Tíminn - 03.02.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 03.02.1988, Blaðsíða 15
Míðvikudagur 3. febrúar 1988 Tíminn 15 AÐ UTAN iiiiiiiinii hárið og það hefði ekki verið sjón að sjá. Hún hafi líka neyðst til að vera í skólabúningnum sínum í leyfum af því að hún hafi ekki átt önnur föt. „Það er ekki satt,“ grípur þá mamma hennar fram í. „Þú vildir bara ekki vera í notuðu fötunum sem ég keypti." Margt líkt með mæðgunum Þó að þær mæðgur eigi það til að jagast, eins og mæðgna er siður, heldur Sheiia því fram að Sarah sé líkust henni af börnunum. Þær eru báðar fæddar í bogmannsmerkinu og báðar nokkuð fljótfærar, opin- skáar og hláturmildar. Og þær eru einar um það í fjölskyldunni að eiga létt með að skrifa. En þær eru líka ólíkar um margt. Sheila er búin að vera í hamingju- sömu hjónabandi í 30 ár. Maður hennar var áður blaðamaður við Time en er nú orðinn sérfræðingur í fjármálum og hefur fullt starf við að ráðstafa hinum miklu tekjum konu sinnar á sem skynsamlegast- an hátt. Og Sheilu þykir enn ákaf- lega gaman að búa til einfaldan og ódýran mat eins og t.d. spaghetti bolognese, sem er eftirlætisréttur allrar fjölskyldunnar. Sarah aftur á móti er þegar búin að slíta þrem trúlofunum og hefur búið með heilli rokkhljómsveit. Það sem veldur mömmu hennar þó mestum áhyggjum er sá ávani Söruh að skjótast allt í einu og fyrirvaralaust alein í ferð til ein- hvers afskekkts heimshluta. Hún er skapmikil og óstöðug í rásinni. Enda er hún fljót að viðurkenna að hún eyði öllum peningum jafnfljótt og hún afli þeirra. „Ég var floga- veik á unglingsárunum og var auð- vitað hrædd við það. Og þó að ég kenni mér núna einskis meins gerði sjúkdómurinn þá mér ljóst að ég myndi ekki lifa eilíflega. Þess vegna er ég ákveðin í að gera það sem ég hef gaman af á meðan ég get,“ segir hún. En þá fannst Söruh allt í einu hún vera orðin of alvarleg og sló á léttari strengi. „Það sem mig vantar helst núna er sterkur maður sem bjargar mér úr klípunni þegar ég hef gert mig að fífli!“ Önnur skrifar til að græða peninga - hin til að hverfa á vit draumanna Það voru ólíkar ástæður sem: drógu þær mæðgur út á ritvöllinn. Sarah skrifaði sína fyrstu bók til að græða peninga því að hún gat ekki hugsað sér að draga fram lífið á venjulegum launum. Sheilu aftur á móti dreymdi aldrei um annað en að drýgja ofurlítið heimilispening- ana með skriftunum. Hún hafði hins vegar ákaflega gaman af því að skrifa og segir að það hafi verið líkast því að fara í gott frí að hverfa þannig á vit draumanna. „Það er varla til erfiðara starf en að vera móðir allan sólarhringinn og þegar krakkarnir voru litlir bjuggum við úti í sveit. Fjölskylda mín bjó hins vegar öll í London og ég var oft einmana. Fyrstu 7 árin var ég stöðugt bundin heima því það var enga barnfóstru að fá. Og þó að mér þætti auðvitað afskaplega vænt um bömin mín gerðu þau stöðugar kröfur til mín. Þau voru ekki beint óþekk en vom gefin fyrir það sem sálfræðingar kalla nú „þroskandi leiki“. Einu sinni tóku þau t.d. upp á því að búa til stórhríð inni úr öllum gömlu dagblöðunum sem pabbi þeirra hafði safnað. Ég var í marga klukkutíma að plokka bréf- miðana upp úr gólfteppinu. Sheila hafði vanist því á æsku- heimili sínu að hafa gaman af rómantískum ástarsögum. Henni fannst þess vegna sjálfsagt að velja sér þannig söguefni þegar hún settist fyrst við skriftirnar og fyrstu bókina skrifaði hún um eina helgi. Hún þurfti heldur ekki að hafa mikið fyrir að finna fyrirmyndir að söguhetjunum sínum, hún studdist við uppáhalds skáldsögupersón- urnar frá æskuárunum. Hún virðist hafa lifað sig meira og minna inn í þessa söguveröld því að maðurinn hennar gæti sem best hafa stigið út úr henni, hávaxinn, dökkur á brún og brá og ömggur í framkomu. „Ég vil að karlmaður sé karlmann- legur en ekki einhver tuska. En Richard myndi aldrei láta það spyrjast að hann læsi bók frá Mills and Boon!