Tíminn - 19.03.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.03.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 19. mars 1988 ra Sumarstörf ^ 1988 Skráning er hafin í sumarstörf hjá Kópavogskaup- staö fyrir sumarið 1988. Um er að ræða neðangreind störf. 1. Verkamenn í almenn garðyrkjustörf, malbikunar- - vinnu, gangstéttargerð og almenna jarðvinnu og viðhaldsstörf. 2. Afleysingamennávinnuvélar(meðstarfsréttindi). 3. Flokksstjóra við garðyrkjustörf og gangstéttar- gerð. 4. Aðstoðarmenn og leiðbeinendur á íþróttavelli, leikvelli, skólagarða, starfsvelli og í siglingaklúbb. 5. Flokksstjóra hjá Vinnuskóla Kópavogs. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá atvinnumála- fulltrúa Kópavogs, Digranesvegi 12 sími 45700. Umsóknum skal skilað á sama stað fyrir 15. apríl 1988. Gatnadeild, Garðyrkjudeild íþrótta- og tómstundaráð Kópavogs Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinn í samkomusal Holiday Inn hótelsins mánudaginn 28. mars og hefst kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Námsstyrkur Menningar- og minningarsjóður kvenna hefur ákveðið að veita námsstyrk, einn eða fleiri fyrir námsárið 1988-89 Umsóknum sé skilað fyrir 15. maí n.k. á skrifstofu sjóðsins að Hallveigarstöðum, Túngötu 14,3. hæð sími 18156 á eyðublöðum sem þar fást. Skrifstofa sjóðsins eropin mánudaga-fimmtudagakl. 13-16 og fást þar nánari upplýsingar. Sjóðsstjórn. TVÖFALT s/f s.91-46672 Sveitarfélög - Einstaklingar TVÖFÖLD hús. Öll hús. Tilbúið efni í gámi til yðar í tiltekinni viku. Verðhugmyndir: 2ja-5 herbergja hús frá 600-700 þús. - 1200 -1300 þús. Bílgeym. að auki fyrir 200-300 þús. kr. TVÖFALT s/f - s. 91-46672 Dagvist barna Austurborg Dagheimilið Austurborg óskar eftir uppeldis- menntuðum starfsmanni í stuðning sem fyrst. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 38545. HH Dagvist barna 'I Múlaborg Vegna skipulagsbreytinga höfum við lausa stöðu fyrir einn starfsmann við uppeldisstörf. Upplýsingar gefa forstöðumenn í síma 685154 næstu daga. Þrír liðsmenn írska lýðveldishers ins voru felldir á Gíbraltar í skot árás sérsveita breska hersins fyrir skemmstu. Nú hafa komið upp efasemdarraddir um réttmæti þeirrar aðgerðar. Ekkert lát á blóðbaöinu á Norður-írlandi: IRAR VAN TREYSTA BRET' UNIÆ MEIR Bretar og írar hafa eldað saman grátt silfur um langt skeið þar sem Bretar halda verndarhendi yfir mótmælenda trúarmönnum í Norður-írlandi. Stjórnmálamenn hafa stundum gert tilraun til að brúa bilið milli valdhafanna í London og Dublin og fyrir tveim og hálfu ári náðist samkomulag milli þeirra sem átti að slaka á spennunni í Norður-írlandi. Sú bjartsýni sem þá vaknaði um bætta sambúð kaþólskra og mótmælenda í Norður- írlandi hefur orðið fyrir ýmsum áföllum að undanförnu og nú ríkir tortryggni milli stríðandi fylkinga sem fyrr. Einn ásteytingarsteinninn er at- burður sá sem gerðist á Gíbraltar sunnudaginn 6. mars, þegar sér- sveitir breska hersins skutu til bana þrjá félaga frska lýðveldishersins, en þá þótti ýmsum sem of harka- lega væri gengið til verks gagnvart vopnlausu fólki. Enda fór útför þremenninganna í Belfast miðvikudaginn 16. mars ekki friðsamlega fram. Um 10.000 manns fylgdu hinum látnu til grafar, en þá varpaði öfgafullur mótmælandi handsprengjum inn í hópinn í kirkjugarðinum og hóf síðan skammbyssuskothríð, sem endaði með því að a.m.k. 3 lágu í valnum og 23 særðust, sumir alvar- lega. Bjóða lögreglumönnum „farmiða til Gíbraltar“ í aðalstöðvarnar í Dublin komu mörg hundruð manns til að rita nafn sitt á samúðarlista. Á mörgum stöðum í írska lýðveldinu skutu aðvörunarsveitir upp kollinum. Á Norður-írlandi, í breska héraðinu Ulster, drógu kaþólikkar svarta fána að hún. Iðulega snerust sorg- arathafnir í ofbeldissamkundur og má t.d. nefna að æstur múgur kveikti í strætisvögnum f Belfast, unglingar köstuðu Molotov- sprengjum að lögreglustöðvum og buðu lögreglumönnum í hæðnistón „farmiða til Gíbraltar". { ensku nýlendunni Gíbraltar á suðurodda Spánar höfðu öryggis- sveitir lagt að velli 3 liðsmenn IRA, írska lýðveldishersins, og komið írum í báðum hlutum ír- lands í uppnám með harkalegu framferði sínu. Baráttusveit írska lýðveldishersins reyndist nefnilega vera óvopnuð og sjónarvottar sögðu að það væri líkast því að írarnir þrír, 2 karlar og 1 kona, hefðu verið tekin af lífi án dóms og laga, svo markvisst hefðu öryggis- sveitirnar beint skotum sínum. Lík píslarvottanna máttu ekki hafa viðkomu á ensku landi Drápið á hermdarsveitar- mönnunum vakti þess vegna meiri athygli en árásin sem var ráðgerð en fór út um þúfur hefði gert. írskir þjóðernissinnar gátu þannig gert sér mat úr heimflutningi líkanna þriggja og komið af stað pólitískum mótmælum. í stað þess að flytja líkkisturnar með áætlunarflugi á leiðinni Gíbraltar-London- Belfast, en þær eru tíðar, var beðið eftir beinu flugi á vegum írska flugfélagsins Aer Lingus frá Ma- laga til Dublin í þeim tilgangi að geta myndað mikla fjöldagöngu á leiðinni yfir landamærin til Belfast. Píslarvottarnir áttu ekki að þurfa að þola það að þurfa að hafa viðkomu á ensku landi. írski forsætisráðherrann Charles Haughey sagði að ríkisstjórn sín gæti ekki tekið því þegjandi að óvopnaðir borgarar væru felldir vísvitandi með byssuskotum. „Þannig fara hryðjuverkamenn og glæpamenn að,“ sagði hann. Og þingmenn í írska þinginu lögðu Atvinnulíf í dreifbýli Gildi þess fyrir þjóðfélagið Jón Helgason landbúnaðarráðherra boðar til opins stjórnmálafundar um atvinnulíf í dreifbýli og gildi þess fyrir (Djóðfélagið í Hótel Borgarnesi fimmtudaginn 24. mars kl. 21.00. Alexander Stefánsson alþingismað- ur kemur á fundinn. Fjölmennið og takið þátt í umræðum um brýnasta hagsmunamál dreifbýl- isins. Landbúnaðarráðherra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.