Tíminn - 19.03.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.03.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn. Laugardagur 19. mars 1988 FRETTAYFIRLIT NIKÓSÍA - íranar réðust að bremur skipum á Persaflóa, Irakar skutu fjöldamörqum eldflauqum á Teheran og íran- ar sögðust hafa náð miklum árangri í bardöaum í norður- hluta írak. íranar gerðu sprengiárásir á írakskar borgir með flugvélum, stórskotaliði og eldflaugum. írakar svöruðu með loftárásum á íranskár borgir. Stjórnvöld í Bagdad sögðu að írakski herinn hafi gert viðamiklar eldflaugaárásir á Teheran. Þá sögðust írakar hafa gert árás á tvö skip á Persaflóa. DUBA! - Franskt herskip og ómanskt varðskip hröktu á brott íranska fallbyssubáta sem hugðust gera árásir á flutningaskip á Persaflóa. GAZA - Israelskir hermenn skutu Palestínumann til bana, og særðu að minnsta kosti. tuttugu og einn í óeirðum sem brutust út eftirföstudagsbæna-i gjörð múslíma á Gazasvæð- inu, að sögn starfsmanns Sameinuðu þjóðanna TEL AVIV - Israelskt stór- skotalið hóf skothríð að skæru- liðum í suðurhluta Líbanon rétt norðan við það svæði sem ísraelsmenn hafa lýst sem ör- yggisbelti. Skæruliðarnirdrógu sig f hlévegnaskothríðarinnar. §UBROVNIK,JÚGÓ- LAVIU - Leiðtogi Sovét- ríkjanna Mikhael Gorbatsjof lauk fimm daga heimsókn sinni til Júgóslavíu með því að lýsa yfir að Sovétmenn hygðust ekki hafa afskipti af því hvernig samherjar þeirra útfæra kommúnismann og sagði að framtíð sósíalismans væri björt. MOSKVA - Flóttamenn frá Sumgaitborg þar sem kyn- þáttaátök áttu sér stað fyrir nokkru streyma nú til Yerevan höfuðborgar Armeníu. Að sögn sendifulltrúa í Yerevan kemur fólkið til borgarinnar með flugj, lestum og á eigin bílum. Útvarpið í Yerevan skýrði frá því að nær 1660 flóttamenn af armensku þjóð- erni hafi komið til borgarinnar frá því hópar Azerbædjana eltu uppi Armena og drápu 32 þeirra i óeirðum í Sumgait 28. febrúar s.l. BONN - Háttsettur austur- þýskur embættismaður sem hefur vitneskju um fjölda njósn- ara Sovétmanna oq annarra austantjaldsríkja hefur flúið til Vesturlanda. KOLOMBÓ - Skæruliðar aðkilnaðarsinnaðra tamíla réðst á Jþorp sinalesa á aust- urhluta Sri Lanka og drápu 15 manns þar af tvö börn og sex konur. ÚTLÖND ísraelar vilja hafa hönd í bagga meðfréttumfrá hernumdu svæðunum: ísraelsher ritskoðaði Reutersfrétt Iraelsher er nú farinn að ritskoða fréttasendingar Reuters fréttastof- unnar og í gær kom fréttaskeyti þar sem herinn hafði numið brott hluta fréttarinnar. Hin ritskoðaða frétt fjallaði um það að ísraelsher hafi handtekið fjölda Palestínumanna vegna gruns um að þeir væru að skipuleggja ofbeldisherferð gegn ísraelsmönn- um sem hefjast ætti 30. mars, en þann dag árið 1976 drápu ísraelskir hermenn sex ísraelska araba. Þá hafa ísraelar lokað fyrir símasam- band hernumdu svæðanna til út- landa, takmarkað ferðir á milli þessara svæða, stöðvað eldsneytis- flutninga þangað og sett á út- ísraelsher lætur nú ekki nægja að lumbra á fréttaljósmyndurum heldur rítskoðar hann fréttaskeyti Reuters og nemur óþægileg atriði á brott. göngubann yfir nætur á Gazasvæð- inu. Fjölmiðlar hafa farið mjög fyrir brjóstið á ísraelsmönnum og hafa þeir kennt fjölmiðlum um að magna róstur á hernemdu svæðun- um sem nú hafa staðið í fjórtán vikur og kostað að minnsta kosti 97 Palestínumenn lífið. Undanfarnar vikur hafa ferðir blaðamanna um hernumdu svæðin verið mjög tak- markaðar af ísraelsher. Þá hafa ljósmyndarar orðið fyrir barsmíð- um ísraelskra hermanna og borg- ara á hernumdu svæðunum. Spennan eykst á landamærum Hondúras og Níkaragva. Hondúr- aslier grandaði herþyrlu