“ segir Sheila. Sarah dóttir hennar hefur hins vegar enga lifandi fyrirmynd að styðjast við þessa dagana þar sem hún er á lausum kili. Hún segist aftur á móti hafa til hliðsjónar hvern þann mann sem hún hafi orðið ástfangin af um dagana. Þannig hafi t.d. spænski söngvar- inn Julio Iglesias verið fyrirmynd hetjunnar í fyrstu bókinni hennar enda hafi hún á þeim tíma verið svo ástfangin af honum að „það stöð gufustrókur út úr eyrunum á mér,“ segir hún. Þar með var söguefnið komið, ung stúlka rekst á frægan söngvara úti á götu og verður auðvitað ástfangin upp fyrir haus. Var aldrei í vafa um að hún gæti skrifað Sheila varð yfir sig undrandi þegar dóttir hennar var búin að skrifa bók. Sarah hafði aldrei sýnt minnsta áhuga á hvort heldur var að lesa eða skrifa, en Sarah skýrir áhugaleysið út með því að mamma hennar hafi alltaf verið að reyna að þvinga hana til að fá lánaðar bækur á bókasafninu. „En þegar ég var búin að ákveða að mér myndi aldrei líða vel ef ég yrði ekki rík settist ég niður og kynnti mér hverja einustu bók sem mamma hafði skrifað. Ég var ekki í nokkr- um vafa um að ég gæti skrifað svona bók. Þess vegna skældi ég í marga klukkutíma þegar mamma sagði að fyrsta bókin sem ég skrif- aði væri ekki nógu góð til að verða gefin út. Núna sé ég að sú bók var ekkert lík bókunum hennar mömmu. En þá var ég svo reið að ég settist strax niður og skrifaði aðra bók í mínum eigin stíl. Sú bók var gefin út,“ segir Sarah. Stíllinn hennar Söruh er ástríð- uþrungnari en móður hennar og það bregður fyrir kvalalosta og ofbeldi í heitum og æsilegum ástar- atriðum. Hún segir það stafa af því að hún sé til í að gera tilraunir á ritvellinum og þar að auki láti hún tilfinningar sínar í ljós með líkam- anum. Móðir hennar tekur þessar skýringar óstinnt upp. Hún segist líka geta brugðið undir sig betri fætinum í kynlífslýsingunum og ein bókin hennar hafi í rauninni verið einar samfelldar samfarir, aðeins með smáhléum til að borða og taka sér sundsprett við sólar- strönd í Vestur-Indíum. Sheila segir það skoðun sína að konur séu búnar að fá nóg af að lesa nákvæmar lýsingar á ástarlífi. Nú skrifi hún um það sem skelfi hana mest, eins og nauðgun og barnsrán fyrir utan stórmarkaðinn. „Ég er kona og hef mikið ímynd- unarafl svo að ég get séð fyrir mér hryllinginn í sambandi við svona atburði," segir hún. Stundum erfitt að greina á milli lífsins sjálfs og ævintýranna í bókunum Líf Söruh er hins vegar svo fjörlegt að það liggur ekki alltaf í augum uppi hvað er raunverulegt og hvað skáldskapur. Hún lendir oft sjálf í ævintýrum sem mætti halda að gerðust bara í bókunum hennar. Hún segir t.d. frá því að eitt sinn þegar fjölskyldan hafi verið á ferðalagi í Egyptaiandi hafi komið til þeirra glæsilegur og töfr- andi Arabi á hvítum gæðingi. Hann hafi spurt hvort Sarah vildi ekki koma á bak og fá tekna af sér mynd. Hún þáði boðið en þá skipti engum togum að hann keyrði hest- inn sporum og hvarf út í eyðimörk- ina! En Sarah brást ekki við eins og söguhetja hennar myndi gera. Hún varð skelfingu lostin og fór að gráta svo að ævintýraprinsinn á hvíta hestinum varð að skila henni aftur í móðurfaðminn án þess að reyna að koma vilja sínum fram við hana! Sheila hlær að endurminning- unni og bætir við söguna að maður hennar hafi ekki kippt sér upp við fréttina um að Arabi hafi rænt dóttur þeirra. „Hann hlýtur að skila henni aftur," var það eina sem Richard Holland hafði til mál- anna að leggja. Og Sheila segir aðra sögu sem helst minnir á ævintýrin í hennar eigin bókum. Þau hjónin voru á ferðalagi í Grikklandi og á Ieiðinni til Delfí tók Sheila allt í einu eftir að brennisteinsgulur reykur liðað- ist upp úr jörðinni í þorpi sem þau fóru um. Það fór um hana og hún krafðist þess að snúa aftur til Aþenu. Þó að manni hennar væri það þvert um geð lét hann það eftir þessari móðursjúku og heimsku eiginkonu sinni. Klukkutíma eftir að þau komu til Aþenu varð mikill jarðskjálfti á þessum slóðum og þorpið þurrkaðist út. „Þetta var rétt eins og í bók sem ég