Tíminn - 19.03.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 19.03.1988, Blaðsíða 19
Laugardagur 19. mars 1988 Tíminn 19 MINNING Eyvindsdóttir Maren Fædd 9. maí 1915 Dáin 26. febrúar 1988 Hún var fædd að Útey í Laugardal og voru foreldrar hennar hjónin Katrín Bjarnadóttir og Eyvindur Eiríksson, sem þar bjuggu. Hún var elst sex systkina og hefur það verið glaðvær og tápmikill hópur, sem þar ólst upp. Bar Maja þess vott hvar sem hún fór, að ekki hafði hún verið þústuð í uppvextinum. Árið 1937 giftist hún Sigurfinni Guðmundssyni frá Brekkum í Mýrdal. Fyrstu árin var heimili þeirra í Reykjavfk og Stokkseyri. En árið 1942 fluttust þau að Hæðar- enda í Grímsnesi og bjuggu þar til æviloka. í>au eignuðust fimm börn sem eru talin í aldursröð: Svanhildur Helga, gift Grími Davíðssyni, þau eiga þrjú böm og fimm barnaböm. Eyvindur Karl, kvæntur Önnu Garð- arsdóttur, þau eiga þrjú börn. Guð- mundur Rafn, ókvæntur. Laufey, gift Haraldi Haraldssyni, þau eiga tvö börn. Birgir, kvæntur Maríu Andrésdóttur, þau eiga þrjú börn. Fljótlega eftir að þau fluttu að Hæðarenda hófust þau handa við óúreksturinn af dugnaði og atorku. í>að varð fljótt ljóst um alla sveit að þangað hafði flust dugmikið fólk, glaðvært og gestrisið. Var ekki síst rómaður dugnaður húsfreyjunnar og frjálslegt viðmót, sem gerði henni létt að umgangast alla, háa sem lága. Gestkvæmt var á Hæðarenda og öllum vel tekið. Gestrisni og greiða- semi virtust vera sameign fjölskyld- unnar. En óhjákvæmilega mæðir mest á húsfreyju að sinna þörfum gesta. Og þrátt fyrir þrotlausar annir við búrekstur og heimilishald, virtist Maja alltaf hafa nógan tíma til að blanda geði við þá sem þar bar að garði. Mun margur minnast glaðra, genginna stunda í hópi góðra vina á Hæðarenda. En þótt oftast væri glatt og kátt á Hæðarenda fóru örðugleikar ekki þar hjá garði. Árið 1956 brann bærinn, án þess þó að slys yrði af. Lítið sem ekkert mun hafa bjargast af innbúi. Þetta var mikið áfall, og kom sér nú sem oftar vel dugnaður og bjartsýni húsfreyjunnar. Auk þess átti hún svo þjála lund að hún gat óbuguð tekið í þær hjálparhend- ur, sem þeim voru úr ýmsum áttum réttar af þessu tilefni. Og er mér enn í minni þakklæti þeirra hjóna til þeirra er studdu þau í þessum erfið- leikum. Aftur var hafist handa við uppbygginguna og nú voru elstu börnin komin til hjálpar. Þá er þess að geta að húsbóndinn var um árabil sjúklingur. Dvaldi hann langdvölum á Vífilsstöðum og stóðu honum þar jafnan opnar dyr. En allt eins oft kaus hann að vera heima, enda fékk hann þar þá bestu umönnun sem á var kosið. Og heima lauk lífi hans vorið 1984. Maja bjó áfram á Hæðarenda með Guðmundi syni sínum, sem frá unglingsárum hefur verið stoð og stytta foreldra sinna, og yngsta syn- inum Birgi, sem nú er kominn með fjölskyldu. Urðu sonarbörnin ömmu sinni miklir gleðigjafar, ekki síst litla stúlkan Maren. Fyrstu kynni okkar Maju voru á Héraðsskólanum Laugarvatni, vet- urinn 1931-32. Að prófum loknum fórum við hvor í sína átt og vissum ekki hvor um aðra. En svo rúmum áratug seinna skolaði okkur báðum upp f Grímsnes. Tókust þá kynni okkar að nýju, og varð af vinátta við nánari kynni. Seinna kom í ljós að við vorum dálítið skyldar og höfðum oft gaman af að minna hvor aðra á frændsemina, sem að vísu var ekki náin. Ef ég ætti að lýsa henni Maju veit ég ekki á