Tíminn - 19.03.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.03.1988, Blaðsíða 7
Laugardagur 19. mars 1988 Tíminn 7 Skoöanakönnun Tímans á besta Evróvisíonlaginu: Stormskerio sker sig úr Sverrir Stormsker vann yfirburða sigur í skoðanakönnun Tímans á hvert laganna tíu væri besta Evró- visíonlagið. Lag Sverris, Þú og þeir, hlaut 9,2 stig af 10 mögulegum, og komst ekkert lag með tærnar þar sem lag Sverris hafði hælana. Viðbrögð Sverris þegar úrslitin voru borin undir hann voru þessi: „Þetta er afar ósanngjarnt, er á hvínandi bömmer, vantar 0,8 stig.“ Að könnuninni var þannig staðið að fólk var beðið um að gefa þessum tíu Evróvisíonlögum stig frá einu 1 stigi til tíu, þar sem tíu þýddi besta Evróvisíonlagið, og var ekki hirt um jafna skiptingu milli kynja, eða milli aldurshópa. Þá var heldur ekki tekið tillit til búsetu eða þess fjarlæga möguleika að einhver atkvæðabærra manna væri skyldur einum eða öðr- um keppanda. Sem sagt, könnunin var ekki unnin af Skáís eða íslenskri getspá. Ótvíræður sigur Sverris sýnir þó að könnunin er fullkomlega marktæk. Ekkert annað lag hlaut jafn mikið fylgi. Annars voru helstu niðurstöður þessar: í fyrsta sæti, með 9,2 stig af 10 mögulegum, Þú og þeir eftir Sverri Stormsker, flytjandi Stefán Hilmars- son. í öðru sæti, með 6,5 stig, Látum sönginn hljóma, eftir Geirmund Valtýsson og Hjálmar Jónsson, flutt af Stefáni Hilmarssyni. I þriðja sæti, með 6,3 stig, I tangó, eftir Gunnar Þórðarson og Þorstein Eggertsson, flutt af Björgvini Halldórssyni og Eddu Borg. I fjórða sæti, með 5,5 stig, Ástarævintýri (Á vetrarbraut), eftir Eyjólf Kristjánsson, Inga Gunnar Jóhannsson og Aðalstein Ásberg Sigurðsson, flutt af Eyjólfi Kristjánssyni og Inga Gunnari Jó- hannssyni. í fimmta til sjötta sæti, með 5,4 stig, Aftur og aftur eftir Jakob Magnússon, flutt af Bjarna Arasyni og Mánaskin, eftir Guð- mund Árnason og Aðalstein Ásberg Sigurðsson, flutt af Eyjólfi Kristjáns- syni og Sigrúnu Waage. Önnur lög voru langt fyrir neðan. Eins og þessi úrslit væru ekki nóg, þá var fólk einnig beðið um að greiða besta laginu, óháð Evróvisíon stílnum, og þar var Sverrir Storm- sker einnig með yfirburðasigur, í öðru sæti var í tangó og í því þriðja Mánaskin. Niðurstaðan getur aðeins orðið ein: Sverrir Stormsker virðist hafa hitt á réttu formúluna eina ferðina enn og þessi gæti flutt hann til Dyflinnar. -SÓL Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Tímans fara þeir til Dyflinnar. Hvaða lag fer til að verja 16. sætið? SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA 3 108 REYKJAVÍK ■ SiMI (91)681411 Útboð Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum: Toyota Corolla sedan SL Fiat Uno 45 S Fiat Uno 45 S Subaru 1800 sedan Turbo Subaru 1800 GL Galant 1800 GLX Diesel Honda Civic Audi 100 Toyota Cressida GL Daihatsu Charmant LGX Honda Accord Fiat Ritmo Toyota Corolla DL Ford Fiesta Vélsleði Ski Doo Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9, Reykjavík, mánudaginn 21. mars 1988, kl. 12-16. Á SAMA TÍMA: í Borgarnesi: Subaru 1800 árg. 1985 Á Akranesi: Lada árg. 1978 Á Bolungarvík: Toyota Camary 2000 árg. 1985 í Vestmannaeyjum: Fiat Uno 60 árg. 1987 Ford Cortina árg. 1979 Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga g.t. Ármúla 3, Reykjavík, eða umboðsmanna fyrir kl. 12, þriðjudaginn 22. mars 1988. árg. 1988 árg. 1988 árg. 1987 árg. 1987 árg. 1986 árg. 1986 | árg. 1986 árg. 1985 árg. 1985 árg. 1983 árg. 1983 árg. 1982 árg. 1980 árg. 1979 árg. 1987 *>- A. Flug/sigling - bill 1988 - fjölmarglr möguleikar - Bjóðum upp á námskeið fyrir ferðaianga sem hyggjast ferðast um Evrópu. 