Tíminn - 19.03.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.03.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn Laugardagur 19. mars 1988 AMERICAN CONSULTANT BUREAU P.O.BOX 610263, MIAMI, FLORIDA 33261, U.S.A. SÍMI (1) (305) 893-9045. Starfsnám í Bandaríkjunum: Til þess að fá upplýsingar og til þess að koma umsóknum á framfæri, sendið 15 Bandaríkjadollara til "American Consultant Bureau," P.O.Box 610263, Miami, FLA.33261, U.S.A. Ðandarisklr háskólar vllja fá tll sín erlenda stúdenta: Til þess að fá upplýsingar og koma umsóknum á framfæri sendið 15 Bandaríkjadollara til "American Consultant Bureau, "P.O.Box 610263, Miami, FLA.33261, U.SA Hjúkrunarfræöingar í Banda- ríkjunum hafa meira en 25000 dollara (9oo ooo króna) árs- tekjur. Til þess að fá upplýsingar og koma umsókn á framfæri sendið 15 Bandaríkjadollara til "American Consultant Bureau," P.O.Box 610263, Mlami, FLA. 33261, U.S.A. DAGVIST BARNA Gæsluvellir SAMVINNUMÁLlill Magnús G. Friðgeirsson frkvstj. flytur skýrslu sína. Til hliðar situr fundarstjórinn, Gunnsteinn Gísiason kfstj. á Norðurflrði. SLÁTURHÚS MILLISTEINS OG SLEGGJU Starfsfólk óskast til afleysinga á gæsluvelli borgarinnar. Upplýsingar gefa umsjónarfóstrur í síma 21496 fyrir hádegi. Rafvirkjar/Rafvélavirkjar Óskum eftir að ráða starfsmenn í eftirtalin störf: 1. Til sölustarfa á rafbúnaði. 2. Til viðgerða og raflagnavinnu. Nánari upplýsingar í síma 685656/84530. JÖTUIMIM P HÖFÐABAKKA 9 REYKJAVÍK SIMI: 685656 og 84530 Astmi - ofnæmi Styrktar- og minningarsjóður Samtaka gegn astma og ofnæmi veitir í ár styrki i samræmi við tilgang sjóðsins sem er: A. Að vinna að aukinni þekkingu á astma- og ofnæmissjúkdómum. B. Að styrkja lækna og aðra sem leita sér þekkingar á ofangreindum sjúkdómum og kunnáttu í meðferð þeirra meó framhaldsnámi eða rannsóknum á þessu sviði. Umsóknir um styrki, ásamt gögnum, skulu hafa borist til sjóðsstjórn- arí pósthólf936,12l Reykjavík,fyrir 16.apríl I988. Frekari upplýsingar eru veittará skrifstofu Samtakanna í sima 22153. Sjóðsstjórnin Á aðalfundi Félags sláturleyfishafa á fimmtudag kom fram að sláturhúsin í landinu eru nú líkt og milli steins og sleggju og afkoma þeirra í stórhættu. Þau eru annars vegar skylduð til þess samkvæmt búvörulögunum að staðgreiða bændum fyrir afurðirnar, en hins vegar vantar mikið upp á að ríkissjóður hafi gert þeim það kleift með greiðslum, líkt og þó er gert ráð fyrir í þessum sömu lögum. Af þessum sökum eru húsin núna komin út í beinan taprekstur og ekki talið mögulegt að búa áfram við óbreytt ástand í þeim efnum. Þetta stafar ekki síst af því að húsin hafa orðið að taka á rekstur sinn vaxta- og geymslukostnað fyrir kjötið, afurðalán hafa verið færð frá Seðlabanka yfir til viðskiptabankanna sem skapað hefur margvíslegt óhagræði og aukakostnað, og einnig hefur orðið verulegur dráttur á því að útflutningsbætur fengjust greiddar. Þetta kom skýrt fram í skýrslum þeirra Árna Jóhannssonar formanns félagsins og Magnúsar G. Friðgeirs- sonar framkvæmdastjóra Búvöru- deildar Sambandsins, og einnig í almennum umræðum á fundinum. í Félagi sláturleyfishafa eru þær af- urðastöðvar sem selja framleiðslu sína í gegnum Búvörudeild, og var greinilegt að mikill uggur var í mönnum yfir þeirri klemmu sem