hverju ég ætti að byrja, svo margt var það í fari hennar sem frásagna er vert. Dugnaður hennar við búrekstur og heimili brást aldrei. En það var henni ekki nóg. Hún átti fjölda hugðarefna sem hún lagði rækt við. Hún var bókhneigð og þrátt fyrir langan vinnudag mun oftast hafa verið litið í bók að honum loknum. Hún hafði gaman af margskonar handavinnu s.s. mynd- flosi og leðurvinnu sem hún stundaði talsvert á tímabili. Hún safnaði steinum, blómum og ýmsum fáséð- um munum. Og hún hafði lifandi áhuga á því að taka myndir. Náði hún oft mjög góðum árangri, jafnvel listrænum. Engan áhuga hafði ég á þessu síðast talda, og skopaðist jafn- vel af því. En hún mátaði mig þá með því að senda mér hvað eftir annað myndir úr ferðum okkar eða samkomum kunningja. Og um þær gat ég aðeins notað þetta gamla orðatæki: „Verkið lofar meistar- ann“. Ef mér fannst tilveran óþarf- lega grá var oft nærtækt að hringja til Maju. Hjá henni var alltaf eitt- hvað að gerast. Oft benti hún mér á nýjar bækur sem hún hafði komist yfir, sagði mér jafnvel megininnihald í einu símtali. Eða þá að hún var 1 nýkomin „að sunnan" og hafði heilsað uppá afkomendur í þrjá ættliði. Alltaf bættist við og hverju nýju lífi fagnað af alhug og með bjarsýni. Slík lífstrú hlýtur að hafa bætandi áhrif á allt umhverfi. Kærar þakkir sendi ég Maju fyrir góðar samverustundir og vináttu alla. Börnum hennar, fjölskyldum þeirra og öðrum aðstandendum sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Blessuð verið minning hennar. Helga Einarsdóttir Fædd 3. mars 1902 Dáin 5. mars 1988 Síminn hringdi, Elsa frænka var í stmanum: Fanney mín hún amma þín er dáin. Nei, það gat ekki verið. Fyrir nokkrum klukkustundum vor- um við tvær systurnar hjá henni. Jú, hún amma er dáin, hún amma á Baró eins og við kölluðum hana alltaf. Helga Einarsdóttir hét hún og var fædd 3. mars 1902, en hún dó 5. mars, hún var nýlega orðið 86 ára. Það er að vísu hár aldur en hann segir ekki allt, okkur fannst hún ekki gömul, alltaf var hún svo ánægð að sjá okkur og tók svo vel á móti okkur. Okkur systurnar langar að þakka elsku ömmu fyrir allar indælu stund- irnar sem við áttum með henni. Aldrei leið það aðfangadagskvöld að hún kæmi ekki þar sem fjölskyld- an var saman komin í það og það skiptið, kom hún þá með Elsu og Dóra og alltaf sagðist hún ekki hafa komist til að kaupa neitt, samt var alltaf eitthvað handa öllum. Oft var farið til ömmu uppá Baró, við systurnar áttum heima upp í Árbæ og við eldri þurftum að sækja skóla í bæinn, þá var farið til ömmu sem var tilbúin með heitt kókó, brauð og margt annað, og ef við gátum ekki borðað allt sem hún lagði fyrir okkur varð hún sár. Það var sama hvort það voru menn eða málleysingjar, öllum vildi hún gefa að borða. Margs er að minnast en við hugsum það hver um sig og þökkum henni í hljóði. Amma hafði gaman af að vera innan um fólk, en síðustu árin var hún farin að heyra illa og háði það henni mjög. Ámma mundi eftir öllum afmælum og öllu sem til stóð, alltaf kom eitthvað frá henni til allra eða hún hringdi til þeirra. Síðasta daginn sem hún lifði var hún að spyrja okkur um ferminguna sem stendur fyrir dyrum í fjölskyldunni. Við þökkum ömmu aftur allar stundimar er við áttum saman, indælt er að hugsa til þess að nú fái hún að hitta dóttur sína Sillu (móður okkar) sem dó fyrir 11 árum, aðeins 49 