Tíminn - 19.03.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.03.1988, Blaðsíða 5
Laugardagur 19. mars 1988 Tíminn 5 Halldóra Björnsdóttir og Grímur Friðgeirsson: Anægð að þessi leið hefur nú loksins opnast Fyrsta íslenska glasabarnið kom í heiminn á Landspítalanum í fyrradag. Foreldrarnir, þau Halldóra Björnsdóttir og Grímur Friðgeirsson, voru afar ánægð með árangur aðgerðarinnar og stolt af syninum. Hann var tólf merkur og 48 cm að lengd við fæðingu, en læknar urðu að hjálpa lítillega tii með keisaraskurði. Glasafrjóvgunin var framkvæmd á einkaspítala í nánd við Cambirdge af Mr. Steptoe, sem heimsfrægur er fyrir að vera fyrstur til að fá slíka aðgerð til að heppnast fyrír 12 árum. Sögðust foreldrarnir fyrst og fremst vera þakklát fyrír að hafa fengið að nýta þennan möguleika til að eignast barn saman. Sögðust þau vera ánægð með að þarna sé nú kominn möguleiki fyrir alla þá sem líkt er komið fyrir. Sérstaklega væri það þakkarvert að aðgerðin öll er alls ekkert óþægileg og ilokkast undir smávægileg- ar aðgerðir á spítalanum. Þau voru fáanleg til að ræða við Tímann vegna þess að þau voru þess þennan möguleika. Sonur hjónanna sjálfra Sá mikli munur er á þessari aðferð við að eignast börn og tæknifrjóvgun t.d., að hér er eigin- maðurinn faðirinn. Það eru því hjónin sem eru að eignast sitt eigið barn. Aðstoð læknanna felst fyrst og síðast í því að undirbúa og framkvæma frjóvgun eggsins með sæði eiginmannsins. Eftirfrjóvgun- araðgerðina, sem tekur u.þ.b. þrjár til fjórar vikur, er gangur meðgöngunnar að engu leyti frá- brugðin meðgöngu annarra verð- andi mæðra, ef hægt er að taka þannig til orða. fullviss að margir vissu lítið um Þegar út er komið til Englands er konan aðeins um eina viku á spítal- anum. Smávægileg aðgerð Hafist er handa við að búa konuna undir það að egg eru tekin úr líkama hennar. Á þessum tíma eru teknar blóðprufur og þvagpruf- ur og konan gengst undir sónar- skoðun. Vel er fylgst með því hvernig og hvenær hið eðlilega egglos á sér stað. Síðan eru eggin fjarlægð í gegnum kviðarspeglun (ultra-sound). Kviðarspeglun telst til smávægilegra aðgerða og fjöldi kvenna þekkir slíkt hér á landi af kvennadeildum. Þá er komið að eiginmanninum. Sæði hans er rannsakað mjög gaumgæfilega. Eftir að sáðfrum- urnar hafa verið skildar frá öðrum efnum í sæðinu er því komið fyrir í tilraunaglasi með nokkrum eggj- um konunnar. Á þriðja degi Dvölin í glasinu er þrír dagar. Á þriðja degi eru eggin athuguð. Það er ekki hægt að sjá hvort um frjóvgun er að ræða fyrr en skömmu áður en koma á egginu fyrir í legi konunnar. Þá fyrst sést hversu mörg egg hafa frjóvgast. Vanalega er farin sú leið að koma fjórum frjóvguðum eggjum fyrir í leginu. Með þeim fjölda er hægt að tryggja mestu mögulegu möguleik- ana á að einhverju þeirra takist að festa rætur, en um leið er tekin sú „áhætta“ að hjónunum fæðist fjór- burar, þríburar eða tvíburar. Frek- ar sjaldgæft er þó að fleiri en eitt egg nái að festast. Strax daginn eftir að egginu hefur verið komið fyrir hjá kon- unni, fer hún af