Tíminn - 19.03.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.03.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 19. mars 1988 Samvinnuskólinn Bifröst Rekstrarfræði á háskólastigi Samvinnuskólapróf í rekstrarfræðum á há- skólastigi miðar að því að rekstrarfræðing- ar séu undirbúnir til ábyrgðar- og stjórnun- arstarfa í atvinnulífinu, einkum á vegum samvinnuhreyfingarinnar. Inntökuskilyrði: Stúdentspróf af hagfræði- eða viðskiptabrautum eða lokapróf í frum- greinum við Samvinnuskólann eða annað sambærilegt nám. Viðfangsefni: Markaðarfræði, verslunar- og framleiðslustjórn, fjármálastjórn og áætlana- gerð, starfsmannastjórn og skipulagsmál, almannatengsl, lögfræði og félagsfræði, fé- lagsmálafræði, samvinnumál o.fl. Námslýsing: Ahersla lögð á sjálfstæð raun- hæf verkefni og vettvangskannanir í atvinnu- lífinu, auk fyrirlestra og viðtalstíma o.fl. Námstími Tveir vetur, frá september til maí hvort ár. Aðstaða Heimavist, fjölskyidubústaðir, skólaheimili, félagsaðstaða og mötuneyti á Bifröst í Borgarfirði ásamt vinnustofum, bókasafni, tölvubúnaði o.s.frv. Kostnaður: Fæði, húsnæði, þjónusta og fræðsla áætluð um 32.000,- kr. á mánuði fyrir einstakling næsta vetur. ' Umsóknir Með persónulegu bréfi til-skóla- stjóra Samvinnuskólans á Bifröst fyrir 10. júní. Umsókn á að sýna persónuupplýsingar, upplýsingar um fyrri skólagöngu með afriti skírteina og upplýsingar um fyrri störf. Ekki sérstök umsóknareyðublöð. Veitt er innganga umsækjendum af öllu landinu. Þeir umsækjendur ganga fyrir sem orðnir eru eldri en 20 ára og hafa öðlast starfsreynslu í atvinnulífinu. Miðað er m.a. við reglur um námslán. Samvinriuskólinn á Bifröst, 311 Borgarnesi, simi: 93-50000. Samvinnuskólinn Bifröst Undirbúningsnám á Bifröst Frumgreinadeild Samvinnuskólans veitir undirbúning fyrir rekstrarfræðanám á há- skólastigi. Inntökuskilyrði: Þriggja ára nám á fram- haidsskólastigi án tillits til námsbrautar.t.d. í iðn-, vél-, verkmennta-, fjölbrauta-, mennta-, fiskvinnslu-, búnaðar-, sjómanna- eða verslunarskóla o.s.frv. Viðfangsefni: Bókfærsla, hagfræði, tölvu- greinar, enska, íslenska, stærðfræði, lög- fræði, félagsmálafræði og samvinnumál. Námslýsing: Áhersla lögð á sjálfstæð raun- hæf verkefni, auk fyrirlestra og viðtalstíma o.fl. Námstfmi:Einn vetur, frá septembertil maí. Aðstaða: Heimavist, fjölskyldubústaðir, skólaheimili, félagsaðstaða og mötuneyti á Bifröst í Borgarfirði ásamt vinnustofum, bókasafni, tölvubúnaði o.s.frv. Kostnaður: Fæði, húsnæði, þjónusta og fræðsla áætluð um 32.000,- kr. á mánuði fyrir einstakling næsta vetur. Umsóknir: Með persónulegu bréfi til skóla- stjóra Samvinnuskólans á Bifröst fyrir 10. júní. Umsókn á að sýna persónuupplýsingar, upplýsingar um fyrri skólagöngu með afriti skírteina og upplýsingar um fyrri störf. Ekki sérstök umsóknareyðublöð. Veitt er innganga umsækjendum af öllu landinu. Þeir umsækjendur ganga fyrir sem orðnir eru eldri en 20 ára og hafa öðlast starfsreynslu í atvinnulífinu. Samvinnuskólinn á Bifröst, 311 Borgarnesi, sími: 93-50000. Símanotkun (slendinga 1986: Eldri en sjö ára eyddu um hundrað klst. við símtólið Símanotkun íslendinga árið 1986 gæti svarað til þess að hver lands- maður yfir 7 ára aldri hafi varið hátt í 100 klukkutímum, eða í kringum háifri þriðju vinnuviku til þess að spjalla í síma. Ef reikna ætti fólki, þó ekki væri nema lægsta Dagsbrún- artaxta fyrir allan þennan tíma sem það varði tii símtala (því tími er peningar segir einhversstaðar) mundi þessi „talandi" ekki kosta undir 4 milljörðum króna á ári. Símtöl hafa aukist um 76% á 4 árum Símanotkun landsmanna eykst mjög með hverju ári, sérstaklega símtöl til útlanda. Árið 1986 voru ríflega þriðjungur allra símtala- skrefa, eða um 340 millj. skref, voru símtöl til útlanda, sem aukist hafa gífurlega á undanförnum árum. Samtais stóðu þau símtöl