Tíminn - 26.03.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 26.03.1988, Blaðsíða 20
20 Tíminn Laugardagur 26. mars 1988 DAGBÓK Sigurður M. Sólmundarson, myndlistar- maður í Hveragerði. Myndlistarsýning í Hveragerði Sigurður M. Sólmundarson heldur myndlistarsýningu í Félagsheimili Ölfus- inga í Hveragerði dagana 31. mars til 4. apríl n.k. Þetta er áttunda einkasýning Sigurðar, en hann hefur einnig tekið þátt í mörgum samsýningum. Að þessu sinni sýnir Sig- urður 35 myndir, sem eru allar unnar á síðasta ári og það sem af er þessu ári. Myndirnar eru unnar úr hreinu grjóti, ásamt mosa, timbri og járni. Á sýningunni verður ennfremur vel útbúið grillhús og gestabækur unnar úr tré. Þetta er sölusýning sem verður opin kl. 10:00-22:00 alla dagana. Guðsþjónustur í Reykjavíkurpófastsdæmi. Pálmasunnudag 27. mars 1988 Ábæjarprestakall Barnasamkoma í Foldaskóla í Grafar- vogshverfi laugardag kl. 11 árdegis. Fermingarguðsþjónusta í Árbæjarkirkju pálmasunnudag kl. 10:30 og kl. 24. (Ath. Barnaguðsþjónusta fellur niður kl. 11 vegna ferminga). Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Áskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Árni Bergur Sigurbjömsson. Breiðholtskirkja Útvarpsguðsþjónusta kl. 11. Svanhildur Sveinbjörrsd'óttir og Vilborg Reynisdótt- ir syngja tvísöng. Organisti Daníel Jónas- son. Á sama tíma verður síðasta barna- samkoma vetrarins í kjallara kirkjunnar. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja Barnasamkoma kl. 11:00 í Bústöðum. (Ath. breyttan stað). Elín Anna Antons- dóttir og Guðrún Ebba Ólafsdóttir. Fermingarguðsþjónustur kl. 10:30 og 13:30. Organisti Jónas Þórir. Sr. Ólafur Skúlason. Digranesprestakal! Fermingarguðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 10:30. Barnasamkoma í safnað- arheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan Laugardag: Barnasamkoma f kirkjunni kl. 10:30. Egill Hallgrímsson. Sunnudag: Kl. 11:00. Ferming, altarisganga. Sr. Hjalti Guðmundsson. Kr. 14:00. Fcrming. Altarisganga fermingarbarna sr. Þóris Stephensen er á mánudag kl. 20:00. Sr. Þórir Stephensen. Þriðjudag 29. mars kl. 20:30. Helgistund á föstu. Sr. Hjalti Guðmundsson. Elliheimilið Grund Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Árelíus Níels- son. Fella- og Hólakirkja Á pálmasunnudag kl. 16:00 vígir biskup íslands hr. Pétur Sigurgeirsson Fella- og Hólakirkju. Að lokinni vígslu fer fram guðsþjónusta og altarisganga. Auk bisk- ups annast altarisþjónustu vígslubiskup og sóknarprestar. Kirkjukór Fella- og Hólakirkju syngur. Organisti og söng- stjóri Guðný Margrét Magnúsdóttir. Hljóðfæraleikarar: Jón Sigurðsson, Lárus Sveinsson, Guðrún Birgisdóttir og Marti- al Nardeau. Einsöngvarar: Ragnheiður Guðmundsdóttir, Viðar Gunnarsson og Helgi Maronsson. Fyrir vfgslu er leikið á hljóðfæri, og Æskulýðsfélag Fella- og Hólakirkju annast söng. Barnasamkoma kl. 11. Umsjón Ragnheiður Sverrisdóttir. Æskulýðsfélagsfundur mánudagskvöld kl. 20:30. Sóknamefndir og sóknarprest- ar. Fríkirkjan í Reykjavfk Fermingarguðsþjónusta og altarisganga kl. 11. Organisti Pavel Smid. Sr. Gunnar Bjömsson. Grensáskirkja Fermingarmessa kl. 10:30 og fermingar- messa kl. 14:00. Organisti Árni Arin- bjarnarson. Sr. Guðmundur Úrn Ragn- arsson. Hallgrímskirkja Laugardag: Samvera fermingarbarna kl. 10. Sunnudag: Barnasamkoma og messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjömsson. Orgeltón- leikar kl. 17. Ann Toril Lindstad leikur og kynnir verk eftir Georg Böhm og Vincent Lubeck. Kvöldbænir með lestri passíusálma mánudag, þriðjudag og mið- vikudag kl. 18. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárasson. Háteigskirkja Ferming kl. 10:30 og 14:00. Organisti Orthulf Prunner. Prestarnir. Hjallaprestakail ■ Kópavogi Barnasamkoma kl. 11 í messuheimilinu, Digranesskóla. Almenn guðsþjónusta kl. 14. Sr. Magnús Guðjónsson biskupsritari messar. Sóknarfólk er hvatt til þátttöku. Kirkjukórinn syngur. Orgelleikari Friðrik V. Stefánsson. Sr. Kristján Einar Þor- varðarson. Kársnesprestakall Barnasamkoma í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. árdegis. Fermingarguðs- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Árni Pálsson. Langholtskirkja Kirkja Guðbrands biskups. Óskastund barnanna kl. 11. Söngur - sögur - myndir. Þórhallur Heimisson og Jón Stefánsson sjá um stundina. Fermingarguðsþjónusta kl. 11. Fermingarguðsþjónusta kl. 13:30. Prestur sr. Sig. Haukur Guðjónsson. Organisti Jón Stefánsson. Sóknarnefnd- in. I.augarnesprestakall Laugardag: Guðsþjónusta í Hátúni lOb 9. hæð kl. 11. Pálmasunnudag: Guðsþjónusta kl. 11:00. Guðlaugur Gunnarsson kristniboði préd- ikar. Helgileikur unglinga. Barnastarf. Fermingarbörnin og fjölskyldur þeirra sérstaklega hvött til að koma. Mánudag: Æskulýðsstarf kl. 18:00. Sóknarprestur. Neskirkja Laugardag: Æskulýðsfundur fyrir 11-12 ára kl. 13. Samverustund aldraðra kl. 15. Ingótfur Guðmundsson talar og sýnir litskyggnur. Friðbjörn G. Jónsson syngur einsöng og bamakór kemur í heimsókn. Pálmasunnudag: Fermingarmessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. 31. vígsludagur kirkjunnar. Kirkjukórinn flytur 5 gömul íslensk sálmalög í útsetningu Jakobs Hall- grímssonar. Orgel og kórstjórn Reynir Jónasson. Guðmundur Óskar Ólafsson. Seljakirkja Fermingarguðsþjónusta kl. 10:30 og kl. 14. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja Barnaguðsþjónusta laugardag kl. 11. (Ath. breyttan tíma). Skólakór Mýrar- húsaskóla kemur í heimsókn og syngur nokkur lög. Eirný og Solveig Lára. Sunnudag: Ferming kl. 10:30 og 13:30. Sóknarprestur. Kirkja óháða safnaöarins Fermingarguðsþjónusta kl. 14. Organisti Heiðmar Jónsson. Þórsteinn Ragnarsson safnaðarprestur. Fríkirkjan í Hafnarfirði Barna- og fjölskyldusamkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. fermd verður: Kolbrún Björnsdóttir, Austurgötu 16. Orgel- og kórstjóri Örn Falkner. Einar Eyjólfsson. Keflavíkurkirkja Fermingarmessurkl. 10:30 ogkl. 14:00. Organisti Siguróli Geirsson. Sóknarprestur Hafnarfjarðarkirkja Fermingarmessurkl. 10:30 ogkl. 14:00. Sr. Gunnþór Ingason Aðalfundur Samtaka gegn astma og ofnæmi Aðalfundur Samtaka gegn astma og ofnæmi verður haldinn að Norðurbrún 1 í Reykjavík í dag, laugardaginn 26. mars 1988 kl. 14:00. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf, kaffiveitingar. Stjórnin Félag eldri borgara Kökubasar í Goðheimum, Sigtúni 3, sunnudaginn 27. mars kl. 14:00. Tekið verður á móti kökum kl. 10:00-12:00 sama dag í Goðheimum, Sigtúni 3. Kl. 20:00: Dansað til kl.23:30. Dagbókin hans Dadda í Hlégarði Leikfélag Mosfellssveitar er nú að hefja sýningar á „Dagbókinni hans Dadda“ eftir Sue Townsend. Leikstjórar em Soff- ía Jakobsdóttir og Svanhildur Jóhannes- dóttir. Leikritið fjallar um Dadda 13 ára, sem er með öðmvísi unglingaveiki en flestir jafnaldrar hans. Upphaflega er þetta skáldsaga, sem höfundur breytti sjálfur í leikrit, en síðar var unnið úr því sjónvarpsefni, svo sem íslenskir sjón- varpsáhorfendur muna, en þættirnir um Dadda vom vinsælir hér á landi sem annars staðar. Sextán leikarar koma fram í sýningunni og fjölmargir aðstoða við uppfærsluna. Aðalhlutverkin eru leikin af Snorra Steingrímssyni, Herdísi Þorgeirsdóttur, Birgi Sigurðssyni og Guðmundi Davíðs- syni. Þýðandi er Ragnar Þorsteinsson, en leikmynd gerði Halldór Þorgeirsson. Frumsýning er sunnud. 27. mars kl. 21:00, en 2. sýning þriðjudaginn 29. mars kl. 20:30. Ferðafélag íslands: Sunnudagsferðir 27. mars Kl. 10:30 Bláfjöll - Kleifarvatn/skíða- ganga - Ekið að þjónustumiðstöðinni í Bláfjöllum og gengið þaðan. Þeir sem ætla í skíðagönguferðina til Landmanna- lauga ættu að nota þessa ferð til undirbún- ings (800 kr). Kl. 13:00 Fjallið eina - Sandfellsklofi - Sveifiuháls - Ekið um Krýsuvíkurveg að Hraunhól, gengið þaðan á Fjallið eina, síðan um Sandfellsklofa á Sveifluháls. Létt og þægileg gönguleið. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Far- miðar við bíl (600 kr). Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Norskir bókadagar í Norræna húsinu Norræna húsið gengst fyrir norrænni bókmenntakynningu á morgun sunn- udaginn 27. mars og mánudaginn 28 mars, í samvinnu við sendikennara í Norðurlandamálum við Háskóla íslands. Aðgangur að bókmenntakynningunum og bókasýningunum er ókeypis og eru allir velkomnir. Dagskráin verður flutt í fundarsal Norræna hússins og sýningarnar settar upp á bókasafninu. Á morgun, sunnudag klukkan 14.00, verður dagskrá fyrir börn þar sem norski barnabókahöfundurinn Anne-Cath, les upp úr bókum sínum, ásamt Margréti Ornólfsdóttur. Um kvöldið klukkan 20.30 verður kynning á verkum Nordahls Grieg, gestur verður Fredrik Juel Haslund. Á mánudag verða síðan kynntar norsk- ar bækur í íslenskum þýðingum. Þorsteinn Gunnarsson les upp, m.a. úr þýðingu dr. Kristjáns Eldjárns á Norður- landstrómet eftir Petter Dass. Einnig mun Heimir Pálsson tala um þýðingar á bókum og Matthías Pálsson les úr þýð- ingu sinni á verkum Johannesar Hegglands. LISTASAFN ÍSLANDS Frá 1. apríl verður Listasafn íslands opið daglega nema mánudaga kl. 11:00- 17:00. Leiðsögn um sýninguna „ALDAR- SPEGILL" er alla sunnudaga kl. 13:30. Kynning á mynd mánaðarins er á fimmtudögum kl. 13:30. Mynd aprílmán- aðar er ÍSLANDSLAG eftir Svavar Guðnason, frá árinu 1944. Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma. Aðgangur að safninu er ókeypis. lllllllllllllllllllll ÚTVARP/SJÓNVARP " Laugardagur 26. mars 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Þórhallur Höskulds- son flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 „Góðan dag, góðlr hlustendur“ Pétur Pét- ursson sér um þáttinn. Fréttir sagðar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veðurfregnir sagðar kl. 8.15. Að þeim loknum heldur Pétur Pétursson áfram að kynna morgunlögin. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónlist. 9.25 Framhaldsleikrlt barna og unglinga: „Tor- dýfillinn flýgur í rökkrinu" eftir Maríu Gripe og Kay Pollack. Þýðandi: Olga Guðrún Ámadóttir. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Tólfti og lokaþátt- ur: Gemini geminosquaerunt. Leikendur: Ragn- heiður Amardóttir, Aðalsteinn Bergdal, Jóhann Sigurðarson, Guðrún Gísladóttir, Valur Gísla- son, Ámi Tryggvason, Gunnar Eyjólfsson, Jill Brooke Ámason og Sigmundur öm Amgríms- son. (Áðurflutt 1983). 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Vlkulok Brot úr þjóðmálaumræðu vikunnar, fréttaágrip vikunnar, hlustendaþjónusta, viðtal dagsins og kynning á helgardagskrá Útvarps- ins. Tilkynningar lesnar kl. 11. Umsjón: Einar Kristjánsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónlist. 13.10 Hér og nú Fréttaþáttur í vikulokin. 14.00 Tilkynningar. 14.05 Sinna Þáttur um listir og menningarmál. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. 15.00 Tónspegill Þáttur um tónlist og tónmenntir á líðandi stund. Umsjón: Magnús Einarsson. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 íslenskt mól Gunnlaugur Ingólfsson flytur þáttinn. (Einnig útvarpað nk. miðvikudag kl. 8.45). 16.30„Láttu ekki gáleysið granda þér". - Fræðsluvika um eyðni: 7. hluti. Leikrit: „Eru tígrisdýr í Kongó?" eftir Johan Bargum og Bengt Alfors. Þýðandi: Guðrún Sigurðardóttir. Leikstjóri: Inga Bjarnason. Leikendur: Viðar Eggertsson og Harald G. Haraldsson. f fram- haldi af leikritinu erefnttil umræðuþáttar um efni þess, sjúkdóminn eyðni og þann vanda sem honum fylgir. Stjórnandi: Sigríður Ámadóttir. (Einnig útvarpað nk. þriðjudagskvöld kl. 22.30). 18.00 Gagn og gaman. Umsjón: Slgrún Slgurð- ardóttir. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar. Tónlist. 20.00 Harmoníkuþáttur Umsjón: Högni Jónsson. (Einnig útvarpað nk. miðvikudag kl. 14.05). 20.30 Á degi Palestínuþjóðarinnar Séra Rögn- valdur Finnbogason tók saman. Elías Davíðs- son valdi tónlistina. Lesari: Baldvin Halldórsson. (Áður útvarpað 29. nóvember sl.) 21.30 Danslög 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma Séra Heimir Steinsson les 46. sálm. 22.30 Útvarp Skjaldarvík Leikin lög frá liðnum tíma. Umsjón: Margrét Blöndal. (Frá Akureyri) 23.00 Mannfagnaður á vegum Leikflokksins á Hvammstanga. 24.00 Fréttir. 24.10 Um lógnættið Sigurður Einarsson kynnir klassíska tónlist. 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. 02.00 Vökulögin Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagt frá veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 10.05 Nú er lag Gunnar Salvarsson tekur á móti gestum í morgunkaffi, leikur tónlist og kynnir dagskrá Ríkisútvarpsins. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Léttir kettir Jón Ólafsson gluggar i heimilis- fræðin... og fleira. 14.30 Spumingakeppnl framhaldsskóla Þriðja umferð, fyrsta og önnur viðureign í átta liða úrslitum endurteknar: Menntaskólinn í Reykja- vík - Menntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn viö Sund - Fjölbrautaskólinn í Garðabæ. Dóm- ari: Páll Lýðsson. Spyrill: Vernharður Linnet. Umsjón: Sigurður Blöndal. 