Níkara- gvahers í loftárás í gær. Nú gæti farið að styttast í það að Tíminn verði boðinn sovésk- um almenningi til sölu á Rauða torginu, en hingað til hefur sala vestrænna dagblaða verið bönn- uð í Sovétríkjunum. Háttsettur sovéskur embættismaður sagði á fimmtudag að nú gæti farið að styttast í það að vestræn dagblöð og tímarit yrðu seld á blaðsölu- stöðum í Moskvu og stærri borg- um í Sovétríkjunum. Fjodor Burlatskí formaður sovésku mannréttindanefndar- innar sem stofnuð var á síðasta ári tilkynnti blaðamönnum þessi tíðindi, en sagði að áður en endanleg ákvörðun yrði tekin þurfi menn í allra hæstu stöðum að taka afstöðu til málsins. „Við í nefndinni höfum lagt þetta til við stjórnvöld, svo nú er bara að bíða og sjá.“ Aðspuður um það hvort sala vestrænna blaða yrði bundin við forréttindahópa sagði Fjodor „Nei, í held að blöðin verði seld til allra sem áhuga hafa á að kaupa þau.“ Aðeins sovésk blöð eru nú seld á blaðsölustöðum í Sovétríkjun- um, en þó kemur fyrir að blöðum vestrænna kommúnistaflokka eins og til dæmis hið fransk L’Humanité bregði þar fyrir. Hondúrasher gerir loftárás á herflokk Níkaragva eftir að 3200 bandarískir hermenn héldu til Hondúras: Bandaríkin að dragast inn í hernaðarátök? Þó Ronald Reagan hafi ein- göngu sent 3200 bandaríska her- menn til Hondúras til að undir- strika stuðning sinn við stjórn Hondúras og skæruliða kontra og til að þrýsta á bandaríska þingið svo það samþykki fjárframlög til kontraskæruliða, þá gætu þessir herflutningar orðið til þess að Bandaríkjaher dragist beint inn í hernaðarátök við stjómarher Ník- aragva. Daníel Ortega forseti Níkaragva hótaði því í gær að ef Bandaríkja- menn hygðust nota hersveitir sínar til að verja búðir kontraskæruliða í Hondúras myndi her Níkaragva ekki víla fyrir sér að ráðast á bandaríska hermenn og ganga frá hersveitum þeirra. Mikil spenna ríkir nú á landa- mærum Níkaragva og Hondúras eftir að hondúraskar herþotur gerðu loftárás á hersveit Níkara- gvamanna og eyðiiögðu meðal annars herþyrlu Nfkaragvahers. Níkaragvastjóm sakar Hondúras- menn um að loftárásin hafi verð gerð á herflokk sem staðsettur var innan landamæra Níkaragva, en Hondúrasstjóm kveður herflokk- inn hafa haldið inn fyrir landamæri Hondúras. -HM Átök Eþíópíuhers og skæruliöa í Tígerhérði: Skærulidar segja mannfallid mikið í stjórnarhernum Skæruliðar í Erítreu og Tígerhér- aði hafa átt í átökum við stjórnar- her Eþíópíu í 27 ár. Skæruliðar í Tíger í norðurhluta Eþíópíu segjast hafa hrundið sókn stjórnarhersins í Tígerhéraði. Sögðust skæruliðarnir hafa eytt sex herdeildum stjórnarhersins á síð- astliðnum tveimur vikum og tekið 2000 stjórnarhermenn til fanga. f yfirlýsingu skæruliðasamtak- anna í Tíger segir að á mánudag hafi þeir gersamlega upprætt tvær herdeildir stjórnarinnar við bæinn Ambo í norðvesturhluta Tíger. Segja skæruliðarnir að alls hafi 6000 stjórnarhermenn verið drepnir, teknir höndum eða særðir í bardögum í héraðinu í þessum mánuði. Sjálfir segjast skæruliðar hafa orðið fyrir tiltölulega litlu manntjóni, en vilja ekki gefa upp tölur í því sambandi. Að sögn talsmanna skærulið- anna náðu þeir á sitt vald miklu magni af hergögnum, þar á meðal voru vopnuð ökutæki, sprengju- vörpur og fallbyssur. Her stjórnarinnar í Eþíópíu sem nýtur stuðnings Sovétríkjanna hef- ur ekkert tjáð sig um þessi átök. Auk skæruliða í Tígerhéraði á stjórnarherinn í átökum við frels- issamtök Erítreu sem liggur norð- austur af Tígerhéraði. Frelsissam- tök Erítreu hafa átti í átökum við mismunandi stjórnvöld í Eþíópíu í 27 ár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.