ára gömul, sem hún ávallt saknaði mjög. Við söknum allar ömmu og hugsum hlýtt til hennar. Megi góður guð gefa ykkur eftirlifandi börnum og öllum ástvinum hennar styrk og huggun í sorg þeirra, hvíl hún í friði. Góða nótt þér gefi og frið Guð úr sínu hjarta sem gull í huga geymum við um góða konu og bjarta. Við sku/um tigna og trúa á hann í trausti á nóttu og degi friðarvika frelsarans sem fjall á /ífsins vegi. Petta er al/ra endir vor enginn fœr við snúið sífe/lt gengin sömu spor sem enginn getur flúið. Grímur Aðalbjömsson. Fanney, Laufey, Eygló og Anna Björg. Kristín Guomundsdóttir Bollastöðum, Hraungerðishreppi Fædd 13. október 1901 Dáin 10. mars 1988 Mér var mjög brugðið er mér var sagt að Kristín þessi yndislega kona væri dáin. Fyrir þremur árum ákvað ég að fara úr sveit í sveit og var þá svo heppin að ég kynntist Kristínu og öllum á Bollastöðum. Ég gleymi aldrei er ég kom fyrst þangað. Ég hafði aldrei farið neitt að heiman. Þarna var ég umvafin og föðmuð eins og ég hefði þekkt Kristínu og Guðjón alla mína ævi. Kristín var mjög fróð kona og þakklát fyrir allt sem maður gerði fyrir hana. Hún fræddi mig um margt og kenndi. Kristín hafði mjög gaman af að taka á móti gestum enda mjög gestrisin. Oft hafði ég gleði af Kristínu, því hún hafði svo mikla ánægju af að ferðast en fannst verst hvað hún var orðin gömul og gat lítið farið. Þau Guðjón eiga 5 börn, mörg barnabörn og barnabarnabörn. Margir liafa verið í sveit á Bollastöð- um og öll höfum við haldið tryggð við hjónin þar enda eru þau svo yndisleg. Kristín og Guðjón hafa verið mér svo góð að ég á ekki orð til að lýsa því. Síðasta kvöldið mitt á íslandi fyrir mánuði síðan sagði Kristín við mig að nú væri hennar tími kominn en ég sagði henni að ekki tryði ég því, mér fyndist hún svo hress. Að lokum kvaddi hún mig með fallegu ljóði um Holland. Söknuðurinn er sár, en margur má vera feginn að deyja í góðri elli án þess að þjást. Elsku Guðjón og fjölskylda. Ég votta ykkur mína samúð héðan frá Hollandi. Sigurborg Helgadóttir Starmýrí III Geithellnahreppi. Aðalfundir félagsdeilda verða sem hér segir: 1. deild Mánudagur 21. mars kl. 20.30. Fundarstaður: Hamragarðar, Hávallagötu 24. Félagssvæði deildar 1: Seltjarnarnes, vesturbær og miðbær, vestan Snorrabrautar. Auk þess Hafnarfjörður. 2. og 3. deild Þriðjudagur 22. mars kl. 20.30. Fundarstaður: í kaffistofu Afurðasölu Sambands- ins, Kirkjusandi. Félagssvæði 2. deildar: Hlíðarnar, Háaleitishverfi, Múlahverfi, Túnin og Norðurmýri. Auk þess Suður- land og Vestmannaeyjar. Félagssvæði 3. deildar: Laugarneshverfi, Klepps- holti, Heima- og Vogahverfi. Auk þess Vesturland og Vestfirðir. 6. deild Miðvikudagur 23. mars kl. 21.00. Fundarstaður: Þinghóll, Hamraborg 11, Kópavogi. Félagssvæði 6. deildar: Kópavogur, Garðabær og Suðurnes. 4. og 5. deild Mánudagur 28. mars kl. 20.30 (ath. breyttan fundardag) Fundarstaður: Kaffistofa á þriðju hæð Kaupstaðar í Mjódd. Félagssvæði 4. deildar: Smáíbúðahverfi, Gerðin, Fossvogur, Blesugróf, neðra Breiðholt og Selja- hverfi. Auk þess Norðurland og Austurland. Félagssvæði 5. deildar: Efra Breiðholt, Árbær, Ártúnsholt og Grafarvogur. Auk þess Mosfellssveit og Kjalarnes. Dagskrá samkvæmt félagslögum ásamt umræð- um um sameiningu KRON og Kaupfélags Hafnfirð- inga. ___________

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.