15.30 Við rásmarklð Sagt frá íþróttaviðburðum dagsins og fylgst með ensku knattspyrnunni. Umsjón: íþróttafréttamenn og Snorri Már Skúla- son. 17.00 Lög og létt hjal Svavar Gests leikur innlend og erlend lög og tekur gesti tali um lista- og skemmtanalíf um helgina. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Kvöldtónar Tónlist af ýmsu tagi. 22.07 Út á lífið Gunnar Svanbergsson ber kveðjur milli hlustenda og leikur óskalög. 02.00 Vökulögin Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagt frá veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. Fréttir kl. 2.00,4.00,7.00,8.00,9.00,10.00,12.20, 16.00,19.00, 22.00 og 24.00. Laugardagur 26. mars 13.30 Fræðsluvarp. 1. Próf í nánd. Undirbún- ingsþáttur fyrir nemendur í 9. bekk sem gangast undir grunnskólapróf á þessu vori. 2. Alnæmi - Það sem allir verða að vita. Bandarísk mynd sem lýsir því sem vitað er um alnæmi en einnig ýmsum bábiljum um sjúkdóminn. Myndin er sérstaklega ætluð nemendum á grunnskóla- og framhaldsskólastigi. Þýðandi Bogi Arnar Finn- bogason. 3. Lærið að tefla - 2. þáttur. Skákþáttur fyrir byrjendur, 12 ára og eldri. Umsjón: Áskell örn Kárason. 4. Bíllinn, öku- maðurinn og náttúrulögmálið 2 þáttur. Þýsk/ sænsk mynd um umferðarmál. Myndin er sér- staklega ætluð þeim sem eru að undirbúa sig fyrir ökupróf eða vilja rifja upp umferðarfræðin. 14.30 Hlé 14.55 Enska knattspyrnan. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 15.30 Bikarúrslit í blaki. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 16.55 A döfinni 17.00 Alheimurinn (Cosmos) — Fjórði þáttur - Ný og stytt útgáfa í fjórum þáttum af myndaflokki bandaríska stjörnufræðingsins Carls Sagan en hann var sýndur í Sjónvarpinu árið 1982. Þýðandi Jón O. Edwald. 17.50 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Hringekjan. (Storybreak) Bandarískur teiknimyndaflokkur. Þýðandi Óskar Ingimars- son. Sögumaður Sigrún Edda Bjömsdóttir. 18.55 Fréttaágrip og táknmálsfréttir. 19.00 Annir og appelsínur. Endursýning Menntaskólinn á Akureyri. Umsjónarmaður Eir- íkur Guðmundsson. 19.25 Yfir á rauðu. Sýnd frá „Free-Style" dans- keppni. Umsjón: Jón Gústafsson. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Lottó. 20.40 Landið þitt - ísland. Umsjónarmaður Sig- rún Stefánsdóttir. 20.45 Fyrirmyndarfaðir (The Cosby Show). Þýð- andi Guðni Kolbeinsson. 21.10 Maður vikunnar. 21.30 í iðrum jarðar. (At the Earth’s Core) Bresk bíómynd frá 1976 gerð eftir samnefndri sögu Edgars Rice Burroghs, höfundar Tarzans. Leik- stjóri Kevin Connor. Aðalhlutverk Doug McClure, Peter Cushing, Caroline Munro og Cy Grant. Vísindamaður nokkur útbýr farartæki sem hefur þá eiginleika aö komast undir yfirborð jarðar. Hann fer ásamt nemanda sínum í reynsluferð en tækið reynist svo kraftmikið að þeir eru komnir inn að miðju jarðar fyrr en varir. Þar mætir þeim afskræmdur heimur frumstæðra manna og dýra. Þýðandi Reynir Harðarson. 