefnu sem fylgt hefur verið hér á landi nú að undanförnu. Þessi fyrirtæki fá tekj- ur sínar í erlendri mynt, og að stórum hluta í dollurum. Það á jafnt við um Sambandsfrystihúsin og Sölumiðstöðvarhúsin. Jafnframt gerðist það á síðasta ári að kostnaðarhækkanir hér urðu verulegar. Laun hækkuðu hjá ríki og sveitarfélögum, og má þó segja að opinberir starfsmenn hafi ekki verið ofsælir fyrir. En í kjölfarið fylgdi hitt að mikið launaskrið varð í einkageiranum, eins og ýmsar nýlegar fréttir um tekjur einstakra starfshópa bera vitni um. Þetta launaskrið varð fyrst og fremst hjá þcim fyrirtækjum sem selja þjón- ustu sína á innlendum markaði, þ.e. fyrirtækjum í verslun og þjón- ustu. Þessi fyrirtæki eru í þeirri aðstöðu að geta velt hækkunum jafnóðum yfir á herðar almenn- ings, og gera það. Af því hefur leitt hitt að verðlag hefur farið hækk- andi hér innanlands. Hver borgar Kringluna? Svo er lika vitaskuld að hinu að gæta að ýmsar stórar fjárfestingar í verslun hafa komið hér til sögunn- ar og verkað hækkandi á verðlag. Þar til má nefna byggingar eins og Kringluna í Reykjavík, en kostnað- urinn við smíði hennar lendir að sjálfsögðu út í verðlagið og á herðum neytenda í þessu landi. í því efni hefur það sýnt sig að marglofuð óheft samkeppni frjáls- hyggjunnar dugar ekki. Hins vegar er aðstaðan í fiskiðn- aðinum þannig að þar eru menn ekki í neinni aðstöðu til að velta verðhækkunum út í verðlagið eins og í vcrsluninni. Fiskfrystihúsin eru í samkeppni á erlendum mörkuðum, og þau segja viðskipta- vinum sínum ekki fyrir verkum um það hvað þeir skuli greiða fyrir fiskafurðirnar. Af þessu hefur svo leitt hitt að meðal starfsfólks í fiskiðnaði er farið að bera á óánægju með launakjör, þegar borið er saman við starfsmenn í þjónustugreinum. Gamla aðferðin, þcgar þannig stóð á, var að lækka gengið til að auka tekjur frystihúsanna og láta al- mcnning í landinu borga með hækkuðu vöruveröi. Núna hafa líka heyrst raddir, jafnt úr einka- geiranum sem úr samvinnugeiran- um, sem halda því fram að gengið sé í raun fallið. Leiðrétta þarf misgengi Hins vegar eru menn jafnframt greinilega vantrúaðir á það núna að gcngislækkun ein sérleysi nokk- urn vanda. Málið er að í dag eru aðstæður breyttar, kannski fyrst og fremst að því leyti að lánsfé er almennt orðið ýmist verð- eða gengistryggt. Raunvaxtastefnan hefur valdið því að afleiðingar gengislækkunar myndu leggjast þungt á frystihúsin, jafnvel þó að hún yki tekjur þeirra nokkuð á móti. Gengislækkun ein og sér er því ekki lengur viðhlítandi læknis- ráð. Það er þessi vandi sem núna blasir við jafnt forráðamönnum fiskvinnslu sem ríkisstjórn og Al- þingi. Það sýnist Ijóst að hér þurfi cinhverjar þær aðgerðir af hálfu stjórnvalda að koma til, sem leið- rétti það misgengi sem orðið hefur á milli útflutningsgrcinanna og þjónustugreinanna innanlands. Sh'kar aðgerðir þurfa kannski öðru fremur að tryggja það að laun starfsfólks og afkoma fyrirtækja verði sambærileg í þessum greinum og í verslunargreinunum. Meðan menn standa frammi fyr- ir því að finna lausn á þessum vanda verður ekki annað sagt en að það athæfi manna í einkageiran- um, sem Árni Benediktsson lýsir í grein sinni, sé lúalegt. Ekkert bendir til þess að neinn umtals- verður munur sé á afkomu frysti- húsa eftir því hvort þau selji afurðir sínar gcgnum Sambandið eða Sölu- miðstöðina. tjr báðum hcrbúðum hafa heyrst raddir um að gengið sé í raun fallið, og úr þeim báðum hefur líka verið varað við afleiðing- um gengisfellingar án nokkurra hliðarráðstafana. Hér er því sam- eiginlegur vandi atvinnugreinar- innar á ferðinni, sem mönnum væri skammar nær að reyna að takast saman á við heldur en að skella skuldinni á vinnufélaga sína í greininni. Garri llllllllllllllllllllllll VÍTT OG BREITT Þenslan í algleymingi Nóg af byggingalóðum í Reykja- vík um vora daga, sagði borgar- stjórinn þegar hann hóf að skipu- leggja