Tíminn - 19.03.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.03.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 19. mars 1988 Útboð - Malbikun Hafnarfjaðarbær leitar tilboða í malbikun gatna og göngustíga sumarið 1988. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverk- fræðings, Strandgötu 6, Hafnarfirði gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 29. mars kl. 11. Bæjarverkfræðingur w Félag járn- iðnaðarmanna Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 23. mars 1988 kl. 20.00 að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Kosning fulltrúa á 13. þing M.S.Í. 3. Kjaramál. 4. Önnur mál. Mætið vel og stundvíslega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna Sápugerðin Frígg er að markaðssetja nýtt þvottaduft til hreinsunar á mjalta- kerfum og öðrum mjaltaáhöldum. Okkurvantargottnafnáduftið. Verð- launin eru kr. 15.000,- fyrir besta nafnið. Ef fíeirí en einn aðili er með sama nafnið, deilist upphæðin á þá aðíla. skal skila til Sápugerðar- fyrir 5. apríl 1988. VSamkeppni Lyngási 1 - 210 Garðabæ SÁPUGERÐIN Ráöstefna Norðurlanda um sjúkdóma í fiskeldisstöðvum: Heilbrigðiskröfur við laxeldi hertar Jón Helgason, landbúnaðarráðherra og Paul Midtlyng yfirdýralæknir Noregs í fisksjúkdómum á ráðstefnunni á Hótel Esju í gær. Tímamynd Gunnar Nú stendur yfir ráðstefna á Hótel Esju um sjúkdóma í eldisfiski og leiðir til að bæta heilbrigðisástand á fiskeldisstöðvum. Samhliða henni er verið að undirbúa væntanlegan seiðaútflutning til Noregs. Allar Norðurlandaþjóðirnar eiga fulltrúa á ráðstefnunni og er hún haldin í ár með tilstyrk frá Norðurlandaráði. Að sögn Paul Midtlyng, yfirdýra- læknis Norðmanna í fisksjúkdóm- um, stendur til að gefinn verði út bæklingur sem verður hvort tveggja til leiðbeiningar og einnig til stöðlun- ar á þeim kröfum sem gera verður til eldisstöðva um sjúkdómaeftirlit og hreinlæti. Eru staðlar þessir ofan við þau mörk sem nú er víða miðað við og er stefnt að því að heilbrigðiskröf- ur á laxeldisstöðvum verði auknar til muna á öllum Norðurlöndum. Að sögn Jóns Helgasonar, land- búnaðarráðherra, hefur komið fram að Norðmenn hafa verið ánægðir með heilbrigðisástand í íslenskum eldisstöðvum. Samt er ljóst að sögn ráðherra að gera verður meiri kröfur hér á landi, áður en tekin verður ákvörðun um áframhaldandi og auk- inn útflutning á laxaseiðum til Noregs. Taldi Paul Midtlyng að vel kæmi til greina að Norðmenn flyttu inn laxaseiði í auknum mæli frá íslandi. Þó væri Ijóst að kröfur um hreinlæti og sjúkdómaeftirlit yrði að auka á íslandi áður en það verður ákveðið. Sagði hann að strax að lokinni ráðstefnunni færu nokkrir Norðmenn hringinn í kringum land- ið til að kanna ástand þessara mála. Verða niðurstöður þeirra úr ferðinni lagðar til grundvallar öllum innkaup- um héðan. Búast má við að hver stöð verði skoðuð sérstaklega og ákvarðanir teknar um það frá hvaða stöðvum innkaupin verða gerð. Aðalverkefni ráðstefnunnar er að bera saman mismunandi kröfur um lágmarkseftirlit á stöðvunum víða á Norðurlöndum. Markmið þess er að koma á ákveðnum staðli sem fram- leiðendur og heilbrigðisyfirvöld geta miðað starf sitt við. Þá er ætlunin að gefinn verði út bæklingur til að auka alla leiðbeiningu fyrir starfsmenn eldisstöðvanna varðandi hreinlæti. Það sem helst hefur rekið á eftir dýralæknum og ráðamönnum til að setja um þessi mál strangari kröfur, en áður hafa tíðkast, er það mikla tjón sem Norðmenn og aðrar þjóðir hafa orðið fyrir í þessari grein land- búnaðar. Hafa Norðmenn t.d. haft á orði að ástand þessara mála hafi verið í talsverðum ólestri allt frá byrjun þar í landi. Jón Helgason, landbúnaðarráð- herra, fór varlega í að spá fyrir um mikla aukningu í seiðaútflutningi. Sagði hann að þrátt fyrir að Norð- menn hefðu orðið fyrir þessum miklu áföllum vegna sjúkdóma, vildu þeir greinilega standa sem mest á eigin fótum í seiðarækt. Innflutningur á seiðum væri því alltaf frekar takmarkaður og jafnan í því lágmarki sem stöðvarnar kom- ast af með. Vildi ráðherra því ekki lýsa yfir óþarfa