spítaianum. Vikan eftir þennan hluta, sem vanalegast heppnast, er hvað vafasömust. Halldóra Björnsdóttir og Óskírður Grímsson Nauðsynlegt er að á næstu dögum eftir spítalavistina, geti eggið náð að festast í legi konunnar. Heppn- ist það ekki er aðgerðin að mestu ónýt. Ekki er hægt að leggjast strax inn aftur vegna undanmeðferðar- innaroghormónagjafanna. En vilji hjónin reyna aftur verða þau að sætta sig við að bíða í þrjá mánuði hið skemmsta. Afarþakklát Halldóra Björnsdóttir og Grím- ur Friðgeirsson voru afar ánægð með árangur sinn og að meðferðin hafði heppnast í fyrstu tilraun. Voru þau afar þakklát fyrir þá aðstoð sem þau nutu af hálfu heilbrigðisráðuneytis og Trygging- arstofnunar, en hluti sjúkrahús- kostnaðar og ferðalaga er endur- greiddur. Pað væri ánægjuiegt til þess að vita að ríkið skuli taka svona jákvætt á þessu máli. Þau eru fyrstu íslendingarnir til að eignast barn með þessum hætti, samkvæmt þeim upplýsingum sem Tíminn hefur og var þeim því færður veglegur blómvöndur af því tilefni er blaðið heimsótti þau á fæðingadeild Landspítalans. Pau halda fljótlega utan til Kaup- mannahafnar þar sem þau eru við nám. Hafa þau verið þar búsett um tíma ásamt syni Gríms, Friðgeiri Grímssyni. Sá nýfæddi er því fjórði meðlimur þeirrar fjölskyldu, sem eignast hefur fyrsta glasabarn ís- lensku þjóðarinnar. KB Ekki möguleiki allra Glasafrjóvgun er eingöngu beitt í þeim tilfellum þar sem ástæðar barnleysis er ófrjósemi konunnar af völdum þess að eggjaleiðarar starfa ekki eðlilega. Ýmis skilyrði eru auk þess sett hér á landi sem forsendur þess að almannatrygg- ingar taki þátt í kostnaðinum. Nokkuð víða er hægt að fá þessa aðgerð framkvæmda en hún er frekar dýr fyrir einstaklinga til að reiða fram úr eigin vasa. Á öllum Norðurlöndunum er t.d. ekki um það að ræða að ríkisvaldið taki þátt í kostnaði við slíkar aðgerðir. Það er trúlega helsta ástæða þess að ekki eru til mjög mörg glasabörn í heiminum þrátt fyrir að hægt sé að nýta þennan möguleika víðast hvar meðal fjölmennari þjóða. Sem dæmi um takmarkaðan fjölda glasabarna, má taka Bretland. Þar er áðurnefndur spítali við Cam- bridge í dag sá eini sinnar tegundar í öllu landinu og býr hann aðeins að 40 rúmum. Gangur meðferðar Aðgerðin tekur nokkurn tíma og getur verið frekar kostnaðarsöm ef hún heppnast ekki í fyrstu tilraun. Það sem er erfiðast við meðferðina, er vikan eftir að kon- an er komin af spítalanum. Ástæða þess er að þá getur svo farið að frjóvguð eggin nái ekki að koma sér fyrir í legi konunnar og festast. Takist aðgerðin ekki af þessum sökum eða öðrum, þurfa hjónin að bíða í þrjá mánuði áður en hægt verður að hefjast handa að nýju. Gangur meðferðarinnar er nokkuð einfaldur hvað sjúklingana varðar. Nú er svo komið að hægt er að Ijúka stórum hluta undirbún- ings í heilbrigðiskerfinu hér heima. Fjölskyldan sem eignast hefur fyrsta glasabarn þjóðarinnar var ánægð á góðri stund, þegar Tíminn kom í heimsókn og færði þeim skærlitan blómvönd í gær. Tímamynd Pjclur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.