byggð við Grafarvog. Þar er þegar risin talsverð byggð og á enn eftir að stækka. Þar að auki er mikið byggt víðs vegar í borginni. En samkvæmt fréttum í Tímanum í gær er svo komið að ekki er hægt að fullnægja lóðaþörfinni og var slegist um 150 lóðir sem úthlutað var í s.l. mánuði, langflestar undir einbýlishús. Var þeim öllum út- hlutað á tveim dögum. Skipuleggjendur hafa ekki við að gera ný hverfi byggingarhæf, og er eftirspurnin meiri en framboð og ekki hefur verið hægt að standa við loforðin um að ekki verði framar hörgull á byggingalóðum. í nágrannabyggðum Reykjavík- ur er heldur ekki hægt að anna eftirspurninni og í Kópavogi og Hafnarfirði eru skipulagsáætlanir farnar úr skorðum þar sem orðið hefur að flýta undirbúningsvinnu nýrra hverfa vegna mikillar eftir- spurnar og þrýstings frá væntanleg- um húsbyggjendum. Ómettuð þörf Auðsjáanlegt er að fram- kvæmdaþenslan á höfuðborgar- svæðinu er síst í rénum og nóg er af fullhugum sem byggja vilja stórt og dýrt, því yfirgnæfandi meirihluti úthlutana byggingaleyfa er fyrir einbýlis-, rað- og parhús. Húsnæðismarkaðurinn virðist seint ætla að mettast og er sama hve mikið er byggt í þeim landlitlu en fjölmennu sveitarfélögum sem myndast hafa á Seltjarnamesinu og umhverfís það. Eftirspurnin er ávallt meiri en framboðið og áfram er haldið að byggja. Nýting á húsnæði er að vísu afleit og versnar eftir því sem meira er byggt, enda mun ekki langt í að hver íbúi hafi um 60 fermetra til umráða og er það samkvæmt meðaltalsútreikningi. En fleira kemur til. Aðflutningur fólks er mikill og vöxtur höfuð- borgarsvæðisins er að talsverðu leyti á kostnað annarra byggðar- laga úti á landi, þar sem íbúatalan ýmist stendur í stað eða fer lækk- andi. Ekki fer milli mála að sú mikla þensla sem er í byggingafram- kvæmdum og fasteignaverði á Reykjavíkursvæðinu stafar að ein- hverju leyti af aðflutningi frá fá- mennari stöðum og einnig því að þeir sem hafa eitthvað handa á milli telja tryggara að festa fé í fasteignum í Reykjavík en í heima- byggð. Ekki hlustað á rugl Fjármagnsflutningamir til þétt- býlisins eru margvíslegir. Ávöxt- unarfyrirtækin vinsælu taka við sparifé hvaðanæva. Smásöluversl- unin færist i síauknum mæli til Reykjavíkur. Þangað eru sóttar skemmtanir og upplyfting margs konar. Ferðaskrifstofurnar taka við drjúgum hluta tekna hinna ferðaglöðu. Bílaviðskipti fara að mestum hluta fram í Reykjavík og áfram mætti lengi telja. Ekki eru allir tekjulitlir úti á landi enda fer þar víða mikil verð- mætasköpun fram. Gallinn er sá að fjármagnið leitar annað og liggur farvegurinn suður. Oft er Reykjavík legið á hálsi fyrir að soga til sín alit fjármagn sem unnið er fyrir með súrum sveita úti á landi. En það fylgir aldrei með að mikið af aflafé landsbyggðarfólks er farið með suður af fúsum og frjálsum vilja. Við því verður ekki spornað með neinum stjórnvaldsaðgerðum, þótt kröfur um slíkt séu algengar. Nú eru uppi miklar kröfur í þjóðfélaginu um að dregið verði úr þenslu og framkvæmdum slegið á frest. Óhóflegar lántökur og fjár- festingar langt umfram þarfir eða nokkra skynsemi halda öllu efna- hagslífi í spennitreyju og spáð er minnkandi sjávarafla og versnandi viðskiptakjörum, svo ekki sé minnst á snarruglaðan viðskipta- jöfnuð sem sífellt verður óhagstæð- ari. Væntanlegir húsbyggjendur láta allt svoleiðis leiðindatal sem vind um eyru þjóta. Slegist er um lóðir í fjölmenninu og þeim mun harðari er atgar.gurinn sem byggja má stærra og dýrara á skikunum. Ekki liggur í augum uppi hvort þéttbýlisbúar stefni að því að ná því marki að hver íbúi hafi svosem 100 fermetra til einkaafnota eða hvort landsbyggðin er að búa í haginn að flytja suður í enn ríkari mæli en áður hefur þekkst. En markaðslögmálið segirokkur að engin takmörk eru fyrir þensl- unni á höfuðborgarsvæðinu, til hvers sem hún kann síðar að leiða. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.