23.00 Flugrán. (Skyjacked) Bandarísk bíómynd frá 1972. Leikstjóri John Guillermin. Aðalhlut- verk Charlton Heston, Yvette Mimieux, James Brolin og Claude Akins. Grunur leikur á að sprengja sé um borð í bandarískri farþegaflug- vél og er henni stefnt til Alaska. Þegar þangað er komið krefst vopnaður maður þess aö flogið verði til Sovétríkjanna án tafar en áhöfnin á úr vöndu að ráða þar sem þarlendir ráðamenn hafa í hótunum að skjóta vélina niður. Þýðandi Baldur Hólmgeirsson. 00.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Ólafía G. Sveinsdóttir. Níræðisafmæli Ólafía G. Sveinsdóttir, Syðri-Kára- stöðum, Vestur-Húnavatnssýslu, er 90 ára sunnudaginn 27. mars. Eiginmaður hennar var Jón R. Jóhannesson, oddviti Kirkjuhvammshrepps. Hann lést árið 1972. Páskaferðir Ferðafélagsins: Snæfellsnes - og jökull (4 dagar). Gist í svefnpokaplássi í gistihúsinu Langholti, Staðarsveit. Gengið á Snæfellsjökul. Skoðunarferðir á láglendi. Landmannalaugar - skíðagönguferð (5 dagar). Gist í sæluhúsi F.l. í Laugum. Það er upphitað og gas til eldunar og áhöld. Ekið að Sigöldu og gengið þaðan á skíðum til Lauga (25 km). Ferðafélagið annast flutning á farangri. Þrír dagar um kyrrt í Laugum og tíminn notaður til skíðagönguferða um nágrennið. Þórsmörk 3 eða 5 dagar. í Þórsmörk er gist í Skagfjörðsskála í Langadal. Hann er upphitaður, svefnloft stúkuð, tvö eldhús með áhöldum og rúmgóð setustofa. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu Ferðafélagsins, Öldugötu 3. Brottför í ferðirnar er kl. 08:00 að morgni. Sunnudagsferðir Útivistar 27. mars Strandganga í landnámi Ingólfs - 9. ferð a og b: Kl. 10:30 Kúagerði - Kvíguvogabjarg. Gengið um Flekkuvík, Keilisnes og Kálfatjörn (600 kr). Kl. 13:00 Kálfatjörn - Kvíguvogabjarg. Fróðir menn úr Vatnsleysustrandar- hreppi mæta og fræða menn um svæðið, sem er söguríkt með rústum af verbúðum, stórbýlum og hjáleigum. Lífríkar fjörur. Brottför frá BSl, bensínsölu Farmiðar við bíl (600 kr). Frítt fyrir börn með fullorðnum. Brottför frá Hafnarfirði v/ Sjóminjasafnið. Páskaferðir Útivistar: Þórsmörk 3 og S dagar. Brottför 31. mars og 2. aparíl. Góð gisting í Útivistar- skálunum Básum. Gönguferðir við allra hæfi. Snæfellsnes - og jökull í 3 og 5 daga. Gist að Lýsuhóli. Sundlaug. Brottför 31. mars. Gönguferðir um strönd og fjöll. Jökulganga. Skíðagönguferð á Fimmvörðuháls. 5 dagar. Brottför 31. mars. Gengið á Eyja- fjalla- og Mýrdalsjökul. Gist í húsum. Úpplýsingar og farmiðar á skrifstofunni Grófinni 1. Símar 14606 og 23732. Félag áhugamanna um heimspeki: „Gildismat í sagnfræði“ Á morgun, sunnudaginn 27. mars, mun Þorsteinn Hilmarsson flytja fyrirlestur á vegum Félags áhugamanna um heim- speki. Erindi Þorsteins nefnist „Gildismat í sagnfræði" og hefst kl. 14:30 í stofu 101 í Lögbergi, húsi lagadeildar. Fundurinn er öllum opinn. Lúðrasveit Verkalýðsins heldur tónleika í Langhottskirkju í dag, laugardaginn 26. mars, heldur Lúðrasveit Verkalýðsins sína árlegu vor- tónleika. Verða þeir að þessu sinni haldn- ir í Langholtskirkju og hefjast kl. 17:00. Jafnframt eru þetta 35 ára afmælistónleik- ar, en sveitin átti afmæli 8. mars sl. Efnisskráin er fjölbreytt, innlend lög og erlend úr ýmsum áttum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Stjórnandi Lúðrasveitar Verkalýðsins er eins og undanfarin ár Ellert Karlsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.