Tíminn - 26.03.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.03.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 26. mars 1988 Verbbólga í aðildarríkjunum T5ECD 1987 og spá fyrir 1988. 1987" 1988 ísland 21.6 25” Bandaríkin 4.5 4 japan 0.5 2 Þýskaland 0.9 2 F/akkland 3.2 3 Bretland 4.5 4 Vi Ítalía 5.3 5 Kanada 4.3 4 Austurríki ....... 1.8 2 Belgía 1.7 2 Danmörk 3.9 V/i Finnland 3.7 4 Grikkland 15.3 13 Irland 3.2 3 lúxemborg 0.1 2 Holland 0.1 0 Noregur 7.5 6 Portúgal 9.8 7 Spánn 4.6 4 Svíþjóð 5.1 4Vi Sviss 1.9 2 Tyrkland 36.4 36 Ástralía 8.3 6 Nýja Sjáland 16.9 8 OECD í heild .... 3.9 3 1)12 mánaða breyting miftað við október 1967. 2) Þjóðhagsstofnun, Ágriþ úr þjóðarbúskapnum. mars 1988. Heimild: OECD Economic Outlook, desember 1987. Fréttabréf um verðbréfaviðskipti Samvinnubankans: Atta sinnum verð- bólgnari en OECD Standist nýleg spá Þjóðhagsstofnunar gæti verðbólgan hér á landi orðið áttfalt meiri en í aðildarríkjum OECD í heild. Þetta kemur fram í Fréttabréfi um Verðbréfaviðskipti frá Samvinnubankanum sem kom út fyrr í þessum mánuði. Þar kemur einnig fram að bilið milli verðbólgunnar hér og annars staðar hefur farið vaxandi. Á árun- um 1960-1973 var verðbólgan tæp- lega þrefalt meiri á íslandi en í FULL BÚÐ AF ÚRVALS TOSHIBA Hljómtækjasamstæður -hagstætt verð v^GJÖFUM 1 SL-3047 Glæsileg samstæöa meö digital tuner, 2 kassettutæki, tónjafnari, plötuspilari, 2 stórir hátalarar (Dantax). Verö kr. 25.900 stgr. Hagstæö greiöslukjör. OECD. Hún varfjórfalt meiri 1973- 1979 og nærsjöfaltmeiri 1979-1985. Tyrkland er eina aðildarríki OECD þar sem verðbólga er meiri en hér á landi. Hún er meiri á íslandi en í nokkru öðru landi með sambæri- leg lífskjör. í fréttabréfinu kemur fram að forsendur nýju þjóðhagsspárinnar eru ekki skotheldar. Margt getur farið öðruvísi en gert er ráð fyrir. Til að mynda er spáin byggð á því að launaþróun verði í samræmi við kjarasamninga Verkamannasam- bandsins og vinnuveitenda frá því um síðastliðin mánaðamót. Enn er óvíst um niðurstöður kjarasamninga en almennt virðist stefna í að þeir verði heldur hærri en hjá Verka- mannasambandinu. Ljóst er að staða útflutningsgreina verður erfið á þessu ári. Gengisfell- ing miðuð að því að treysta stöðu þeirra hefur einnig óumflýjanlega í för með sér meiri verðbólgu en nú er reiknað með, segir í bréfinu. í ljósi þess viðskiptahalla sem nú er gert ráð fyrir er ólíklegt að lánsfjáráætlun standist. í fréttabréf- inu segir að annað tveggja virðist óhjákvæmilegt í ljósi þess. Annað- hvort verði erlendar lántökur meiri á árinu en stefnt var að eða að atvinna dragist saman með tilsvar- andi samdrætti atvinnutekna og þar með minni einkaneyslu og viðskipta- halla. Ef erlendar lántökur verða meiri en stefnt var að segir í bréfinu að aukin þensla í þjóðfélaginu verði óhjákvæmileg. Spáin gerir ráð fyrir litlum breyt- ingum á ytri skilyrðum þjóðarbúsins frá því í fyrra. En þau geta hæglega breyst til hins betra eða verra. -JIH RT-6036 Fjörmikið stereó feröatæki, 4 hátalarar, 14 wött 4 bylgjur, snertihnappar. Lipurt kassettutæki. Verö kr. 6.270 stgr. Kraftmiklir 1000 watta hárblás- arar, nýtísku litir. Verð kr. 790. P3S elecbric a hársnyrtitæki fyrir bæði kynin. Krullujárn meö hárblásara, þurrkar líka. Verö frá kr. 990. Verslið í hlýlegu umhverfi. Börn eru velkomin til okkar. Einar Farestveit&Co.hf. BORGARTÚN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆG BÍLASTÆDI Þær vilja ganga lengra Tímanum hefur borist eftirfarandi ályktun frá Samtökum kvenna á vinnumarkaði: „Samningar Verkamannasam- bandsins og Vinnuveitendasam- bandsins frá febrúar síðastliðnum eru nú orðnir opinber stefna at- vinnurekenda. Með góðu eða illu skal þessari stefnu þröngvað upp á aðildarfélög Alþýðusambandsins, þótt yfirgnæf- andi meirihluti félaga innan Verka- mannasambandsins hafi alfarið hafnað samningunum. Um síðustu helgi skrifuðu samn- inganefndir iðnverkafólks og versl- unarfólks undir kjarasamninga sem taka mið af samningum Verka- mannasambandsins. Peim samning- um er því augljóslega ætlað að knýja á um, að opinber stefna atvinnurek- enda nái fram að ganga innan verka- lýðshreyfingarinnar. Samtök kvenna á vinnumarkaði benda á að enn eiga fjölmenn lands- sambönd og félög innan Verka- mannasambandsins ósamið og hafa í engu slegið af meginlaunakröfum sínum. Samtök kvenna á vinnumarkaði hvetja til almenns stuðnings við þau félög sem eru reiðubúin að ganga lengra en vinnuþrælkunarsamningar Verkamannasambandsins og at- vinnurekenda fela í sér.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.