Tíminn - 03.02.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 03.02.1988, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 3. febrúar 1988 ^Tíminn 19 rignir yfir sjónvarpsstjörnur Katherine Helmond, sem is- lenskir sjónvarpsáhorfendur minn- ast með ánægju úr þáttunum Löður og Hver ræður, á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Hún og maður hennar, David Christian hafa verið ótrúlega óheppin með nágranna að því er virðist og nú er Tony Danza þarf líka að verja hendur stnar. svo komið að kærumálin ganga á víxl og skaðabótakröfur á þau hjónin eru komnar upp í eina og hálfa milljón dollara! Og Tony Danza, sem heldurheimilinugang- andi í Hver ræður (Who Is the Boss) á yfir höfði sér 5 milljón dollara skaðabótakröfu frá ungri stúlku sem þykist eiga honum grátt að gjalda. Kærumálin á hendur Katherine og David eru frá nágrönnum þeirra James og Shirley Ickes, sem bera þau öllum illum sökum. Ákærur Ickes-hjónanna eru margvíslegar, m.a. að Katherine og David hafi vaðið yfir lóð þeirra í leyfisleysi, eyðilagt girðingar, geymsluskúra og undirstöður þeirra, stolið dýr- mætum fornum sjálfsala, mynda- vél, verkfærum og útbúnaði fyrir útvarp og sjónvarp. Og ekki nóg með það, þau hafi „gert þarfir sínar bæði stórar og smáar" á lóðinni og kastað þangað alls kyns rusli og drasli. Og verst af öllu sé að þau hafi hótað því að drepa þessa nágranna sína. Allur þessi nágrannakrytur hófst, segja Ickes-hjónin, þegar þau Katherine og David hugðust byggja við sundlaugabygginguna sína, reisa nýjan múrvegg og girð- ingu við glæsiheimilið sitt í Laurel Canyon. Allt þetta umstang og óleyfilegur umgangur þeirra um lóð Ickes-hjónanna hafi valdið þeim síðarnefndu „ótta, kvíða, taugaóstyrk, andlegri kvöl og al- varlegri tilfinningalegri kreppu" sem þau meta hálfrar milljónar dollara virði. Auk þess meta þau „munnlegar líflátshótanir“ og fleiri aðgerðir gegn þeim á eina milljón dollara. Katherine og David hafa lfka lagt fram kæru. Þau segja Ickes- hjónin, ásamt syni sínum Kevin, hafa ráðist inn á landareign þeirra og brotið upp pípulagnir með exi, auk þess sem þau hafi eyðilagt hluta af sundlaugarbyggingunni með hjálp sleggja og kúbeina. Þau fara fram á að “eyðileggingarher- ferð Ickes-fjölskyldunnar“ verði stöðvuð. Tony Danza á líka í vök að verjast þessa dagana. Ung stúlka, upprennandi leikkona, heldur því fram að Tony hafi komið því til leiðar að hún var rekin úr starfi eftir að hún hafði sagt yngri bróður hans upp. Hún heldur því fram að bróðirinn hafi ofsótt hana, líkam- lega og andlega, eftir að hún sagði honum að hún vildi ekkert eiga saman við hann að sælda lengur. Og daginn áður en hún var rekin úr starfinu hafi Tony sagt við hana að hún hefði um tvennt að velja, annað hvort að vera góð við strák- inn eða verða rekin. Hún var sem sagt rekin og fer fram á 5 milljón dollara skaðabæt- ur. Katherine Helmond og maður hennar David Christian eiga í dýrum útistööum við nágranna sína. Dallas-stjarna orðin predikari Susan Howard átti langa dvöl í liðinu sem heldur Dallas-þáttun- um gangandi. Þar var hún lengi gift Ray Krebbs og gekk sjálf undir nafninu Donna Krebbs. En skyndilega stóð hún uppi atvinnu- laus þegar ekki þótti lengur vera pláss fyrir hana í hinni