Tíminn - 03.02.1988, Síða 12

Tíminn - 03.02.1988, Síða 12
12 Tíminn Miðvikudagur 3. febrúar 1988 FRETTAYFIRLIT WASHINGTON - Frank Carlucci varnarmálaráðherra i Bandaríkjanna og sovéski I varnarmálaráðherrann Dmitri !l Yazov hafa fallist á að hittast í Bern í Sviss fyrir lok marsmán-, aðar og ræða afvopnunarmál ■ og önnur málefni. Þessar óvenjulegu viðræður í hlut- lausu landi er þáttur í skipu- lagðri fundaröð þar sem hátt- settir embættismenn frá löndunum tveimur hittast og ræða alþjóðamál. JERÚSALEM - Israels- menn lokuðu almennum skól- um og háskólum á Vesturbakk- anum. Þetta var gert í því skyni að reyna að halda meira en hundrað þúsund palestínskum ungmennum heima við og koma þannig í veg fyrir mót- j mæli gegn ísraelskum yfirráð- um á herteknu svæðunum. WASHINGTON - Hag- vaxtarvísitalan í Bandaríkjun- um lækkaði í desembermán- uði um 0,2% og var þetta þriðji mánuðurinn í röð sem lækkun varð. Oft er talað um að lækki • þessi hagvaxtartala þrjá mán- j uði í röð gæti það bent til að efnahagskreppa væri fram- undan. t BEIRÚT - Óþekktir byssu- menn eltu uppi og skutu til bana Frakka í austurhluta Bei- rútborgar í Líbanon í gær. ‘ Þetta var þriðja árásin á f ransk- an ríkisborgara í Líbanon síð- an í október. BEIRÚT - Byssumenn úr| hópi múslima er hlynntir eru, íranstjórn sögðust hafa fellti meira en tuttugu meðlimi Suð-! ur-Líbanonshers (SLA), sam- tökum er ísraelsmenn styðja, í hörðum bardöqum. SLA sagðii hinsvegar að aoeins tveir sinna: manna hefðu særst. ZAGREB, Júgóslavíu - Vestur-þýskur sagnfræðingur er rannsakar ásamt öðrum for- tíð Kurt Waldheims forseta Austurrfkis sagðist ekki hafa fundið upprunaleg skjöl í Júgó- slavíu er tengdu Waldheim við stríðsglæpi nasista í síðari heimsstyrjöldinni. AUSTUR-BERLÍN Tveim andófsmönnum, er voru í hópi þeirra sem reyndu að efna til mótmæla fyrir tveimur vikum var leyft ao halda frá Austur-Þýskalandi. Lög- fræðinaur í Austur-Berlin sagði aðöllum andófsmönnun- um, sem handteknir voru yrði sleppt úr haldi. SÁO PAULO - Sjö ungir menn voru skotnir til bana í bænum Embu í Sáo Paulo fylki í Brasilfu og voru þetta mestu fjöldamorö í sögu fylkis- ins. Lögreglan taldi ao morðin væru verk byssumanna sem ráðnir hefðu verið af kaup- mönnum á staðnum. ÚTLÖND Nýjar og auknar kröfur bandamanna Washingtonstjórnarinnar stefna framtíö margra bandarískra herstööva í hætt u: Kanar, við viljum meira! Deila sú sem stjórnir Spánar og Bandaríkjanna áttu í vegna staðsetningar bandarísku F-16 orustuflugvélanna nálægt Madríd sýndi Ijóslega að fleiri og fleiri bandamenn stjórnarinnar í Washington eru farnir að efast um tilverurétt bandarískra herstöðva í landi sínu. Þeir peningar sem koma inn vegna herstöðvanna eru að vísu víðast hvar vel þegnir en á móti kemur að Bandaríkjamönnum er ekki treyst jafnvel og áður og margir þrá að losa sig við þau mannvirki sem skýrast sýna hversu löndin hafa verið háð varnartengslum við Bandaríkin síðan eftir stríð. Felipe Gonzalez forsætisráðherra Spánar og Sósíalistaflokkur hans höfðu lofað í kosningabaráttunni árið 1986 að nema úr gildi 35 ára gamlan varnarsáttmála við