1. Undirbúningur ferðar. 2. Fjárhagsáætlun. 3. Skipulagning, áfangar og gististaðir. 4. Notkun korta og upplýsingaöflun. 5. Helstu sérákvæði á umferð erlendis. 6. Akstur á hraðbrautum. 7. Nokkrar hagnýtar ráðleggingar. Námskeið verða sem hér segir: Laugardaginn 26. mars í Valaskjálf á Egilsstöðum, kl. 10,30-15,30. Á Hótel Loftleiðum, Reykjavík, þriðjudaginn 29. mars kl. 17,30-23,00. Ennfremur er stefnt að námskeiðum á eftirtöldum stöðum: Laugardaginn 9. apríl í Hótel Borgarnesi kl. 10,30- 15,30. Þriðjudaginn 12. apríl á Hótel Loftleiðum í Reykjavík kl. 17,30-23,00. Laugardaginn 16. apríl á Hótel Kristína, Njarðvík, kl. 10,30-15,30. Laugardaginn 23. apríl á Hótel KEA, Akureyri, kl. 10,30-15,30. Þriðjudaginn 26. apríl á Hótel Loftleiðum, kl. 17,30- 23,00. Upplýsingar veittar, ásamt innritun: F.I.B. Reykjavík, sími 91-29999. Ferðaskrifstofu Akureyrar, s.: 96- 25000. Mámskeiöió erhaidiö i samráði viö Umferöarráö. í kvöld verða öll tíu Evróvisíon- lögin flutt í Sjónvarpinu og á mánu- dag er síðan sjálft úrslitakvöldið. Fréttaritarar sjónvarpsins um land allt eru nú í óða önn að velja og tilkynna um dómnefnd í kjördæm- inu, en dómnefndirnar verða á átta stöðum: í Reykjavík, Hafnarfirði, Borgarnesi, á Isafirði, Sauðárkróki, , Akureyri, Egilsstöðum og á Hvols- velli. Að sögn Eggerts Gunnarssonar, aðstoðarmanns Björns Emilssonar, sem sér um upptökur og framkvæmd keppninnar, hlýtur sigurvegarinn 300.000 króna styrk, sem verðlaun. Þann pening notar sigurvegarinn til að koma sér til Dyflinnar í tíma, borga hótel og annað uppihald. Úrslitakeppnin hér heima, mun standa í um tvo klukkutíma, og hefst eftir að fréttum og auglýsingaflóði lýkur. Auglýsingum mun síðan verða skotið inn á milli atriða og einnig mun eitt óvænt atriði skjóta upp kollinum, og liggur í augum uppi að ekki er hægt að skýra frá hvaða atriði það er, þar sem það yrði þá ekki óvænt lengur. Ellefu manns verða í hverri dómnefnd. Reynt er að hafa skipt- ingu milli kynja sem jafnasta, þannig aðt.d. verði6konurog5karlar, eða öfugt, og einnig er gert ráð fyrir að tæplega helmingur nefndarinnar verði á aldrinum 16-25 ára og af- gangurinn á aldrinum 25-60 ára. Það skal tekið skýrt fram að dóm- nefndin fær ekkert greitt fyrir störf sín, utan þess sem hún fær mat og drykk. Stigagjöf hefst ekki fyrr en öll kjördæmin hafa lokið atkvæða- greiðslu. Viðstaddir atkvæðagreiðsl- una í hverju kjördæmi verða síðan fréttaritari sjónvarpsins á staðnum og fulltrúi yfirvaldsins, t.d. sýslu- maður. Úrslitin sjálf ættu að liggja ljós fyrir rétt eftir hálf ellefu á mánudags- kvöld. Skoðanakönnun Tímans segir að Sverrir Stormsker vinni keppnina, en það verður atkvæðagreiðslan á mánudagskvöldið sem endanlega ræður hver ber að lokum sigur úr býtum. -SÓL k. Spennum Órfáar~^-i beltin 5^^,. lli'jgg’0*"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.