Tíminn - 03.02.1988, Síða 3

Tíminn - 03.02.1988, Síða 3
Miðvikudagur 3. febrúar 1988 Tíminn 3 Uppsafnaður söluskattur í sjávarútvegi áætlaður tæpur milljarður 1988: Full endurgreiðsla gæti bætt af komuna um 2,9% Sjávarútvegsrádherra lagði í gær fram frumvarp á Alþingi sem felur í sér að uppsafnaður söluskattur í sjávarútvegi frá í fyrra verði allur endurgreiddur. Um er að ræða 136,5 milljónir sem frystar voru með bráðabirgðalögum á reikningi í Verðjöfnunarsjóði. Samkvæmt nýrri áætlun sem gerð hefur verið mun uppsafnaður söluskattur í sjavarútvegi á þessu ári geti numið 937 milljónum króna. Ef sjávarútvegurínn fengi allt þetta fjármagn endurgreitt gæti hagur atvinnugreinarínnar í heild batnað um tæp 3% eða um 1,9% umfram það sem gert er ráð fyrir í fjárlögum ársins í ár. 1 fjárlögum er gert rúð fyrir að endurgreiða sjávarútvegnum alls 350 SKOTREYN boðar til fundar með fulltrúum flokkanna: Réttindi og skyldur skot- veiðimanna rædd Skotveiðimenn hafa boðið full- trúum allra þingflokkanna á fund í Gerðubergi í Reykjavík þar sem „skjóta á föstum skotum" að þing- mönnunum og krefja þá svara um veiðirétt, stöðu og skyldu skotveið- imanna. Erindi voru send þingflokkunum og hafa þeir flest allir svarað fundar- boðinu játandi og munu senda full- trúa sína á fundinn. Ekki hafa endanlega verið gefin upp nöfn full- trúa flokkanna en Tímanum er kunnugt um að Sverrir Hermanns- son mætir fyrir Sjálfstæðisflokk, Sig- hvatur Björgvinsson fyrir Alþýðu- flokk, Skúli Alexandersson eða Steingrímur J. Sigfússon fyrir Al- þýðubandalag og að öllum lfkindum Guðmundur Ágústsson fyrir Borg- araflokkinn. Á fundinum, sem hefst klukkan 14 á laugardag, verða flutt framsögu- erindi af fulltrúum flokkanna og fulltrúum Skotveiðifélags Reykja- víkur og nágrennis. Nokkrar spurningar sem sennilega verða ofarlega á baugi í pallborðs- umræðum eftir framsöguerindin eru tíundaðar í fréttatilkynningu frá SKOTREYN. „Eiga allir íslending- ar hálendið og öræfin, eða eru stórir hlutar þess í eigu einstaklinga, sem geta þá bannað veiðar þar og jafnvel umferð? Eru til reglur um landa- merki bújarða? Hvað eru heima- lönd?“ Ymsar fleiri spurningar munu sennilega skjóta upp kollinum á fundinum, en SKOTREYN hvetur alla sem hafa áhuga á málinu að mæta. Þorsteinn ívarsson: Lenti undir snjóskriðu Unglingurinn, sem fannst Iát- inn undir skriðu upp úr hádegi á mánudag, norðvestur af Skarðat- indi, hét Þorsteinn ívarsson og var 16 ára. Hann var til heimilis að Hryggjarseli 3 í Reykjavík. m.kr. af uppsöfnuðum söluskatti, þar af renna 30 m.kr. til Útflutnings- ráðs. Sú endurgreiðsla kemur líklega til með að auka tekjur fiskvinnslunn- ar um 1% á árinu. Váleg staða sjávarútvegsins hefur verið mjög til umræðu að undan- förnu í tengslum við fyrirsjáanlegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum. Fiskvinnslan, sem og raunar ýmsir verkalýðsleiðtogar hafa horft til endurgreiðslu uppsafn- aðs söluskatts sem lausn á vandamál- um greinarinnar, þó flestir séu sam- mála um að sú aðgerð leysi ekki allan vanda. Samkvæmt fyrrgreindri áætlun, sem Þjóðhagsstofnun vann og lauk við nú um helgina, kemur fram að uppsafnaður söluskattur frystingar- innar gæti numið rúmlega 400 m.kr. á árinu og ef hann væri allur endur- greiddur batnaði hagur hennar um 2,7%, í stað 0,9% sem áætluð endur- greiðsla miðað við fjárlög gerir ráð fyrir. En Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir að nú í ársbyrjun hafi frystingin verið rekin með tapi allt að 7-8% af tekjum. Uppsafnaður söluskattur í söltun er áætlaður 193 m.kr. og mundi endurgreiðsla hans bæta hag söltun- ar um 2,4%. Af bræðslu er áætlað að uppsafn- aður söluskattur verði 194 m.kr. og gæti endurgreiðsla hans bætt afkomu bræðslunnar um 4,5%. Stjórnvöld standa nú frammi fyrir því að ákvarða hvernig hægt er að bæta starfsskilyrði sjávarútvegsins. Endurgreiðsla alls uppsafnaðs sölu- skatts er þar ein leiðin, sem fyrr getur. Hvort sú leið verður farin og hvernig staðið yrði að fjármögnun hennar hefur ekki verið rætt í ríkis- stjórninni. Samkvæmt heimildum Tímans mun ríkisstjórnin þó freista þess að bíða með að útfæra efna- hagsaðgerðir þar til niðurstaðan úr amningaviðræðum VMSÍ og VSÍ liggja fyrir. ÞÆÓ Áætlun um uppsöfnun söluskatts I sjávarútvegi 1988 Uppsöfnun söluskatts millj. %af fob- Vinnslugrein , króna verðmæti 1. Frysting 524 2,7% 2. Söltun 256 2,4% 3. Rækjuvinnsla 111 2,6% 4. Hörpudiskv. 16 5,5% 5. Bræðsla 225 4,5% 6. Síldarsölt. 24 2,2% 7. Hersla 17 2,7% 8. Lifrarbræðsl. 6 3,3% Samtals 937 2,9% (Ekkl er reiknað með uppsöfnun á söluskatti af aðföngum í sjófrystingu vegna sölu á ferskfiski og hvalvinnslu) Heimild: Þjóðhagsstofnun INTERNATIONAL Mest seldu dráttarvélar á íslandi 1987 CASE-lnternational dráttarvélar eru viðurkenndar fyrir gæði auk þess að vera leiðandi merki í tækniþróun. Frábær aðstaða fyrir stjórnanda, svo sem demparasæti, slétt gólf, litað gler, öflug þriggja hraða miðstöð, útvarp, allir nauðsynlegir mælar, góð staðsetning stjórntækja er aðeins ein ástæða þess hve margir bændur velja um CASE-lnternational. Nokkrar vélar til af- greiðslu strax á verksmiðjuverði frá síðastliðnu ári. SÉRSTÖK GREIÐSLUKJÖR Á ÞESSUM VÉLUM Munið að bera saman búnað, verð og greiðslukjör. Vinsamlegast gerið pantanir tímanlega fyrir vorið ¥ & D FAHF Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.