bjartsýni um aukinn útflutning, þó að ljóst væri að ein- hver aukning yrði. Á síðasta ári voru um ein milljón gönguseiða flutt utan til Noregs í fyrra. Nýlega greindi Tíminn frá þvf að Landssambandi fiskeldis- og hafbeit- arstöðva hefði borist skeyti' frá norska landbúnaðarráðuneytinu þar sem innflutningur gönguseiða var heimilaður í vor. Eru Norðmenn óvenju snemma á ferðinni í ár með þessa leyfisveitingu. Búist er við að vegna tímabundins skorts á göngu- seiðum þar í landi verði jafnvel um fimmfalt meira magn að ræða í ár. Talað er í hálfum hljóðum um fjórar til fimm milljónir seiða í ár, ef íslenskar stöðvar uppfylla ströng skilyrði Norðmanna. KB Margföld forstjóralaun í boöi fyrir stund sem varið ertil verðsamanburðar: Myndatakan fjórfalt dýrari en fermingin Fyrir fermingarmyndatökuna þurfa foreldrar fermingarbarnanna nú flestir hverjir að snara út meira en vikulaunum, samkvæmt niður-1 stöðum verðkönnunar Verðlags- stofnunar hjá um tveim tugum ljósmyndastofa á höfuðborgar- svæðinu. Fyrir fermingarmyndir af börnum sfnum gætu foreldrar þeirra þurft að snara út urn eða yfir 40 milljónum króna þetta vorið. Lappa og tvær stækkaðar myndir er óvíða að fá undir 10.000 kr. og allt upp í 13.000 krónur. Sam- kvæmt þessu taka ljósmyndarar því flestir hverjir fjórfalt hærra gjald fyrir fermingarmyndatökuna heldur en prestarnir (3.300 kr.) fyrir margra mánaða fermingar- undirbúning og ferminguna sjálfa. Nokkrar undantekningar finnast þó frá þessu háa verði - jafnvel allt niður í 5.200 kr. hjá Ljósmynda- stofu Kristjáns í Hafnarfirði, enda mun síminn tæpast hafa þagnað hjá honum síðan sagt var frá niður- stöðum verðkönnunarinnar í sjón- varpsfréttum. Petta sýnir sömu- leiðis hvað gífurlegur verðmunur getur verið á þessari þjónustu eins og margri annarri. Út úr verðkönnuninni má sjá að verðsamanburður milli Ijósmynda- stofa verður þó ekki afgeiddur með þeirri einföldu spurningu: rmmgarmynda- Uka. lappar innrtaldrr Aukagiald vegna myndaloku a lermingardaginn Staekkun mynd 13-18 Stckkun myrtd 20 - 25 Polaroid mynda- laka i vegabrel Barna- og fjólskylduijosmyndir Austurstræti 6, R. 7000’ 0 1485 2070 700 Hraftmyndir Hverfisgotu 59, R. 1100 1600 750 Ljosmyndarinn Johannes Long Þarabakka 3, R. 7450 0 13903 1960} 800 Ljosmyndast. Gunnar Ingimarss. Stigahhð 45. R. 6800 900 1900 2500 850 Ljosm.st. Jons K. Sæmundss. Tjarnarg. 10b. R. 4000 0 1500 2000 Ljosmyndastofa Kopavogs Hamraborg 11. Kop. 130003 0 1680 2600 Ljosmyndast. Kristjans Skerseyrarvegi 7, Hafnarf. 5200’ 0 1360 1720 750 Ljosmyndastofa Reykjavikur Hverfisgótu 105, R. 6800 900 1920 2580 800 Ljosmyndastofa Þoris Rauftararstig 16, R. Ljosmyndastofan Amator Laugavegi 82. R. 6600 1200 1870 2400 800 Ljosmyndastofan Loftur Ingolfsstræti 6, R 5100 900 1600 2200 800 Minutumyndir Hafnarstræti 20, R. 700 Mynd Trönuhrauni 8. Hafnarfirði 110003 0 1700 2600 800 Nyja myndastofan Laugavegi 18. R. 6480 470 1750 2190 750 Nærmynd Laugavegi 178. R. 6500 1000 1650 2150 800 Passamyndir Hlemmi, R. 800 Skyndimyndir Templarasundi 3. R. 700 Studio Guðmundar Einholti 2, R. 5900 0 T500 1920 650 Svipmyndir Hverfisgotu 18, R. 8000 1000 1650 2200 900 Inmfalið i veröi eru tvær stækkamr 13X18 Sertilboð sem gildir lil mailoka 1 Inmfalið i verði eru Ivær stækkamr 18x24 Hvað kostar fermingarmynda- taka? Á sumum stofum eru tvær stækkanir innifaldar í því gjaldi (frá 5.200 og upp í 13.000 kr.) en hjá flestum er þá aðeins átt við lappana og síðan er sérstök greiðsla fyrir hverja stækkaða mynd - t.d. frá 1.720 kr. og upp í 2.600 kr. fyrir eina 20x25 mynd. Um helmingur ljósmyndaranna tekur auk þess frá 470 og upp í 1.200 kr. aukalega fyrir myndatöku á sjálfan fermingardaginn en hinn helmingurinn ekki. Verðmunur á löppunum einum er allt frá 4.000 og upp í 9.000 kr. sé um mynda- töku á fermingardaginn að ræða. Má af þessu ráða að fólki bjóðast jafnvel margföld forstjóralaun fyrir þá stund sem það verði til verðsam- anburðar í stað þess láta bara tilviljunina ráða við pöntun á myndatöku. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.