stórbrotnu fjölskyldu á Southfork. Susan venti þá sínu kvæði í kross og gerðist umferðarpredik- ari og þar kemur henni til góða reynslan úr Dallas-þáttunum. Hún kynntist nefnilega náið þar flestum þeim mannlegu löstum sem ímyndunarafl handritshöf- unda leyfir. Nú eru 10 ár liðin síðan Susan fékk köllun. Hún var þá 36 ára og var eiginlega sokkin til botns í sukkinu í Hollywood. Þá kynntist hún núverandi manni sínum, Calvin Chrane og þau fóru að stunda kirkjuferðir saman. „Síð- an elskar Susan Jesú og Calvin mest af öllu,“ segir vinur hennar. Susan greip tækifærið þegar hún var rekin frá Dallas og gerðist umferðarpredikari ásamt Calvin og nú eru þau farin að sjá um útvarpsþætti þar sem þau boða fagnaðarerindið. Nú er hlutverk Susan að bjarga sálum manna frá eilífri glötun. Og eins og að líkum lætur eru Dallas-þættirnir henni óþrjótandi efniviður til að vara sakleysingjana við vonsku heimsins, eða liggur ekki í augum uppi að þar er drýgð ein syndin annarri meiri: eilíft framhjáhald, gruggug og brögðótt viðskipti J.R., ágirndin höfð að leiðarljósi o.s.frv. Slíkur lifnaður leiðir ekki til eilífrar sælu og Susan leggur sig alla fram um að leiða hlustendum sínum það fyrir sjónir. Besti vinurmannsins Jane Seymour - hundsbit. Anfh gjafi. Catherine Oxenberg - verðlauna- köttur. Sögur um samskipti frægs fólks og dýra eru alltaf vinsælar. Hér eru nokkrar: Jane Seymour fékk að reyna um daginn, að laun heimsins eru vanþakklæti. Hún bjargaði litl- um hundi frá drukknun í síki einu og þar sem enginn í grenndinni kannaðist við hvutta, tók hún hann heim með sér. Varla hafði hún sett hann niður, þegar hann beit Katie, fimm ára dóttur Jane í andlitið. Ljótt sár hlaust af og telpan var á augabragði send á sjúkrahús í plastíska aðgerð. Breski leikarinn Anthony And- rews er mikill hestamaður og oft spurður ráða, ef einhver ætlar að fjárfesta í hesti. - Ég hef ekki selt ráð mín hingað til, segir Anthony, - en þegar ég sé, hvað fólk eyðir miklum peningum til hestakaupa, getur verið að ég endurskoði af- stöðu mína. Annars vil ég helst leika í myndum, þar sem hestar eru. Þegar ég sé, hvernig fólk kemur fram hvert við annað, er ég sannarlega ánægður yfir að hestar skuli vera til. Catherine Oxenberg fagnaði mjög þegar einn af síamsköttunum hennar fékk fyrstu verðlaun á kattasýningu um daginn. - Ég hafði ekki ætlað að taka þátt í sýningunni, segir Catherine, - en grannkona mín taldi mig á það. Auðvitað var ég bæði ánægð og hissa. Þegar við kisa komum heim aftur, bauð ég grannkonunni upp á kampavín í eldhúsinu. Kettirnir fengu rækjur. Elton John er hins vegar ekki eins jákvæður, að minnsta kosti ekki gagnvart köttum. Hann var rétt óstiginn upp í flugvél til Japans nýlega til að gera sjónvarpsauglýs- ingu um sólgleraugu og þóknunin skyldi nema litlum 90 milljónum króna. Þarna á flugvellinum missti svo einhver út úr sér að með Elton í auglýsingunni ættu að vera 22 kettir, auðvitað allir skrýddir sól- gleraugum. Skyndilega varð tilboðið afar fráhrindandi fyrir Elton, sem þegar í stað fékk kast af kattaofnæmi og flýtti sér heim aftur. Sem betur fór var hann ekki búinn að skrifa undir samninginn. Blómatíð lögfræðinganna: Skaðabótakröfum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.