Banda- ríkin og loka flugherstöðinni í Torre- jón De Ardoz. Bandarískir sátta- semjarar vonuðust til að fá Gonzalez ofan af þessari hugmynd en urðu í lokin að samþykkja að stöðinni yrði lokað á næstu þremur árum. Eftir lokunina í Torrejón De Ardoz verða því þrjár bandarískar herstöðvar og níu ratsjárstöðvar eftir á Spáni. Ákvörðun spænskra stjórnvalda í síðasta mánuði hefur þegar haft áhrif í landinu og hafa yfirvöld í Zaragosa t.d. farið fram á við stjórn- völd að þau reyni að semja við Bandaríkjamenn um að fjarlægja flugherstöð sem er aðeins í um tíu kílómetra fjarlægð frá borginni. Ástæðuna segir borgarstjórnin vera þá að „alltof mikill hávaði“ fylgi j starfseminni þar. Sumir telja að kröfur Spánverja verði sá snjóbolti sem hlaða muni á sig í framtíðinni. Þeirra á meðal er Richard F. Grimmett bandarískur varnarmálasérfræðingur. Hann segir að bandamenn Washingtonstjórnar- innar í Evrópu og víðar muni í framtíðinni verða óhræddari við að krefjast þess að bandarískar her- stöðvar verði lagðar niður í landi þeirra, sérstaklega ef pólitískur þrýstingur er mikill heima fyrir eða Bandaríkjastjórn geti ekki lofað auknum fjárstyrk. Reyndar kom mál tengt þessu upp á yfirborðið í Portúgal í september á síðasta ári. Þá lýsti Anibal Cavaco forsætisráðherra yfir reiði sinni vegna þess sem hann kallaði of lítinn hernaðarstuðningBandaríkjastjórn- ar og hótaði að endurskoða varnar- samning ríkjanna. Sá samningur hef- ur lengi verið í gildi og þar er Bandan'kjamönnum tryggður leigu- Bandarískur her í Evrópu landher STÖÐVAR sjóher flugher Fjöldi hermanna Belgía 1 0 f f 1 3.418 Bretland 1 4 14 29.669 Grikkland 0 2 2 3.490 Grænl. (Dan) 0 0 2 305 ísland .0 1 P 0 3.161 Ítalía J 2 5 3 14.911 Holland 0 m 0 1 3.130 Noregur ' 0 0 0 219 Azoreyj. (Por) 0 0 1 1.645 Spánn 0 1 3 9.027 Tyrkland 1 0 6 4.964 V-Þýskal 211 0 13 250.168 Á herskipum - \ ^ - 19.020 SAMTALS 216 13 46 343.127 réttur að flugherstöð á Asoreyjum. Tyrkir hafa einnig neitað að stað- festa sáttmála sem tryggir Banda- ríkjamönnum rétt á tveimur her- stöðvum og fimm upplýsingastöðv- um. Ástæðan? Jú, í sáttmálanum er ekki tryggt að Bandaríkjamenn auki greiðslur sínar til Tyrkja vegna stöðvanna. Fleiri kröfur hafa komið upp. Grikkir eru nú að semja við Banda- ríkjamenn um framtíð fjögurra her-, stöðva og tuttugu annarra hernað- armannvirkja og krefjast þess að Bandaríkjamenn styðji þá komi til árásar Tyrkja. Einnig vilja Grikkir að ákvæði um að Bandaríkjastjórn beiti sér fyrir brottför tyrkneskra herja frá Norður-Kýpur verði inni í herstöðvarsamningnum Mikilvægustu samningaviðræð- urnar munu hefjast á næsta ári þegar Bandaríkjamenn setjast niður með samningamönnum stjórnarinnar í Filippseyjum. Þar hefur bandarískur her haft aðsetur í áttatíu ár og Clark flugherstöðin og sjóherstöðin við Subicflóa eru nú stærstu hernaðar- mannvirki Bandaríkjamanna utan síns eigin lands. New York Times/hb Taka Italar við banda- rískuF-16 vélunum? Valerio Zanone varnarmála- ráðherra Ítalíu skýrði f gær þing- mönnum frá möguleikanum að taka við 72 bandarískum F-16 orrustuflugvélum frá Spáni. Za- none sagði að yrðu