Tíminn - 19.03.1988, Blaðsíða 17

Tíminn - 19.03.1988, Blaðsíða 17
Laugardagur 19. mars 1988 Tíminn 17 Frá aðalfundi Félags sláturleyfishafa. hrossa var nokkuð í sama horfi í fyrra og árið á undan. Flutt var út 721 hross, á móti 773 árið 1986. í fyrra var útflutningurinn að mestu leyti með tveimur gripaflutninga- skipum, einu að vori og öðru að hausti. Talsverðir erfiðleikar reynd- ust vera á því að fylla skipin, einkum þó það síðara, og hefur Búvörudeild því ákveðið að hætta þessum útflutn- ingi hrossa á fæti, a.m.k. að sinni. Af æðardúni flutti deildin út rúm 2000 kíló á síðasta ári, og var verðmæti þess magns 37,5 miljónir króna. Er þetta eitt mesta magn sem deildin hefur selt af æðardúni á einu ári. Salan gekk vel allt árið og var verðlag stöðugt. Að því er varðar selskinn þá tókst Búvörudeild ekki að ná neinum sölusamningi um þá vöru á árinu. Eins og kunnugt er hefur verið veruleg sölutregða á þessari afurð síðustu árin vegna mótmælaaðgerða andófshópa. Núna standa þó vonir til að í kjölfar öflugs sölu- og kynn- ingarstarfs Grænlendinga á síðustu mánuðum mæti selskinn ekki sömu andstöðu og verið hefur, og er hugsanlegt að einhverjir sölumögu- leikar skapist á næsta ári ef svo heldur fram sem horfir. Stjórn Félags sláturleyfishafa skipa þeir Árni Jóhannsson kfstj. á Blönduósi, formaður, Friðrik Guð- mundsson kfstj. á Stöðvarfirði, Gunnar Oddsson bóndi í Flata- tungu, Hreiðar Karlsson kfstj. á Húsavík og Sigurður Þórólfsson bóndi í Innri-Fagradal. Varamenn eru Þórólfur Gíslason kfstj. á Þórs- höfn og Guðbjartur Gunnarsson bóndi á Hjarðarfelli. Ályktun Svohljóðandi ályktun var afgreidd frá fundinum um helstu áhersluatriði er varða afkomu afurðastöðvanna: „1. Ákvörðun kostnaðar við slátr- un og sölumeðferð verði byggð á framlögðum gögnum hverju sinni. Verði ekki samkomulag í 5-manna nefnd þá verði hægt að skjóta ágrein- ingi til yfirnefndar. Verðjöfnunar- sjóði kindakjöts verði gert fært að sinna hlutverkum sínum. 2. Fjármagn verði útvegað til endurskipulagningar sláturhúsa, sem fari fram í náinni samvinnu við sláturleyfishafa eða undir forystu þeirra, sé slíkt mögulegt. (Tímamyndir: Pjetur) 3. Sláturleyfishafar láti vinna að endurskoðun einstakra liða búvöru- laganna í samvinnu við aðra hags- munaaðila. 4. Sláturleyfishafar fái beina aðild að framkvæmdanefnd búvörusamn- inga þegar málefni sem snerta þá eru rædd. 5. Útflutningsbætur verði ávallt greiddar á gjalddaga. 6. Verðhækkanir til framleiðenda verði fjármagnaðar með tilsvarandi hækkun afurðalána. 7. Birgðir kindakjöts þann 1. sept. n.k. verði ekki meiri en 1250 tonn. Gerðar verði nauðsynlegar ráðstaf- anir í sölumálum til að sá árangur náist. 8. Fagnað er áformum ríkisstjórn- arinnar um að endurgreiða framveg- is vaxta- og geymslukostnað mánað- arlega út á birgðir kindakjöts. Nauð- synlegt er að núverandi skuld ríkis- ins vegna fyrra fyrirkomulags greið- ist fyrir lok þessa mánaðar. 9. Sláturleyfishafar leggja áherslu á samstöðu og sameiginlega lausn vandamála sinna og telja einarða samstöðu um sölusamtök sín besta tryggingu fyrir nauðsynlegum ár- angri.