Tíminn - 19.03.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.03.1988, Blaðsíða 11
Laugardagur 19. mars 1988 Tíminn 11 fast að forsætisráðherranum að taka upp samstarf við þá sem ráða öryggismálum í Bretlandi í barátt- unni gegn hryðjuverkum, einkum í Ijósi þeirrar stefnu „að skjóta til bana“ sem bresk yfirvöld virtust hafa tekið upp. Alþjóðleg samvinna í baráttu við hermdarverkamenn Hefði ekki komið til þessarar banvænu skothríðar hefði nefni- lega þetta atvik í Gíbraltar verið til vitnis um sérlega árangursríka al- þjóðlega samvinnu í baráttunni við hryðjuverkamenn. í nóvember 1987 veittu spænskir embættismenn á flugvellinum í Malaga athygli þrem norður-írsk- um borgurum, Mary Parkin, Dan- iel McCann og Sean Savage, þar sem þau áttu margsinnis leið þar um bæði inn og út úr landinu - og það undir mismunandi nöfnum. Spánverjarnir fylgdust með ferð- um franna og í febrúarsl. gátu þeir staðfest að Mary Parkin fór til Gíbraltar á hverjum þriðjudegi. Einmitt á þriðjudögum fara fram hin hefðbundnu vaktaskipti fyrir framan aðsetur breska landstjór- ans og á þessum tíma gegndi þar störfum fyrsta herfylki The Royal Anglian Regiment, hersveitar sem áður hafði þjónað á Norður- frlandi. Það var nærtækt að draga þá ályktun að írarnir væru að undirbúa árás. Spánverjarnir gerðu Bretum að- vart og þeir voru ekki lengi að slá því föstu hverjir írarnir þrír væru: McCann og Savage voru álitnir meðlimir IRA, án þess þó að á þessum tíma væri nokkur óhrekj- anleg sönnun fyrir því. McCann, 30 ára, var grunaður um að vera leiðtogi Belfastdeildar IRA, sem er ákærð fyrir 26 morð frá því í ágúst 1986. Þrír bílaleigubílar Föstudaginn 4. mars komu McCann og Savage enn einu sinni til Malaga og í þetta sinn var í för með þeim Mairead Farrell, 31 árs gömul stúlka, virkur liðsmaður IRA, sem átti að baki 10 ára fangelsisvist. Þau settust að á hóteli í Torremolinos og tóku þrjá bíla á leigu. Einn bílanna átti að flytja til Gíbraltar komandi sunnudag, þeg- ar næg bílastæði væri að finna í miðbænum, og leggja honum í grennd við aðsetur landstjórans. Þannig átti að tryggja að bíllinn væri á hentugum stað á þriðjudeg- inum þegar vaktaskipti yrðu við landsstjórabústaðinn. Bíl nr. 2 höfðu þremenningarnir hlaðið sprengiefni og stillt á tíma, þannig að hann var sannkölluð tíma- sprengja, og lagt síðan í Marbella. Þriðja bílinn notuðu svo skötuhjú- in til ferða milli Gíbraltar og Spánar. Sunnudagurinn 6. mars Sunnudaginn 6. mars lenti svo í Gíbraltar Herkúles-flugvél breska flughersins með hóp velþjálfaðra ungra manna, sem tilheyra úrvals- sveitunum SAS en þær eru sérþjálf- aðar í að fást við hryðjuverkamenn og hafa gegnt störfum á Norður- frlandi. Þeir lágu í leyni í miðbæ Gíbraltar og biðu fómarlambanna. Án þess að vera með einhverjar vífilengjur miðuðu þeir og skutu á McCann, Savage og Mairead Farr- ell þegar þau höfðu lagt bíl nr. 1 og lagt af stað fótgangandi í átt að bíl nr. 2, hinum megin landamæranna. f breskum fjölmiðlum var mikið lof borið á frammistöðu S AS-sveit- arinnar og tekið fram að mennirnir hefðu farið að „öllum eðlilegum stríðsreglum". Þeir taki ekki til fanga, því að SAS-sveitirnar hafi sama umboð og James Bond til að drepa. Ef engir séu eftirlifandi komi ekki upp einhverjar spurn- ingar eftir á sem erfitt sé að svara, eins og gerðist eftir að grímuklædd- ar sveitir SAS gerðu skyndiáhlaup á íranska sendiráðið í London 1980 og frelsuðu það úr höndum hryðjuverkamanna. Aðeins einn hryðjuverkamann- anna komst þá af með því móti að blanda sér í hóp frelsuðu gíslanna og honum sagðist svo frá að féiagar hans hefðu verið skotnir með köldu blóði, einn af öðrum, þegar þeir voru búnir að kasta vopnum sínum frá sér og gefið til kynna uppgjöf^ með hvítum koddum. Síðan þessi atburður gerðist hefur enginn Sean Savage, Daniel McCann og Mairead Farreil eru nú álitin píslar- vottar í frlandi eftir að hafa óvopn- uð látið lífið fyrir byssukúlum breskra hermanna, hryðjuverkamaður verið til frá- sagnar eftir árás SAS-sveitar. í Lundúnablaðinu „Star“ var hælst um yfir árangri SAS-sveitar- innar og fyrirsögnin á fréttinni var: „Hin djöfullegu skrímsli fengu það sem þau áttu skilið.“ Spánverjum líkaði ekki bardagaaðferðin En Spánverjum líkaði ekki þessi upphafning á úrvalssveitinni. í blaðinu „E1 País“ í Madrid var deilt á þessa bardagaaðferð og henni lýst sem „alvarlegum skemmdum á siðferðislögmálum og lagasetningargrundvelli sér- hvers siðaðs þjóðfélags". f London varaði David Owen, formaður Bandalags frjálslyndra og jafnaðarmanna við því ef ein- hverjir héldu því fram að gefa mætti út „Rambo- leyfi til að drepa“. Úr herbúðum bresku stjórnarinnar aftur á móti var að- gerðum sérsveitanna í Gíbraltar lýst sem mjög árangursríkum. Gagnrýni stjórnarandstæðinga vís- aði Margaret Thatcher á bug með þeim orðum að þeir einu sem rækju þá stefnu að „skjóta til að drepa“ væru bardagamenn IRA sjálfir. ÞU verður undrandí þegar þú sérð breytingarnar SINCER Saumavélar EXCLUSIVE Áður kr. 22.800,- Nú kr. 17.460,- stgr. SINGER LADYSTAR Áðurkr. 18.200,- Nú kr. 13.950,- stgr. 0% SINGER SERENADE 30 Áður kr. 44.600,- Nú kr. 33.840,- stgr. T- Bellboy sími GD 878 PH Verð kr. 2.480,— stgr. auknecht þvottavél WA 8310 WS 900-650 snúninga Stærð (hxbxd): 85 sm x59,5 sm x60 sm Áðurkr. 56.550,- Nú kr. 43.290,- stgr. BAUKNECHT Frystiskápar ýmsar stærðír frá 107 ltr. til 283 Itr. Afsláttur 15% stgr. 5% míðað við afborganir ■■ ■ Fhgor Frystikista B 275 250 Itr. Stærð (hxbxd); 89 sm x 98 sm x 65 sm Áður kr. 36.200,- Nú kr. 26.100,-stgr. (MBO) 52PD Intemational reiknivél Áður kr. 2.990,- Nú kr. 2.295,— stgr. Ný og betri Rafbúð Ný og betrí verðtílboð TILBOÐIÐ GILDIR TIL MÁNAÐARMÓTA ÍIEURC KRIEDIT i rri| í~ I i n SLi i mm mm SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMAR 6879)0 - 68 1266

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.