Tíminn - 19.03.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 19.03.1988, Blaðsíða 13
12 Tíminni Laugardagur 19. mars 1988 Laugardagur 19. mars 1988 Tíminn 13 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Enska knattspyrnan um helgina: Nær Liverpool að slá metið? - Keppa við Everton á Goodison Park á rhorgun Liverpool á aðeins eftir eina hindrun til að slá met Leeds í ensku 1. deildinni, að leika 30 leiki í röð án taps. Hindrunin er þó ekki af minna taginu, það eru sjálfir erkiféndurnir Everton sem verða mótherjarnir á morgun og það á Goodison Park. Liverpool jafnaði met Leeds síð- astliðið miðvikudagskvöld með því að gera 1-1 jafntefli við Derby. Metið setti Leeds á árunum 1973-74 þegar þeir léku 29 leiki án taps. Everton er eina liðið sem náð hefur að sigra Liverpool á þessu keppnistímabili. Það var í deildabik- arkeppninni en 36 sinnum hefur Liverpool lokið leik án taps. Þrítug- asti deildarleikurinn í vetur, á Goodison Park, verður að sjálfsögðu stórleikur helgarinnar í Englandi og hefði vart þurft mettilraun til, það er alltaf stórviðburður þegar Liver- poolliðin tvö mætast. Reyndar væri nær lagi að kalla þetta stórleik keppnistímabilsins. Leikmenn Everton segjast staðráðnir í að binda enda á sigurgöngu nágrannanna. „Við höfum keppt við þá þrisvar í vetur, unnið þá einu sinni og tvisvar tapað gegn gangi leiksins," sagði Gary Stevens varnarmaður Everton í samtali við fréttamann Reuters í gær. “Pað mætti kalla þetta bikarúr- slitaleik ef menn vilja. Ef við ætlum að enda í 2. sæti þá verðum við að vinna Liverpool. Þeir hafa öllu að tapa í þetta skiptið. Styrkur þeirra liggur í vörninni og ég held að eitt mark ráði úrslitum á sunnudaginn." Liverpool hefur 15 stiga forskot á toppi 1. deildarinnar en baráttan um 2. sætið er hörð. Everton stefnir eins og Stevens sagði að 2. sætinu en Manchester United og Nottingham Forest sem einmitt mætast í dag á City Ground hafa sama takmark. „Svo virðist sem Liverpool hafi tryggt sér titilinn en það er mikilvægt fyrir okkur að ná öðru sætinu fari svo að enskum liðum verði aftur leyft að taka þátt í Evrópukeppn- inni,“ sagði Bryan Robson fyrirliði Man.Utd og bætti við „Það kemur stundum fyrir að menn halda að þeir geti slakað á í deildinni þegar þeir nálgast leik á Wembley, ég er að vona að Forest geri það“. - HÁ/Reuter. Valur Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkinga sem nú eru orðnir deildarmeistarar einn ganginn enn, skoraði 21 stig á móti Grindvíkingum í gærkvöldi. Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Deildarmeistara- titillinn fór aftur til Njarðvíkinga Frá Margréti Sanders fréttaritara Tímans í Njarðvík: UMFN sigraði Grindavík 101-64 í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í Njarðvík í gærkvöldi og eru þeir þá orðnir deildarmeistarar þótt hin liðin eigi einum eða fleiri leikjum ólokið. Njarðvíkingar sitja hjá í síðustu umferð íslandsmótsins. Staðan í hálfleik í leiknum í gær- kvöldi var 58-31. Jafnræði var með liðunum í byrjun en síðan náðu Njarðvíkingar forystu og jukuhanajafnt ogþétt. Leikurinn var grófur og mikil barátta enda voru menn komnir í villuvandræði í fyrri hálfleik. Valur Ingimundarson var kominn með fjórar villur strax um miðjan hálfleikinn og Hjálmar Hallgrímsson Grindvíkingur sömu- leiðis nokkrum mínútum síðar. Njarðvíkingar notuðu varaliðið mikið og stóð það sig mjög vel. Ungu strákarnir, Friðrik Ragnars- son og nafni hans Rúnarsson stóðu vel fyrir sínu; efnilegir strákar. Teit- ur Örlygsson var bestur Njarðvík- inga og Hreiðar Hreiðarsson átti einnig góðan leik. Grindvíkingar voru óvenju slakir. Hjálmar Hallgrímsson stóð sig þó ágætlega í síðari hálfleik. Helstu tölur: 2-0, 4-5, 17-11, 26- 20, 33-20, 42-33, 49-25, 58-31 - 64-33, 67-39, 73-42, 79-46, 82-52, 91-56, 93-62, 101-64. Stigin, UMFN: Teitur Örlygsson 25, Valur Ingimundarson 21, Hreið- ar Hreiðarsson 20, Árni Lárusson 14, Friðrik Ragnarsson 8, Sturla Örlygsson 4, Jóhann Sigurðsson 3, ísak Tómasson 2, Ellert Magnússon 2, Friðrik Rúnarsson 2. UMFG: Hjálmar Hallgrímsson 15, Jón Páll Haraldsson 14, Guðmundur Braga- son 12, Eyjólfur Guðlaugsson 5, Rúnar Árnason 5, Sveinbjörn Sig- urðsson 4, Guðlaugur Jónsson 4, Ólafur Þór Jóhannsson 2, Marel Guðlaugsson 2, Steinþór Helgason 1. Dómarar: Ómar Scheving og Kristinn Albertsson. íþróttaviðburðir helgarinnar Kórfuknattieikur Úrslit um þessa helgi ráða miklu um framhaldið því Grindavík, Haukar, KR og Valur herjast um tvö laus sæti í úrslitakeppni úrvalsdeildarínnar og ÍR-ingar eiga reyndar veika von. Urvalxleild: ÍR-Valur......... KR-Haukar ....... 