vélarnar flutt- 'ar frá Evrópu myndi það veikja varnir i suðurhluta álfunnar. Orrustuvélarnar, sem geta flutt kjarnorkuvopn, cru nú á Torre- jón de Ardoz herflugstöðinni ná- lægt Madríd á Spáni en þaðan verða Bandaríkjamenn að fara með vélarnar innatt þriggja ára samkvæmt kröfu spænskra stjórnvalda. Samkvæmt heimildum frá ít- alíu mun stjórnin þar hafa ákveð- ið að íhuga hvort ítalar gætu ekki tekið við flugvélunum. Svo virðist þó sem ágrciningur sé um þetta mál innan samsteypustjórnarinn- ar er fimm flokkar eiga aðild að. Bettino Craxi leiðtogi sósíal- ista sagði í viðtali við tímarit um helgina að Bandaríkjamenn væru að þrýsta á ítala að taka við vélunum og hafði hann miklar efasemdir uttt aö sattiþykkja sltkt. Zanone og flokkur hans, Frjálslyndi ílokkurinn, eru hins- vegar hlvnntari því að taka við orrustuvélunum og varnarmála- ráðherrann sagði á þingi að ef NATO myndi taka upp á því að fækka í hefðbundnum vígbúnaði sínum í Vestur-Evrópu myndi það leiða til veikari stöðu í samtt- ingum við Varsjárbandalagið um fækkun í hefðbundnum herafla. Aviano á Norðaustur-Ítalíu hefur verið nefnd í tengslum við nýjan stað fyrir F-16 orrustuvél- arnar bandarísku. hb Ríki Evrópubandalagsins: Atvinnuleysi stóð í stað Atvinnuleysi í ríkjum Evrópu- bandalagsins jókst um 2,6% í desember, alls voru 16,3 milljónir manna skráðir atvinnulausir í löndunum tólf. Þrátt fyrir auk- ið atvinnuleysi í desember jókst það í heild nær ekkert frá árinu 1986. Engu að síður virtist aukningin í desember, sem var sérstaklega áberandi í Vestur-Þýskalandi og Ítalíu, benda til að vandræði væru framundan á vinnumarkað- inum. Atvinnuleysi jókst í Frakklandi og á Spáni voru í fyrsta skipti meira en þrjár milljónir manna án atvinnu. í Bretlandi hélt atvinnuleysið aftur á móti áfram að minnka mest allt árið og fækkaði atvinnu- lausum um 10,2%. Alls voru 2,95 milljónir manna skráðir atvinnu- lausir í desember. hb Regnvotir Bretar: Vilja hefja nýtt líf á suðurhveli Bretar hafa fengið að fylgjast grannt með hátíðarhöldum í Ástr- alíu vegna 200 ára afmælisins. Þar er nú sól og blíða og virðist sem sjónvarpsmyndirnar hafi fengið margan regnvotan Bretann til að hugleiða að flytja til Ástralíu og hefja nýtt líf „undir niðri“. Samkvæmt fréttum frá sendiráði Ástralíu í Lundúnum hefur aldrei verið jafnmikið að gera, um þúsund manns hringja á degi hverjum til að spyrjast fyrir um hugsanlega búsetu í landinu og biðraðir hafa myndast þar sem vegabréfsáritanir eru gefnar. „Það þurfa að liggja fleiri ástæður fyrir því að flytjast úr landi heldur en að ná sér í smá sól,“ sagði einn hneykslaður starfsmaður ástralska sendiráðsins í gær. Karl Bretaprins og Díana kona hans hafa verið í Ástralíu vegna hátíðarhaldanna og bresk alþýða hefur fengið að sjá þau hjónakornin á sólbökuðum ströndum fylgjast með seglabrettasiglingum og öðrum skemmtilegum atburðum. Bretar hafa einnig haft ágætan tíma til að horfa á sjónvarp í vetur því sjaldan hefur rignt meira en síðustu mánuði og kalla þó landsmenn ekki allt ömmu sína í þeim efnum. hb UTLÖND

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.