sláturhúsin eru nú komin í. Meðal annars var hreyft þeirri skoðun á fundinum að tímabært væri orðið að fara að huga að því að endurskipuleggja rekstur sláturhús- anna í sérstökum félögum, jafnvel hlutafélögum, til þess að dreifa áhættunni af þessum rekstri og koma í veg fyrir að hann sligaði kaupfélög- in. Jafnframt voru menn þeirrar skoðunar að áfram yrði að halda af fullum þunga á þeirri braut að hag- ræða eftir föngum í öllum rekstri sláturhúsanna, sem og að stefna að fækkun þeirra. í því sambandi var bent á nauðsyn þess að stofna úreld- ingarsjóð til að auðvelda þeim hús- um að hætta starfsemi sem ekki ættu rekstrargrundvöll til frambúðar. Góð afkoma hjá Búvörudeild Annars kom það fram á fundinum að rekstur Búvörudeildar gengur nú vel, og m.a. var hagnaður í fyrra af rekstri Kjötiðnaðarstöðvar hennar á Kirkjusandi. Mikill árangur hefur auk þess náðst í því að minnka birgðavandann í nautgripakjöti, því að nautakjötsbirgðir minnkuðu úr 1783 tonnum í 791 tonn milli tveggja síðustu ára. Jafnframt hefur verslun með nautgripakjöt færst verulega úr því að vera versíun með frosna vöru yfir í ferskvöruviðskipti. Heildarvelta Búvörudeildar jókst um 40,4% á síðasta ári, úr 1868 miljónum króna 1986 í 2623 miljónir á síðasta ári. t>ar af jókst innanlands- sala um 14,3% í krónutölu, en útflutningur jókst meira, eða um 71,9%, og munaði þar mest um sérstakar ráðstafanir sem gerðar voru til að leysa erfiða birgðastöðu kindakjöts um mitt sumar 1987. Þá jókst sala Kjötiðnaðarstöðvar um 31,8% á milli áranna. Magnaukning í sölu innanlands hjá Búvörudeild var 14,9% á milli áranna. í sláturtíð s.l. haust var slátrað 727 þúsund dilkum í landinu og 82 þúsund fullorðnum kindum, eða samtals 809 þúsund fjár, samanborið við 844 þúsund fjár árið 1986. Hlut- deild sláturhúsa innan Félags slátur- leyfishafa var 72,9% í þessari slátrun, og var það nánast óbreytt frá árinu á undan. Kjötmagnið úr slátruninni var samtaís um 12.500 tonn. Útflutningurinn Hjá sláturhúsum innan Félags 'sláturleyfishafa voru samtals útflutn- ingsverkuð rúm 2900 tonn í síðustu sláturtíð. Mjög er óljóst hvernig útflutningi verður hagað í ár, en flest bendir til þess að flytja þurfi úr landi rúm 3600 tonn ef birgðastaða á að verða viðunandi. Nú sem stendur hefur Búvörudeild ekki heimild til að flytja út meira en þau 1800 tonn sem kveðið er á um í samningi ríkisvaldsins og bænda, en fáist ekki heimild til að flytja út svipað magn til viðbótar er hins vegar hætt við að á næsta framleiðsluári skapi það svipaðan birgðavanda og undanfarin tvö ár. Er því mikilvægt að í tæka tíð verði annað tveggja gert átak á innanlandsmarkaði eða heimild veitt til frekari útflutnings. Jón Helgason landbúnaðarráð- herra kom á fundinn og flutti þar ávarp. Hann lýsti því yfir að af hálfu hins opinbera væri engri sveltistefnu fylgt gagnvart sláturhúsunum, en hins vegar væri nauðsynlegt að vinna enn að aukinni hagræðingu hjá þeim. Ráðherrann taldi ekki ráðlegt út af fyrir sig að gera þessa atvinnu- grein enn þá háðari ríkinu en nú er, heldur þyrfti að skapa henni skilyrði til þess að geta verið sjálfstæðari en núna. Hlunnindavörur í>að kom fram á fundinum að útflutningur reiðhesta og slátur-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.