Tíminn - 19.03.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.03.1988, Blaðsíða 9
Laugardagur 19. mars 1988 Tíminn 9 færsla hennar er framlag mark- aðshyggiumanna til lausnar á vanda Islendinga í Efnahags- bandalagsmálinu. Þótt mörgum (þ.á m. höfundi þessa greinar- korns) þyki þessi hugmynd fjar- stæðukennd, þá má allt eins búast við því að ýmsum muni finnast hún einföld til skilnings og aðgengileg til fylgilags. Fyrr en varir gæti það farið að hljóma vel í eyrum margra að öðlast markaðsfrelsið í Evrópu fyrir ekki neitt. Þau mega vera sterk pólitísku beinin í íhaldsgrúpp- unum sumum, ef þær standast til lengdar fagnaðarboðskap veiði- leyfanna. Allt kemur þetta í ljós á næstu árum. Þorsteinn Pálsson hefur lýst yfir því fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins að aðild að Efnahagsbandalaginu sé ekki á dagskrá. Ekki þarf að efast um að sú yfirlýsing er mælt af heil- indum. Hún er auk þess í sam- ræmi við stjórnarsáttmála nú- verandi ríkisstjórnar, sem gerir ráð fyrir óbreyttri grundvallar- stefnu gagnvart Evrópubanda- laginu, þ.e. að hafna aðild en tengjast því með viðskipta- og tollasamningum og samvinnu á sviði vísindaþróunar eftir því sem við verður komið. Embættisbákn? Það telst e.t.v. ekki til tíðinda að segja frá því að verið sé að setja á fót ný embætti eða að gömul embætti og ríkisstofnanir séu að færa út kvíarnar. Slík þróun starfaskiptingar er ein- kenni nútíma þjóðfélags, og ekki örgrannt að ýmsum þyki nóg um. Yfirleitt er sýnd við- leitni af hálfu blaða og annarra, sem fjalla um þjóðfélagsmál að vara við útþenslu ríkisbáknsins. Umræða um það efni er auk þess vinsæl á fundum og mætti þá halda að andstaða gegn vexti opinberrar stjórnsýslu væri eins konar hjartans mál ráðamanna og kjósenda. Við Tímamenn erum ekki síð- ur en margir aðrir þess sinnis að skipulagslaus vöxtur stjórnsýsl- unnar sé þjóðfélagslegt vanda- mál. Það kann því að hljóma undarlega, þegar því er fagnað hér í dálkum blaðsins að stofnað hefur verið nýtt embætti í land- inu, sem aldrei hefur verið til áður, til viðbótar öllum hinum. Því kann það að hljóma eins og þverstæða, þegar á það er bent að þetta nýja embætti er í rauninni ekki viðbót við emb- ættiskerfið, heldur er utanlægt við það og er beinlínis ætlað til aðhalds embættum og margs konar stjórnsýslu. Embætti gegn embættum Á því löggjafarþingi, sem nú situr, hafa verið sett lög um umboðsmann Alþingis, og þing- ið fjallar nú um tillögu til þings- ályktunar um störf og starfshætti umboðsmannsins. Flutnings- menn málsins eru forsetar þing- deilda og sameinaðs þings ásamt þingflokksformönnum allra flokka nema Borgaraflokksins, sem hefur gert ýmsar athuga- semdir við málið. Sérstaða þessa embættis kem- ur skýrt fram í 2. gr. laga um umboðsmann Alþingis, þar sem segir: „Hlutverk umboðsmanns er að hafa í umboði Alþingis eftirlit með stjómsýslu ríkis og sveitarfélaga á þann hátt sem nánar greinir í lögum þessum og tryggja rétt borgar- anna gagnvart stjórnvöldum landsins. Skal hann gæta þess að jafnræði sé í heiðri haft í stjómsýslunni og hún fari að öðru leyti fram í samræmi við lög og aðra stjómsýsluhætti.“ Trúnaðarmaður ________Alþingis_________ í þessum orðum er að finna grundvallarleiðbeiningu fyrir hinn nýja starfsmann, sem ætlað er mikið sjálfstæði í störfum og tengist ekki annarri valdastofn- um en Alþingi og á ekki undir ríkisstjórnina um sín mál að neinu leyti. Viðurkennt er að val á manni í þessa stöðu sé vandasamt vegna þess að þar reynir umfram allt á þroskaða dómgreind og hæfileikann til þess að leggja óvilhallt mat á flókin kæruefni, sem verða til út af viðskiptum borgaranna við embætti og starfsmenn hins op- inbera af ýmsu tagi. Alþingi kýs umboðsmann sinn til fjögurra ára í senn og er sú meginregla sett í lögum, að umboðsmaðurinn uppfylli lög- mælt skilyrði til að mega gegna embætti hæstaréttardómara, sem merkir að aðeins valinkunn- ir lögfræðingar verða valdir í þessa stöðu. Alþingi hefur kosið einn af færustu lögfræðingum landsins, Gauk Jörundsson próf- essor, til þess að vera hinn fyrsti umboðsmaður Alþingis. Það mun koma í hans hlut að móta þetta sérstæða embætti. Allir, sem hann þekkja, eru á einu máli um að hann sé gæddur þeim mannlegu eiginleikum og lagaþekkingu sem umboðsmað- ur Alþingis þarf að vera gæddur. Langur aðdragandi Þótt hér sé um nýmæli að ræða í íslensku réttarfari, þá eru þegar starfandi umboðsmenn þjóðþinga annars staðar á Norðurlöndum og víðar um heim. Upphafið má reyndar rekja til Svíþjóðar, þar sem stofnað var embætti umboðs- manns Ríkisþingsins þegar árið 1809. Sænska umboðsmannin- um á þeirri einvaldstíð var ætlað að hafa aðhald fyrir hönd þings- ins að embættismönnum konungs. Þótt nútímaviðhorf hljóti að ráða embættisstörfum umboðsmanns þjóðþinga eins og nú háttar, þá er meginmark- miðið alltaf hið sama, að vera aðhald að stjórnsýslu og rétta hlut hins almenna borgara í viðskiptum við valdamenn, ef á þá er hallað. Fyrsti maður til þess að hreyfa þessu máli á Alþingi var Kristján Thorlacius, sem um skeið sat sem varamaður á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn. Síðan það var eru nú liðin um það bil 25 ár. Á árunum sem á eftir fóru var þetta mál flutt margsinnis á þingi, og meðal þeirra sem töl- uðu mikið fyrir því voru Einar Ágústsson og Ólafur Jóhannes- son. Hins vegar sýndi þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks málinu ekki áhuga. Áhugi sjálfstæðismanna á málinu átti þó eftir að breytast eins og þingsagan vottar, og má í því sambandi minnast manna eins og Péturs Sigurðssonar og Gunnars G. Schram. Má full- yrða að hugmyndin um um- boðsmann Alþingis er nú heils- hugar studd af þorra stjómmála- manna, þótt afstaða Borgara- flokksins kunni að benda til annars. í þágu almennings Forseti Sameinaðs Alþingis, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, sagði réttilega í umræðum um málið að það væri sögulegur viöburður þegar Alþingi ákvað að setja á stofn embætti umboðs- manns Alþingis. Eins og hann benti á er umboðsmaðurinn styrkur fyrir Alþingi, en þó fyrst og fremst réttarbót í þágu hins almenna borgara.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.