hafði skrifað nokkrum árum fyrr þar sem kvenhetjunni var bjargað úr jarðskjálfta," segir Sheila. „Enginn hæfileiki jafnast á við fáviskuna“ En hver er leyndardómurinn við að skrifa svona vinsælar bækur? Sheila svarar snöggt. „Enginn hæfi- leiki jafnast á við fáviskuna. Ég vissi ekkert um hvernig á að skrifa bók þegar ég byrjaði svo að ég skrifaði bara það sem mér datt í hug. Það gekk ágætlega. En svo fyrir nokkrum árum kom nýr rit- stjóri til Mills and Boon og hann setti eitthvað smávegis út á eitt- hvað sem ég hafði skrifað. Þá hætti ég að geta skrifað, í hvert skipti sem ég settist við ritvélina lamaðist ég, ég var svo hrædd um að skrifa einhverja vitleysu. Eina ráðið til að komast út úr þessum hring var að skrifa bara hreinlega það sem mér datt í hug. Fyrst var það algert rugl en því meira sem ég skrifaði því afslappaðri varð ég og þeim mun eðlilegar kom textinn frá mér.“ Sarah hefur frá svipaðri reynslu að segja. Hún segir frá því að á tímabili hafi hún reynt að semja háfleygari bækur af því að vinir hennar hefðu sagt henni að þetta væri bara heimskubull sem hún skrifaði. „En nú hlusta ég ekkert á það sem aðrir segja,“ segir hún, „ég skrifa bara eins og ég sjálf vil hafa það.“ Móðir hennar er skipu- leg í skrifum sínum og lætur sér nú nægja að skrifa 4 bækur á ári í stað þeirra 12 sem hún skrifaði fyrr á árum þegar hún átti í fjárhagsbasli. Sarah aftur á móti skrifar bók þegar hana vantar peninga og lætur það nægja. „Ekki það að ég skrifi bara peninganna vegna,“ segir hún, „mér þykir gaman að skrifa, en mér þykir líka gaman að lifa.“ Lausar stöður Við Kennaraháskóla íslands eru eftirtaldar lektors- stöður lausar til umsóknar: 1. Lektorsstaða í uppeldis- og kennslufræð- um. Störf lektorsins verða m.a. á sviði hagnýtingar tæknimiðla við nám og kennslu, námsgagna- og námsefnisgerð. Forstaða gagnasmiðju KHÍ er jafnframt hluti af lektorsstöðunni. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi í uppeldis- greinum frá viðurkenndum háskóla. Þeir skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf, rannsóknir og ritsmíðar, svo og námsferil sinn og störf. 2. Lektorsstaða í myndmennt. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá viður- kenndum háskóla eða sambærilegri mennta- stofnun. Þeir skulu auk þess hafa lokið prófi í uppeldis- og kennslufræðum. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vinnu við listgrein sína, fræðistörf, rannsóknir og ritsmíðar, svo og námsferil og kennslustörf. Gert er ráð fyrir, að stöðurnar verði veittar frá 1. ágúst 1988. Laun samkvæmt launakerfi starfs- manna ríkisins. Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneyt- inu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 5. mars n.k. Menntamálaráðuneytið, 29. janúar 1988 Lausar dósentstöður við raunvísindadeild Háskóla íslands Við raunvísindadeild Háskóla íslands eru eftirtald- ar stöður dósenta í matvælafræði lausar til um- sóknar: Staða dósents í matvælafræði. Dósentinum er ætlað að stunda rannsóknir og sjá um kennslu í matvælaefnafræði og matvælaefnagreiningu. Staða dósents í matvælafræði. Dósentinum er ætlað að stunda rannsóknir og sjá um kennslu í matvælavinnslu og matvælatækni. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og fyrri störf, skulu sendar menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1. apríl 1988. Menntamálaráðuneytið 29. janúar 1988 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. Vatns- veitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í ductile aronironfittings. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 8. mars kl. 14. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. Vatns- veitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í ductile aronpípur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 8. mars kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYK)AVÍKURBORGAR_ Frikirkjuvcgi 3 — Simi 25800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.