“ -esig 266 mánaða ritstörf Lokið er úthlutun starfslauna úr Launasjóði rithöfunda fyrir árið 1988. í lögum og reglugerð sjóðsins segir að árstekjum hans skuli varið til að greiða íslenskum rithöfundum starfslaun samsvarandi byrjunar- launum menntaskólakennara. Þessi laun eru nú kr. 56.382 á mánuði. Starfslaun eru veitt samkvæmt umsóknum. Höfundur sem sækir um og hlýtur starfslaun til þriggja mánaða eða lengur skuldbindur sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan hann nýtur starfslauna. Tveggja mánaða starfslaun má veita vegna verka sem birst hafa á næsta almanaksári á undan og þeim fylgir ekki kvöð um að gegna ekki fast- launuðu starfi. Alls bárust stjórninni að þessu sinni umsóknir frá 163 höfundum og sóttu þeir um því sem næst 878 mánaðarlaun auk mánaðarlauna til ótiltekins tíma frá 3 þeirra. Fjárveit- ing til sjóðsins nam hins vegar 266 mánaðarlaunum, en það er 38 mán- aðarlaunum færra en úthlutað var sl. ár. Starfslaun til sex mánaða hlutu að þessu sinni 18 höfundar, fjögurra mánaða laun hlutu 15 höfundar, þriggja mánaða laun hlutu 24 höf- undar og tveggja mánaða laun hlutu 13 höfundar. Alls hefur því verið úthlutað starfslaunum til 70 rithöf- unda. Öllum umsóknum hefur verið svarað og skrá um úthlutun verið send menntamálaráðherra. Frá stjórn Launasjóðs rithöfunda. Úthlutun úr Launasjóði rithöfunda 1988 6 mánaða starfslaun hlutu 18 ríthöfundar: Birgir Sigurðsson Einar Bragi Einar Már Guðmundsson Einar Kárason Fríða Á. Sigurðardóttir Guðbergur Bergsson Gyrðir Elíasson ísak Harðarson Pétur Gunnarsson Sigurður A. Magnússon Stefán Hörður Grímsson Steinunn Sigurðardóttir Svava Jakobsdóttir Thor Vilhjálmsson Vigdís Grímsdóttir Þorgeir Þorgeirsson Porsteinn frá Hamri Þórarinn Eldjárn 4 mánaða starfslaun hlutu 15 rithöfundar Björn Th. Björnsson Böðvar Guðmundsson Guðmundur Steinsson Jóhann Hjálmarsson Kristján Jóhann Jónsson Kristján Karlsson Nína Björk Árnadóttir Ólafur Gunnarsson Ólafur Haukur Símonarson Ómar Þ. Halldórsson Sigfús Daðason Sigurjón B. Sigurðs.(Sjón) Sveinbjöm I. Baldvinsson Þórunn Valdimarsdóttir 3 mánaða starfslaun hlutu 24 rithöfundar Auður Haralds Ásta Berglind Gunnarsdóttir S. Birgir Engilberts Birgir Svan Símonarson Einar Ólafsson Erlingur E. Halldórsson Geirlaugur Magnússon Guðlaug Richter Guðmundur Ólafsson Ingibiörg Haraldsdóttir Jón Óskar Kristín Ómarsdóttir Kristján Árnason Kristján H. Kristjánsson Margrét Lóa Jónsdóttir Oddur Björnsson Pjetur Hafstein Lárusson Ragnheiður Sigurðard. (Ragna) Rúnar Ármann Arthúrsson Sigrún Eldjárn Stefán Jónsson Steinar Sigurjónsson Sveinbjörn Þorkelsson Valdís Óskarsdóttir 2 mánaða starfslaun hlutu 13 rithöfundar: Árni Ibsen Gísli Ágúst Gunnlaugsson Guðmundur Páll Ólafsson Ingibjörg Sigurðardóttir Játvarður Jökull Júlíusson Jóhannes Óskarsson (Jóhamar) Kjartan Ólafsson Magnea J. Matthíasdóttir Magnús Þór Jónsson Njörður P. Njarðvík Stefán Snævarr Steinunn Jóhannesdóttir Trausti Einarsson VÉLAR&ÞJÓNUSTA HF. - Vélaborg SÍMI: 83266-686655 VETO ámoksturstæki í mörgum stærðum, á flestar gerðir dráttarvéla. Leitið tilboða. Góð greiðslukjör. BOGASKEMMUR STÓRAR OG SMÁAR Fyrir alls konar starfsemi. Gott verð. Auðveld uppsetning. Sterk stálgrind og veðurþolinn dúkur. Leitið upplýsinga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.