1. deild kvenna: KR-lR............ Haukar-ÍBK....... 1. deildkaria: UÍA-HSK ......... .. SeljaskóU Uu. kl. 14.00 . HagaskóU sun. ki. 20.00 . HagaskóU sun. kl. 14.00 Strandgötu sun. kl. 20.00 Egíisstööum iau. kl. 14.00 Blak Úrslit gætu ráðist í báðum deildunum um helgina, vinni Þróttur ÍS f karlaflokki og Víkingur UBK í kvennaflokki. Úrslitakeppni karla: ÍS-Þróttur ........................ HK-KA ............................. Urslitakeppni kvema: Þróttur-IS ........................ UBK-Vikingur....................... Hagaskóla lau. kl. 14.00 Digranesi sun.kl. 14.00 Hagaskóla iau. kl. 1S. 16 Digranesi sun. kl. 15.30 Fimleikar ísiandsmót í Laugardalshöll, laugardag kl. 15.0(1- 18.30 og sunnudag kl. 14.00-16.40. jþróttirfatlaðra Islandsmót í sundi, Sundhöll Reykjavíkur laugardag kl. 16.00. Allir bestu sund- mcnn úr röðum fatlaðra verða meðal keppenda og hafa nokkrir af keppendum sett sér það takmark að ná lágmarki fyrir Olympíuleika fatlaðra sem haldnir verða í Seoul í október. Skíði Bláfjallagangan laugardag kl. 13.00. Skráning frá kl. 11.00 við gamla Borgarskálann. Allir þátttakendur fá viðurkenningu. Veitingar að göngu lokinni. Meistaramót UÍA, ulpagreinar, Oddsskarð laugardag og sunnudag. Glima Grunnskólamót í íþróttahúsi Kennaraháskólans laug- ardag kl. 13.00. Frjálsaríþróttir Breiðholtshlaup ÍR laugardag kl. 14.00 við sundluug- ina i Breiðholti. Karlar 17 km, konur, drengir og byrjendur 8,5 km. Veggtennis Stjömu-Ektelon-inótið í Raquetball. Veggsport sunnudag Id. 13.00. Borðtennis Punktumót KR, allir flokkar, KR-húsi sunnudag kl. 13.00. Handknattieikur Meistaraflokkarnir eiga frí en leikið vcrður til úrslita í 2. flokki karla og kvenna, 4. flokki karla og kvenna og 6. flokki karla. Hver er munurinn áþessum myndum? Verðmunurinn í11. tölublaði Verðkönnunar VERÐLAGSSTOFNUNAR sem gefin var út 18. mars, kemur fram ótrúlegur verðmunur á f ermingarmyndatökum. Á ljósmyndastofu Jóns K. Sæmundssonar kostar myndatakan 4000 kr., og er ekkert aukagjald þó hún fari fram á fermingardegi. Hjá Svipmyndum kostar fermingarmyndatakan 8000 kr., og aukagjald tekið ef hún fer fram á fermingardegi, kr. 1000. Hér er verðmunurinn 4000 kr. eða 100% - Það munar um minna. VERÐLAGSSTOFNUN kannaði verðlagningu hjá ljósmyndastofum á höfuðborgarsvæðinu. Könnunin náði til fermingarmynda, stækkana og skilríkjamynda. Hjá Ljósmyndastofu Kópavogs kostar fermingarmyndatakan enn meira en áðurnefnt dæmi sýnir eða 13000 kr. og eru þá innifaldar tvær stækkanir (18x24 cm). Þetta sýnir okkur að vissara er að hafa augun opin þegar fólk ber saman verð hjá ljósmyndastofum. Það er augljóst að það borgar sig að gera verðsamanburð á milli ljósmyndastofa og sérstaklega nú þegar fermingarnar eru skammt undan. VERUM Á VERÐI VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ Milljónir á hverjum laugardegi. Upplýsingasími: 685111 Dregið í Evrópukeppninni: PSVgegnReal Dregið var í undanúrslit á Evrópumótunum i knattspyrnu í gær. Tvö af allra sterkustu liðum í álfunni um þessar mundir, PSV Eindhovcn frá Hollandi og Real Madrid frá Spáni drógust saman í Evrópukeppni meistaraliða. Evrópukeppni meistaraliða: Real Madrid (Spáni)-PSV (Holl- andi) Steaua (Rúmeníu)-Benfica (Por- túgal) Evrópukeppni bikarhafa: Mechelcn (Belgíu)-Atalanta (ítal- íu) Marscille (Frakkl.)-Ajax (Holl- andi) Evrópukeppni félagsliða: Club Brugge (Belgíu)-Espanol (Spáni) Leverkusen (V-Þ)-Werder Brem- en (V-Þ) Búasl má við að PSV veiti Real harðari mótspyrnu en þeir hafa mætt í Evrópukcppninni hingað til. PSV hefur gert 95 mörk í 26 lcikjum á kcppnistímabilinu scm cr incsta markaskorun í Evrópu en reynsluleysi liðsins»Evrópukeppn- inni gæti þó háð þeim.HÁ/Reuter

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.