í rúmlega 200 þús. klukkustundir, sem var 28% aukning milli ára, en á fjórum árum hafa símtöl til útlanda aukist um 140%. Þar við bætast svo álíka mörg og löng símtöl frá útlöndum, sem einnig hafa aukist í svipuðu hlutfalli á undanförnum árum. Milli- landasímtölin hafa því tekið rúmlega 400.000 klukkustundir á árinu. Yfir 113.000 símanúmer í notkun Ef áætla má að innanlands sé hægt færðra sendinga, aðallega ábyrgð- arbréf, greiðsluseðlar, pakkar og póstávísanir. Almennu póstsending- unum hefur fjölgað um 37% á síð- ustu fjórum árum, en fjöldi bók- færðu sendinganna nánast staðið í stað. Fyrir póstþjónustuna hafði stofn- unin tæplega 720 milljóna króna tekjur og því samtals um 2.725.200 kr. tekjur umrætt ár. Tæplega helm- ingur teknanna (1,3 millj. kr.) fór til launagreiðslna og launatengdra greiðslna. Starfsmönnum ekki fjölgað í mörg ár Þrátt fyrir stóraukna þjónustu ár frá ári, eins og að framan geinir, mæld um 940 milljón símtalaskref á síma landsmanna, samkvæmt Árs- skýrslu Pósts og síma. Það var um 16% aukning frá 1985 og um 76% aukning á aðeins 4 árum, þ.e. frá 1982. Þar við bættust um 1 milljón handvirk símtöl í gegn um símstöðv- ar, sem stóðu í nær 5 milljón mínút- ur. Þessum símtölum hefur fremur lítið fækkað þótt t.d. handvirkum símum úti á landi hafi fækkað úr um 1.220 árið 1982 niður í aðeins 10 árið 1986. Enn má nefna til sögunnar farsímana sem orðnir voru 2.640 í árslok 1986. Úr þeim voru hringd um 610 þús. símtöl á árinu sem stóðu í um 2 milljón mínútur, en þar við bætast hringingar f þessa síma úr sjálfvirka kerfinu. Þá má geta þess að telexnotkun innanlands nær tvö- faldaðist frá 1985 og hefur nær fimmfaldast frá 1982. Um 24.000.000 mín. til útlanda Af þessum 940 milljónum voru um 600 milljón skref vegna símtala innanlands, sem var rúmlega 8% aukning frá árinu á undan, en 35% aukning frá 1982. Athyglisvert er að að tala að meðaltali um 1 mínútu á hverju skrefi léti nærri að símar landsmanna hafi verið á tali samtals í um 10.500.000 klukkutíma þetta ár. Og þar sem hvert símtal er venjulega milli tveggja má áætla að samtals hafi þjóðin varið um 21.000.000 (21. millj.) klukkutímum til að tala í símann, eða um 100 klukkutímum að meðaltali á hvern landsmann yfir 7 ára aldri. Fjöldi símanúmera í notkun var kominn í rúmlega 113 þús. árið 1986 og hafði þá fjölgað um nær 8 þúsund á aðeins einu ári. Tekjur Pósts og síma af öllum þess- um „kjaftagangi" voru um 2.007 milljónir króna árið 1986, eða sem svarar um 17.700 kr. að meðaltali á hvert símanúmer í notkun. Um210bréf og pakkar á mann Auk símans sá stofnunin um að dreifa tæplega 46 milljón póstsend- ingum til okkar og frá okkur árið 1986, eða sem svarar 210 bréfum og pökkum á hvem landsmann sem byrjaður er að læra að draga til stafs. Þar af voru um 2,5 milljónir bók- hefur aukin tækni og sjálfvirkni leitt til þess að starfsmönnum Pósts og síma hefur fremur fækkað en hitt nú síðustu árin, öfugt við ýmsar aðrar þjónustustofnanir í þjóðfélaginu, t.d. bankana. Virðist stofnunin því afsanna þá gömlu kenningu að stofn- anir „kerfisins" komi stöðugt til með að þenjast út. Alls eru starfsmenn um 2.160 talsins. Þar af um 1.300 í fullu starfi og um 500 í hlutastarfi sem teljast til félaga ríkisstarfs- manna, en afgangurinn verkafólk, ræstar, húsverðir og starfsfólk f mötuneytum. Um 200 stöðuheiti og launaflokkar Að þessir 1.800 ríkisstarfsmenn skuli skiptast í um 200 stöðuheiti eða launaflokka ■ sýnist m.a. dæmi um það hve kjarasamningar geta eða hljóta að vera flóknir og tímafrekir. Sýnist t.d. athyglisvert að á aðeins 3 árum hefur stöðuheitum fjölgað um 33 án fjölgunar starfsmanna. Skýringin mun ekki síst felast í dæmigerðri aðferð ríkisins til „yfir- borgana", þ.e. að búa bara til nýtt stöðuheiti sem gefur hærri launa- flokk. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.