Tíminn - 03.02.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 03.02.1988, Blaðsíða 20
SÁMVINlv (SLAN Auglýsingadeild hannar I Sykurlausar Hálstöflur líminn Kringlan ólögleg verslun samkvæmt laganna hljóðan! Hin mikla verslunarmiðstöð Kringlan og allar aðrar verslanir sem liggja austan Kauðarárstígs og vestan Kaplaskjólsvegar eru í raun ólöglegar samkvæmt laganna hljóðan! Þetta kemur fram í athugasemdum Sigurðar Líndals og Þorgeirs Örlygssonar prófessora í lögum við Háskóla íslands, við lagafruinvarp sem ríkisstjórnin hefur fyrir sitt leyti samþykkt og fjallar um brottfall ýmissa laga á sviði viðskiptamála. í umsögninni er bent á að samkvæmt lögum nr. 13 frá árinu 1903 um stækkun verslunarlóðarinnar í Reykjavík kemur fram að verslun er óheimil austan Rauðarárstígs og vestan Kaplaskjólsvegar. Þessi lög hafa ekki verið numin úr gildi, svo strangt til tekið er öll verslun fyrir utan miðbæ Reykjavíkur ólögleg. Frumvarpi því, sem nú liggur fyrir þingflokkum stjórnarflokk- anna, og ríkisstjórnin hefur fyrir sitt leyti samþykkt, er ætlað að afnema ýmis úrelt lagaákvæði um verslunarstaði og stuðla með því að nauðsynlegri lagahreinsun í Lagasafni. í umsögn prófessoranna kennir ýmissa grasa hvað varðar íslensk verslunarmál allt frá því 1602 þegar nokkrir verslunarstaðir á íslandi voru löggiltir með konungsskipun í kjölfar þess að einokunarverslun var komið á. Mátti ekki versla utan þessara staða. Pá segja þeir frá því þegar einokunarverslun var aflétt árið 1786, en þá var sex stöðum, þar með talin Reykjavík, veitt kaupstaðaréttindi. Þegar Alþingi var endurreist 1853 kom þar fram mikill áhugi á löggildingu nýrra verlunarstaða og stofnun nýrra kaupstaða víða um land. Með stofnun kaupstaða var ætlunin að efla þéttbýlismyndun sem styrkt gæti atvinnu- og menn- ingarlíf í landinu. í umsögn prófessoranna kom fram að ekki voru allir þingmenn þeirra tíma hlynntir þessari stefnu. Vitna þeir sérstaklega í vísu sem Pétur Pétursson, sem síðar varð biskup, fór með á Alþingi árið 1861 þegar rætt var um verslunar- stað á Skipaskaga við Lambhúss- und. Vísan hljóðaði svo: Kaupstadur á Skipaskaga skötnum verður mjög til baga eftir sig hann dilk mun draga drykkjurúta og letimaga. Alþingi hélt þó áfram að löggilda verslunarstaði vrða um landið og var verslun í raun bönnuð utan þeirra. Pað er ekki fyrr en nú með hinu nýja frumvarpi sem löggilding fjölda verslunarstaða víða um land er numin úr lögum og þess í stað gefið algjört verslunarfrelsi hvar sem er á landinu, þó það liafi verið svo í framkvæmd um áraraðir. -HM Saga borgar leigu- bílinn Hótel Saga býður nú öllum hótel- gestum, við komu og brottför, ókeypis akstur í leigubíl til og frá afgreiðslu innanlandsflugs Flugleiða og Arnarflugs og afgreiðslu BSÍ í Umferðarmiðstöðinni. í síðustu viku var undirritað sam- komulag milli Hótels Sögu og bif- reiðastöðvarinnar Hreyfils um að Hreyfilsbílstjórar annist þennan akstur án endurgjalds frá farþegun- um. Hótelgestir sem koma utan af landi geta því sest upp í næsta Hreyfilsbíl eða hringt um beinan Hreyfilssíma og pantað bíl, sé eng- inn til reiðu. Við brottför frá hótelinu gildir sama reglan. Gestir fá þá Hreyfilsbíl þaðan til flugafgreiðslu eða Umferð- armiðstöðvar sér að kostnaðarlausu. Samkomulag þetta gildir í fyrstunni til sumars en þá verður fjallað um framhald þjónustunnar. Ríkisstjórnin: Beðið tíðinda úrGarðastoæti Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær var m.a. rætt um efnahags- og kjaramál. Þar var ítrekuð sú skoðun ríkisstjórnar að á meðan línur viðræðna VSI og VMSI í Garðastræti hafi ekki skýrst, muni hún ekki grípa í tauma beinna efnahagsaðgerða. Konráð Guðmundsson hótelstjóri Hótels Sögu og EinarGeir Þorsteins- son framkvæmdastjóri Hreyfils, undirrita samstarfssamninginn um þjónustubílana. A fundi VMSf og VSÍ, sem hófst á sjötta tímanum í gær, lögðu Verka- mannasambandsmenn fram form- Jóhann teflir hvítum mönnum fram gegn reykjarsvælu Kortsnojs: Keppendur beðnir að hegða sér vel Síðdegis í gær drógu Kortsnoj og Jóhann Hjartarson um hvor hefji aukaeinvtgið með hvítt í dug. Jóhatm mun tefla hvítu mönnunum frant og segja skákskýrcndur að hann verði að tefla til vinnings, en verjast aftur á móti vcl með svörtu. Miklu minni líkur séu á að Jóhann vinni gamla klækjarefinn með svörtu. Kortsnoj hefur ekki getað sýnt yfirburði í cinvíginu við Jóhann og þess vegna gripið til annarra ráða. til að koma honum út af luginu, svo sem að reykja framan í hann, en Jóhann reykir ekki, ganga urn gólf oggægjast yfiröxl honum o.s.frv. Lögð hafa verið fram munnlcg mótmæli við Glicoric, dómara mótsins, cn í hans valdi stendur aðeins að bcina þcim tilmælum til Kortsnojs að hegða sér vel. Hafa kcppendur haft á orði að dómarinn sé ekki vandanum vaxinn. þj lega kröfugerð sem felur m.a. í sér kröfu um skammtímasamning. Boð- aður hafði verið fundur með öllum í samninganefndum beggja aðila, en sá kostur var tekinn að funda í svokölluðum þungavigtarhóp. Menn voru ekki fúsir til að tjá sig um kröfur VMSÍ, en af svipbrigðum manna að dæma þótti atvinnurek- endum þær lítt áhugaverðar. Þegar þetta er skrifað sátu menn við í Garðastræti, og ekki er ljóst með niðurstöður. Á ríkisstjórnarfundinum í gær kynnti viðskiptaráðherra möguleika til lækkunar bensín- og svartolíu- verðs. Hugmyndir hafa verið uppi um að hugsanleg lækkun olíuvara myndi jafnast út í samsvarandi hækkun á bensíngjaldi, til að standa undir útgjöldum við endurgreiðslu á uppsöfnuðum söluskatti. Samkvæmt . heimildum Tímans hlutu þessar hug- myndir dræmar undirtektir í ríkis- stjóminni. Því má ætla að Verðlags- ráð muni að öllu óbreyttu á fundi sínum í dag ákveða lækkun um 1,50 til 2 krónur á bensínlítrann. óþh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.